Tíminn - 17.06.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.06.1951, Blaðsíða 6
c TÍMINN, sunnudaglnn 17. júni 1951 AUKABLAÐ Á ÞINGVÖLLUM (Framhald af 5. siðu.i meðan stigið var á bak, „svona hesta kalla ég ekki tamda.“ Ég held að þessi orð hafi meira sannleiksgildi en menn kannske ætla í fijótu bragði. Hverjum þeim er við hesta- tamningu fæst ætti að vera sú staðreynd ijós þegar í upp- hafi tamningar, og gera sér fulia grein fyrir því, að ör- yggi mannsins er alltaf minnst í samskiptunum við hestinn einmitt þegar hann er að fara á bak honum, og enda þótt sumir ungir og frískir fullhugar sleppi oftast sæmilega út úr þessum við- skiptum, þá hafa stundum stafað slys af og fjöldanum hentar ekki að standa í slíku stímabraki í hvert sinn og fara á að stiga í ístaðið. Að vísu er ekkert nema eðlilegt að folar, fjörmikiir og ærsla- fullir, dansi dálítið á fyrsta stigi tamningarinnar, en með þolinmæöi og þrautseigju jafnast það venjulega íljótt, ef markvíst. er stefnt að því aö fá hestinn íil að standa kyrran. En að horfa á aðra eins þjösnaglímu og bola- brögð, eins og sjá mátti til Ara Öuðmundssonar við Skugga; sem virðist þó hóg- vær hestur, sé hann ekki beittur harðýðgi, er ekki vel fallið til aö sýna á jafn virðu- legum rnótum og Þingválla- mótið var. Það er sjálfsagt og nauðsynlegt að beita sígandi ofríki við óþjála skaphesta meðan þeir sætta sig ekki við annað betur, en hinu má eng- inn hestamaöur gleyma, að æstar taugar þurfa líka mýkt og hiýju og það frá hjartarót- um knapans fram í fingur- góma. V. Um fjögra vetra folana er sjálfsagt ekkert nema gott eitt að segja, þeir voru og eru leir í mótun, sem framtíðin sker úr hvernig reynist. Sjálf- sagt eru þeir allir af góðu bergi brotnir og við þá bundn- ar margar og glæsiar vonir; þá sjálfa sem álitlega og fín- byggða gæðinga, og afkvæmi þeirra sem ýturvaxin og 5md- isleg skemmtihross eigendum sinum og öðrum til gagns og gleði, en þrátt fyrir það kann ég ekki við þann hátt, sem hafður hefir verið á um dóma þá, er sumir þessir ungu og óreyndu stóðhestar hafa hlot- ið. Við skulum segja að Svaði, hálfbróðir Blakks frá Úlfs- stöðum, sé metfé og honum þess vegna hreykt uppfyrir tömdu hestana, sem þó höfðu góða öóma um afkvæmi til að styðjast við, en hvað er þá unnið við að hafa stigagjöf hans og jafnaldra hans svona háa? Ég held að það sé vit- leysa og misskilningur, það vita allir sem til þekkja um uppelöi hrossa, að fjögra vetra trippi er ekki fulimótað eða þroskað svo snemma, auk heldur að það sé orðið gæð- íngur, og niðurstöður dóma ber að miða við það, eða að ■öðrum ko3ti að hafa stigagjöf þeirra tiltölulega hærri en reyndu stóðhestanna, sem fátt mælir með að gert sé. Og varlegra er alltaf að segja of lítið um unglinginn en of mik ið, því það er alltaf betra að hann fari fram úr vonum manna, en að hann uppfylli þær ekki nema að takmörk- uðu leyti. Af þessum ástæðum tel ég Svaða og félögum hans gert of hátt undir höfði í dómsniðurstöðum og alveg er hið sama að segja um þriggja vetra folana í þessu efni. Vel má vera að allir þessir folar reynist eins og fyrir þeim er spáð — og á ég þar sérstak- lega við reiðhestshæfileikana — að t. d. H. J. Hólmjárni tak- izt giftusamlega að temja Svaða, aö Glókollur í Kirkju- bæ verði eins mikill gæðingur og hann er fríður og fínbyggð ur, en enn eru þetta draumar I manna, sem allir vilja að ræt- iist, en ekki er hægt að gefa ! mörg dómstig fyrir fyrirfram. i Ég veit að svona dómar end- urtaka sig ekki, því fjöldi hestamanna og dómbærir, kannske engu siður en siálf dómnefndin í þessu tilfelli, telja að hér hafi um mistök verið að ræða fremur en á- setningssynd. VI. Hryssnrnar er sýndar voru og skráðar í sýningarskrá voru 32 og 10 af þeim hfutu gæðingsheitið' hjá dómnefnd- inni. Svala ættitð frá Hamri í Dalasýslu af hinu fræga Kjal- ardalskyni í föðurætt hreppti fyrsta sætið. Svala er fín- byggð cg sterk'oyggð, en ekki stór, 51 þumlungur, og verður það að teljast heldur lítið fyr- ir augað sem alltaf heimtar ris og tign með öðru góðu í fari. okkar úrvals gæðinga. En þrátt fyrir það að Svala er ekki nógu stór til að vera í ákjósanlegri tign að útliti, vekur hún samt ‘ athygli glöggra hestamanna hvar sem hún fer fyrir fríðleik sinn og íinar hreyfingar. Hinar 9 er næstar komu í röðinni hafa sjáifsagt ailar mikið til síns ágætis, ég þekki þær ekki svo að ég treysti mér að segja þar frekar um. nema hvað ég hefi séð til Glettu og Sótu í kappreiðum á skeiði og hafði gaman af, en sorgiegt er hvað Glettu er oft misboðið á kostum sínum meo truílandi háspenntu taumhaidi knap- ans. Um gæðinga keppninnar er því miður fátt hægt að segja, því hvergi hefi ég rekizt á skjalfestar niðurstöður frá dómnefnd þeirri er þá dæméli, en vonandi koma þær í dags- Ijósið þótt síðar verði. Ég verð nú að segja það eins og er að ég varð fyrir nokkr- um vonbrigðum með gæðing- ana. Ekki slcal efast um að margt hafi verið þarna góðra hesta, enda þekkti ég nokkra þeirra áöur allvel og þá að meiri drifb og tilþrifum en nú var að sjá, og hafa aðstseður að sjálfsögðu ráðið þar nokkru um. Númer eitt var Stjarni Viggós Eyjólfssonar Reykja- vík. Stjarni er af Svað'astaða- ætt, mjög fríöur og fönguieg- ur hestur ao öilu útlitl, en tölt hans er skeiðkennt og hættir til að lulla eða ruglast 1 rásinni og hreyfingar ekki ákveðnar né rásfastar. Hest- urinn virðist ekki sérstakur skörungur þrátt fyrir léttan vilja, taumhald knapans og áseta ekki í lagi fyrr en Reykj avikurfrú ein settist við stýrið, en þvi miður veit ég ekki fyrir víst hver hún var. Mér sýndist Stormur Jóns bónda á Hofi á Höfðaströnd sýna meiri titþrif i hreyfing- um en Stiarni Viggós. Storm- ur var sýnilega vel taminn, gerði allt vel, sem hann var beðinn um, enda leit út fyrir að knapi og hestnr þekktust vel og treystu hver öoriun takmarkalaust, enda lipurð og mýkt beitt af beggja hálfu við hvað eina, og þannig á það að vera svo yndisþokki beggja aðila njóti sín. En þessu líkt sást sjaldan, ásetu knapanna var víða all ábótavant, sérstaklega er mér minnisstæð glíma Magnúsar Gunnarssonar við Krák sinn, | þar var andstöðuna að sjá | milli manns og hests í flest- um greinum, báðir sterkir og skapmiklir, en þá er það auð- j vitað knapans að leita eftir meðalveginum og samkomu- j laginu, hann á að hafa vitið ! meira og honum ber að beita I öílum ráðum til að sigrast á ofríkinu með silkihönzkum þekkingarinnar á hlutverki sínu. Ao öðru leyti skulu ekki fleiri hestar eða knapar dregn ir hér fram sem dæmi af því, sem gott var eða mislukkað, en nokkrum orðum að síðustu vikið að almennari atriðum. VII. Nokkur dærni þekki ég um þaö að val hesta, til gæðmga- keppninnar, heima í hesta- mahnafélögúnum tókst ekki ! sem skyldi. Sumir þessara ftesta gátu t. d. c-kkert skeið- | spor sýnt, sem að sjálfsögb'u i var þó mikils um vert ao þeir ! gætuj enda teljast það ekki j fjölhæfir gæðingar, sein ekki j geta sýnt jafn mikilvægan i snilldarkost cg skeiðið er, sé j j það mikið og fagurt á annað ' borð. Aðrir ftestar voru sýndir j þárna, ssm um of voru seldir uiidir ok elli kerlingar til að geta notið sín nema að tak- mörkuðu leyti. Það er varla sársaukalaust að sjá ellimerkt an öldung feta lággengan og daufan um sýníngarsviðið innan um spilandi fjörhesta á léttasta skeiði, og sérstaklega þegar þess er gætt að maður þekkti annað og meira af þessum sömu sómagripum sumum hverjum á æskuár- um þeirra. Að vísu gerði dóm- nefndin virðingarverða til- Mary ckkjudrottning í Englandi er nú á níræðisaldri. Þessi mynd er tekin af henni þegar hún þurfti að stíga yfir lækjarsprænu eina í sambandi við sjúkrahúsvígslu eina. — > - a V* * aÍ raun til að jafna metin með því að setja þessa ftesta í sér- flokk og verðlauna þá þannig, en jafnvel sú viðleitni nægði ekki til þess að maður finndi ekki að hér var ftaft rangt við, að gömlu gæðingarnir voru ekki lengur á tilhalösárum sínum eins og þeir yngri gátu skartað með. VIII. Það sem hér að framan hef- ir verið bent á og ég álít mið- ur hafa farið hvað snertir dómsúi’skurði o. fl. á Þing- vallamótinu er auövitað ekki sagt til annars en athugunar þeim er síðar kunna um þessl mál að fjalla, t. d. eftir 3—4 ár, hvort heldur það verða. sömu menn og síðast eða ekki. Ég hygg að allir þeir, sem góð- hestum unna, og tigna fríð- leik þeirra vit og snilli, geti verið mér sammála um það, að sérræktun góðhestakynja sé nauðsynjamál, en hitt verða menn líka að gera sér Ijóst, að þetta er ótrúlega vandasamt starf í fram- kvæmd. Ekki ‘sérstaklega af því hvað smekk manna og þekkingu sé ábóíavant, held- ur af hinu, hvað torsótt leið er að því rnarki að koma á fót öruggum, gallalitlum og fjöl- hæfum reiðhestastofni. Svo er annað í þessu sam- bandi, sem ekki þarf síður að gefa gaum að, og það er hið uppvaxandi fólk, sem með þessi kostakyn ætti að fara. Ég hefi áður í blaðagrein drep ið á þá nauðsyn að t. d. Land- samband hestamannafélag- anna tæki sér fyrir hendur að koma á námskeiðum fyrir unglinga er kynnast vildu helztu undirstöðuatriðum í því að sitja hest og fara með hesta yfirleitt. Slík námskeið ættu að geta vakið ungling- ana til skilnings og aðdáunar á því, sem i fari hestanna er að finna, og sú alda sem þann ig skapaðist gæti orðið mik- ilsverð lyftistöng fyrir þessi mál í framtíðinni; fyrir svo utan það hvað þessi íþrótt væri ekki óhollari en hvað annað, sem unglingarnir dunda við nú á tímum. t fyrstu gæti þetta verið í smá- um stíl og ef vel gengi mætti auka og eíla starfsemina eftir því sem ástæður leyfðu hverju sinni. Mótið á Þingvöllum var spor í rétta átt og tókst fram- ar öllum vonum, og enda þótt slík mót séu þýðingarmikil þá liggur aðalstarfið í hrossakyn bótamótum sveitanna, og þá þar heizt, sem úrvalið er mest. Nú er leitin hafin að þeim úr- valsgripum, sem fyrir hendi eru og rnargir góðir gripir eru þegaj; fundnir, næsta skrefið er þá að vinna,úr því sem afl- ast hefir og leggja með því grundvöllinn að nýju góð- hestakyni — eða kynjum. Tak markið verður að setja hátt, og það er aö sameina allt það bezta og fegursta er í beztu gæðingunum fyrirfinnst, og sameina það í traustri og grundvallaðri reiðhestaætt. Hveragerði, 7/2. 1951. Jón Bjarnason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.