Tíminn - 04.07.1959, Blaðsíða 5
T í M I N N, latigardagiiui 4. júlí 1959.
75 ára: Ásmundur Þórarinsson,
Vífilsstöðum
Einn af röskustu bændum í
Fljótsdalshéraði, Ásmundur á Víf.
ilsstöðum í Tunguhreppi er 75 ára
í dag. Hann er fæddur í Blöndu.
gerði í sömu sveit 4. júlí 1884. For
eldrar hans voru Þórarinn Ás-
inundsson og Þorbjörg Þorfinns.
dóttir, er þá bjuggu þar, en siíjar,
og lengst á Brekku i sömu sveit.
Föðurætt Ásmundar stóð um Út.
Hérað. Ásmundur föðurfaðir hans
var Jónsson Bjarnasonar frá Ekru
í Hjaltastaðaþinghá f. um 1753,
Eiríkssonar. Var til þess tekið
hversu gildur maður Ekru-Bjarni
var, en svo var hann ætíð nefnd-
ur, og af því tilefni getur Espólin
hans í Árbókunum. Kona Ekru.
Bjarna var Guðrún Rafnsdóttir frá
Syðrivíkurhjáleigu í Vopnafifði,
Eiríkssonar, en það er vopnfirzkt
bændafólk, dugmikið, komið af
ætt séra Ólafs á Refsstað d. 1730
Sigfússonar prests í Hofteigi, Tóm
assonar. Afkomendur Bjarna á
Ekru hafa verið kallaðir Ekru-
Bjarnaætt, og er dugmikið og vel
gefið fólk. Jón sonur Bjarna var
föðurfaðir Jóns alþingismanns á
Sleðbrjót m. a., en Jón á Sleðbrjót
átti fáa sína líka í bændastétt á
íslandi um sína daga hvað gáfur
snerti, svo ,sem víða er kunnugt,
en þó mest af þingsögu og bréf.
um Slephans G. Stephanssonar.
Gefst hér ekki frekar kostur á
því að geta þessa fólks, en ættar.
einkenni Ekru-Bjarna er mikið
þrek, lundfesta og drengskapur,
og er ættin fjölmenn nú á dögum,
og víða komin um land. Þorfinnur
móðurfaðir Ásmundar, var Finn.
bogason, bónda á Víðilæk í Skriðu
dal, íslcifssonar bónda á Geirólfs.
stöðum í sömu sveit, Finnbogason-
ar á Hraunfelli í Vopnafirði og
víðar, Ólasonar er víða bjó í Vopna
firði, Finnbogasonar, er-telja má
víst að hafi verið sonur séra Ólafs
á Refsstað er áður gat. Var bróðir
Þorfinns hin fjárhyggni og vísi
inaður, læknir og yfirsetumaður,
Jón Finnboga á Asmundarstöðum
í Breiðdal og víðar. Móðir Finn_
boga ísleifssonar var Guðrún Sig_
urðardóttir bónda í Kóreksstaða.
gerði, Þorleifssonar, bónda á Ána
stöðum, en þeir bæir eru báðir í
Ifjaltastaðaþinghá, Högnasonar
bónda í Lilla Steinvaði í Tungu
1703. Rustikussonar á Stóra.
Bakka 1703. Högnasonar á Foss_
völlum 1649, er sendur var á Al-
ing m. fl. til að sverja Friðriki
III. land og þegna, Þorleifssonar.
En frá Högna þeim, voru þeir komn
ir mjög margir hinir gildu Tungu-
baéndur á 18. öld. Systir Finnboga
ísleifssonar var m. fl. Bergþóra
seinni kona Hallgríms í Stóra,
Sandfelli, Ásmundarsonar, en frá
þeim er fjöldi Héraðsnianna kom-
inn. Systir Sigurðar í Kóreksstaða
gerði var m. fl., Helga, kona Ás.
mundar askasmiðs, en frá þeim
er kominn Hjaltastaðaaett. Sterkar
kynrætur standa að Ásmundi á
Vífilsstöðum um Hérað allt og
honum brá til ættar um lundfest.
una, því hann hefur alla s(ína daga
dvalizt í Tunguhreppi.
Ásmundur ólst upp með 'foreldr
Unglingaskóli að Reykhólnm
tm©
Mánuðina Jan.—marz í vetur
var haldinn unglingaskóli að
Reykhólum. Unglingar í A-Barða
■ Btrandarsýsiu geia 'ekki lokið
skyldunámi heima, vegna þess að
foörn ganga þar aðems á skóla 4
vetur, 3 mánuði á vetri. Unglinga
skólinn að Reykhólum er því mjog
þörf og nauðsynleg stofnun fyrir
þá unglinga, sem vilja læra meira
að loknu fullnaðarprófi, en hafa
ekki efni á að fara langar leiðir
í aðra landshluta, til margra mán
aða námsdvalar.
Framfarafélagið „Andvari" á
Reykhólum gekkst fyrir því að
þetta skólahald var upp tekið.
„Andvari“ er félag áhugamanna,
sem vilja vinna að endurreisn
Reykhóla .styðja og efla hvers kon
ar menningarlegar framfarir í
héraðinu. Formaður er Sæmund-
ur Bjöimsson, kaupmaður.
Skólastjóri var raðinn Sigurður
Elíasson, tilraunástjóri, en auk
íhans kenndu læknirinn á staðnum
og presturinn. Eysteinn Gíslason
búfræðingur kenndi piltum smíð
ar, frú Anna Elíason kenndi stúlk
ur hannyrðir og matseld og Jens
Guðmundsson kenndi sund.
Skólinn var til húsa í byggingu
Ungmennasambands N-Bre.ojuo-
inga við sundlaugina á Reykiiól-
lim. Barnaskólinn hefur venð þar
til húsa, því enn er ekkert skóla.
hús til. En lítið heimavistarhús
var byggt við hús barnakennarans
á síðastliðnu ári og var þar inn-
réttuð skólastofa til bráðabirgða
fyrir barnafræðsluna og losnaði
þá sundlaugarhúsið.
Unglingaskólahaldið gekk yel og
náðist;goður árangur þótt segja
inégi’ að 3 mánuðir séu helzt' til
Btuttur tími, enda mun vera í át-
hugun að kenna 4 mánuði.. næsta
vetur og bætá þá við öðrum bekk,
enda flestir nemendur ákveðnir í
pð koma aftur. Umsóknir eru þeg.
Hr farnar að berast frá nýjum nem
endum um skólavist niesta vetur.
Því miður verður að takmarka
aðsóknina vegna húsnæðisins, því
'heimavistin getur ekki rúmáð
fleiri en 15—18 nemendur, Nokkr
um má þá koma fyrir á heimilum,!
en húsnæði fyrir skólana á Reyk-
hólum vantar nú tilfinnanlega og
verður væntanlega farið að vinna
að því máli af hreppsnefnd og
öðrum ráðamönnum vestra.
Allur kostnaður nemenda, fæði,
skólagjald, bækur o.þ.h. varð inn
an við kr. 3000,00.
Próf voru haldin fyrst'u dag-
ana í april. Hæstu einkun hlaut
Ingi II. Jónsson frá Gillastöðum
í Laxárdal í Dalasýslu, 8,86, allir
aðrir nemendur hlutu I. éink.,
utan 1, sem fékk II. einkunn.
Á annan páskadag efndu nemend
ur og kennarar til skemmtunar í
hinu nýja félagsheimili Geirdæl
inga „Vogalandi" í Króksfjarðar-
nesi. Skólastjórinn setti samkom-
una og stjórnaði söngkór barna og
unglinga, sein hann hefur æft í
vetur, en hann kenndi söng í
barnaskólanum. Voru þarna fluttir
smá leikþættir og nemendur lásu
upp og karlakvartett söng. Héraðs
læknirinn, Geir Jónsson, kynnti
dagskráralriðin, las gamanþátt og
flut'ti annað efni í hléum milli at-
riða. Síðast flutti sóknarpresturinn
stutt ávarp og lauk dagskránni
með því að allir sungu þjóðsöng-
inn. Frú Anna Elíasson annaðist
undirleik. Loks var dansað. Tókst
skemmtunin ágætlega og voru á-
heyrendur eins margir og húsið
rúmaði.
Kvöldvökur voru reglulega á
hálfs mánaðar fresti og sáu 2 nem
endur og 1 kennari um undirbún-
ing þeirra. Komu þar fram allir
nemendur méð margs konar atriði
til skemmtunar' og fróðleiks- og
flesfir oftar en einu sinni. Loka-
skemmtunin var svo samansett af
beztu þáttunum úr þessuni kvöld
vökum, með nokkUrri viðbót'. og
smá breytingum. Þ. Þ.
um sínum fyrst í Blöndugerði, og
síðan á Stóra-Bakka, og loks, og
lengst á Brekku, en þar bjuggu
foreldrar hans langa stund og
keyptu jörðina, er var Skriðu,
klaustursumboðséign nm langan
tíma. Voru börn þeirra Þórarins
og Þorbjargar gjörvulegt fólk og
þar býr nú Sigurjón sonur þeirra,
er tók við jörðinni af föður sín,
um og systir hans Þóra er átti
Sigmund Guðmundsson. Ásmund-
ur kvæntist 6. október 1906, Sól.
veigu Sveinsdóttur hómópata á
Fljótsbakka í Eiðaþinghá, Einars.
sonar. Var móðir Sólveigar, Jón-
ína, dóttir Odds bónda á Hreiðars.
stöðum í Fellum, en hann var son
arsonur Odds bónda á Skeggjastöð
um í Fellum Jónssonar er átti
Ingunni hina skyggnu Davíðsdótt.
ur úr Hellisfirði í Norðfirði.
Þau ungu hjónin dvöldist nú um
skeið á Brekku með foreldrum Ás-
mundar, en árið ,1910 fllittust þau
að Kleppjárnsstöðum í Tungu og
keyptu þá jörð um það leyti. Gerð.
ist Ásmundur þar góður bóndi. Á
þeim árum lærði hann hestavön.
un, en þá var farið að nota teng-
úr til þeirra hluta og þótti mann.
úrlegri og tryggari aðferð, við
þetta annars leiðinlega verk. Fórst
Ásmundi þetta vel úr hendi, og
mun aldrei hafa mistekizt, svo að
líftjóni hestanna yrði af, en það
kom alloft fyrir með hinni gömlu
aðferð. Fór Ásmundur víða um
Hérað í þessari nauðsyn rnanna, og
var hvarvetna aufúsugestur ;sakir
glaðlyndis og öryggis i þessu
starfi sínu. Máttu ailir treysta þvl,
að gripnum væri óhætt í höndum
Ásmundar, en ósjaldan var hér um
verðmæta gripi að ræða, enda voru
hestar jafnan fáir í Fljótsdalshér.
aði, og mikið tjón að missa imgan
hest. Ásmúndur hlaut því mikinn
velvilja manna af þessari nauð-
synlegu fyrirgreiðslu um Héráð
allt.
Árið 1923 gerðist Páll Hermanris
son bóndi á Vífilsstöðum bústjóri
á Eiðum. Átti hann Vífilsstaði. Tók
Ásmundur á K1 e p p j á r ift s t ö ð u m
jörðina til ábúðar, og bjó á henni
um sinn sem leiguliði. Þar kom þó
að Ásmundur keypti jörðina, og
hefur búið þar síðan, unz nú fyrir
nokkrum árum, -að Þórarinn sonur
hans tók þar við búi. Dóttir Ás.
mundár, Jónína giftist Júlíusi Jón.
assyni, Kristjánssonar rika á Hóli
á Fjöllum, og gjörðu þau nýbýli
á Vífilsstöðum, er þau nefna Vífils-
nes. Var nú byggt og ræktað ,á
báðum þessum bæjum, svo nú e.r
þár húsakostur góður og mikil
ræktún, svo að um fullkomih
stakkaskipti er að ræða á þessairi
gamal.góðfrægu. jörð, er jafnah
hafði verið mjög fársæl til búskap.
ar og setin af góðum bændum og
góðfrægum. Þetta var unnið í anda
Ásmundar. Ilann unni sveitalífinu,
var það í blóð borið, og taldi sér
og frændum sínum eigi annað bet
ur henta, en treysta á landið svo
sem gjört höfðu feður hans í
marga ættliði. Var heimili þeirra
hjóna hið mesta risnuheimili, enda
var þar gestkvæmt og glaðvært og
fólkið allt hverjum manni hug-
þekkt. Búskapurinn var tryggur,
og misfellulaus fram að hinum
.skæðu fjárpestum, en þá urðu flest
ir bændur að láta, ýmist undan
síga, eða neyta annars bragðs á.
Ásmundi tókst það eigi miður en
öðrum hændum, og alltaf var rækt
að og; hyggt á Vífilsstöðum. Túnið
á Vífilsstöðum mun hafa gefið af
sér rúm 2 kýrfóður, er Ásmundur
kom þar til búskapar, en nú mun
tö'ð'ufall af báðum býlunum 800—
900 hestar. Munu slík dagsverk
manna lengi uppi, þótt von sé það,
að margir sveitamenn .sæki til eigi
minni dæma um afrek sín í búskap
í framtíðinni. Ásmundur er eins
og fyrr segir glaðvær maður og
drengilegur. Hann átti jafnan góða
hesta, og fór vel með þá. Var hann
hestamaður, en það er íslenzkur
hæfileiki, sem öllum er ekki gef.
inn en er eitt af því, sem gerir
íslendnigum gott og gleðisamt í
landi sínu. Það sást líka þar sem
Ásmundur fór um .sveitir á Hér.
aði.
Solveig kona Ásmundar dó árið
1956, stuttu áður en þau skyláu
halda gúllbrúðkaup sittt Dvelst
hann síðan á heimili Þórarins son-
ar síns á Vífilsstöðum pg ,konu
hahs, Bjarneyjar Jónsdóttur, ætt.
aðri úr Súðavíkurhreppi. Heldur
Söngskemmtun Magnnsar Jónssonar
Magnús Jónsson óperusöngvari,
hélt söngskemmtun í Gamla bíó
s.l. þriðjudag, við frábærar undir
tektir áheyrenda.
Söngvarinn hefur verið í Kaup
mannahöfn um nær þriggja ára
skeið við nám í söng og leiklist,
en jafnframt sungi'ð nokkur aðal-
hlutverk í óperum við Konunglega
leikhúsið, við ágætan orðstír.
Það kom greinilega í Ijós, að
söngvarinn hefur mikið lært af
dvöl sinni i Kaupmannahöfn. ■—
Röddin er frjálsari og þróttmeiri
en áður, tækni hans hefur vaxið,
sérstaklega í veikum söng, sem
hann þó að ástæðulausu virðist
vera of hrædur við að nota, og
framkoman hefur fengið á sig
hinn öruggasta blæ listamannsins.
Á söngskránni voru fimm lög
eftir erlenda höfunda, fimm ís-
lenzk, og óperuaríur. Söngurinn
bar þess merki, að söngvarinn
hefur fyrst og fremst þjálfað sig
að undanförnu sem óperusöngvari.
íslenzku lögin voru sízt og í sum
úm þeirra notaði hann óþarflega
mikinn styrkleika. í Stormum
Kaldalóns, sem söngvarinn flutti
af miklum myndugleik og storm-
þrótti, naut hann sín sérstaklega
vel og einnig í Svíalín og hrafn-
in, sem hann flutti með góðum
blæbrigðum.
Síðari hluti söngskrárinnar var
glæsileg. Aríurnar úr II Trovatore
og Mignon losuðu söngvarann við
allar hömlur og nokkurn tauga-
óstyrk, er gætti framan af. Þá
var kominn á sviðið óperusöngv-
arinn Magnús Jónsson. Þar naut
hin ágæt'a rödd hans sín til fulls.
Voldugir tónar dvínuðu niður í
„píanissemó" og risu aftur í björt
um styrkleika, enda ætlaði fagnáð
arlátum áheyrenda ekki að línna,
einkum þó eftir að hann söng sem
aukalag „La donne mobile" svo
frábærlega að margir heimskunn
ir söngvarar, er sungið liafa þetta
lag inn á hljómplötur, mættu öf-
unda hann af.
Að lokum söng Magnús ítölsk
lög, hvert öðru betur, og ber þó
sérstaklega að nefna hið kunna
lag „Core’ngrató“ sem vakti gífur
lega hrifningu.
Óþarfi er að taka það fram, acl
söngvarinn var klappður fram
hvað eftir annað, varð að syngja
mörg aukalög og bárust blóm-
vendir.
Fritz Weisshappel annaðisí
undirleik. Tek ég hér upp sígilda
setningu, sem hann sennilega er
orðinn leiður á, þótt' sönn sé. „Að-
stoðaði hann söngvarann af örygg:
og smekkvísi".
Eftir þessa söngskemmtun Magn
úsar Jónssonar, mun engnin ganga
þess dulinn, þeirra er á hann
hlustúðu, að hann er nú þegar kom
inn í fremstu röð tenórsöngvara
á Norðurlöndum. Enda myndi
Konunglega óperan ekki fela þess
um unga söngvara jafn mörg hlu'i;
verk á stuttum tíma, samhliða
námi, ef svo væri ekki. Væri L
nægjulegt að heyra söngvarann í
óperuhlutverki hér í Þjóðleikhús-
inu, og vonandi verður það áður
en langt um líður. E. Bj.
Jón Lárusson,
kvæðamaður
Frjáls sem Vatsness fjallasvanur,
floginn er í rúmsins vídd.
Rímnaháttuin varst þú vanur,
vísnasnild með hljómum prýdd.
Gaman var í gestaranni,
gafst þá mörgum bros á vör.
Táknrænt var hjá mey og rnanni,
mikið kláppað, líf og fjör.
Fullskipað um breiða bekki.
Birtist minning álengdar.
Listin hans hún leyndi ekki
lögum Spuna-Steinunnar.
Allir hljóta aldurtila.
Á það bezta minnugir.
Hjartans þökkum hljóta að skila,
hlust'endanna þúsundir.
Guð þinn blessi unga anda,
eilíft vor þér fagurt skín.
Far þú vel, til friðarlanda,
fósturjörðin saknar þín.
Allir hníga er engin gáta,
endadægur sérhver fann.
Ástviiiirnir góðan gráta,
glæstan vin og afreksmann.
Jósep S. Ilúufjörð.
hann góðri heilsu og andlegu fjöri,
og munu margir minnast hans á
þessum tímamótum í ævi hans.
Börn þeirra ÁsmUndar og SoL
veigai- eru eigi fleiri en getið heL
ur verið. En við, sem nú búum
fjarri og eingum aðeins endurminn
ingagrein á liðnum tíma austur
þar minnums't hans, sem hins glaða
örugga manns, sem ætíð vakti
traust í hverjum hópi manna, og
þökkum honum fyrir allt gamallt
gofct og árrium honum, og íblki
hans, allra heilla í fraintíðinni.
Benedikt Gíslason frá Hofteigi.
Yernharður
Þorsíeinsson,
kennari
Vil ég nú að Vernharðsfjöl,
varpa fáum orðum.
Set mér fyrir sjónir spöl,
sem við gengum forðum.
Varðan okkar sýnir sig,
sú mun enn að vonum,
heiðri krýna heiðastig,
hæst á Smjörfjöllunum.
Á svo margt við mændum þar,
mynda dýrðarletur.
Undir fjögur augu bar
ísland hvergi hetur.
Langt var þar í sýni sótt,
sólar glóði stofan.
—■ Það var mikið þessa nótt
þegar við héldum ofon.
Síðan aldrei sáumst við,
svo að okkur báða,
eigi bæri á efri svið
útsýnis og dáða.
Jafnan báðum innri yl,
endurfundir gjörðu.
Gjarnast var hann, get ég til,
grjót í fjallavörðu.
i
Vernharður ,sem vöfður hlöð,
víða á austur fjöllum,
leggur ekki lengri slóð
lífs á Fjallavöllum.
Benedikt GísVison frá Hofteigl,
Augiýsið í
TÍMANUM