Tíminn - 17.06.1951, Síða 14
14
TÍMINN, sunnudaginn 17. júní 1951
AUKABLAÐ
Ríki mitt var í fjósinu
Framhald af 13. síðu
Milla gerði sitt prýðilega.
Gestirnir dáðust að henni.
Hún var vel útlítandi í skín-
andi vorbúningi og féllst
fúslega á að vera eins og við
vildum. Hún stóð grafkyrr
með höfuðið við hlið mér og
handlegg minn um háls sér í
innilegum tengslum. Sólin
var eins og hún átti að vera.
Vélin var tilhöfð eins og vera
bar. Ég setti upp kattarbros
og ljósmyndarinn lyfti hend-
inni.
Og þá var þessu öllu spillt.
Með blæstri og brölti kom
Polly Özlandi til að sjá, hvað
um væri að vera.
Hún teygði sig móti mynda-
vélinni og horfði svo fast á
blaðamennina. Myndavélin
vakti athygii hennar og eftir-
tekt og hún gekk að henni og
reyndi að éta hana. Hún fékk
vlnsamlega tilkynningu um
að myndavél væri raunar
ekki ætluð til þess, og var
spurð, hvort hún vildi vera
svo góð að fara sína leið.
Eftir það var hún ákveðin í
því, að þola ekki blaðamenn-
ina, og í mótmælaskyni sýndi
hún þeim í afturspegilinn.
Svo kom hún til okkar
Millu til að vita hvað þetta
væri eiginlega. Hún hnippti
vingjarnlega í síðuna á Millu
og fór að sleikja mig alla hátt
og lágt. Ég sagði henni á-
kveðið, að við óskuðum ekki
eftir félagsskap hennar. Hún
hélt víst, að ég væri að örva
sig og sleikti mig af enn meira
kappi en nokkru sinni fyrr.
Blaðamennirnir voru í upp-
námi. Myndatökumaðurinn
kallaði til hennar og hinn
veifaði hattinum sínum.
Polly horfði fyrst á hann með
góðlátlegri undrun. Svo lét
hún höfuðið síga og blés
gremjulega. Blaðamennirnir
fóru að gefa gaum að hliðinu
heldur kvíðvænlega. Polly
hafði nú skilizt, að hér væri
eitthvað að gerast og það ætti
að setja hana hjá. Hún stóð
fast í alla sína fætur og neit-
aði að þoka. Þá þótti frétta-
manninum tími til kominn að
láta skríða til skarar.
— Farðu með Jerseykúna
eitthvað frá, sagði hann. Ég
skal halda í þe*sa hér.
Hann þekkti ekki Polly. Það
þarf meira en einn frétta-
snata til að fá Polly til að
vera, þar sem hún vill ekki
vera. Þegar hún sá okkur fara,
leit hún reiðilega á frétta-
manninn og kom á eftir.
Þessu lauk svo, að við
Milla skipuðum okkur eftir
því sem við máttum við hlið-
ina á Polly, sem hélt þýðing-
armestu stöðvunum og var
þrjózkuleg og dálítið óánægð
að sjá.
Annað, sem kom mér til að
þykja verulega vænt um
Polly, gerðist að vori, þegar
hún átti að vera ein úti. Hún
er félagslynd skepna og á-
gústdagar hjá Blackpool-
tarfi er henni ímynd Para-
dísar. Einveran er henni í-
mynd hreinsunareldsins. —
Guðslangan daginn harmaði
hún einstæðingsskap sinn
með þrotlausu bauli. Okkur lá
ölium við sturlun. Hvergi
höfðum við frið fyrir þessum
átakanlegu hljóðum. Það tók
jafnvel á taugar piltanna og
ég bað húsbóndann að fá eitt-
hvert kvikindi til að hafa fé-
lagsskap við hana.
Húsbóndinn hélt, að eftir
nokkra daga hefði hún van-
izt því að vera ein, og þá
fengjum við frið. Alec gamli
og ég vorum að brytja útsæð-
isjarðepli, og stundum heyrð-
um við tæpast til okkar
sjálfra. Kona húsbóndans var
þannig á sig komin, að það
benti á taugaveiklun. Og
Polly lét ekki af hljóðunum.
Loksins þoldi ég þetta ekki
lengur.
Ég fyllti hjólbörurnar af út-
sæðiskössum, tók hníf minn
og stól og ók börunum út á
H A R M U R
í desembermánuði 1942
lagði dauði og harmur leið
sína í fjósið.
Milla átti að bera i janú-
ar, en í byrjun desember fór
hún að verða undarleg í
háttum. Hún át lítið og virt-
ist vera sama um allt. Dag-
arnir liðu án þess að hún
hresstist. Svo bað húsbónd-
inn dýralækninn að koma.
Eiríkur dýralæknir er við-
felldinn maður, vingjarnlegur
og rólegur með ríka sam-
kennd í fasi. Ástand Millu
gerði hann úrræðalausan og
alvarlegan. Hann rannsakaði
hana og gaf henni inntökur.
Hann gaf henni örvandi
skammta og lét sér mjög annt
um hana. En það varð allt til
einskis. Hún var ljót í hár-
um og dapureygð. Hún stóð
upp og lagðist með erfiðis-
munum og loks kom hinn
hræðilegi dagur, — 10. des-
ember.
Þegar ég kom í fjósið um
morguninn lá Milla og það
leyndi sér ekki, að henni leið
illa. Ég fór að mjólka Polly,
en ég varð að hlaupa og sækja
húsbóndann áður en það var
búið.
Við drógum ófullburða,
dauðan bolakálf inn í heim-
inn.
. Við vonuðum, að nú myndi
Millu létta, þegar hún væri
laus við kálfinn. Lítil mjólk
kom í hana en henni virtist
líða betur og hún át ögn af
hveitiklíði með velþóknun.
Við fórum að borða og
væntum hins bezta.
Eftir matinn fór ég aftur út
í fjós. Miila var lögst aftur, og
auðséð, að hún var þjáð. Nú
var Eiríkur kominn til að gera
það, sem hann gæti. Annar
kálfur var kviga, dauð eins og
bróðir hennar. Ég annaðist
dapurlega greftrun tvíbur-
anna úti á akri.
Allan þennan gleðivana
dag lá Milla sljó. Hún var ekki
orðin heil eins og eðlilegt
hefði verið, og fjósið fylltist
af slæmri lykt. Ég varð að
hella meðulum í vesalings
skepnuna á fárra tíma fresti.
Eiríkur kom líka á fárra
stunda fresti og dældi hana.
Þessi fimmtudagur fannst
mér aldrei ætla að líða. Það
er vfersti dagur, sem ég hefi
átt á Bath Farm.
Um kvöldið kam Marjorie
að spyrja um sjúklinginn.
Hún fékk aðsvif af hitanum
og loftinu í fjósinu. Aumingja
Marjorie. Meðan hún lifir
völlinn og settist þar við
vinnu mína.
Polly kom til mín. Hún
kumraði af hamingju. Þegar
hún hafði veitt fyrstu gleð-
inni útrás, fór hún róleg að
bíta í kringum mig. Þegar hún
hafði fyllt sig, lagðist hún við
hlið mér og fór ánægð að
jórtra. Við heyrðum hana ekki
gaula það sem eftir var dags-
ins. Við nutum friðarins, eins
og við njótum rigningar eftir
langvinnan þurrk.
Þeir, sem áttu leið framhjá.
urðu undrandi að sjá stúlku
sitja úti í haga og hluta sund-
ur útsæði með stóra kú liggj-
andi fyrir fótum sér eins og
tryggan hund.
O G D A U Ð I
mun hún aldrei fyrirgefa
sjálfri sér veikleika sinn, og
þó er hann ósköp eðlilegur.
Hún hafði verið úti allan dag-
inn í hreinu lofti, en fjósioft-
ið var þannig, að ekki var von
að nokkur óvanur þyldi það.
Þetta var í fyrsta sinn, sem
Marjorie svimaði, en hér var
ekki hægt að koma við neinu
yfirliði í Viktoríualdarstíl. Ég
var að mjólka Polly. Strax og
Marjorie raknaði við, dró ég
hana út og lét hana setjast á
hjólbörurnar. Þegar ég var
búin að mjólka, fylgdi ég
henni inn. Ég afsakaði heldur
ófína aðbúð en Marjorie sagði
niðurdregin:
— Þú hefðir átt að reka
mér utan undir með fjós-
skóflunni til að venja mig af
þessum tepruskap.
Það hlýtur að vera hræði-
legt að hjúkra veikum manni,
en ég gæti samt trúað, að það
væri miklu verra að annast
veika skepnu. Maður getur þó
gert grein fyrir líðan sinni og
ef til vill hvað hann geti
hugsað sér að borða. Skepnan
getur ekki annað en horft á
mann döprum, örvæntingar-
augum, svo að hjarta manns
ætlar að bresta.
Dögum saman grúfði dimm-
ur skuggi yfir fjósinu. Stund-
um virtist Milla vera ag fá
einhverja lyst. Ég reyndi öll
hugsanleg ráð og færði henni
allt það gott, sem mér kom
til hugar. Þegar ég kom með
eitthvað nýtt, leit ég á hana
milli vonar og ótta. Hún tók
hressilega einn munnbita, ég
gladdist og fannst allt verða
bjartara, en svo sneri hún
höfðinu undan og seig niður í
sama sljóleikann aftur.
Ég fór naumast úr fjósinu
þessa skelfilegu daga, og þeg-
ar líkami minn var þar ekki,
dvaldi hugurinn þar. Eiríkur
reyndi allt, en það kom fyrir
ekki. Kýrin var með sjúkdóm,
sem hún hafði ekki hreysti til
BRÚÐKAUP
Sumardag nokkurn viðhafði
Polly mjög ósæmileg læti og
hávaða í haganum.
Þegar húsbóndinn hafði
tekið því um hríð með fullri
þolinmæði, sagði hann:
— Það er tími til kominn
að halda kúnni.
Á grannbæ einum í kíló-
metra fjarlægð bjó tilvalið
mannsefni handa Polly. Ég
náði í Polly, skreytti hana
með múl og batt góðan taum
í hann.
Húsbóndinn kom út aftur
og sagði:
— Þetta þýðir ekkert, Rac-
hel. Þú verður að sleppa henni
aftur. Ég verð öðru að sinna
og kem ekki fyrr en seint.
Ég hikaði við. Var ég nett
og vel uppalin stúlka, eða var
ég öruggur og margfróður
skepnuhirðir?
— Ég skal fara með hana,
sagði ég.
— Heldurðu þú klárir það?
sagði húsbóndinn vantrúaður.
— Það veit ég ekki, sagði
ég, en ég held það ráðist ein-
hvernveginn.
Svo fórum við Polly af stað.
Ég heyrði, að einhver pilt-
anna spurði húsbóndann
hvað við værum að fara og
hann svaraði:
— Önnur þeirra er að fara
til brúðkaups síns og hin á
að vera brúðarmey.
Við Polly röltum og röbb-
uðum gótlátlega saman alla
leiðina. Það var nú aðallega
ég sem talaði, en Polly er
góður áheyrandi, enda hefir
að þola. Það þokaðist allt til
hins verra svo að jafnvel ég
missti alla von.
Morgun einn kom húsbónd-
inn inn.
— Nú, sagði hann. Hvað
finst þér um þetta?
— Ég held, að það væri
betra fyrir hana, að binda
enda á þetta, sagði ég.
— Það held ég líka, sagði
hann.
Seinna um daginn kom
slátrarinn í vagni sínum og ég
blessaði miskunn dauðans.
Það er að minnsta kosti einn
kostur við að hirða skepn-
ur. Þegar öll von er úti, er
endirinn fljótur og viss.
POLLÝJAR
hún mikla æfingu í þvi hlut-
verki. Ég var að hugsa, hvort
ég yrði neydd til að gera
grein fyrir erindi okkar upp
yfir alla hjá Jimma eða hvort
ég yrði svo heppin að hitta
„sveitalottu" hans, svo að ég
gæti rætt feimnismál okkar
við hana einslega. Annars var
Polly eins og hún léti sig einu
gilda. Hún er alltaf töluvert
fyrir margmennið og henni
þætti þjóðvegurinn eflaust
ágætis hjónarúm.
Þegar við komum til bæjar
sá ég merki þess, að ég er
fædd undir heillastjörnu. Þar
var Jimmi einn fyrir og hann
þurfti engar skýringar.
— Góðan daginn, Rachel,
sagði hann. Gengur hún?
Ég sagðist halda að svo væri
og Jimmi þuklaði brúðina á
ýmsum óviðurkvæmilegum
stöðum og sagði:
— Jú. Víst gengur hún. Þú
finnur stúlkuna einhvers-
staðar heima og hún hjálpar
þér.
Ég hitti „sveitalottuna,"
sem hafði bæði þekkingu og
reynslu i þessum efnum og
við gerðum hernaðaráætlun
okkar í félagi.
— Þú getur látið Pollyju
þarna inn í girðinguna, sagði
stúlkan. Svo hleypi ég herr-
anum til hennar.
Ég fór með Polly, leysti af
henni tauminn og gaf henni
blessun mína. Hún var ekki
alls kostar ánægð á svip, þeg-
ar ég yfirgaf hana allt í einu
á ókunnugum stað, en rétt í
þeirri svipan heyrðum við
gaulað hátt og hlaupahljóð
þungra klaufna nálgaðist og
Pollý skeytti ekki framar um
mig.
Þegar stúlkan hjá Jimma
hafði fullvissað mig um að
„þetta væri orðið gott“, röbb-
uðum við nokkra stund um
daginn og veginn. Þegar það
hætti að vera skemmtilegt
kom okkur saman um að at-
höfnin hefði staðið nógu
lengi og fórum á vettvang
dagsins til að knýja fram
leikslok.
Polly var mér sárgröm, þeg-
ar ég dró tauminn í hringinn
á múlnum hennar. Hún
horfði á mig reiðilegu augna-
ráði, sem sagði greinilega.
Ég fæ ekki að vera gift nema
einu sinni á ári og þú getur
farið þína leið og hugsað um
sjálfa þig.
Ég sagði henni fast og á-
kveðið, að nú væri tími til
kominn að halda heim, og
eftir harða viðureign gat ég
togað hana út um hliðið.
Stúlkan lét brúðgumann
skilja með höggi á nasir hon-
um, að nú væri það búið og
skellti hliðinu aftur við nefið
á honum án allrar vorkunnar.
Þessi brúðhjón eru frá Suður-Englandi, eiga heima í sveita-
þorpi þar, og voru 16 ára gömul þegar þau voru gift og
hjónamyndin tekin af þeim.