Tíminn - 17.12.1953, Blaðsíða 4
TIMINN,. fimintudaginn 17. deseniber 1&53.
237. blaff.
(Framhald af 3. siðu.)
þessara ára voru engin. f tíð
stjórnar Stefáns Jóh. Stefáns
sonar 1947—1949 var varið
rúmum 6 milljónum króna
samkvæmt þessum lögum.
Svo að segja sömu upphæð
var varið af fyrrverandi ríkis-
stjórn árin 1950—1952. Má því
segja að ekki hallist á um
þetta atriði þessi tvö þriggja
ára tímabil. — Af þeim hart-
nær 13 millj. króna, sem varið
hefir verið úr ríkissjóði til í-
búðarbygginga, samkvæmt
þessum lögum, hafa um þrír
fjórðuhlutar fallið í hlut
Reykj avíkur, en um einn
fjórði hluti til 9 annarra
kaupstaða og kauptúna. —
Fyrrverandi ríkisstjórn lét
undirbúá og setja löggjöf um
Lánadeild smáíbúða. Sam-
kvæmt þeirri löggjöf hefir ver
ið aflað fjármagns handa
deildinni er nemur 20 milljón
wti króna — og hafa um 860
smáibúðahúsa byggjendur not
ið lána úr deildinni árin 1951
—1953. Þessar framkvæmdir
haía skipst nokkurnveginn
að jöfnu milli Reykjavíkur
annars vegar og kaupstaða og
kauptúna utan Reykjavíkur
hins vegar.
Ef vér nú að lokum drög-
um þessar upplýsingar sam-
an kemur í Ijós, að á árun-
íim 1943—1949, eða i 6 ár
öfluðu þær ríkisstjórnir, er
þá fóru með völd tæplega 12
millj .króna til þessara íbúð-
arhúsabygginga eða um 2
millj. á ári, en fyrrverandi
ríkisstjórn útvegaði á tæp-
um 4 árum rösklega 40 millj.
króna eða um 10 millj. á ári.
Þetta lauslega yfirlit er ekki
sett fram, af því að ég telji
að nægilega mikið hafi verið
að gert j þessum efnum, jafn-
vel hjá fyrrverandi ríkis-
stjórn, heldur til þess að sýna
læða Steingrims Steinþórssonar
og sanna hve stjórnarandstæð
ingum fer það vel að býsnast
Jyfir úrræðaleýsi ríkisstjórnar
innar, — þeir sem héldu að
Jsér höndum og sváfu værum
'svefni meöan þeir sátu í rík-
'isstjórninni.
Núverandi rikissíjórn er
hinsvegar Ijóst, að aðgerðir
■síðustö ára er aðeins byrjun
, á miklu en mjög erfiðu og
fjárfreku verkefni, það er að
^ koma upp mannsæmandi hús
’ næði fyrir alla íslenzka ríkis-
| borgára. Enda segir svo í mál-
efnasamningi núverandi rík-
. isstjórnar:
J „Tryggt verði aukið fjár-
i magn til íbúðabygginga í
j kaupstöðum, kauptúnum og
j þorpum, lögð áherzla á að
• greiða fyrir byggingu ibúðar-
j húsa, sem nú eru í smíöum og
j lagður grundvöllur að því að
I leysa þetta vandamál til
J frambúðar." — Að þessu er
j ríkisstjórnin nú að vinna —
| og mun skila tillögum þar um
j síðar, en leita verður að úr-
■ ræðum, svo að sem hæst lán
íáist á hverja smáíbúð, við
hóflegum vöxtum og nægilega
löngum afborgunarfresti.
Þetta eru erfið viðfangsefni,
en veröa að leysast.
Framlög til atvinnufram-
kvæmda i kauptúnum.
Annað megin árásarefni
stjórnarandstæðinga á hend-
ur þeim ríkisstjórnum, er set-
ið hafa s.l. 4 ár, er að ekkert
hafi verið gert til þess aö
sporna við atvinnuleysi, m. a.
með því að efla atvinnutæki
og koma upp nýjum, þar sem
mest hefur að kreppt. Hér er
um jafn staðlausan árásir að
ræða og varöandi húsnæöis-
málin.
Á árunum 1951—1952 brugð
ust fiskveiðar mjög, einkum
á Austfjörðum, Norðurlandi
og Vestfjörðum, auk þess
brugðust síldveiðar bæði þessi
ár, þó að út yfir tæki 1952.
Eins og að líkum lætur varð
atvinnuástand víða mjög erf-
itt, og sums staöar svo að til
fullra vandræða liorfði. Á ár-
inu 1952 skipaði ríkisstjórnin
sér,staka nefnd — Atvinnu-
niálanefiid — til þess að gera
tillögur um úrræði vegna at-
vinnuörðugléika. í þessari
nefnd voru fulltrúár frá Al-
þýðusambandi íslands og
Vinnuveitendasambandi ís-
lands. Síðan hefur þessi
nefnd veriö með í ráðum um
þær ráðstafanir, sem gerðar'
hafa verið. Árið 1951 veitti
þáverandi ríkisstjórn fjár-
stuðning í þessu skyni og svo
áfram næstu ár.
Áriö 1951 var varið úr rík-
issjóði 1,2 millj. króna í þessu
skyni. Árið 1952 6,5 millj.
króna og árið 1953 5,4 millj.
króna. Alls nemur þetta fram
lag ríkissjóðs á þessum þrem-
ur árum ca. 13,1 millj. króná.
Þessu fé hefir verið úthlutað
til um 40 kaupstaða, kaup-
túna og þorpa um land allt,
að Faxaflóastöðvum undan-
skildum. Þangað hefir ekkert
af þessu fé farið, þar sem at-
vinnuástand við Faxaflóa var
yfirleitt miklu betra en ann-
arsstaðar á landinu. Fé þetta
hefir verið veitt sem. lán til
ýmissa atvinnutækja, s. s.
bátakaupa, hraðfrystihúsa,
þurrkhúsa fyrir saltfisk, fisk-
hjalla og marga svipaðra ráð-
stafana. Hefir fé þetta kom-
ið mörgum . stöðum aö hinuj
mesta gagni. Þetta er í fyrsta
skipti sem varið hefir verið
allmiklu fé á skipulegan hátt
til þess að berjast gegn afla-
leysi og atvinnúkreppu af
þeim ástæðum:
í stjórnarsamningi núver-
andi ríkisstjórnar segir svo:
„Haldið verði áfram að stuðla
að öflun" atvinnutækja til
þeirra byggðarlaga, sem við
atvinnuörðugleika eiga að
stríða, til þess að fullnægja
atvinnuþörf íbúanna og
stuðia að jafnvægi í byggð
landsins.“ Að þessu verkefni
verður starfaö áfram eins og
frekast er unnt. Það var ó-
þekkt þegar stjórnarandstæð-
ingar áttu sæti í stjórn lands-
ins.
Raforkumálin.
Þessi dæmi, sem ég hér hefi
dregið fram, sýna ljóslega að
aldrei fyrr hefir verið gert
eins mikið til þess af hálfu
rikisvaldsins að leggja fram
og útvega fjármagn til marg-
víslegra framkvæmda, hvort
sem er til landbúnaðar, at-
vinnuaukningar við sjávarsíð-
una eða til íbúðarhúsabygg-
inga við hæfi almennings —
og að þessum verkefnum verð
ur unnið áfram samkvæmt
stjórnarsamningi þeim, sem
hér hefir verið vitnað til.
Þá vil ég fara nokkrum orð
um um það atriði stjórnar-
samningsins, er snertir raf-
orkumálin. Ekkert þrá þeir
heitara, er ekki hafa raforku
eins og er um meginhluta
sveitanna, eða hafa svo dýra
og ófullkomna orku, að tæp-
ast er notandi, svo sem et
með mörg smærri kauptún,
en að fá þessi mái leyst á við-
unandi hátt. Það ér fyrst og
fremst vöntun raforku, sem
rekur fólk lir sveitum og öðr-
um strjálbýlum stöðum. Þetta
er því stórkostlegt þjóðfélags-
vandamál.
Samkvæmt st j ór nar sam n-
ingnum skulu ráforkufram-
kvæmdir sitja í fyrirrúmi fyr-
ir öðrum atriðum, sem þar er
samið um. Megin atriði þessa
samkomulags er að' tryggt
verði næstu ár fjármagn til
raforkuframkvæmda er svara
til 25 millj. króna á ári að
meöaltali. Lofað var að 'fram-
lög í f j árlögum yrðu aukin um
5—-7 millj. króna frá því sem
verið hefir. Við þénrian 'þátt'
hefir mi fyllilega vei'ið stáð-
ið, þar sem tekin hafa verið
upp 7 millj. króna fjárveiting
til viðbótar því sém áður var
í fjárlögum til þess sem varit-
ar verður að fá lánsfé, sem
mun minnst nema 100 millj-
ónum króna. Unnið verður af
alefli að því, að fyrstu árin
verði unnið fyrir hærri upp-
hæð en 25 milljónum króna
árlega til þess að flýta þess-
um bráðnauðsynlegu fram-
kvæmdum sem mest og sem
fyrst. Nefnd úr stjórnarflokk-
unum vinnur nú að því að
útfæra þessa ákvörðun í ein-
stökum atriðum og skapa
framkvæmdunum fast form.
Munu þær tillögur liggja fyr-'
ir á framhaldsþingi síðar I
vetur.
Þetta er stórmál, enda stór
hugur studdur bjartsýni ríkj-
andi í þeim aðgerðum, sem
nú er verið að undii'búa. Það
er fyrst nú að dreifing raf-
orku um megin sveitabyggðir
landsins er komin úr hug-
myndaheimi ofan á jörðina,
Framh. á 9. sí3u.
FYRIR BORMX:
LITABÆKUR fjölbreytt úrval
LÍSUBÆKUR fjölbreytt úrval
MYNÐABÆKUR fjölbreytt úrval
. PLASTPENNASTO K KAR 8 geröir
LITAKASSAR meö myndum
Vatns-
Krítar-
Olíu-
Blýants-
Litir
Yýkomlð mikið úrval
af
«s
Enskum
Dönskum
Bókum
Allar nýútkomnar
íslenzkar bækur
m. a:
UNBÍR TINDUM
VEGUR VAR YFIR —
HETJUR HVERSDAG SLÍF SINS
ÞREK í ÞRAUTUM
FORNÁR GRAFIR OG FRÆÐIPÆENN
TENGDADÓTTIRIN
OLIVÍA
ÆFINTÝRAHAFIÐ
O. FL. O. FL.
„fíáti cr mn ióliti,
tcornu þau setim'*.
Aðeins fátt er upptalið, en rétt væri því að líta
inn ©g þér munið komast að raun um að margt
er hægt að kaupa til jólanna í
LJÓSMYNDAALBÚM
SKJALATÖSKUR
úr leðri og plasti.
SKÓLATÖSKUR
margar gerðir
LISTAVERKABÆKUR
fjölbreytt úrval
BRÉFSEFNI
í möppum og kössum
HILLURENNINGAR
úr plasti
O. FL. O. FL.
PARKER
PELIKAN
SHEAFFERS
TAFLMENN
TAFLBORÐ
FERÐATÖFL
5 TAFLA KASSAR
Bókabuð Norðra
Hafnarstræíi 4 — Sími 4281
Reykjavík
:
Jóla-
Pappír
Umbúðagam
Merkimiðar _
Rorðdreglar
Kort