Tíminn - 28.05.1955, Blaðsíða 7
119. blað.
TÍMINN, laugardaginn 28. maí 1955.
7.
laugard. 28. maí
Afraæli radikala-
flokksins danska
Radikali flokkurinn í Dan-
mörku átti hálfrar aldar af-
mæli fyrir skömmu síöan og
hélt flokkurinn í tilefni af
þvi: hátíðafund í Óðinsvéum,
en þar var hann stofnaður. Á
fundi þessum var ákveðið að
endurskoða stefnuskrá flokks
ins með tilliti til breyttra að-
stæðna og verður uppkast að
nýrri stefnuskrá lagt fyrir
flokksþing, sem haldið verð-
ur _næsta haust..
Á afmælisfundinum flutti
Betel Dahlgaard, annar aðal-
foringi . 'flokksins. snjalla
ræðu um störf og stefnu
flokksins.' Ræða þessi, sem
vakti mikla athygli, er birt
hér í blaðinu í dag. því að
margt í henni er ekki síður
athyglisvert fyrir íslendinga
en Dani.
Þótt radikali flokkurinn
hafi aldrei náð því að vera
stór flokkur, má með fullum
rétti segja, að hann hafi verið
einna áhrifamestur danskra
stjórnmálaflokka á þessari
öld. Hann hefir lengstum ver-
ið lóðið á vogarskálinni. Hlut
fallskosningafyrirkomulagið í
Danmörku veldur því, að þar
er ekki grundvöllur fyrir
tveggja- flokka kerfi, eins og
í Bretlandi og Bandaríkjun-
um, heldur hefir það í för
með sér fleiri flokka. Sú
hætta fylgir því þessu fyrir-
komulagi, ao það geti skapað
glundroða og upplausn, enda
hefir sú orðið raunin sums
staÁai’, Þetta hefir hins vegar
ekki orðið í Ðanmörku, held-
ur hefir stjórnmáiaþróunin
óviða orðið farsælli en þar.
Þetta mega Danir áreiðanlega
ekki sízt þakka því, að þeir
hafa átt -frjálslyndan, víðsýn
an og ábyrgan miðflokk, þar
sem radikali flokkurinn var,
og að aðstaða hans hefir oft-
ast verið sú, að hann hefir
getað dregið úr hættulegum
deiium og tryggt framgang
umbótamála á heilbrigðum
grundvelli.
í ræðu Bertel Dalilgaards
kemur það glöggt fram, hver
sú grundvallarregla er, sera
hefir tryggt þessi heilbrigðu
vinnubrögð radikala flokks-
ins. Flckkurinn hefir hvorki
bundið sig við ez'nokunar-
kerfi sósíalismans eða skipu
lagsleysi samkeppnisstefn-
unnar, heldur fylgt þeirri
meginreglu, að frelsi og
skipulag verðz að haldast í
hendur óg finna verði þá
lausn hverju sinni, er bezt
henti þessu sjónarmiði.
Slíkt verður ekki gert með
því að binda sig fastan við
einhverja ájkveðna kreddu-
kenningu.
Svo hefir líka farið, að hinir
flokkarnir hafa orðið í vax-
andi maeli að fylgja þessu
sjónarmiði radikala flokksins.
Jafna,ðarmenn halda nú lítt
fram þjóðnýtingarkenningu
sinni og reyna ekkert til að
framkvæma hana. íhalds-
menn hafá hins vegar viður-
kennt mafgvíslega íhlutun og
aðhald þess opinbera, sem
þeif töldu fjarstæðu áður. Á-
hrif radikala flokksins byggj
ást ekki sízt á þvi, að stefna
hans hefir fundið hljóm-
gr.unn I öllum flokkum, eins
og Dahlgaard víkur líka að í
xæðu sinni.
Dregur til sátta milli stórveldanna
um afvopnunarmálin?
Vernlegur sVrangair heflr náðst á ráðstefiiiinni í Lornlon, en mik-
ig her þó enn á milli varðandi fyrirhngaÓ eftirlit mcð afvopnun
Fundum undimefndar afvopnun
arnefndar S. Þ., sem staðið hefir
yfir undanfarnar 12 vikur í Lond-
on, hefir nú verið frestað um sinn,
en búizt er við, að fundur byrji
á ný 1. júni.
í undirnefndinni eiga fulttrúa
Bandarikin, Bretland, Frakkland,
Kanada og Sovétríkin. Ástæðan til
þess, að fundi var frestað' er sú,
að afstaðan til afvopnunar virðist
nú óðum að breytast og lítur svo
út sem takast kunni að brúa bilið
milli vesturveldanna og Sovétríkj-
anna. Telja þeir, sem gerzt mega
vita, aö þrautseigja vesturveld-
anna hafi unnið á, Sovétríkin séu
farin að tileinka sér ýmsar tillög-
ur vesturveldanna og jafnvel bregða
fyrir sig sömu orðatiltækjum og
vesturveldin hafa notað árum sam
an um þessi efni. Vesturveldin láta
sig engu skipta, þó að Rússar eigni
sér nú ýmsar tillögur þeirra. Þeim
er mest í mun að ná einhverju
samkomulagi.
Svo er að sjá, að samkomulag
muni geta orðið um eftirfarandi
tillögu vesturveldanna, þegar nefnd
in kemur saman á ný (sennilega
í New York):
(A) Þegar verði ákveðið, að her-
lið hvers konar og vopnabúnaður
fari ekki fram úr því marki, sem
þjóðirnar höföu náð 31. des. 1954.
Rússar eru nú samþykkir þessu.
(B) Jafnt og þétt verði dregið
úr núverandi herstyrk og -vopna-
birgöum, þangað til komið er að
því marki, sem ákveðið hefir verið.
Talað hefir verið um hámark, sem
MALIK
fulltrúi Rússa í afvopnunar-
ncfnd S. Þ„
t "' O
LODtiE
fulitrúi Bandarikjanna
í afvopnunarnefnd S. Þ.
leyfi Bandaríkjunum, Sovétríkjun-
um og Kína að hafa 1—1,5 milj.
manna her og Frakklandi og Bret-
landi 650 þús. Rússar telja sig nú
geta sætt sig við þetta hámarks-
ákvæði. Áður var krafa þeirra, að
stórveldin dragi úr vopnabúnaöi að
einum þriðja. Hefði það tryggt
þeim mestan herstyrk áfram.
(C) Þegar 75% af tiltekinni fækk
un herliðs er lokið, skal sett bann
við kjarnorkuvopnum. Rússar virð-
ast nú samþykkir þessu.
(D) Ekkert ríki má nota atóm-
vopn, nema í sjálfsvörn, skv. grund
vallar lögum S. Þ. (Bandaríkin haía
lýst því yfir, að þau muni hvorki
beita kjarnorkuvopnum né öðrum,
nema í sjálfsvörn). Rússar vilja
leyfa notkun kjarnorkuvopna i
sjálfsvörn, en þó ekki nema sam-
þykki öryggisráðsins komi til. Sov-
étríkin hafa neitunarvald þar.
(E) Þjóðirnar skuli miðla hver
annarri af þekkingu sinni í kjarn-
orkuvísindum í samræmi við á-
form þau um kjarnorku til friff-
samlegra nota, sem Eisenhower
forseti lagði fram 8. des., 1953.
Þrátt fyrir þctta eru mörg á-
greiningsefni, sem eftir er að jafna.
En yfirleitt er ósamkomulagið að-
'allega um, hvernig haga skuli eftir
liti-. Vesturveldin leggja til:
(A) Að sérstök deild verði sett,
upp innan S. Þ. til þess aö hafa
eftiriit með vopnaframleiðslu. —
Rússar ganga að þvi.
(B) Eftirlitsmenn skulu valdir og
Þrátt fyrir þetta er hins
vegar síður en svo, að hlut'
verki. radikala flokksins sé lok
ið. Dahlgaard lýsir glögglega
í grein. sinni, hvaða breyting
ar hafa orðiö síðan flokkur-
inn hóf starf sitt fyrir 50 ár-
um.
Þá var það aðalverkefnið
að bæta kjör þeirra. sem lak
ast voru settir. Svo mikill
árangur hefir náðst i þess-
um efnum, að þetta er ekkz
lengur slífct aðalverkefni og
áður. I stað þess er það nú
eitt meginverkefnið að stUla
svo til, að hin öflugu
stéttarsamtök, sem hafa
risið upp seinustu ára-
tugina, haldi ekkz of ein-
strengingslega á málum og
eyðileggi með því þjóðar-
heild>na. Til þess að gæta
þessa verkefnis þarf ekki
sízt heilbrigðan, víðsýnan og
réttsýnan miðflokk, sem er
ekki of háður neinum kredd
um eða öfgum, heldur hefir
aðstöðu til að bera klæði á
vopnin og vera hið rétta lóð
á metaskálunum hverju
sinni.
Radikali flokkurinn varð
fyrir nokkru áfalli eftir sið-
ari heimsstyrjöldina, því að
stefna hans í utanríkismál-
um hafði beðið skipbrot. Síð-
an hefir hann ráðið litlu um
utanríkisstefnu Dana. Hins
vegar hefir hann ráðið þeim
mun meira um innanlands-
málin og tryggt þar jákvæða
lausn mála og heúbrigða þró-
un. Margt bendir því tiL að
áhrif flokksins verði ekki
minni á þeim aldarhelmingi,
sem nú er að byrja í sögu
hans en hinum fyrsta. Dön-
um er vart hægt að færa
betri ósk en að radikali flokk
urinn reynist þeim áfram
jafn giftudrjúgur til leiðsagn
ar í innanlandsmálum og
hann hefir verið til þessa.
þjálfaðir til starfsins, áður en af-
vopnunin hefst. ----- Rússar óska
ekki eftir siíkum undirbúningi.
(C) Þjóðirnar skulu gefa upp her
styrk sinn, en eftirlitsdeildin síð-
an staðfesta þær tölur. — Rússar
vilja skylda landsstjórnir til að
gefa upp herstyrk sinn, en ekki
geía eftirlitinu vald til að rann-
saka þær tölur.
(D) Eftirlitsdeildin fylgist með
því, hvort afvopnun fari fram eftir
settum reglum. — Rússar eru ekki
fylgjandi slíku ákvæði.
(E) Eftirlitsdeildin fái vald til
þess að rannsaka, hvort einhver
þjóð fari fram úr því hámarki í
vopnaframleiðslu (bæði atómvopna
og annarra), sem leyft er. — Sovét
ríkin vilja ekki eftirlit með fram-
leiðslu venjulegra vopna sem stend
ur, og heldur ekki nein ákvæði
um, að þjóðirnar skuli gefa upp
kjarnorkuvopnaframleiðslu sína eða
gangast undir eftirlit með henni.
(F) Eftirlitsdeildin fái vald til
að gera varúðarráðstafanir, ef hún
telur að eitthvert ríki hafi brotið
afvopnunarsáttmáiann. — Rússar
vilja ekki veita deildinni slíkt vald,
heldur skal hún skjóta málunum
til öryggisráðsins.
(G) Eftirlitsmenn hafi rétt til að
fara um allar verksmiðjur, allar
rannsóknarstofur og öll virki til
þess að geta, gengið úr skugga um,
að ekki sé verið að framleiða ó-
lögleg vopn eða geyma kjarnorku-
sprengjur. — Rússar vilja ekki leyfa
slíka rannsókn, heldur ’ takmarka
eftirlitið við þær verksmiðjur, sem
ríkin gefi upp sem vopnaverksmiðj
ur og við hafnir, flugvelli og járn-
tarautarstöðvar eins og gert er 1
Kóreu.
Vesturveldin telja hins vegar, að
ástandið í Kóreu sýni, að slíkt
eftirlit sé með öllu gagnslaust.
Kommúnistar fari sínu fram um
liðs- og vopnaflutninga utan þess-
ara stöðva og eftirlitsmenn fái
ekkert að gert, af því að vald þeirra
nái ekki út fyrir þær.
Síðustu tillögur Sovétríkjanna
krefjast, að öll ríki leggi niður
herstöðvar á ei'lendri grund.
Framh&ld & 10. ilðu
íslandsmeistarar í
sundknattleik 15
sinnum í röð
Sundknattleiksmeistara-
mót íslands hófst í Sundhöll
Reykjavíkur 12. maí og lauk
því nú í v>kunni.
í mótinu tóku þátt 4 sveit-
i”, 1 frá hvoru félaganna Ár-
manni, Í.R., K.R. og Ægi.
Úrslit urðu þau að sveit
Ármanns bar sigur úr býtum
hlaut 6 stig. Er betta í 15 smn
sem Ármenningar vinna í
þessu móti í röð.
Í.R., K.R. og Ægir hlutu 2
srig hvert. Að mótinu loknu
afhenti Einar Sæmundsson,
fo1'm. Sundráðs Reykjavíkur,
Sigurvegurunum verðlaunin.
í sveit Ármanns eru: Pétur
Kristjánsson, Einar Hjartar-
son, Ólafur Diðrkisson, Dað*
Ólafsson, Stefán Jóhannsson,
Guðjón Þórarinsson, Guðjón
Ólafsson, Ólafur Guðmunds-
son og Sigurjón Guðjónsson,
sem er fyrirliði sveitarinnar.
Hefir hann keppt í þessu
móti frá byrjun eða alls 16
sinnum.
Urslit ensku kosn-
inganna
Úrslit þingkosninganna í
Bretlandi fóru eins og spáð
hafði verið. íhaldsmenn báru
sigur af hólmi.
Vafalaust má færa ýmsar
ástæður fýrir því, að úrslitin
urðu á þennan veg. Tvær eru
þó vafalaust þýðingarmestar.
Önnur ástæðan er sú, að
efnahagsmál Bretiands eru nú
í góðu lagi. Jafnframt hafa
friðarhorfur batnað. Vafa-
laust á ríkisstjóm. íhalds-
manna sinn þátt í þessu, enda
hafa kjósendur fært það á
reikning hennar. Margt bend
ír þó til, að þessi árangur sé
ekki minna að þakka starfi
ríkisstjórnar Verkamanna-
flokksins. Utanríkisstefnan,
sem var mótuð af Bevin, hefir
reynzt Bretum farsæl. Sama
er að segja um fjármálastefn
una, sem Cripps mótaði. í tíð
Verkamannastjórnarinnar var
unnið kappsamlega að marg
víslegri uppbyggingu og bygg
íst vaxandi velmegun Breta
nú ekki sízt á því.
Önnur ástæðan er klofning
in í Verkamannaflokknum.
Bevan hefir tvímælalaust fælt
allmikið af óháðum kjósend
um frá flokknum. Mætti
þetta vera lærdómsríkt vinstri
mönnum annars staðar.
Það hefir sýnt sig. að í-
haldsmenn hafa reiknað rétt
með því að knýja fram kosn-
ingar nú, en bíða ekki með
þær til loka kjörtímabilsins.
Þá gat Verkamannaflokkur-
inn verið búinn að jafna á*
greining sinn og efnahagsá-
standið orðið óhægra. Und*r
þeim kringumstæðum hefðu
úrslitin getað orðið tvísýn.
Mikill misskilningur væri
það, ef íhaldið hér reyndi að
telja sigur brezka íhalds-
flokksins sér til framdráttar.
íhaldsflokkurinn i Bretlandi
er rótgróinn lýðræðisflokkur.
Sjálfstæðisflokkurinn á ekki
nema lítið sameiginlegt með
honum, frekar en öðum evr-
ópiskum íhaldsflokkum. Sjálf
stæðisflokkurinn ber miklu
meiri keim af suður-amerísk-
um íhaldsfloklcum, sem oft-
ast eru tæki fámennrar og
harðsvíraðrar gróðaklíku, er
Iætur sig litlu skipta, hvaða
meðulum er beitt, ef þau að-
eins geta tryggt henni völd-
in.
*
Það svíður undan
sannleikanum
Morgunblaðið kvartar sár-
lega undan því, að Tíminn
noti þung orð um vinnu-
brögð Sjálfstæðisflokksins.
Mbl. ber hins vegar ekki á
móti því, að þessi orö séu rétt
mæt.
Mbl. verður að sætta sig
við það, að Tíminn mun
nefna starfshætti Sjálfstæðis
flokksins sínu rétta nafni,
þótt til þess þurfi að nota orð,
sem bezt væri að þurfa ekki
að nefna.
Hitt er hins vegar skiljan-
legt, að Mbl. vilji láta tala
tæpitungumál um starfshætti
Sjálfstæðisflokksins. Þannig
vilja menn jafnan láta tala
um sannleikann, þegar þá
svíður undan að heyra hann.
En það er engum til góðs,
að farið sé i felur með sann-
leikann. Sjálfstæðisflokkurinn
getur sér einum um kennt,
ef hann þolir ekki, að vinnu-
brögð hans séu nefnd réttu
'nafni.