Tíminn - 17.06.1951, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.06.1951, Blaðsíða 9
AUKABLAÐ TÍMINN, sunnudaginn 17. júní 1951 9 RACHEL KNAPPELT: £íki tnitt ðar í föóAinu KafEi úr bókinni „A. Pullet on the Midden” í aukablaði Tímans 17. júní í fyrra var kafli úr þess- ari sömu bók. Hún er lýsing borgarstúlku á svcitalífinu eins og þaS kom henni fyrir sjónir og rcynsla hennar var af þvi, en hún vann la'ndbúnaSarvinnu á sveitabæ í Suður-Englandi á stríðsárunum. Að þessu sinni' birtir Tíminn aðalþættina úr kafla hennar um fjósið. MILLA Ég var hálft ananð ár á Bath. Farm án þess að hafa nökkruxh föstum skyldum að gegna umfram það að gera j það, sem mér var sagt hverju •sinni og gera það vel. Það er þægilegt hlutskipti um stund- arsakir, en það getur orðið leiðinlegt þegar til lengdar lætur. Þegar átta mánuðir voru liðnir, fór mig að íanga tií að hafa mitt einkasvið eins og aðrir heimamenn. Enginn nema húsbóndinn átti með að skipta sér af þeim, sem hést- ana hirti, þegar hann var 1 hesthúsinu eða störfum Jóa við dráttarvélina, Tomma í hænsnahúsinu og svínasti- unni. Ef eiuhver kemur þar inn fyrir vébönd með íhlutun sína, fær hann fljótt ákveðið svar, að hann skuli hugsa um sitt. En allir áttu með að skipta sér af mínu starfi og ég gat engum sagt, að honum kæmi það ekki við. Hann skildi hugsa um sjálfan sig. Mjólkurkýr höfðu ekki ver- ið á bænum í mörg ár. Á hverjum morgni var mjólkur- brúsi látinn við bæjardyrh- ar hkt og tíðkast í borgúm. Einu sinni var mjólkuriðnað- ur á þessum bæ, en gamla fjósið hafði nú verið notað sem skrangeymsla um langa hríð. Ekki man ég fyrstu tildrög þess, áð farið var að taía um að fá kýr á heimilið. Ef til vill hefir það staðið í sam- bandi við smjörskömmtun eða mjólkur-leysi, en strax og það kom til mála, fylgdi ég því fast fram. Ég þreytti alla með kúatali mínu, sem ég klifaði alltaf á í tíma og ótíma, en svo fór húsbóndinn að hafa áhuga á kúm og við töluðum oft saman um þau efni. Svo var það einn vætugró- inn, ómerkilegan september- dag, að falleg Jerseykýr flutti á heimilið. Föstudagur þessi var í lok kornsláttarins, en rigningar- dagur við kornsláttinn er hræðilegt fyrirbæri, — jafn- vel þó að ekki sé verið að bú- ast við nýrri kú. Kornið á akrinitm vat með döþfu ýfit- bragði og jörðin varð því blautari, sem lengur rigndi. Vagnarnir hímdu tómir og verklausir á hlaðinu. Hest- arnir biðu á báshum án eirðar og tilgangs. Húsbóndinn var óþjáll og önugur. Vanmáttur og úrræðaleysi grúfði yfir bænum eins og þrútinn skýja- fcakki. Öil vorum við eitthvað að snúast og iétum eins og við j ættum annríkt, en að lokum entumst við þó ekki til að gera okkur læti lengur og stöðum í hnöppum, aðgjörða- !aus, studdum okkur við sópa og rekur og horfðum út í sort- ann. Allt í einu snerist húsbónd- inn að mér með mæðugróinn þjáningasvip. Útlit hans sýndi, að nú var mælirinn skekinn og fleytifullur. —- Rachel, sagði hann. Nú kemur beljuskömmin í dag. Farðu og hafðu básinn henn- ar í lagi. — Fara og hafa básinn í lagi. Ójá. Ég stillti milli pollanna út að fjósinu. Þar opnaði ég dyrnar en hörfaði á hæli, þegar ég sá inn. Það kom mér hálfgért á ó- vart, að kýr væri að koma. Ég hafði vonað, að eitthvað slíkt méetti verða, þegat búíð væri að bjarga korninu í hús og ná upp jarðeplunum. Fyrir þann tíma hefði verið hægt að hreinsa fjósið og kalka það. Það hefði mátt steypa gólfið. í krafti vísindalegra fram- fara hefði mátt gera ýmsar verulegar endurbætur og um- skapa þessa ruslaskonsu, svo að hún yrði ljómandi ný- tízkusalarkynni. Og nú var ekki einú sinni búið að hreinsa gólfið. Fjósið var mikið hús, fer- h-yrnt óg upþhaflega byggt yfir 12 kýr,. sem stóðu beggja mégin við rnjóan gáng. Þar voru ennþá járnþollar múrað- ir niður og frá þeim lágu hálsfestar þær, sem kýrnar voru bundnar við forðum tíð. Hlekkirnir voru þaktir þykku ryði og múrsteinsflórinn ó- sléttur og holóttur. Lágt var til bjálkaloftsins, sem var ríkulega skreytt köngulóar- vefjum. Allt var fullt af rusli, gömlum dósum og bunkum, járnarusli, áteknum áburðar- pokum og svo framvegis. Rotturnar ráfuðu fram og aftur um, gólfið,.. og regnið átti opna leið- ihn um brotná gluggana. Og í dag átti kýrin að koma! Ég var ákveðin í því með sjálfri mér, að nú væri ein- mitt rétta stundin til að ráð- ast gegn öllu þessu drasli hér inni, hversu verðmætt sem Ilöfundurinn og ein helzta söguhétjan. það kynni annars að vera. Ég ók nokkrum hjólbörum af því út á éinmanalegan og afvik- inn stað og hvolfdi farminum þar. Ég sýndi köngurlóar- fjölskyldunum enga miskunn. Ég tróð upp í rottuholur og einstakar mýs, sem reikuðu heillum horfnar um gólfið, sló ég til bana með skóflunni. Þegar þessi herferð mín hafði staðið í nokkrar stundir fór ég að finna til, eins og ég hefði áhdað að mér og nærst á ryki alla mína ævi. Ég var smurð írá hviríli til ilja með ryki, sem bundið var rigning- arvatni og fjósið leit enn ver út en nokkru sinni fyr. Þegár ég hafði klórað upp þurra mold í einn poka yfir i hesthúsinu og stráð henni á gólfið, dreift hálmi yfir og byrgt verstu blettina á veggj- unum með heyi, tókst mér loks að láta þennan stað líta nokkurn veginn sæmilega út, þó að ekki væri hann góður. Rétt í því, að ég var að troða gömlum poka upp í gluggann heyrði ég úti fyrir skröltið í vagninum, sem flutti búféð. Vagndyrunum var lokið upp og kýrin Milla, sem var frem- ur angurvær á að sjá, var leidd niður af vagninum. Þegar kýrin kom inn í f j ósið rann það upp fyrri mér, að þetta byrjunarstarf, að gera hreint í fjósinu, var svo sem ekkert hjá því starfi,' sem fram undan var. Eiginlega vissi ég ekki neitt um kýr. Aðeins í eitt einasta skipti á ævinni hafði ég gerd tilraun til að mjólka kú. Það var þegar ég dvaldi einn yndis- legan mánaðartíma á land- búnaðarskóla. Sá mánuður var af einhverri dularfullri ástæðu kallaður þjálfunar- tími. Hver getur þj álfað mann til landbúnaðarstarfa á einum einasta mánuði? Ég hugsaði með nokkurri beizkju til fyrirlestranna, sem ég hafði heyrt, og um allar glósurnar, sem ég hafði skrif- að af mikilli samvizkusemi um það hvernig við fóðrum kýr og hvernig skuli haga sér, þegar kýr eru keyptar á upp- boði. Ég rifjaði upp fyrir mér aftur og aftur þýðingarmestu atriðin, sem okkur höfðu ver- ið lögð á hjarta. Þýðingar- mest við nautgriparækt var að hafa bjart, loftgott og hrein- legt hjá þeim. Þeir vísu menn hefðu áreiðanlega jafnað fjós ið okkar við jörðu með einu gjöreyöandi augnatilliti. Sjálf var kýrin indæl og nett, ekki kynhrein Jersey kýr, en þó með flestum ein- kennum þeirra. Felldurinn var hunangsgulur nema á maganum var hún hvít og loðin. Hefði hún verið hrein Jerseykýr hefði halinn átt að enda með svörtum skúf, en í þess stað hafði hún þar hvít- an, langan lokk. Hornfn Kenh ar lögðust fínlega í mildan boga. Hún hafði hvíta stjörnu í enni, brún, flauéismjúk augu, gljáandi svartar granir, granna, fíngerða fætur, sem enduðu með svörtum klauf- um. Hún var einhver falleg- asta skepna, sem ég hefi séð. Því miður var hún fyrsta kálfs kvíga og féll ekki að vera tilraunadýr fyrir þann, sem ekki kunni að mjólka. Þaö var mikið áfall fyrý: mig, og ég var ósköp niðurdregin. Húsbóndinn sendi mig til vinar síns eins, sem bj'ó 1 grenndinni. Sá bær er skemmtilegt heimili, þar sem allt gerist með góðu skapi, og stórt er litið á smámunina. Bóndi er mikill á velli og málhreifur og sjór að skrítlum og gaman- sögum. Honum er það mikið yndi að útvarpa nýjustu frá- sögnum um nokkrar dagslátt- ur. Ég skýrði honum frá raun- um mínum með kúna, að ég kynni ekki að mjólka og illt myndi vera að læra mjaltir á henni. Hann átti nokkrar kýr og þær voru allar vanar klaufaskap byrjenda. — Komdu bara til okkar, stúlka mín, sagði hann. Þá skulum við ekki vera lengi að kenna þér þetta. Þennan mann mun ég blessa það sem ég á eftir. Húsbóndinn mjólkaði sjálf- ur heima í nokkrar vikur og ég varð að þola góðlátlega hæðni kvölds og morgna, végna þess, að ég færi á ann- an bæ til að læra að mjólka. Það er bæði ögrandi og eft- irvæntingarfullt hlutskipti að læra að mjólka. Hinir eldri og reyndari geta sýnt nemand- anum nákvæmlegá hvernig hann eigi að sitja á lágum skemlinum, hvernig hann eigi að halda höndunum og hvern ig fatan eigi að skorðast milli hnjánna. Nemandinn íærir af þeim hvernig höfðinu er þrýst að síðu kýrinnar, hvernig vinstri fóturinn er hafður við kýrfótinn og hvernig hægri handleggur er alltaf reiðubú- inn að verjaSt sparki. Héhdúr nemandans eru líka lagðar rétt að spenanum, og það er útlistað í smæstu atriðum hvernig fingur og handleggir skuli starfa. En að fá mjólk- ina til að streyma úr spenun- um verður ekki kennt munn- lega. Það verður að kóma af sjálfu sér. Og það tekur sinn tíma. Dögum saman neitar mjólkin að streyma, en lekur niður í fötuna með ergjandi dropahljóði. Dögum saman getur enni manns svitnað aí' átökum þeirra krafta, sem eytt er til einskis — og’maður situr í stöðugri angist og skelf ingarugg um það, að óhreinar klaufirnar komi ósæmilega nærri fötunni. Þreytuverki leggur um fingur og úlnliði. Og allt það, sem hlýzt af öllu þessu stríði, er mjólkurseitill ;á fötubotninn, ógeð í kúnni, kjarklaus byrjandi og röð al' hlæjandi andlitum. Svo er það dag nokkurn, þegar tilraunirnir hafa mis- heppnast sérstaklega, að fing urnir finna loksins eins og af sjálfum sér til hvers er ætlast af þeim. Allúr líkaminn sveig- ist ljúflega við starfið, fætur og herðar fínna sér þægilega stellingu og mjólkin flæðir með jöfnum, hrynjandi klið í fötuna og þýkkir froðuturnar myndast ofan á henni. Þegar þetta kom fyrir mig leit ég upp á kennifeðurna og andvarpaði af undrun. — Drottinn minn, kallaði. ég. Ég kann að mjólka! Kennarar mínir hlógu. — Nú hefirðu takið, sögðu þeir. Því týnirðu aldrei. Þetta segja allir. Hafi menn einu sinni lært takið gildir það að eilífu. Þó að maður snerti ekki á mjöltum í 20 ár, en byrji þá aftur, kann mað- ur það alltaf, þó að vöðvarnir séu ef til vill orðnir slappir af æfingarleysi. Auðvitað er mikill munur á því, að kunna að kunna að því, að kunna að mjólka og að vera góður mjaltamaður. Þeg- ar góður mjaltamaður gerir fyrstu tilraun sína, stendur hann milli fóta þeim, sem. situr á mjaltaskemlinum, og veitir ekki af báðum litlu höndunum sínum til að halda, um einn speha. StraX og þrótt ur hans leyfir fer hann að mjólka reglulega og heldur því áfram í uppvekti sínum alla tíð þar til hann er full- orðinn. Aldrei gæti ég gert mér vonir um aö geta mjólkað þannig, en það skipti mestu máli, að ég gat mjólkaö þrautalaust fyrir kúna og mig. Sælustu stundir minar á Bath Farm voru, þegar ég fékk fyrst að mjólka Millu alein og þegar hún kom i fyrsta skipti til mín, þegar ég kallaði á hana úti. Þannig komst ég til tignar í fjósinu, sem varð ríki mitt: Billy og Bill áttu hvor sitt sérsvið' 1 hesthúsinu, svo var dráttar- vélin Kahs Jóa, hænsnin háns Tomma og fjósið hennar Rachelar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.