Tíminn - 28.05.1955, Blaðsíða 6
0.
TÍMIKNT, laugardaginn 28. maí 1955.
119. blað.
FreSsi án skipulags er stjórnSeysi
— skipulag án IreSsis er einræði
Róttæki vinstri flokkurinn
jneldur í dag upp á fimmtíu
ára afmæli sitt. Ef við ekki
jtiöfum flokkinn í huga, held-
■ar þá hreyfingu, sem flokk-
■arfean er sprottinn upp úr,
gætum viö eins vel haldið upp
á hundrað ára afmæli okkar
S dag, því að flokkurinn
.stendur í nánum tengslum við
jpá stjórnmálalegu og menn-
:mgarlegu hreyfingu, sem um
marga mannsaldra hefir sett
mark sitt á þjóðlífið. Þessi
hreyfing liggur eins og rauð-
ur þráður frá baráttu bænda
sinnanna, er um miðja 19.
öld böröust fyrir efnalegu
.sjálfstæði bændastéttarinnar,
til: þeirrar kynslóðar, sem und
íirritaði Óðinsvéasamþykkt-
:ina 1905v en hér eru nú stadd
:ir 28 stjórnmálaöldungar, er
tíátu fyrsta. landsfund flokks-
:ins.
X kvöld minnumst við þeirr
ar kynslóðar, sem ruddi okk
ur veginn á nítjándu öldinni,
og; við minnumst þeirra
manna, sem eftir 1905 vörp-
uðu ljóma yfir nafn flokks
okkar í heilan mannsaldur.
En hvað var það þá, sem
jþeir vildu, þessir djarfhuga
;menn, sem stefndu til fundar
hér í Óðinsvéum fyrir 50 árum
síðan og gengu með því í ber-
högg við hin allsráðandi og
valdaglöðu stjórnarvöld þeirr
ar tíðar?
Ove Rode svaraði þessari
spurningu fyrir aldarfjórðr-
ungi síðan í ræðu, er hann
hélt við 25 ára afmæli rót-
tæka vinstri flokksins. Hann
sagði:
„Mennirnir 1905 vildu nýja
Danmörku.“ Og Ove Rode
oætti við: „Takmark hverrar
ambótasinnaðrar stjórnmála-
stefnu hlýtur að vera nýtt og
oetra föðurland og nýr og
'betri heimur.
Það er margt í þjóðfélaginu
:i dag, sem við gætum viljað
öðruvísi. En öldungarnir, sem
hér eru í kvöld, geta um það
borið vitni, að þrátt fyrir eyði-
iieggingar tveggja heimsstyrj-
alda hefur verið sköpuð ný og
loetri Ðanmörk.
Þeir, sem nú eru ungir,
munu vart geta skilið það,
ihversu sundurskorið hið
Hin merka ræða Bertel Dahlgaards, flutt í tilefni af
50 ára afmæii radikala flokksins
verða að raunveruleika Imeg-
inatriðum, hvað snertir efna-
hagslegt öryggi og menning-
arlega þróun, þá lifum við
það samt aldrei að sú rétt-
lætisglóð, sem logaði í brjóst-
um frumherjanna 1905, falli
i fölskva. í hugsjónir þeirra
sækjum viö enn þrekog kjark
til lausnar á nýjum vanda-
málum. „Ef þú markinu nærð,.
þá eygir þú nýtt.“
Þjóðfélagið .er aldrei í kyrr-
stöðu. Tækni, fólksfjölgun,
stríð og byltingar og breyttir
siðir mannanna skapa stöð-
ugt ný vandamál, og lausn
þeirra krefst hugkvæmni,
djörfungar, trúar og vilja.
TJm seinusfcu heigi hélt radikali flckkurinn í Danmörku 50.
landsfund smn, en flokkurinn var stofnaður i Óðinsvéum 1905.
Fuíídur þc'si var mjög fjölsóltur og' kom þar fram mikill á-
hugi fyrir því að ef!a flokkinn. Samþykkt var .aff kjósa nefn-1
til aff semja uppkast aff nýrri stefnuskrá og verffur hún lögð
fyrir landsfund, scm haldinn verður í haust. í tilefni af af-
mKli, flokksins hélt annar aðolforin’i hans, Bertel Dahlgaard,
ræðu, sem mikla atbygii hefir vakið, og hefir Xímanum þótt
rétt að koma henni fyrir sjónir íslenzkra lesenda.
Nánar er rætt um radikala flokkinn í forustugrein Tímans
í dog.
Eftir fyrri heimsstyrjöldina
sömdum við nýja stefnuskrá i
Sö»derborg árið 1922. Eftir
síðari heimsstyrjöldina end-
urskoðum við nú aftur stefnu
skrá okkar á fimmtíu ára af-
mælinu og sníðum hana eftir
því starfi, sem okkar bíður í
framtíðinni.
Ef við berum saman starfs-
háttu og viðfangsefni flokks
okkar 1905 og aftur nú, þá er
mismunurinn auðvitað mikill.
En hvar eru þá tengslin á
milli hins ótrauða flokks, sem
uppi var 1905 og þess flokks,
sem nú verður oft að tala
máli flokkasamvinnunnar og
miðla málum?'
Ég vil þá fyrst leyfa mér
að svara því, að það eru grund
vallaratriði, sem flokkurinn
aldrei. hvikar frá.
Við hvikum aldrei frá kröf-
unni um algert andlegt frelsi.
Síðan 1920 höfum við haldið
upp merkjum þeirrar þjóðern-
isstefnu, sem dönsk alþýða
hefur hyllt síðan 1864 og eng-
inn megnaði að brjóta á bak
aftur, jnfnvel ekki í síðari
heimsstyr j öidinni.
Róttæki vinstri flokkurinn
er jafn umbótasinnaður flokk
ur nú eins og 1905. En sk-il-
yrðin fyrir pólitískri starf-
semi hafrt breytzt. Áriö 1905
- . _____________ _____ var það hjutverk flokksins að
danska þjóðfélag var af sér- hefjalægri stéttirnar til sjáv-
xéttindum og stéttamismun
jsringum 1905.
í Óðinsvéastefnuskránni frá
1905 báru 500 menn og konur
:tram þær kröfur, sem rétt-
iiætiskennd alþýðunnar krafð
ist. Og fyrir samvinnu við
aðra lýðræðissinna náðu þess-
ar óskir fram að ganga. Full-
jsomin þingræðisstjórn náði
íram að ganga, andlegt frelsi
:.nanna var tryggt, sérréttindi
voru afnumin og stéttamis-
xæmi brotið á bak aftur. Lít-
íilsmegandi fólk hlaut mann-
sæmandi lífskjör. ' Blómleg
:.rtenning og þjóðfélagslegt
óryggi var einkenni þess
danska þjóðfélags, sem ógæf-
an dundi yfir 1940. En það
varð þessi menning og þetta
pjóðfélagslega öryggi, sem gaf
okkur þróttinn á hörmungar-
arum hernámsins; því að nú
var enginn lengur svo illa
settur, að hann ekki f-yndi til
'pess, að hann áttf föðurland
— föðurland, sem hann ekki
vildi’ glata, hvað sem í boðí
var.
En þó að öldungarnir, sem
jiiér ecu í kvöld, hafi lííað það
að sjá allar kröfur Óðinsvéa-
í. amþykktarinnar frá 1905
ar og sveita til jafns við vel
stæða borgara. Það var bar-
átta fyrir þörfum fjöldans,
sem knúði okkur til baráttu
við íhaldssemi og ójafnrétti
Nú eru stjórnmálin viðskipti
milli jafnsettra borgara og
stétta. Það hefir átt sér stað
efnahagsleg jöfnun, sem hef-
ir það í för með sér, að verka-
menn og bændur sem atvinnu
'rekendur eiga það sameigin-
legt, að bætt lífskjör eru fyrst
og fremst fólgin í aukinni
framleiðslu, svo aö meiri ábati
geti komið í hvers hlut.
Þessi þi’óun hefir haft í för
með sér vöxt sterkra hreyf-
inga og félagsheilda, sem ein-
blína að meira eða minna leyti
á eigin hag, og nú er hættan
sú, að þessar hreyfingar og
flokkar gleymi sameiginlegum
hagsmunamálum fyrir inn-
byrðis baráttu. Nú er það því
höfuðverkefnið að samræma
kröfur einstakra hagsmuna-
hópa við þarfir heildarinnar.
Þjóðleg og pólitísk barátta
okkar hlýtur að beinast að því
að koma hinum ýmsu flokk-
um manna til að skilja, að
það er öllum fyrir beztu, að
sameiginleg hagsmunamál
sitji í íyrirrúmi fyrir kröfum
ejjostakra félagsheilda.
Hinn efnahagslegi grund-
völlur er ekki aöeins annar en
hann var 1905, heldur einnig
sá stjórnmálalegi. Lengi eftir
1905 stóð baráttan um meiri-
hlutann á þingi. Nú verðum
við að vinna eftir hlutfalls-
kosningafyrirkomulagi, sem
hefir í för með sér, að þingið
skipÞst í marga sundurleita
hópa. Meðal fólksins berst
hver flokkur fyrir hugsjónum
sínum, en á þingi hvílir okk-
ur sú skylda á herðum að
reyna að jafna deilur og
finna samstarfsgrundvöll. Á-
byrgð stjórnarandstöðunnar
er ekki minni en stjórnarinn-
ar. Þingmenn róttæka vinstri
flokksins hafa engan sérstak-
an metnað í þá átt að vera
sáttasemjarar ríkisins, eins og
menn hafa kallað okkur í
spaugi, en við teljum æskilegt
þingræðislegt stjórnarform,
þar sem hver flokkur Verður
að beygja sig fyrir sameigin-
legum þörfum.
í fimmtíu ár hefir staðið
stöðug barátta milli mikilla
hugsjónastefira. Stórir hópar
fólks eygðu sósíalismann sem
hið langþráöa takmark, og aðr
ir hylltu afdankaðan líberal-
isma, er hérlendis hefir kom-
ið fram í kröfunni um frjálst
framtak.
Róttæki vinstri flokkurinn
hefir ekki gengið undir jarð-
armen þessara stefna. Með
spámannlegri framsýni eygði
Ove Rode á sínum tíma lausn-
ina, þegar hann sagði:
— Frelsi án skipulags er
stjórnleysi, skipulag án frels-
is er einræ'Öi.
Þessi lausn, frelsi og skipu-
lag, varð sameiginleg hugsjón
nútíma lýðræðis, þó aö allir
gætu ekki komið auga á það
í þá daga, er þessi orð voru
sögð.
Milli kennisetninga sósíal-
ismans og hins óbundna frels-
is líberalismans tók smám
saman að þróast hugsjóna
stefna, sem kalla mætti sósíal-
líberalisma. Þessi stefna bygg
ir ekki á trú á fastbundin hug-
myndakerfi. Hún er ekki held
ur millistefna, þar sem hún
er langt til vinstri viö íhaldið
innan jafnaðarflokksins, þó
að hún á hinn bóginn berjist
gegn ofskipulagningu og rík
isbundnu, valdi. Þessi stefna
vill vernda andlegt, persónu-
legt og stjórnmálalegt frelsi.
Innan þess ramma, sem al-
menningsþörf krefur, vill
þessi, stefna vernda frjá,lst
framtak einstaklinganna sem
frumafl í baráttunni fyrir
aukinni velsæld.
meiri áhrif á gang stjórnmál-
anna en svarar til fjölda þess
fólks, sem stefnu hans kýs
hverju sinni. Og við skulum
ekki láta blekkjast til annars
en að viðurkenna, að þetta er
satt.
Hver er orsökin? Þeir hin-
ir sömu og undan áhrifum
okkar kvarta munu segja, að
ástæðan sé sú, að vegna hlut-
falla flokkanna á þingi verði
atkvæði okkar oft til að ráða
úrslitum. En getur nokkur trú
að því, að stórir og voldugir
pólitískir flokkar létu þannig
smáflokk hafa áhrif á stefnu
sína, ef ekki kæmu til aðrar
og djúpstæðari rætur?
Menn gleyma því títt, að
yfir hin fastmótuðu mörk
flokkanna liggja straumar,
sem stjórnast af öðrum öflum
en pólitískum. Það væri vart í
samræmi við sannleikann, ef
ég héldi því fram, aö róttæki
vinstri flokkurinn nyti al-
mennra vinsælda, en þó er
það engu að síður. sannleikur,
að flokkurinn nýtur mikillar
hylli ýmissa manna, er standa
langt utan við flokkinn. Slíka
menn er að finna í öllum stétt
um þjóðfélagsins meðal allra
þeirra manna, sem áhuga
hafa á þjóðfélags- og menn-
ingarmálum, á óteljandi
bændaheimilum og meðal
frjálslyndari iðnaðarmanna.
Á milli þessara stétta og okk
ar hafa ávallt legið ósýnileg-
ir þræðir. í kvöld sendum við
öllum þessum stéttum og ein-
staklingum þakkir okkar, því
aö þeir hafa oft haft úrslita-
áhrifin um það, að okkur gæti
tekizt að sigra einstrengings-
hátt og ofbeldisákvarðanir
landinu og allri þjóðinni til
heilla.
Það er staðreynd, að það er
ekki einungis miðflokksstaða
okkar á þingi, sem áhrifum
okkar veldur, heldur einkum
áhrif okkar meðal hinna víð-
sýnni manna landsins.
Við höldum nú upp á fimm-
tíu ára afmælið. Tveir ungir
vísindamenn hafa ritað sögu
flokksins þessi ár, en jafn-
framt er það stjórnmálasaga
Danmerkur á 20. öldinni. Sú
saga er eins og vefur, þar sem
róttæki vinstri flokkurinn er
jafnan ívafið. Norski rithöf-
undurinn Johan Vogt hefir
eitt sinn bent á það einstæða
fyrirbæri í danskri stjórn-
málasögu, að róttæki vinstri
flokkurinn klofnaði á sínum
tíma út úr öðrum flokki, en
í ljós kom, að þessi klofning-
ur varð furðulega lífseigt af-
kvæmi.
Þessi athugasemd útlend-
ings varpar skýru Ijósi yfir þá
strauma, sem lágu að baki
stofnunar flokksins. Lands-
fundurinn, sem samdi Óðins-
véaskrána 1905, var ekki mál-
fundur hjá óánægðum, póli-
tískum valdastreitumönnum,
sem væru að beita öngla síns
persónulega metnaðar. Þetta
voru vitrir og dj arfhuga menn
og konur, sem lagt höfðu eyr-
að að jörðinni og hlýtt á von-
ir og þrár þess fólks, sem var
illa sett og bjó við misrétti.
Nú fengu þessar vonir og
draumar mál.
Eins og stofnun flokksins
var á sínum tíma einstæð,
hefir einnig starfssaga hans
verið sérstæð. Hann hefir ver-
ið eini flokkurinn hér í landi,
sem jafnan hefir á þingi ver-
ið milliflokkur og jafnan orð-
ið að hafa samvinnu annað
hvort til hægri eða vinstri og
berjast þó ávallt harðri bar-
áttu fyrir tilveru sinni. Við
höfum aldrei haft að bak-
hjarli þau öfl, sem vel skipu-
lagðir stéttahópar eða vell-
auðugir einstaklingar óneit-
anlega eru. Við höfum oft bor
ið þunga ábyrgðarinnar sem
stjórnarflokkur og einnig oft
sem stjórnarandstöðuflokkur
orðið að finna lausnir á
vandamálunum, þó að leið-
irnar stundum hafi legið um
pólitísk einstigi með þver-
hnípi á báða bóga.
Þetta hafa. verlð kjör rót-
tæka vinstri flokksins. Við sj á
um ekki ástæðu til að kvarta
undan þeim, en það er jafn-
framt rétt, að við gerum okk-
ur grein fyrir þeim sem stað-
reynd og reynum að haga okk
ur í samræmi við það eftir-
leiðis. Við þurfum frekar öðr-
um flokkum á hugsjónum,
orku og baráttuvilja að halda.
Fyrst og fremst er þó starf
flokksins undir því komið, að
sá þöguli fjöldi, sem að baki
flokknum stendur,. verði hér
eftir sem hingað til árvökull
og þrautseigur á varðstöðu
sinni um hugsjónir okkar
meðal fólksins. Með þeim
hætti tekst okkur að knýja
til þroskavænlegs samstarfs
ólík sjónarmið, og það verður-
þörfum heildarinnar fyrir
beztu. Flokkur okkar hefir í
ríkum mæli kennt bæði hita
dagsins og gleði starfsins, og
því skulum við vænta þess, að
enn um skeið geti hann á ör-..
lagastundum lagt sigurkáp-
una yfir sínar mjóu herðar.
iiiiiiiísiíiiiiiiiiiiisiiíiíiiiiíiiíiiíiiisiiiiiiiiiííiíiííisisiiíiíssss
DráttarvéS
W 4 INTERNATIONAL ásamt Deeringplóg til
sölu, hvorttveggja í góðu lagl Selst saman eða
sitt í hvoru lagi. Tilboð leggist inn á afgreiðslu
Tímans merkt „Dráttarvél“ fyrir 10. júní.
Til eru þeir flokkar manna,
sem undan því kvarta, að rót--
tæki vinstri flokkurinn hafi isíí555í55555$í555$55$í$$$$í55$$$í$$í$í$5555$$$55$$5$$$$5$í$$$s$í$$í$$$íJ