Tíminn - 28.05.1955, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.05.1955, Blaðsíða 5
119. blað. TÍMINN, laugardaginn 28. maí 1955. 5. Ræður þjóðhöfðingjanna í kon- ungsveizlunni í Osló 25. maí Ræða Hákonar i kommgs Það er mér mikil ánægja í nafni norsku þjóðarinnar og í eigin nafni að bjóða yður og forgetafrúna hjartanlega velkomin til Norégs. Heimsókn yðar er fyrsta heimsókn íslenzks þjóðhöfð- ingja til Noregs-. Mæli ég fyrir munn allra Norðmanna, er ég segi, að ‘ e"himsóknin sé bæði ákaflega kærkomin og sögu- legur viðburður fyrir bæði löndin. Nú eru nær 1100 ár liðin síðan öndvegissúlur Ingólfs rak á land í Reykjavík, sem va'rð upphaf þoss. að straum ur ættgöfgra. Norðmanna stefndi til íslands.- Landnámsmenn færðu með sér þjþðtaennjngu,, föðurlands Síns. Einnig krofur sínar um freisk- réttvísi og þjóðleg sér- kenni. sem enn í dag ein- kenna skapgefð íslendinga og Nofðmanna. Mig liángar' ‘rfú' til þess að minnast með þakklæti hins mlkla sonar íslands, Snorra SturlHsonar, og sagnaritun- ar_:hans, sem er ómetanleg héimild élztu sögu- Noregs. Árið 1940 endurtók sagan sig-j þótt, sem betur fer, væri það í smærra stíl, að Norð- ménn leituðu yfir hafið til þéss að finna frelsið. T. maí 1940 kom fyrsti bát- urinn með norska flótta- menn til íslands, en síðar margir aðrir bátar með menn, sem flýja þurftu land. Á ís- landi var þeim tekið sem vin um, og vil ég í dag, herra forseti, færa yður þakkir fyrir þær hlýju viðtökur, sem land ar..mínir fengu og fyrir mikla kærkomna hjáip, sem íslend- ingar létu norskum vinum í té, svo sem mat, klæði og fjár muni. Þeirri hjálp munu Norð menn aldrei gleyma. íslenzka lýðveldið er í dag sjálfstætt ríki í bræðralagi Norðurlanda og hefir, eins og þau, krossmerkið í fána sín- um, en brír litir hans tákna sérkennilegt landslag sögu- eyjunnar. Ég hylli fána ís- lands og færi lýðveldinu ís- landi hlvjar árnaðaróskir allra Norðmanna um ókomin ar. Með orðum þessum drekk ég fuil forseta íslands og frú- ar og minni íslands og ís- lenzku þjóðarinnar. Ræða forseía fslaiads Herra konungur! Með hrærðum hug þakka ég yðar hlýja ávarp og góðar óskir í garð okkar og íslenzku þjóðarinnar. Ég þakka hinar glæsilegu móttökur frá því við í morgun stigum á norska grund. Vér íslendingar stönd- um hér einnig á feðranna fold, og nöfnin, eins og Hákon og Ólafur, eru gamalkunn. Engin þjóð er oss skyldari en Norðmenn. Vér erum tvær þjóðir af sömu ætt. Vér höf- um vermt oss við hinn sama eld sögunnar. Yðar hátign er einn þeirra fáu konunga, sem eru þjóð- kjörnir, og eigið innan tíðar fimmtíu ára ríkisstjórnaraf mæli. Eftir séx álda stjórn er- lendra ktuaunga hefir yður auðnast að staðfesta konung- dæmið i Nöregí.. Það hljómar eins og konungasaga úr Heimskringlu, þegar Noregs- konungur var í siðustu styrj-j öld knúinn til að fara úr landi til að bjarga þjóð sinni, frelsi hennar, lögum og rétti. Vér íslendingar .fylgdumst með þessum tíðindum með brenn- andi áhuga, og Guði sé lof fyrir góð sögulok. Yðar há- tign krafðist þjóðaratkvæðis áður en þér tókuð við völd- um; þér hafið hætt lífinu til að varðveita. grundvallarlög þjóðarinnar; þér hafið sam- einað lýðræði og konungs- stjórn með sérstökum hætti. Þér eruð nú lifandi tákn um sigur og þjóðareining. Það hefir sannast á Norð- mönnum og íslenáingum, að þær þjóðir eiga Öruggasta við- reisnar von, sem -varðveitt hafa sögu sina lifanai í þjóð- sálinni. Raddir feðranna eggja til framgöngu, og sú þjóð, sem hefir búið við frjáls- ræði, krefst þess að fá að byggja land _si,tt. með lögum. Það er einhuga krafa allra norrænna þjóðá. Vor sameiginlegi arfur er traust bjarg að býggja á. Hann er að mestu varðveitt- ur í fornum bókmenntum ís- lendinga, og ég þakka þau um- mæli, er féllu um Snorra Sturluson og hans gildi. Vér íslendingar getum allir rakið ætt vora til ei.nhverra:,Norð- manna. Samt urðu mörkin snemma skýr milli norsks og íslenzks þjóðernis. Saga Nor- egs og íslands var hliðstæð í blíðu og stríðu um margar ald- ir. Á síðari tímum hafa Norð- menn gefið oss hlutdeild í miklum menningarverðmæt- um, og þar á meðal bókmennt um, sem skráðar eru í hinum stóra stíl. Vér minnumst með gleði og þakklæti ágætrar heimsókn- ar, sem Ólafur krónprins veitti forustu, þegar minnis- merki Snorra var afhjúpað í Reykholti. Slikir samfundir sæma frændum og vinum! í Reykholti blöktu báðir fán- arnir, sá norski og íslenzki, hlið við hlið á sama hátt og hér í Osló í dag. Þeir hafa sömu liti og lögun, og þó mundi enginn villast á þeim. Þannig er þaö og um skyld- leika og mismun allra nor- rænna þjóða. Yðar hátign drap á nokk- ura hjálpsemi af vorri hálfu við norska flóttamenn og her- menn á íslandi á ófriðarár- unum. Eins og þá var ástatt, voru Norðmennirnir kærkomn ir, og íslendingum var Ijúft að geta eitthvað hlynnt að þeim. Með hrærðum hug hlýddum vér á söng þeirra: Jeg vil verge mit land, jeg vil bygge mit land“. Byggja það með lögum og rétti! Og það vökn- aði um augu, þegar þeir sungu um „den saganat som senker, senker drömme pá vár jord“. Það var nótt. Sögunótt, sem stráði niður draumum, sem nú eiga að rætast! Norðmenn sungu sig heim í harðri sókn. Þeir hófu sig upp í hæðir sögu og skáldadrauma. Enda höfðu þeir „lið gott og hamingju konungs“. Að þessu sinni hfe- ir konungshamingjan hrokk- ið til hvorttveggja: frægðar og langlífis. Herra konungur! Vér drekk um yðar heillaskál, konungs- fjölskyldunnar og allra Norð- manna! Ræða forseta íslands í Oslóarháskóla 26. maí Ég þakka rektor og háskól- anum þetta ánægjulega boð. Það vekur hlýjar tilfinningar og ljúfar minningar að koma á þennan stað, sem helgaður er vísindum og þjóðlegum fræðum. Hér hafa ýms vísindi verið stunduð með góðum árangri, sem vér íslendingar höfum notið til jafns við yður sjálfa. Þar á ég einkum við veður- fræði og fiski- og hafrann- sóknir, að ógleymdu starfi Ar- maner-Hansen, sem m.a. hef- ir borið þann árangur, að hinni hryllilegu veiki, holds- veikinni, hefir verið útrýmt að kalla á íslandi. Ég flyt yð- ur þökk íslenzku þjóðarinnar fyrir alla slíka hjálp. Þó hefir samstarf norskra og íslenzkra fræðimanna ver- ið ríkast í sögu og bókmennt- um. Lengi vel voru þjóðirn- ar samferða í blíðu og stríðu. En stofnun þessa háskóla ár- ið 1811 er einn skýrasti vott- ur þess, að viðreisn og fram- för varð á undan hér í Noregi á 19. öld og til skamms tíma. Sama ár, 1811, er fæddur Jón Sigurðsson, mesti sagnfræð- ingur og stjórnmálamaður ís- lands. Og eitt hundrað árum síðar, 1911, er Háskóli íslands stofnaður, í minningu Jóns Sigurðssonar. Við fögnum því, að Nörðmenn Voru fljótir til, og þökkum þá hvöt og lið- sinni, er vér höfum af þeim þegið. Fyrsta flokks byggingaefni Seljum vér á Álfsnesi á Kjalarnesi á eftir- farandi verði: Loftamöl ............ kr. 9,00 tunnan Veggjamöl ........... — 7,00 •— Sigtaður púsningasandur . — 5,00 — Steypusandur ........ — 3,00 — Efnissalan er í verzluninni SKÚLASKEIÐ, Skúlagötu 54, sími 8 17 54. Afgreitt til kl. 6 e. h. í dag laugardag. Álfsnesmöl h.f. S5SSf5S$SS35SK»5$SS$SSSS55S3SS«SS3SSS5SaSSSS«S$SSSSSSSSÍSS®SSS3»5SSSSS Hestamannafélagið Geysir væntanlegir þátttakendur í góðhestakeppninni. komi með gæðingana til úrvals við Þverárbrú, laugardaginn 11. júní kl. 17. . ‘ý En samstarfið í sögu og bók menntum er þó mikið eldra — allt frá Pedet Clausen Friis, sem þýddi Heimskringlu, og Þormóði Torfasyni til Magn- úsar Olsen og Sigurðar Nor- dal. íslendingar lögðu til heimildirnar, en báðir rann- sókn og viturlegar ályktanir. Norðmenn eiga miklar forn menjar. En það er ekki nóg — nema frá sjónarmiði karlsins, sem sagði, þegar nágranni hans fórst: „Bátinn fundum við og byssuna, svo eiginlega var það bara sjálft lífið, sem týndist." Það er sjálft lífið, sem sögurnar hafa varðveitt. Á íslandi hefir báturinn og byssan týnst, en vér fögnum þessu hlutskipti, að hafa varðveitt sál fortíðarinnar og sinni. Fornmenn standa oss Ijóslifandi fyrir hugskotssjón- um. Vér finnum, að það er réttur skilningur, þegar Wer- enskjold teiknar Ólaf Tryggva son í líkingu Friðþjófs Nan- sen. Vér þekkjum skapgerð fólksins og hugsunarhátt, lög og venjur. Það voru stærri tíð- indi í sögú Noregs, þegar Heimskringla Snorra Sturlu- sonar varð aftur lifandi afl í norsku þjóölífi, en jafnvel þegar Osebergsskipið fannst. Vér höfum marg? að minn- ast í sameiningu, Norðmenn og íslendingar, og af nógu að taka fyrir báða. Hér þarf eng- an mannjöfnuð eins og milli (Framhald á 10. síðu) Sundhöll Reykjavíkur og verða lokaðar á hvítasunnudag, en opin kl. 11,30 til 2 á annan hvítasunnudag. Opnar 2. í kl. 2 TTjlVOLp8? livítasunnu Fjölbreytt skemmtiatriði m. a.: Fimleikasýning: Drengir úr Austurbæjarskólanum, undir stjórn Þórðar Pálssonar. Skophjólarinn þýzk1: MENDIN. Óperettan Bingólettó: Auróra, Emelía og Nína. Gamanvísur: Hjálmar Gislason. Töfrabrögð: Baldur Georgs. Munið gæfuhjóHð vinsæla með glæsHegu verðlaununum Ferðir frá Búnaðarfélagshúsinu. Nú skemmta allir sér í TIVOLI, þar sem úrvaHð er mest TIVOLI Sérleyfisferðir Stykkishólmur — Reykjavík Frá Stykkishólmi: Mánudaga kl. 13 Miðvikudaga .■— 10 Fimmtudag — 24 Frá Reykjavík: Þriðjudaga kl. 10 Fimmtudag — 8 Laugardaga — 13 Afgreiðsla hjá FUmanni Frímannssyni, Hafnar- húsinu, sími 3557 og í Stykkishólmi hjá Gísla Kárasyni simi 41. Flóabáturinn Baldur, fer á fimmtudögum' tU Flateyjar og Brjánslækjar eftir komu áætlunarbílsins. Bifreiðastöð Stykhishólms KSKS9SSSSS3SStSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSæSSSSS$SSS$SS$SSSSSSSSS3SSSSSÍ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.