Tíminn - 28.10.1958, Side 9
T f MIN N, þriðjudaginn 28. oklóber 1958.
9
tytt ti(j
tk IK- Clatnp*
24. dagur
flúði Katharine inn í eldhús
ið.
Þar hvíslaði hún titrandi
vörum: — Philip — Philip.
19. kafli.
— Ráðskona, endurtók Phil
ip og virtist ekkert skilja enn.
— Já, manstu ekki eftir
því, að við ákváðum að fá
okkur ráðskonu áður en þú
fórst í ferðina?
— Eg var búinn að gleyma
því. Hann gekk á eftir Val-
erie inn í aðalstofuna, lík-
astur blindum manni. Hugur
hans var langt burtu. Hann
var'að reyna að rifja upp fyr
ir sér gamla atburði. Hugur
lians var í uppnámi. Hann
reyndi þó að tala létt og eðli
lega við Valarie. Hann hafði
ekki séð hana í sex vikur.
— Hún er reglulega dugieg
og myndaríeg, auðsj áanlega
mjög áreiðanleg manneskja,
sagöi Valarie. Hún rétti hon
um vínglas. Hann svaraði
engu.
— Jæja, hvað er aö frétta?
spurði hún svo brosandi.
Philip kyssti létt á vang-
ann, sem hún rétti náðarsam
legast að honum.
— Þú ert eins og blóm í
eggi. Ljómarðu svona vegna
komu minnar, eða er það
kanpske allt of gott til þess
aö geta veriö satt? Hann
sagði þetta eins og ósjálfrátt
því að hugur hans var á öðr
um slóðum. Hann var suður í
Sviss — leitaöi þrú ár aftur í
tímann.
Hann mundi svo sem vel
eftir henni, en þessa stund
ina mundi hann ekki hvað
hann hafði kallað hana „abba
dísina“ — en hvað hét hún
annars?
— Eg er aö fara út — var
búin að ákveða þaö fyrir
löngu. Eg bjóst ekki við þér
heim strax. Mér þykir þaö
leitt, en ég get ekki hætt
við það, sagði Valarie.
— Eg skil það. Láttu mig
ekki breyta í neinu fyrirætl
unum þínum góða mín.
— Venner mun annast þig
vel.
— Venner? Er þaö sklrnar
nafn hennar?
— Nei, auðvitað ættarnafn-
ið.
Philip hlepti brúnum. —
Já, auðvitað. Það er kulda-
legt nafn, finnst þér það
ekki?
— Nei, því finnst þér það?
Hún virjðist kunna því vel.
— Jæja, mér er sama. Það
er annars ekki svo auövelt aö
fá ráðskonu núna.
Þetta var sannarlega tilvilj
un. Hann hafði lent i mörg
um ævintýrum um' dagana,
en aldrei öðru eins og þessu
— að hitta konu, sem hann
hafði kynnzt í Sviss fyrir
þremur árum aftur á sinu eig
in heimili. Hann settist og
kveikti sér í sígarettu.
— Þegar þú kynnist henni
betur, mun þér finnast Venn
er-nafnið hæfa henni ágæt-
lega. Eg mán annars ekki,
hvert skírnáfnafn'i hennar er.
Hún heitir kannske Rudy eða
Rose. Jæja, nú verð ég aö fara,
sagði Valarie hlæjandi og
kyssti hami. létt. — Eg tala
betur við þig í fyrramáliö. Þú
verður auðvitað steinsofnaö-
ur, þegar ég kem heim í kvöld.
— S.kemmtu þér vel.
-—Hringðu á uágfrú Venn
er, ef þig iangar í eitthvað.
Eg bað hana að hafa til mat
handa þér. Vertu pæll á meö
an.
Philip lét sig það litlu
skipta, þótt hún færi út. Hann
sat lengi kyrr og ‘reyndi að
átta sig á þessu öllu saman.
Svo reis hann á fætur og fékk
sér vinblöndu í glas. Alit var
kyrrt og hljótt í húsinu. Hann
var hér aleinn innan veggja á
samt konunni, ^sem hann
hafði kynnzt í Sviss fyrir
þrem árum og nærri verið bú
inn að gleyma.
Var þetta einskakr tilviljun,
eða lá eitthvað aö'baki? Hún
hafði verið óven|uleg kona
um margt, og honum haíöi
getizt vel að henúi. En hvað
vissi hann um hana? Hún
hafði sagt honum dapuriega
sögu, sem auövitaþ gat verið
uppspuni einn. Hvers vegna
hafði hún elt hann 'inn á
heimili hans? Líklega hafði
hún fjárkúgun í huga. Hann
hristi þó þessa hugsun þegar
af sér aftur.
— Aumingja konan, ég get
ekki trúað þvi um hana. Samt
sem áður hlaut einhver skýr-
ing að vera & þessu.
Philip rétti úr sér, saup á
glasi sínu og gekk fram í for
salinn. Þaöan gekk hann von
bráðar inn í eldhúsið. Þar var
enginn. :
— Hvar getur diún verið?
Hún var dálítið undrandi, er
hún sá mig. Hann’ gekk aftur
inn í stofuna.
Valarie hafði ságt: Iiringdu
á hana, ef þig langar í eitt-
hvað. Honum var iitið um það
gefið, en um amíað var víst
ekki að velja.
Hann gekk þó tram og aft
ur um stofuna nokkra stund
og hugsaði um „abbadísina“.
! Hún hafði verið nær fertugu,
ógift, ekki ólagleg en þó ekki
sú kvehgerö, sem hann hreifst
af. Þaö var ótrúlegt, hvað
menn gátu tekið5 sér fyrir
hendur, þegar þéim leiddist.
En hún haíöi va'kið forvitni
hans og verið svo nærgætin
aö binda endi á samvistirnar
áður en til vandræða kom.
Hann sneri sér við. Hún stóð
í dyrunum. Hún var fö! og
ottasvipurinn á andliti henn
ar leyndi sér ekki.
Þetta voru sannarlega ó-
væntir endurfundir, sagði
Philip.
— Ekki síður' fyrir mig,
sagði hún ráðvillt. Orðin
komu á stangli eins og hún
væri móö af hlaupunum. —
Eg vona, að þú-trúir því, aö
þegar ég réðst' í þessa vist,
þá hafði ég enga hugmynd
um, að þú ættir hér heima.
Eg vissi ekki einu sinni, hvað
þú hézt að ættarnafni. Þú
varst aðeins Phiiip í minni
minningu. Eg varðisí öllum
freistingum til þess aö leita
þig uppi eða fá meiri upplýs-
ingar um þig þótt ég hefði
auðvitað getað fengið þá
vitneskju í gestabók gistihúss
ins. Það hefði kannske veriö
betra, að ég hefði gert það, þá
hefði ég að minnsta kosti
ekki verið hér núna.
— Komdu inn og fáðu þér
sæti, sagði Philip.
— Nei, ég vil það ekki. Eg
er hingað ráðin sem ráðskona
og það var kona þín, sem réði
mig.
— Við erum ein hér í húsinu
og getum því talað saraan.
Gerðu svo vel að fá þér sæti.
Viltu vínglas?
Hún áfþakkaði það með
handhreyfingu.
— Þetta er ófært, ég verð
að' fara héðan og fá mér ann
að starf.
— Hvers vegna?
— Hvers vegna, spyr þú.
— Já, ég spurði. Nú mundi
hann allt í einu hvað hún
hét. Komdu inn, Katharine,
og talaðu við mig.
Hún settist á stólinn, sem
hann bauð henni.
— Eg trúi þér, sagði hann.
— Þú varst alveg eins undr-
andi og ég á þessum endur-
fundum. Hvernig stendur á
þessu? Ertu nú oröin svo iiia
stödd f j árhagslegá, að þú verð
ur að gerast vinnukona?
— Já, ég erfði ekki mikið fé
eftir foreldra mina, og ég er
búin að eyða þeim öllum. á
siðustu þrem áruuum. Eg
hefði auðvitað átt að fara í
vist fyrr, en . . .
— Þú ert þá enn ein og yf
irgefin í þessum heimi? Líf
ið hefir ekki veitt þér nein
gæði enn, Katharine. Og nú
hefir þú helzt í hyggju aö
fara héðan strax?
— Hvað get ég gert annað?
— Hvorugt okkar hjónanna
hefir rekiö big burt. Hvaða á-
stæöa er þá til þess að fara?
—Eg get ekki dvaliö hér
eins og iiú er komið. Það lilýt
ur þú að vita, Philip — fyrir
gefðu, herra Mason.
— Já, þú verður víst ao
venja þig á að kalla mig Mas
on, þaö ætti aö' takast. En ég
neita alveg að kalla þig ung
frú Venner.
Heyrðu Kar.harine, hefir
þér aldrei komið til hugar, aö
þú beygir þig fyrir valdi ilira
örlaga alveg að nauðsynja-
lausu?. Ef þú hefði neitað aö
þjóna foreldrum þínum eins
og þú gerðir, væri ævi þín
allt önnur núna. Og nú ætiar
þú að flýja af hólmi fyrir öör
um skugga.
Hún roðnaði. Þetta var nýtt
viðhorf.
— Hér þekkir enginn til
þess, sem á milli okkar var —
um það vitum við ein. Þú
þarft ekki að forðast það eins
og glæp. Kynning okkar var
góð meðan hún varði. Þú
þarft ekki að gera annað en
gleyma henni. Eg er þakkiát
ur — það er allt og sumt. Mér
þætti illt til þess að vita,
Katharine, 'ef þessi stutta
kynning ylli þér vandræöum
einum og þjáningu.
Hún sat þögul og hlustaði
á hann — hlustaði á rödd
mannsins, sem aöeins leit á
þessa kynningu þeirra sem
stutt ævintýri — líklega eitt
af mörgum. Raunar hafði hún
vitað þetta og sætt sig við
það, og þess vegna hafði hún
haft styrk til þess aö fara frá
honum með þökkina eina í
huga.
Ný bók fyrir ungar dömur:
Ung og aðlaðandi
eftir OLGU GOLBÆK
Þýðandi: ÁLFHEIÐUR KJARTANSDÓTTIR
Eins og nafn bókarinnar ber með sér er
ætluð ungum stúlkum. Um efni hennar er
að vísa til nokkurra kaflaheita:
Líkamsæfingar,
Kynþroskaskeið og vandamál þess,
Fæðið, fegurðin og heilbrigðin,
Umgengnin við hitt kynið,
Hvernig hægt er að vera vel til fara
með litlum tilkostnaði,
Hvernig má fá fallegan, brúnan litar-
hátt á sumrin.
STÚLKUR!
Kaupið bókina strax í næstu búð.
Heimskringlubók
hún
Wóg
.■.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.VAW^
í í
I; Hjartans þakkir færi ég börnum mínum, tengda- 5
I; fólki, sveitungum og öðrum vinum, sem glöddu mig
!; með gjöfum og nærveru sinni á 70 ára afmælisdag- !■
;■ inn og gerðu mér daginn ógleymanlegan.
í
■■ Guð blessi ykkur öll.
!
AV.V.V.V.V.V.VV.'.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.VAV.’.VVJVU
Sigurður Kristjánsson,
Hnífsdal
Þakka af öllu hjarta samúð ykkar allra vegna fráfalls mannslns
míns
Sveinmars Jónssónar.
Guð verndi ykkur.
Hólmfríður Þóroddsdóttir.