Tíminn - 28.05.1955, Blaðsíða 9
I
119. blaff.
khi
> / I .’H
TÍMINN, laugardaginn 28. maí 1955.
Sýning innlendra og erlendra
kennslutækja opnuð 11. jííní
Ilalcfiu í .saniliaiicll við uppcldismálaþmg,
sem hefst samtímis í Mclaskólamim í Rvík
Uppeldismálaþíngr verður sett í Melaskólanum í Reykja-
vík 11. júní n. k. Er það haldzð að tilhlutan Sambands fsl.
barnakennara og er hið 9. í röðinni, en venjan er, að slíkt
]»ing er haldið á vegum samtakanna annað hvert ár og
lulltrúaþing hitt árið. SamhUða þinginu verður haldm sýn
ing á alls konar innlendum og erlendum skólaáhöldum, tækj
ixm og hjálpargögnum, sem notuð eru við kennslu og verð-
ur þessi þáttur skólastarfsins jafnframt höfuðviðfangsefni
þinginu að þessu sinni stendur e‘nnig Landssamband ísl.
þinginu að þessu sinni stendur einig Landsamband ísl.
framhaldsskólakennara, enda er hér um sameiginlegan
þátt í starfi þessara kennara að ræða.
Skipuð hefir verið nefnd,
sem annast undirbúning að
sýnmgunni og þinginu. Eiga
þessir menn sæti í henni:
Frá Sambandi ísl. barna-
kennara: Pálmi Jósepsson,
skólastjóri, formaður sam-
bandsins og Árni Þórðarson,
skölastjóri. Frá Landssam-
bándi ísl. framhaldsskóla-
kennara: Helgi Þorláksson,
for'm. Landssambandsms og
auk þess Ingimar Jóhannes-
son, fulltrúi fræðslumála-
stj. og Jónas B. Jónsson,
fiæðslufulltrúi Reykjavíkur-
bæjar. Um uppsetningu sýn-
lngarinnar, sem verður í 11
deildum, annast kennararnir
Þórir Sigurðsson og Ólafur
Hjártar.
Merk sýning og gagnleg.
Sýningarnefndin kvaddi
blaðamenn á sinn fund í gær
og' skýrði frá sýningunni og
þinginu. Pálmi Jósepsson,
skólastjóri kvað til þess ætl-
azt að ell, tæki og áhöld, sem
notuð etu, við kennslu í skól-
uin hér á landi yrðu tú sýnis
þar með taldar kennslubæk-
ur, auk þess yrði aflað er-
lentírá kehnslutækja og reynt
að safna saman á einn stað
öliu því maikverðasta og nýj
asía á þessu sviði. Einnig
véíða sýnd skólahúsgögn.
Hann kvað stöðugt ný tæki
bætast við og eldri endur-
bætt.
' V
Beð'ð um kennslwtæki.
’• Sýningarnefndm beindi
því til fyrirtækja og em-
stakbnga svo og kennara —•
ékki sízt úti á landi — að
þcir létu nefncjinni í té upp
lýsingar um kennslntæki,
sem þeir vissu um eða ættu
í íórum sínum og skýrðu
frá nýjungum í þessum efn
um, sem þeir kynnu að vita
deilí á. Varðandi upplýsing-
ar í þessu sambandi má
fyrst um fínn snúa sér til
skrifstofu fræðslufulltrúa í
Reykjavík.
Fyrirlestrar t'I skýringar.
Sýning þessi er aö sjálf-
sögöu fyrst og fremst ætluð
kennurum, en síðar einnig
almenningi og verður til-
kynr.t um það síðar. Fyrir-
lestrar ••verða haldnir um
kennslutækin og hlutverk
þeirra. Verða valdir menn,
hver á sinu sviði, fengnir til
þess.
Þekktur danskur
skólastjóri.
Jónas B. Jónsson, fræðslu-
fulltrúi, fkýrði frá því, að
Anne Marie Körvig, sálíræð-
ingur, sem er skólastjóri til-
raunaskólans í Kaupmanna-
höfhj og þekkt um öll Norð-
urlönd fyrir skólastarf sitt,
muni halda tvö erhidi á þing
inu. Annað fjallaði uxn
kennsluáhöld og kennslustarf
og hitt um vangefin börn.
Hún myndi einnig svara fyr-
írspurnum.
Styrkur veittar .
Þess er vert að geta, að
menntamálaráðherra hefir
orðið við beiðni nefndarinn-
ar um styrk af opinberri
hálfu. Af þeim sökum hefir
reynzt kleift að hafa sýning
una svo fjölbreytta sem fyr-
irhugað er.
Geralinga hrakti
í Mjóadalsá
Frá fréttaritara Tímans
á Fosshóli.
Tveir gemhngsskrokkar
hafa fund*zt reknir við Mjóa
dalsá á vesturafrétt Bárð-
dæla, og þykir sýnt, að geml
inga þessa hafi hrakið i ána
í stórhríðarveðrinu á dögun-
um, og er óttazt, að fleiri
kunni að hafa farið í ána eða
Skjálfandafljót, en fundnir
eru.
Allmiklar leysingar og
vatnavextir í þverám hafa
verið síðustu daga, einkum
vestanverðu við Bárðardal,
en stórvöxtur er ekki enn
kominn í Skjálfandafljót.
SLV.
ii 111111111111111111 iiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiii n*
1 Frímerkjasafnarai ]
I Sendið mér hundrað ís- j
| lenzk frímerki, og ég sendi j
j ykkur tvöhundruð útlend í j
I staðmn. Get útvegað frí- j
i merkjabækur og öll önn- \
\ ur nauösynleg tæki tU frí- j
i merkjasöfnunar.
j KARL JÓHANNSSON, !
i Ásbyrgi, Hveragerði. i
I Öxlar með hjóíum 1
i fyrir aftanívagna og kerr- \
j ur. Bæði vörubila- og fólks- j
i bílahjól á öxlunum.
j TU sölu hjá
Í Kristjáni Júlíussyni, Vest- j
Í urgötu 22, Reykjavík, e. u. j
ItltlllllllltlllllllllllllllllllHIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIOIIIIIIIII
•llllllttlllllMIIHIttlllllllllltlllllllltHnillllllHIHIIIllllll*
MAKKA
z z
©g
BEIZLI
i hefi ég eins og að undan- \
j förnu. Afgreiði gegn kröfu j
Gwnnar Þorgeirsson, i
j Óðinsgötu 17 — Reykjavík j
TlllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIMIilllllllllli
A
B
C ■
D
E
F ■
G .
H
I
J ■
K
L
M ■
N ■
O
P
Ö
R
S •
T
L ■
V
w
x.
Y
Z .
Þ
Æ
Ö
tafróf bifreiðaeigenda
ALLT Á SAMA STAÐ
BLACKHAWK verkfæri og bílalyftur
CHAMPIONkerti - Carter blöndungar
DAVID COE - áklæði og þéttikantur.
EPCO bílalyftur fyrir verkstæði.
FERODO bremsuborðar - Fafnirlegur
GABRIEL miðstöðva- og vatnslásar.
HQWARD CLAYTON - þéttikantur.
IMPERIAL BRASS - fittings, nipplar
og slöngur.
JOHN PAYEN - pakkningar og sett.
KIENZLE „Dagbók bílsins“.
LYON - stálskápar og verkfæraskápar
MICHELIN hjólbarðar - MAREMONT
fjaðrir.
NUFFIELD - Morris og Wolseley bílar
OFTAST fáið þér það sem yður vant-
ar í bílinn hjá okkur.
PONTIAC bílar. Pittsburgh málning.
QUICK SEAL - Þéttiefni.
RAMCO stimpilhringar.
SOUTH BEND - rennibekkir.
TRICO þurrkur. - Thompson vörur.
TIMKEN legur.
ÚTVEGUM varahluti í allar bifreiða-
tegundir.
VÉR sendum gegn póstkröfu hvert á
land sem er.
WILLARD rafgeymar - Willys varahl.
X-100 SHELL smurningsolíur
YÐUR er í hag að verzla hjá AGLI.
ZENITH blöndungar.
ÞAULVANIR fagmenn sjá um viðgerð
á bifreið yðar.
ÆTÍÐ fyrirliggj. mikið úrval varahl.
ÖLLUM ber saman um að verðið sé
hagkvæmt hjá AGLI.
H. f. Egill Vilhjálmsson
LAUGAVEGI 118. — SÍMI 8-18-12.
ZJmboð: S.Í.S., VÉLADEILÐ