Tíminn - 14.03.1959, Síða 7
r í fVI I N N, laugardaginn 14. marz 1950
7
PÉTUR SIGFÚSSON FRÁ HALLDÓRSSTÖÐUM:
Hugleiðinéar um áróður 02 „Áramót“ Ölafs Thors
Eg er að glugga í íslenzk dag-
blöð •öðru hvoru. Dyngja aí blöð-
um hé” allt umhverfis mig. Gam-
an að fara í gegnum þetta og
staldra þá við, þar sem í'yrir manni
verður eitthvað sérstaklega um-
hugsun írvert. í einu blaðinu er
Aldous Iluxley, brezkur heimspek-
ingur að briðta heilann um það
hvernig helz'. mætti ala æskuna
upp til frelsis, hvernig
mætti verja rjálfstæði einstaklings
ins fj'rir þeirn öflum, sem reyna
að undiroke það. Huxley harmar
að hvergi í hciminum er börnum
'kennt á skipulegan hátt, að greina
i milli sanr.ra og loginna, skyn-
samlegra og fjarstæðra fullyrðinga.
Hann l'eggur til. að þeim verði inn-
rætt „gagnrýnið“ viðhorf við á-
róðri, þannig, að þau festi ekki um-
svifalaust trú á hreinum fjarstæð-
um. Auk þess þyrftu þau að iæra
að skilja gildi persónulegs frelsis.
Hann bendir á alþýðulýðveldin
•— ekki 'til eftirbreytni, heldur til
varnaðar. Þar aru öil hin ytri form
varðveitt, kosningar, þing, hæsti-
réttur, öll hin gamalkunnu nöfn
og slagorð eru óbreytt, en aðeins
eem gríma i'yrir einræðið, og að
eðru leyti ráða rikjandi stjórnmála
menn og þrautþjálfað lið þeirra,
hermenn lögregla, hugsana-fram-
ieiðendur og heilastjórar því sem
þeim sýnist. „Engin ástæða virðist
tii þess að fullkomnu, vísindalegu
■einræð'i verði nokkru sinni steypt“.
Hér eru aðvörunarorð viturs manns
— ætbu að athugast vel af öllu því
fólki, sem ennþa lifir við óskert —
■eða lítt skert einstaklingsfrelsi. —
Og svo verður fyrir mér í stærsta
dagblaði íslands, hin stærsta ára-
mótahugvekja sem ég hefi séð um
dagana, efí.ir leiðtoga stærsta
st j ómmálaf lok ks landsins, með
hlutfallslega viðeigandi stórri
■niynd af höfundinum, Ólafi Thors.
Allir fu'lltíða íslendingar kannast
við hinn létta, lítt virðulega en
rennandi og eft smellna áróðursstíl
eem Ólafur hefir tamið sér í ræðu
og riti, um tugi ára. Margir hafa
litið svo á, að rétt sé yfirleitt að
láta vaðal a.f slíku tagi, eins og
vind um eyrmi þjóta, — þetta geri
svo sem ekkert. allir þekki Ólaf og
eðra siíka. Ilinni þunglyndu, ís-
icnzku þjóð veiti sannarlega ekki
af að brosa einstaka sinnum, og
jafnv-el lyfta sér stundum upp á
hæstu „sjór.arhóla", með þessum
léttlynda manni, en hér er ein-
mi-tt 'uoi verulegan misskilning að'
íæða. Menn af þessari tegund geta
orðið hinir stórkostlegustu háska-
gripir, sé þeim ekki kennt á við-
cigandi hátt, að þekkja takmörk
sín. Pjöldi fciks trúir þessum
„skemmtitegu“ mönnum, fylgir
þeim — og hugsar svo ekki dýpra
íim málefnin.
Eg ■e'* inú búinn að lesa hugleið-
ingar Ólafs tvisvar, og meir en
það. Augljó;i; finnst mér það, að
þær 'séu ætinðar einhverjum öðr-
um en „gagnrýninni“ æsku, eða
frúm, sem leitast við að brjóta
jriálin tii mergjar og hafna öllu
r.ema'því er sannara reynist.
Við þriðju yfirferð greinarinnar
„Áramót“ ætla ég að fá mér til
samfylgdar cg samathugunar einn
„hugsandi“ Heimdelling og eina
virðulega frú úr innsta hring kjós-
enda Og dýrkenda Ólafs. Þeim er
■sem sagt farið að gruna eitl og
pnr.að, ofbýður, næstum því skrum
bragðið af greininni, vilja af heil-
um hug reyra að' hugsa sjálfstætt,
og finna sanr.ieikann á eigin spýt-
tir ef auðið er og reyna síðan að
hafa jaÉnan aðeins það er sannara
reynist. — Það cr auðvitað hið eina
rétta.
Við byrjum þá svona: í þessum
áramátahugleiðingum skal ég ekki
fjölyrða um heimsmálin. Mig hrest
ur þekkingu á þeim til þess ‘að gefa
orðum mínum gildi, umfram það,
sem hver og eirin getur gert sér í
jiugarkmd é.f því, sem hann dag-
iega 'sér og heyrir um þau í blöð-
tun, tímaritum og útvarpi. — Þetta
er góð byrjun, hógvær og líklega
sönn. Við erum sammála um það
öll þrjú. Ey og frúin, sem erum
vel fullorðin, bæði tvö, minnumst
þeirra claga, er þessi leiðtogi hafði
í hendi sér „pennastrikið" fræga,
og hafði á ýmsúm málum „alveg
fullkomna þekkingii". Stórkostleg
brcyting, — geysileg framför! —
En svo höldum við áfram.
„í okkar eigin málefnum hefir
sigið jafnt og þétt á ógæfuhliðina
rllt frá því virstri stjórnin tók við
og fram á siðustu daga, að menn
eru að gera scr vonir um, að auðn
ast megi að st.öðva rás ógæfunnar
og snúa til rétts vegar.“ ---Jú,
„þarna þekkjum við Napóleon". —
Það hveð hafa djarfað fyrir þess-
um vonum strax þegar Ólafur var
nefndur t.il að reyna nýja stjórnar
myndun' — Þetta könnumst við
'betur við.----„Sagan kveður svo
síðar upp sinn dóm yfir þeim. sem
hún á annað borð minnist á.“-----
,.Það gleynnst ekki þótt geymt sé,
að strax eftir fyrsta misserið
spurðu nienn ekki hvað eftir væri
að efna af fyrr' heitum stjórnarinn
ar, heldur um hitt, hvað eftir væri
að svíkja, og ekki gleymist heldui
það, að ýmist hefir landið verið
keypt eða selt.“ Og nú förum við
?ð rabba um þessa málfærslu. —
Er þetta samboðið leiðtoga stærsta
stjórnmálaflokks landsins? Getur
þessi leiðtogi verið heiðarlegur
maður og sannleikanuni trúr —
þjóðhollur maður? — Hvað rekur
þennan mann til að beita vopnunr
■af þessari gerð? — Jú, flokkshyggj
an eineyg og hagsmunir áróðurs-
mannsins, scm veit að fjöldi fólks
meðtekur þetta óhugsað, — finnst
það sniðugt og skemmtilegt og
hegðar sér samkvæmt því á úr-
slitastund þegar velja skal í milli
alvarlegs sannleika og skemmti-
legrar og hástemmdrar lýgi. —
„Þessi þáttur landsölunnar fór
víst fram í París um síðustu ára-
mót.“ — Já, við' lítum nú hvert á
annað, þessi þrjú. Hér er þetta
endurtekið — tímasett og staðsett
?ð auki. Er þetta þá satt? eftir
allt saman. Við þ'rjú, Heimdelling-
urinn, frúin — kjósandi Ólafs, og
ég víðsfjarri ættlandinn eins og
stendur, vitum öll, að þetta er ekki
salt. Ef Ólafur, hins vegar heldur
að þetta sé satt. er fáfræði hans —
■allt í allt — orðin of mikil, —
samanber yfirlýsingu hans um
beimsmáiavanþekkingu sína, til að
réttlætánlegt sé að hann sé að
fást við stjörr.mál, meir en orðið
er. — Og hér er íleira stórum at-
hyglisvert. Var ekki nokkuð
snemmt, eftir aðeins misseri að
krefjast fullra efnda á ölium fyr
irætlunum stjórnar sem mynduð
er í byrjun kjörtímabiis og nefna
svik ef ekki cr öllu komið í kring
slrax á fyrsta misseri? Okkur
iinnst þettr. alveg fráleitt —
krakkalegt, — sennilega alveg ó-
hugsað. — Og svo hvað þessi stjórn
hafa lagt á þjóðina — „þyngstu
kvaðir en áður eru dæmi til, eða
■ails 790 milljónir króna nýja ár-
Iega skatta íil viðbótar „jólagjöf-
inni“ í árslok 1956 að upphæ'ð 300
millj. kr. árlega og er þá aðeins
ótalið 130 millj. kr. ,,eignaránið“.
■— Já, nú veitir víst ekki af að
taka sér góöan tíma til athugunar
á þessum óskcpum. — „Ljótt er ef
satt er“ um það erum við öll hjart-
snlega sammála. En, eftir nokkurt
þref — vangaveltur og rökræður,
verðum við ö]l sammála um það,
að hér muni vera rnjög villandi
framsetnmg, að ekki sé meira sagt.
Frúin felur að þetta muni ætlað
lesendum Morgunblaðsins einum.
Það er sá urmull af fólki, sem trúir
því blaði aí hjartanstryggð og ein-
feldni, hvað sem það segir, — það
þekkir hún. Annars erum við sam-
mála um það að 1090 milljón 'kr.
, riýju skattarnir“ séu alls ekki ný-
ir skattar, nema að litlu leyti, held
ur fé, sem fengið er í rikiskassann
cftir nýjum og breyttum leiðum,
en helgað saina hlutverki sem Ól-
afur lék í, en réð ekki við í sinni
stjórnartíð. Þetta fé er ætlað til
þess nú að stoppa á varanlegri hált
en áður — í stærstu götin, sem
göptu við á fleytunni, sem Ólafur
& Co. gekk af á fjörum hinnar ást-
kæru fóstru sinnar, ísafoldar árið
1956 í júní, að okkur minnir, —
eitthvað mun hér vera um hærri
fjárhæð að ræða, en næst áður, og
sú mun líka hafa verið nokkru
hærri en þar á undan. Eða hversu
háir voru tilovarandi skattar á ís-
landi, þegar Ólafur féll síðast? —
Allt það. mun að kenna illri nauð-
syn a'ðeins, en engum einum manni
né einni stjóra. né einum flokki,
PETUR SIGFUSSON
þar til nú, á hinum síðustu óg
verstu tímuir., að skemmdarverkin
er auðvelt að rekja — og ómögu-
!egt að dylja. Og „eignaránið" þ.
e. þjófnaðurinn sbr. bankarán,
hankaþjófnaður. Þetta er alveg
neðan við al’.ar hellur, strákslegt,
ógætilegt, óvirðulégt, og við les-
um þetta allt. hvað eftir annað, en
hér er ekkert um að villast, þetta
stendur hér, svart á hvítu — og
glottir framan í okkur. Og við
spyrjum hvort annað: Fyrir hvaða
fólk er þessi sljórnmálaleiðtogi að
skrifa? Ekki fyrir það fólk, sem
fylgzt hefir vel með, skilur nrálin
og þekkir gang þeirra, — ekki fyr-
ir þá alþý'ðu íslenzkra byggða, sem
les, hugsar og ályktar sjálfstætt,
nei, hann mun hafa tröilatrú á
flokksblindr.inni og hann skrifar
fyrir fólksmergðina, ■ sem ekki
hugsar, ekki skilur, ekki ályktar,
bara er i flokki, trúir og kýs! —
Já, líklegast, en hvar í ósköpunum
er það fólk niðurkomið? Ekkert
okkar veit það fyrir víst, en — en
það er eitt kjördæmi á landinu sem
alls ekki má leggja niður eða
breyta, að sagt er. Það mun þó
aldrei vera þar, þetta fólk?
Hvað svo um „eignaránið“. Að
vísu neyðárrá'ðstöfun, en meðhöndl
uð og samþykkt af fullkomlega á-
hyrgum meirihluta alþingis og
hugsað í sama augnamiði og allt
hitt, að bjarga því sem bjargað yrði
í strandfjörunni. Hvaða sljórn-
málaleiðtogi á íslandi mundi telja
sér sæmandi að kalla stóreigna-
skattinn þjófnað — nenra þessi.
-—Já, stjórnin hafði lofað að:
„létta sköttum af almenningi og'
ieysa þannig efnahagsvandamálin
með varanlegum úrræðum, og án
þess að nokkur missti spón úr aski
sínum.“ —- — „Til frægðarauga er
hún svo búin að hækka skuldirn-
ar út á við um talsvert á sjöunda
hundrað milljónir króna og hefir
tekizt að evða miklu af því fé í
fæði og skæði“.------Ljótt er —
En hvað segir annars Sogsvirkjun-
in, — hvað Sementsverksmiðjan,
nvað fiskiskipin og hvað allt les-
ar.di og hugsandi og áiyktunarfært
fólk í landinu um allt þetta gamb
ur þessa ábyrgðarlausa og montna
! áróðursmanns? — Og hvernig var
það, — okkuv minnir að Adenau-
, er karl í Þýzkalandi væri búinn að'
lofa Ólafi 400 milljóna króna láni
; áður en Ólafur fór frá, — sögn Ól-
1 afs siálfs — Hvað átti að gera með
i það? Eins og blóminn var þá á öllu
— og Ólafur við stýrið! Mikið er nú
nú svona áróður lítilmótlegur —
cg vansæmandi.
Og áfrarn: .Hún hafði tamið sér
að leggja á skatta í stað þess að
aflétta skötíum, villa fólki sýn í
stað þess að segja sannleikann." —
— ,,Nú átti hún hins vegar að leita
sannleikans, segja sannleikann og
tryggja sigur sannleikans.“— Hver
botnar í þessu? — Þetta er alger-
lega sambandsiaust við nokkurt sér
stakt málefni. Virðist hara slegiö
frarn svona út í loftið. Gæti kann-
ske þýtt: Þotta er svo sem nógu
gott í ykkur, — þið hugsið hvort
eð er ekki neitt, — gleypið þetta
bara ótuggið — og ljómið af hrifn
ingu! — Viðbjóðslegur áróður
„Þessu var hún alveg övön“ (að
tryggja sigur sannleikans — —
,.þá dó stjórnin“. „Það var víst 20.
dag maímánaðar.--------„Auglýsti
stjórnin siá’.f andlát sitt utanlands
og innan. Eftir það lá hún á lik-
börunum í þrjá daga. Þá gekk hún
aítur.“ — — Okkur finnst þetta
líkara því að dálítið kjöffugur götu
stiákur haf' uin fjallað. Alveg frá-
leitt af stjórnmálaleiðtoga, roskn-
um rnanni og fyrrv. forsætisráð-
herra íslandf. —
— „Hana rak rninni til, að hún
hafði lofað a& gera ekki neitt nema
það, sem Alþýðusambandið leyfði.“
Okkur nnnnir hins vegar að
stjórnin ásett' sér að hafa samráð
við alþýðustéttir landsins. — AI-
þýðusambandið — bændasamtökin,
þegar um atvinnumál, viðreisnar-
og fjármál væri að ræða, til trygg-
ingar vinnufriði og úrlausnum við-
reisnarmálanna. — Þetta finnst
stjórnmálaleiðtoganum Ólafi Thors
lítilfjörlegt og hlægilegt atriði, —-
munur kannske eða „pennastrikið
hérna á ámmm. — Já, gera ekki
r.eitt nerna o. s. frv. segir Ólafur.
— 'Fjn-stu fjcrir liðirnir.í hinum
,,mildu“ eftirmæluin, sem Ólafur
loíar hinni föllnu stjórn hljóða
svo:
1. „Hún lofiði allt of miklu, eink
vm í efnahsgsmálunum.
2. „Hún h"gsaði alltof lítið um
að efna lofoí'ð sín.“
3. „Hún leyndi þjóðina vísvitandi
sannleikanuin“.
4. „Hún bnuðst til að framselja
vald alþingis til Alþýðusambands-
ins.“
og „Hún var frá öndverðu að-
éins gervistjórn. — Hún horféll".
Við þrjú, við horfunvbara í þögn
og undrun hvert framan í annað!
A meðan fer leiðtoginn á einu
iieimsmets þnstökki yfir landhelgis
málið og við sjáum þarna í hvitgló
■andi rokuna cftir tilþrif hans þar,
sem hann er að draga hlut okkar í
því máli, að mestu leyti heilan á
land, þrátt fyrir lélegan talsmáta
Guðmundar t. og ýrnsan klaufa-
skap fyrrvem.ndi stjórnar. — -4-
„Stefna okkar Sjálfstæðismanná
hefir frá öndverðu legið ljóst fyr-
ir“. — „Við stöndum á réttinumi
og lútum ekk: valdinu1'.------ ,,En
l:omi hvað sem koma ivill. Öll imiii
i’m við taka með karlmannlegri:
stillingu." — Heyr — heyr! h-- »g
nú tckum v;ð, — þessi þrjú —
myndina af Ólafi og skoðum hana
lengi og vandlega. Á meðaii er al-
ger þögn.-----Og svo er þákjöi-
dæmamálið.--------„Aðalefni máT-
ins er.. að megín þorri þjóðarihriai,
hefir lengi gert sér ljóst, aö kjör-
dæmaskipaniri er svo órétllát, aé
eigi verður við unað"! -— Ef vií>
ír.unum rétt, þá voru. það flofcks-
menn Ólafs Thors ásamt verkalýðs
flokkunum, sem árin 1932—33 og'
1942 komu á þeirri skipan kósn-
ingalöggjafarinnar, sem nú gildii.
Satt er það, hún er ineingölluð.
En eru þau viti ekki næg til varn-
rðar? Væri nú ekki rétt að þjóðiú
siálf kæmi til skjalanna og sniði
sér stjórnarskrá við sitt hæfi, án
handleiðslu ofstækisfulls flokksleio
toga, og án hliðsjónar af sfcarfándi
stjórnmálafiokkum. Það eitþ gæti
talizt fullkomlega rétt, og , sam-
boðið forustuþjóð í lýðræðislegri
menningu. Okkur finnst það lang-
iéttast.----„Stóð þá ekki á viður
kenningu umboðsmanna þétthýlis-
ins á því, að við mat á sönnú jafn-
rétti yrði að taka fullt tillit til lak
ari aðstöðu strjálbýlisins, til; á-
hrifa á löggjöf og framkvæmd,1' —
— Hverjir eru þessir ágætu „um-
boðsmenn þéttbýlisins?" og hverj
ir hafa krafið þá um „réttlæti" fyr
ir hönd strjálbýlisins, og hverjir
eru nú þegar húnir að meta áhrlfs
þörf þess á iöggjöf og framkvaémd?
Nei, svona áróður dæmir si'g' nú
sjálfur. — — „Alþýðuflokkurinn
sem lengst af hefir haft forustú itm
þ? stefnu — landið allt eitt kj’ór-
dæmi — hsfir nú fallið frá henm
vegna breyttra aðstæðna í þjóðfé-
laginu."------„Margir Sjáifstæðis-
menn" — aðhyllast einmennings-
l'.jördænri, ch — „Nú fælast, ailir
þá skipan. Það er skoðun kjósepda
en eklti peningavald og kúgun.sem
ráða á í lýðfrjálsu landi." — —
„Kjósendatalan bak við hvern þing
mann strjálbýlisins yrði sæmjlega
jöfn, en önniir og Tniklu hærri í
þéttbýlinu."------„Fullvíst þykir
mega telja að flestir landsménr
treysti einmitt Sjálfstæðisfiokkn
urn bezl til að gæta hagsmuna sjáv
ar og sveita, og dæma rétt." —. —
,,Við sem fyrir lýðræðinu 'og iétt
lætinu berjumst, vcrðum án: efa
kallaðir svik.?rar og böðlar. svjejt-
anna, og öðrum slíkum nöfn,um.
Gallinn er har sá, að spjót Fram-
sóknar ná ekki til okkar og særa.
(Framliald a 8. síftu)
Páll Árason efnir í þriðja sinn til
Oræfaferðar um næstu páska
Öræfaferð um páskana er orðinn fasíur liður í starfsemi
Ferðaskrifstofu Páls Arasonar og verður farið í þessa, ferö
í þriðja sinn um næstu páska. Hefir jafnan verið mikil þátt-
taka í þessum ferðum og þær þótt vel takast. ('
Tilhögun ferðarinnar
Öræfin eru s’em kunnugt er ein-
angraðasta sveit á íslandi. Þó mun
landslag óvíða á landinu vera feg-
urra og sérkennilegra en þar.
Þangað er ekki unnt að komastjaag
landveg á bifreiðum nema snemma
á vorin og síðla hausts.
gist í tvær nætur. Á páskadags-
morgun verður lagt af stað heinr-
leiðis og komið við í Skaftafelli,
þar sem þykir fegurst bæjarstæð:
á íslandi. Komið verður á þriðju
dagskvöld til Reykjavíkur.
Að þessu sinni verður lagt af
stað í páskaferðina til Öræfa á skír
dagsmorguir frá Reykjavík. Fyrsti
áfangi er Vík í Mýrdal, og þar
verður þeim, sem óska, séð fyrir
heitum mat. Gist verður að Kirkju (
bæjarklaustri. Næsta dag far-;
ið austur að Hofi í Öræfum og
koinið við á Núpsstað, þar sein
býr hinn þjóðkunni ferðagarpur,!
Hannes Jónsson. Að Hofi verður
Traustir bílar
í þetta ferðalag verða aðeins
notaðir stórir og traustir bílar, þar
á meðal einn tíu hjóla vörubíll meí'
spili. Flytur hann farangur og
verður jafnframt lil taks, ef hinii
bílarnir skyldu þurfa á 'aðstóð aft
halda. Annars hal'a aldrei komift
nein teljandi óhöpp fyrir í fyrv.
ferðum í Öræfin. Bílstjórar yerð?
einnig æfðir og traustir ferðamenn
sem vanir eru ferðunr um-óbyggðii
landsins.