Tíminn - 28.05.1955, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.05.1955, Blaðsíða 8
I 8. TÍMINN, laugardaginn 28. maí 1955. 119. blað. # ndurminningar ör Hábæjarskóla (Framhald af 3. sííu). hinum yngri v’ssar greinar, og virtist þaS vel fara. Hann skrifaði einkar fagra rithönd, var ágætur skrautritari. Eg hygg að ýmsir lærisveina hans yrðu góðir skrifarar. Tvennt er það, sem fer mér ekki úr minni, en það er hversu nákvæmur og góður hann var okkur börnunum, einkum ef við áttum bágt á einhvern hátt, eða eitthvert slys hafði vhjað okkur til. Hitt er mér jafn ógleyman- legt, hversu hann lagði sig fram við hvern þann nem- anda, er átti erfitt að fylgj- ast með bekknum, eða átti í striði við ehihverja náms- grein. Gerði hann ávallt sitt ítrasta tU að auka skilning og áhuga á því, sem torvelt virtist vera. og sýndi þá sem ávallt mikla lægni og þolin- mæði. Hann hafði lag á að gera kennslustundirnar lífrænar og fjörugar. Mér er í minni kénnslustund í ísl. landa- fræð1. Einhver drengjanna átt'i að lýsa E.yrarbakkabugt mni, greina frá höfnum og lendhigarstöðum. Drengurinn sem spurður var hafði komið á Eyrarbakka í kauptíðinni á blækyrrum hásumardegi, er hafið var allt gullþiljað, séð skipin Jiggja við akkeri, og af byí dró hann þá ályktun að höfnin á Eyrarbakka væri góð og örugg. Kennarinn gaf drengnum tækifæri td að úthsta ágæti hafnarinnar. Loks spurði hann eftir áliti Wnna í bekkn um. Þóttumst við hinir menn að meúi, og sögðum að höfn in væri afar ill og hættuleg. Þá fæddist þessi vísa með að stoð kennarans: Oft þá veltist ég í kafi, ekki sakar dröfn. En afarill fyrir opnu hafi er Eyrarbakkahöfn. Flesta vetur sem ég var í skólanum minnir mig að nem endafjöldi væri um eða yfir 40 talsins. Námsgreinar skólans minn- ir mig að væru þessar: Krist indómur, skrift, reikingur, saga, landafræði, líffæra- fræði, undirstöðu atriði í mál fræði, réttritun og danska. Vez-a má að þær væru fleiri en þetta. Enska var auka- námsgrein, er eldri unglingar fengu tilsögn í, fáir lærðu enskuna. Útileikir i tómstundum okk ar voru fábreyttir og einfald ir að þeirrar tíðar sið. Á þeim 1 ímum er hér greinir frá, voru börn til sveita vön vjð alls- konar eril og vinnu, allt í‘á 7 ára aldri. Þess vegna nutu þau sin vel í tómstundunum, og gátu ávallt fundið sér hlut verk, þött ekki nytu þau né þyrftu reglubundinnar um- sjónar eins og nú á sér stað i skóium. Á rigningardögum, er ekki varð úv verið, hafði kennar- inn ýms hagkvæm ráð, stund um sagði hann okkur sögur. Á óveðursdögum var skóia einnig Iokið fyrr en endra- nær. Við strákarnir, að hætti stráka á öllum öldum, flug- umst á í frítímum okkar. Ekki voru það nú skipulagð- ar bændaglímur eða neitt því Jíkt, en við nutum okkar vel og hið sam.a mætti víst segja um stúlkurnar Ems og kunnugt er, voru þykkbæingar bæði menn og konur ágætt skautafólk. ‘ Flest börnin komu á skaut urn til skóiáns, þegar þess var kostur. Á þeim tima, sem héi um ræðir náði yatnið alveg upp að Hábæjartúninu á vetrum. 5>að var hsegt að binda á sig skautana heima á hlaðinu eða við tungarðinn. Þá var nú heldur en ekki þytur á hópnum. Einu sinni fundu strákar upp á því, að höggva ísinn í sundur í stór stykki eða jaka og svo skautuðum við á þeim. Kom það þá fyrir að emhver hetjanna fór milli jakanna, og varð blautur upp yfir haus eins og við orðuðum það. Eg man enn hve ötull Sigur- björn Jónsson frá Nýjabæ, sonur Jóns heitins í Háarimu var í þessari list, að skauta á jökum. Helzt held ég að kennarmn eða Sigurður bóndi Ólafssön í Hábæ, hafi varað okkur við þessu. Hætti svo þessi nýj-a listtilraun okk ar nærri eins fljótt og hún hófst Skóli var haldinn alla daga vikunnar nema sunnudaga. Prófað var um miðjan vetur og í marzmánuði og séra Ól- afur Finnsson í Kálfholti, og séra Eggert Pálsson á Breiða bólstað voru oftast prófdóm- endur. Samkomur voru stund um haldnar í skólanufn á þessum árum, er hér um ræð ir, einkum um jólin. Nikulás kennari var einkar áheyrileg ur og góöuV fýrirlfcsafri; og ræðumaður. Dans var stund um að afloknu erindi og söng. Þetta var ofurlítill vísir að félagslífi, er fólk þráði, og var sér meðvitandi um að hefði þýðingu fyrir hvers- dagslega lífið. Tvennt snertandi Nikulás kennara er sýnir fjölhæfni hans, vU ég um geta. Hann var maður vel hagorður, en orti helzt að ég hygg andleg Ijóð og eftirmæli látins sam- ferðafólks, er hann svo skraut ritaði og gaf aðstandendum, þeim til huggunar. Hann stundaði’ einnig hómópatíu- lækningar, og þótti oft hepp inn læknir, og jafnan fús til að líta mn til sjúkra, ef hann mætti Þ1 hjálpar verða. Ekki er mér ljóst hvenær hann byrjaði að stunda smá- skammtalækningar, en ég hefi þá tilfinningu að hann, ungur að aldri byrjaði á þeim. Ef tU vill gæti verið, að er hann unghngsmaður dvaldist á Vatnsleysuströnd, hafi hann komist í kynni við Lárus Pálsson lækni, er um það tímabil og enda alllengi síðar bjá á Sjónarhól á Vatnsleysuströnd, og var þjóðkunnur maður fyrir lækn ingatilraunir sínar. Vel má vera að þessi tdgáta mín sé röng. Nöfn og andlit skólasyst- kina mmna svífa fyrir sjón- um hugans. Eg sé í anda — í ljósi minn inganna — hinn léttstíga og glaða hóp skólasystkina minna svífa fyrir sjónum mínum. Það kom fyrir nokkr um sinnum, er Hólsá var á ís cg göngufæri var gott að ég kom að heiman frá Ytri-Hól að morgni td og slóst í för með unglingunum af Austur bæjunum. Við gengum sam- an, eftir göngugörðunum, er lágu eftir sveitmni, að með- fram þeim á hjarn1. Nöfn sumra ungl'nganna man ég enn: Eg sé hana Ólöfu Gests dóttir fr"á Suður-Nýjabæ, hún var mér eldri. í fylgd með henni eru yngri börn úr ná- grenninu, er ég ekki kann að nafngreina. Svo koma börn Erlendar í Bala, Páll og Guðbjörg, en Benedikt bróð- ir þeirra, sem ólst upp hjá afa sínum í Unhól, bættist þar vrð í hópinn, ásamt tveim ur stúlkfum úr austurbæn- um dætrúm Hel'ga heitýns, er þar hafði búið. Móts við Tobbakot, kom í hópir.n há og grönn stúlka dóttir Eyj- clfs yngra, bóntía þar, en nafni hennar hefi ég gieymt. Brátt komu börnin frá Vatnskoti í hópinn, börn Svems bónda þar. Vigfús, Jón og Hallbera. Þegar út að Háa PJma kom bættust Guðmund ur Einarsson og systir hans í hópinn, en úr hinum bæn- um tvær systur, dætur Jóns heitins bónda. þar, en systír Jóns bónda í Skinnurn, og Sigurbjarnar, er nafngremd- ur hefir verið. Annari þehra systra, Elínu að nafni, mætti ég hér ve.-tra. Svo seig • nú þessi léttfætta fylking áfram vestur á bóginn. Fyrri árin min á skólanum kom ég í hópinn við næsta bæ. Rima- kot. Frá ,.Páls“ Nýjabæ, komu dætur hjónanna þar, Jóns bónda Jónssonar og Þór uhnar Pálídóttur ljósmóður, Pálína, eldri dóttirin, ímynd stillingar og háttprýð1 og Jónína Þórunn, yngri systh hennar, ljós á brá og björt eins og sjálft vorið, einnig 'Sigurbjörn, fyrrnefndur. Bráðum kom Sigríður Helga dóttir frá Mel í hópinn. Þetta cr nú hópurinn af „austur- bæjunum“, sem mér er mmn isstæður. Sum hin eldri, voru samtímis rnér í skólanum í aðeins eitt ár, en hm yngri flest ánn, sem ég var í skól- anum. Eg sé þau emnig streyma að skólanum börrJn úr r.æsta nágrenni skólans, Hábæjar- liverfinu, eins og það var nefnt, í daglegu tali. Þau komu í smáhópum sunnan og vestan túnin. Systkinin frá Búð, börn Guðmundar Run- ólfssonar og korni hans Sig- ríðar Ólafsdóttur frá Hávarð arkoti. Anna, Ólafía og Guðni og yngri systkinin Hafiiði og Sesselja — og síðan yngstu bræðúrnir, Guðjón og Sig- urður. Guðmundur Árnason úr hinum bænum í Búð, Mar grét Jónsdóttir í Hákoti, er oft kom hlaupand'. Markús í Parti, oft í hópi bama Guð- mundar Þórðarsonar frænda síns. Lengra vestan að komu systurnar frá Skarði, Óiöf og Katrín, dætur Guðmundar Stefánssonar bcnda þar, emn ig l'cr.^fi.imi Þoisltini'.ci'i, al nn upp hjá Helga Magr.ús- ryii. ítvttkU'in fiá Boigar- túni. Iiúrn Kristjáns bónda bar, Guðmundur og Stefanía átfu langt ag fara í skólann \cstan að. En allra næst skól ar.um voru systkmin i Jaðri, Jóhann og Anna systir hans, og yngri systir, er ég ekki rrsn að nafngre'na, og Guð mundur Þorsteinssor., uppal- inn í Stöðulkoti. Oft komu þau í hendingskasti, stund- um á seinustu minúiu að kalla mátti. Eg öfundaði þau af því að eiga heima í næsta nágrenni skélar.s. Ótalmn er enn einn skóla- iélagi, er var sanitímis mér í skólanum. Gunnar Þórðar- san alþingismanns Guð- muncifír nar í Hala, prúður pUtur og fáskiptinn. NÚ VERDUR VANDINN LEYSTUR HITADEILIMÆLAR FYRIR MIÐSTÖÐVARKERFI íbúar sambýlishúsa, látið okkur um vandann að” reykna út hitakostnaðinn fyrir hverja íbúð efúr C. B. mælunum Ef samkomulagið er svona: getur breyzt i þetta. Leitið upplýsinffa hjá okhur um notkun otj verö maslanna Rafgeislahitun h.f. ! ; .• •.!, . i, ? Garðastræti 6 — Sími 2749 Allt a sama stað Ávallt fyrirliggjandi Marahlutir til viðgerða og endurnýjunar á flestum tegundum enskra og amer- ískra bifreiðavéla. Þaulvanir fagmenn annast allar vélaviðgerðir. Vér bjóðum viðskiptavinum vorum fyrsta flokks vinnu, fljóta og góða afgreiðslu. Rennum legur í allar tegundir bifreiða, drátta- véla, díselvéla og aðrar vélalegur. Slípum sveifarása í allar tegundir bifreiða, drátt- arvéla, ljósavéla og bátavéla. Sendið oss sveifarásana I dag og vér munum | senda þá fullgerða aftur á morgun. H.f. Egill Vilhjálmsson Laugavegi 118 — Sími 8 1812 Eg er mér þess meðvitandi að þessi minningadrög mín um Hábæjarskólann, kenn- arann, og skólasystkinin mín, eru ófullkomin og stórum fá breytilegri en vera ætti, og að mörgu leyti mmning um þögla kynslóð, sem nú er óð um að hverfa burt af þessu Ulverustigi. Eg veit og ber það í minni ævilangt að stóru slysin, er áttu sér stað á þil- skipunum við strendur ís- lands, frá 1903—1907 námu á brott einkar mannvænlega skólabræður mína. Dauðinn, sem ávallt er að verki hefir höggvið stór skörð í þessa æskufylkingu, sem um hefir verið getiö, og nú gerist ærið þunnskipuð. En ég hygg að við oll, er sóttuih skólann og nutum kennslu Nikulásar Þóröarsonar höfum oröið hæf ari fyrir lífsbaráttuna spkum göfgandi áhrifa kennarans og fræðslu þeirrar, er við urðum þar aðnjótandi. Eg er einkar þakklátur fyr ir ljúfar minningar, sem tengdar eru við dvöl mína a Hábæjarskólanum, minn- ingar æskugleði er ég naut bar í umgengni v*ð ög kynn- ingu af skóiasystkinum mín um. Eg þairka góðvild og hlý hug Hábæjarhjónanna. Sig- urðar Ólafssonar og Sesselju Ólafsdóttur konu hans gagn vart okkur ærslafullum krökk um, sem skólann sóttu. Eg scndi þeim og skólafélögun- um gömlu, og öllum þ'ðiln, ef enn muna þessa liðnu tíma, hlýja kveðju og hugheilar árnaðaróskir. Eg árna kennur- um og nemendum Þykkva- bæjarskólans allra heilla og minni á orð Davíðs ‘ Stefáhs- sonar skálds: „Vor syngjandi æska,- skal t sækja fram, (il sigurs í þúsund ár.“ Sigurður Ólafsson frá Ytri-Hól. ... ,ur;s

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.