Tíminn - 17.06.1951, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.06.1951, Blaðsíða 12
12 TÍMINN, sunnudaginn 17. júní 1951 AUKABLAÐ RÍKI MITT VAR f FJÓSINU ENDURREISNARTÍMABILIÐ Pramhald af 9. síðu ■ Eftir að kýrin var komin i fjósið, vorum við mjög önnum kafin yfir umbótahugsjón- um okkar, húsbóndinn og ég. Það held ég, að hafi meðfram stafáð af því, að Milla var svo yndisleg persóna, að það hefði verið ósæmilegt að láta hana iekki búa við svo góð skilyrði, sem verða mátti. f Mest kallaði það að, að gera fjósið bjartara og vistlegra ínnarí, og þegar veður leyfði fim vorið, að kýrin mætti vera úti, fékk húsbóndinn sér kalk og verkið hófst. Húsbóndinn aupir alltaf kalkið eins og að keiríur úr námunum eft.ír að það hefir verið brennt. Þá er þáð i stórum, óreglulegum kögglum, sem virðast halda í sér hita þeim, sem það hefir þlotið Við brennsluna, þar til það hefir verið slökkt í vatni. , Það er skemmtilegt verk að sjökkva kalk. Við slökkvum það alltaf í ruslatunnu, sem við látum nokkra köggla í óg hellum svo vatninu á. Strak og vatnið kemur á kalkið taka kögglarnir að springa og sjóða og hiti þeirra brýzt út í gufu- mekki miklum. Síðan hrærum við í blöndunni með járn- stöng, svo að þá rýkur ennþá nieira, og kalkið vellur og kraumar stórfenglega. Mér fínnst alltaf létt að ímynda Sér, að tunnan sé vítiskverkar og mig langar þá til að spyrja eirís og nornirnár í Macbet: Hvenær sjáumst við aftur? Þegar kalkið hefir verið siökkt, verður það grautur, sem tekinn er í Smáskömmt- um í fötu og þynntur út með vatni, unz hann ér svo þunn- fir, að spræna má honum úr dælu. Síðast er þynnkan síuð, svo að ekki verði í henni agn- ir, sem stífli dæluna. Loks er ofurlítið af bláma látið í blönduna, og þá er kalkinu ekki neitt að vanbúnaði fram ar. Sá, sem kalka skal, tekur hergögn sín: Stiga og elztu fötin sfn, og hjálparmann til að stjórna dælunni. Bezta kölkunarskrúða, sem ég hefi heyrt getið um, fann uþp fjósamaður einn, á bæ nokkrum, þar sem vinkona mín ein dvaldi. Fjósamaður þessi var lítill maður vexti og nostursamur með fötin sín. Hann lét skera sér úlpu eina forkunnargóða til að vera í, er hann kalkaði. Vinkona mín skar gat á stóran poka, sem maðurinn fann sér, og hvolfdi hönum síðan yfir höfuð hon- fifn. Síðan risti hún sitt gatið fýrir hvora hendi og út um þau stakk hann handleggjun- um berum. Þar sem maðurinn var lítill vexti, svo sem fyrri er frá sagt, huldi úlpan hann allan og nam við jörðu, sVo að eini gallinn á þessum skrúða var sá, að maðurinn steyptist á nefið, hvenær sem hánn ætlaði að stíga spor, þegar hann var í honum. Arty var hjálparmaður minn, þegar ég var að kalka. mArty er ofurlítill spjátruríg- ur, ekki nema fimm feta hár, með góðlátlegt greppitrýn. Merkilegast við hann var der- húfan og stígvélin. Hvort- tveggja var nokkrum númer- um of stórt. Arty var hjá for- eldrum húsbóndans þegar hann var ungur, og þegar hús bóndinn flutti til Bath Farm, fór Arty að verða þar á sumr- in. Auknefni hans var blöðru- belgur og ekki einu sinni hús- bóndinn mundi hvernig stóð á þeírri nafngift, nema ef hún skyldi vera af því, að hann blés upp svínsblöðrurnar, sem feitin var geymd í. Arty vann frá morgni til kvölds af mikilli elju. Hann gekk sex kílómetra til vinnu sinnar og frá á litlu, bognu fótunum í margrifnum stíg- vélagámum. Jafnskjótt og hálfsexlestin var farin fram hjá, sleppti Arty því, sem hann hafði í höndunum, hvað sem það var. Svo sneri hann heim á leið, og ef einhver spurði hann einhvers, fékkst aldrei annað svar en her- mannleg kveðja og ofurlítið uml, sem táknaði: Góða nótt. Svo var blöðrubelgur farinn. Alltaf er Arty önnum kaf- inn og virðist vera ánægður með allt, en einu sinni sagði hann mér, að bezti tími ævi sinnar hefði verið þegar hann var í hernum. — í hernum, Arty? Ég hefi víst orðið dálitið undarleg á svip. Arty var ekki stærri en dvergur. Hvenær varst þú í hernum? — í gamla stríðinu, sagði Arty. — Hvað gerðirðu þar? — Hreinsaði salerni. — Ekki annað? — Flysjaði jarðepli og þar fram eftir götunum, sagði hanrí. Rlörgum finnst óver- andi í hernum, en mér þótti það ósköp gott. Húsbóndinn kann margar sögur um Arty litla. Einu sinni voru þeir að vinnu úti á akri, þegar farandsala nokkurn bar þar að. Hann hafði rakvélar til sölu á einn shilling hverja. Arty þótti rétt að fá sér eina og sagði við húsbóndann: — Lánaðu mér shilling. Ég ætla að fá eina. Húsbóndinn lánaði honum peninginn og Arty keypti rak- vélina. Siðar kom í ljós að hánn gat ekki notað gripinn. — Jæja. Skilaðu mér nú shillingnum, sem þú skuldar mér, sagði húsbóndinn. — Hann færðu ekki, sagði Arty. Bölvuð vélin var ónýt. Húsbóndinn og bræður hans fóru til Liverpool á hverjum jólum og horfðu þá á látbragðsleik. Einu sinni var Arty með þeim. í sýningunni kom fram línudansari, sem var I þröngum buxum með silfurglingri á. Þegar heim var komið strengdu þeir bræður reipi um þvera hlöðu og reyndu að ganga eftir því. Arty kom þar og þeir töldu hann á að reyna. Það varð konungleg skemmt- un og þeir hlógu allir að hon- um. — Ja, sagði Arty í fyllstu alvöru. Þetta skyldi ég svei mér hafa gert, ef ég hefði við- eigandi buxur. Á Bath Farm var Arty stundum látinn taka til úti við og einu sinni lagði hús- bóndinn fyrir hann að hreinsa kringum gróðurhúsið. í gróðyrhúsinu óx vínviður, sem átti rætur sínar utan húss, en stofninn iá inn um göt á veggnum. Arty lét hend- ur standa fram úr ermum þennan dag, og hefir sjálf- sagt fundizt óþrifnaður að rót um vínviðarins. Hann reif þær upp og íleygði þeim út á haug. Húsbóndinn þuldi for- mælingar yfir honum látlaust í hálftíma, en þegar hann var búinn, hvein Arty. — Sagðirðu mér ekki, að ég ætti að hreinsa til? Arty liafði ærin heilabrot eitt sumarið af því, að hann vissi ekki hve gamall hann var, og var því smeykur við að tapa ellilaunum, sem hann ætti tilkall til. Einhver ráð- lagði honum að leita til mann talsskrifstofunnar og það gerði hann. Þegar heim kom bar hann sig upp undan því, að skrifstofumennirnir hefðu bara sagt sér hvaða dag og ár hann væri fæddur, en það þótti honum koma fyrir lítið. Þá fórum við að reikna fyrir hann og komumst að þeirri dapurlegu niðurstöðu, að hann væri ekki nema sextíu og tveggja ára, og því ýrði hann enn að bíða þess í þrjú úr að fá sína 10 shillinga á viku. Það tók hann nærri sér í fyrstu, en hann ber það sennilega betur nú, því að hann hefir „skrambans góða atvinnu“ á járnbrautarstöð- inni við „að hreinsa óg þVí um iíkt.“ Hann gengur í ein- kennisbúningi, sem er auðvit- að allt of stór á hann, og hann borðar miödegisverð í veitinga húsi (— kjöt, grænmeti og graut á eftir, — alit fvrir eitt- hvert lítilræði). Hanrí fær far miða með lestinni ókeypis, svo að hann kemst til vinnu sinnar og frá með góðu móti, og honum finnst þetta nærri því eins gott og að hreinsa salerni hjá hernum. Arty ber litla virðingu fyrir reglugerðum járnbrautanna. Hann hefir sína aðferð, ein- falda og óbrotna. Einu sinni sá hann vagn húsbóndans hjá verzlun einni í námd við brautarstöðina. Hann vissi, að með einni lestinni hafði kom- ið pakki, sem merktur var töfraorðunum Bath Farm. Nú tók hann pakkann og fór með hann að vagni húsbóndans. Þar stóð hann þegar húsbónd inn kom út úr búðinni. — Þetta er til þín, sagði hann. — Já, en Arty, sagði hús- bóndinn. Það þarf að kvitta fyrir bögglinum. — Hvers vegna það? Stend ur ekki óbrenglað þítt tétta, bölvaða nafn á honum? Hjálpsemi er ein af fremstu dyggðum Artys. Hann fná engan sjá erfiða, án þess að bjóða hjáip sína. Stundum takmarkast lrjálpin af smæð hans og litlum kröftum( en aldrei lætur hann slík sjónar- mið á sig fá. Einu sinni var ég að hlaða kössum með útsæðisjaröepl- um í háan hlaða. Ég teygði mig eins og ég gat með hend- urnar langt upp fyrir höfuð, og þó að ég sé nærri 170 sénti- metra há, dugði það varla til. Arty kom að, og greiðvikinn að vántía sagði hann með höf uð sítt í hæð við maga minn: — A ég að létta undir með þér? Hvernig hann héfir hugsað sér að léfta undir með mér er hulið, en þetta ávarp hans var að orðtaki haft á bænum. Þegar við vorum að kalka vár Artý óþreýtandi og alltáf ánægður. Engin kalkdæla var til á heimilinu en húsbóndinn lét^kkur hafa garðdælu, sem ætluð var fyrir ávaxtatré, en var farin að láta sig. Minnstu korn og kögglar settust í hana og stífluðu hana og þá varð að hreinsa pipuna svo að dæl- an yrði virk á ný. Arty stóð hjá kalkfötunni utah við dyrnar og dældi, én ég tildraði mér upp í stiga og beindi hlaupi dælunnar á við- eigandi staði, en því var fest á erídann á gúmmíslöngu. Lengi vel vildi Arty standa í súgnum, sem lagði gegnum fjósið og ber með sér kalk, svo að hann kalkaðist hátt og lágt, en um siðir gat ég talið hann á að færa sig bak við karminn, þangað sem skjól var. Þaðan sá hann raunar ekki hvað gerðist við hinn endann á slöngunni, og mátti ég fljótlega harma það. Arty hafði sína eigin aðferð til að hreinsa hlaupið. Okkur hafði gengið vel um hríð, þegar hlaupið allt í einu þaut af slöngunni, svo að ég varð öil löðrandi í kalkinu, sem stréymdi úr slöngunni í þykkum úða' Arty varð þess ekki var, að neitt væri að, og dældi í grfð og ergi. Hann hélt, að neyðaróp mín væru eggjunarorð. Loksins komst ég út. — Hættu Arty. Hættu, kall- aði ég. Arty leit upp frá dælunni og athugaði ástandið með hægð. Svo kinkaði hann kolli af næmum skilningi. — Ég hélt hún væri að þessu venjulega. Ég fann hún þyngdist. — Já, en hvers yegna í ó- sköpunum hættirðu ekki að dæla? spurði ég, — Ég hélt hún gæti ’bíásið þessu úr sér sjálf, sagði Arty og fór að þurrka mig með ó- hreinni strigatusku, svo að ég varð ennþá verri en áður. Þegar piltarnir sáu okkur, spurðu beir auðvitað með ríkri hluttékningu, hvort það hefði nú verið til nóg kalk á fjósið, fyrst við hefðum .kalk- áð okkur sj,álf svona rækilega en við varðveittum með tig- inni þögn vitundina um það, að fjósið yrði eins og nýtt þeg ar við værum búin, Við urðum að halda hvort aftur af öðru, húsbóndinn og ég og stiila umbótaviljanum í hóf. Húsbóndinn var hand- laginn og hafði yndi af að smíða alls konar hluti. Hann smíðaði margar hillur undir hitt og þetta. Hann festi upp snaga til að hengja fötu á og rak nagla í veggina fyrir alla skapaða hluti. Svo fann hann upp stækkanlegan kálfsbás. Ég varð að vera vel á verði gegn uppfinningum og endur- bótum hans, því að annars hefði kýrin ekki komizt fyrir í fjósinu. Einu sinni tók húsbóndinn Þessaf stúlkur eru I fallhlífahersveitum Bandaríkjanna og eru að halda til æfinga- flugvéla þegar myndin var tckin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.