Tíminn - 04.07.1959, Blaðsíða 9
T í MI N N, Iaugardaginn 4. júlí 1959.
MARY ROBERTS RINEHART:
^Jruarökk
lijúh
ranaruona
ín
20 |
’ 9. safli..
Undarleg nœturvaka.
Hann tók. lindarpennann
sinn og sýndi mér. Horfðu nú
á, sagði hann. Þessi penni er
byssan. Eg ætla að skjóta mig
með henni, en ég vil ekki, að
púðrið skilji eftir sig nein
merki. Því legg ég tvær eða
þrjár efstu síðurnar til hlið-
ar, en ekki of langt. Eg ætlazt
til að þær falli af sjálfu sér
aftur yfir hinar og hylji þær.
Eg skil nokkrar neðstu síöurn
ar frá líka. Síðan held ég á
lofti miðsíðunum. Skilurðu
nú, hvað ég á við?
—' Það held ég.
— .Gott. Eg ætla að skjóta
mig, en í gegnum þessar síð-
ur í miðjunni. Merkin eftir
púðrið verða þá á bréfinu, en
ekki mér. Og þegar ég hleypi
af og dett út af, lokast blaðið
af sjálfu sér, og efstu síðurn-
ar hylja hinar. Þegar einlrver
tekur síðan blaðið og skoðar
það, er ekkert að' sjá. Fremstu
og öftustu síðurnar sýna ekki
neitt. Eg skoöa þetta blað, og
þú sást, að Kelly tók það upp
og las sumt af því. En eigi aö
síður var skotgat gegnum inn
síðufnar, og á þeim var lika
púður. Og það var púður á
snifsinu líka, nema ég sé illa
farinn í höföinu. Það var ekki
rifið af, heldur skotið af.
Þetta var greindur strákur,
ungfrú Adams, og ef ég get
sýnt fram á, hversu skarpur
hann var, mun ég spara trygg
ingafélögunum mikið fé.
— Eg trúi þessu ekki, sagði
ég þrjóskulega.
— Mér er sama hvort þú
trúir eða ekki. Þannig lítur
það út. Það getur meira að
segja verið, að snifsið hafi
ekki verið á gólfinu, þegar
lögreglumennirnir voru að
leita. Það var samt laust og
losnaði strax af blaðinu, þeg-
ar það var hreyft úr stað.
— Og allt hreingerninga-
dótið var lagt frá sér á þetta
blaö.
— Það var skynsamlegt ráð
vil ég segja, fjári greindar-
legt. Eg get ekki annað en
hrist höfuðið.
— Þú skalt tala við þessa
stúlku, sagöi ég við hann. —
Eg trúi því ekki, að þessi pilt
ur hafi farið í' kvikmyndahús
um kvöldið, keypt dagblað til
að iíta á fjármálasíðuna,
kysst elskuna sína góða nótt,
sagt henni að vera reiðubúin
að hlaupast á brott með
sér, allt yrði brátt á grænni
grein — og hafi þar á eftir
labbað blístrandi heim til að
drepa sig. Þetta er vitleysa.
Þetta virtist fá ofurlítið á
hann. — Þú varst ekki búin
að segja mér þetta allt saman.
Bezt ég fái hana hingað og
kreisti út úr henni sannleik-
ann.
— Hún mun segja þér það
sama og hún sagði mér. Ef
til vill hefur hann ráðið sér
bana, en hann var að minnsta
kosti ekki búinn aö taka þá
ákvörðun, þegar hann kvaddi
hana. Það var um ellefu-leyt
ið, og Júlía fanrf líkið klukk-
an tólf. Hann hafði ekki nema
klukkutíma til að fara heim
og bíða örlaganna. Auk þess
hlýtur á þessum klukkutíma
að hafa gerzt eitthvaö, sem
kom honum út í aö drepa sig.
Og hvar fékk hann þetta ein-
tak af News? Þú þarft ekki
aö segja mér, að hann hafi
numið staðar til að kaupa
það, þegar hann var með
Eagle í vasanum. Talaðu við
Pálínu Brent og finndu út,
hver skildi þetta eintak ' af
Daily News eftir í herberginu.
Ef mögulegt er að hága sjálfs
morði þannig að það líti út
eins og morð, því er þá ekki
eins hægt að fremja morð
þannig, að það líti út eins og
sjálfsmorð?
— En það leit ekki út fyrir
að vera sjálfsmorð. Minnztu
þess.
— Jæja, eins og slys. Þann-
ig var úrskurðurinn, var það
ekki? Og það er annað, lög-
reglyforingi. Eg held ekki, að
hann hafi spunnið upp sög-
una um, að einhver væri á
hælunum á honum. Og hver
skaut á hann um kvöldið úti
i sveitinni? Sannaðu til, aö
það reynist satt.
— Slikir- atbui-ðir gerast
næstum daglega hreytti hann
út úr sér. — Eg er enn þeirrar
skoöunar, að ef hann hafði i
hyggju að drepa sig, og vildi
að það yrði taliö vera morð,
Holræsi í Kapla-
skjóli
í vor hófust framkvæmdir við
holræsisgerð í Kaplaskjóli. Vatna-
svæði ræsisins er um 40 ha að
flatarmáli og takmörk þess Granda
vegur að austan, Hofsvallagata að
sunnan, Nesvegur og framhald
Ægissíður að vestan. Ræsið ligg-
ur í miðri mýrinni skammt' aust-
an við íþróttasvæði KR oog nær
frá Kaplaskjóisvegi og út í stór-
istraumsfjöruhorð. Það _ er um
550 metrar að lengd. í vor var
grafið í gegnum sjávarkambinn,
steyptar undirstöður fram í stór-
-straumsfjöruborð og lagður hluti
.af útrás. ræsisins. Um miðjan júní
var lokið við að leggja pípurnar
fram í -stórstraumsfjöruborð og
steypt' hlífðarkápa um þær gegn
| sjávargangi. Áætlanir og uppdrætt
ir af ræsinu voru gerðar af
t Slefáni Ólafssyni verkfræðingi í
| -samráði við Inga Ú. Magnússon,
deildarverkfræðing holræsadeild-
. ar bæjarverkfræðings, sem einnig
j hefur haft umsjón með fram-
! kvæmdum ásamt Ragnari Ingi-
marssyni verkfr., er hefur annast
mælingar og daglegt' eftirlit ásamt
Guðlaugi Stefánssyni, yfirverkstj.
' myndi hann hafa búið til ein
mitt svona sögu, og segja
hana þeim, sem hann vissi,
að myndi segja hana aftur.
— Hvi skyldi hann hafa
viljað, að litið yrði á það sem
morð? Ef hann sviösetti þetta
eins og gert var, og dótið til
að hreinsa byssuna, út um
allt, þá hefur hann ætlazt
til, aö litið yrði á atburðinn
eins og slys. Ef hann hefur
þá ætlað sér að villa neitt
um.
Og þegar ég hafði hrúgað
á hann þessum skammti af
umhugsunarefni, fór ég aftur
til sjúklings míns.
Fólk í blámóðu
(Framhald af 7. síðuí
ber 1939. Jónína var alsystir Jens
J. Jenssonar, sem var maður Stein
varar systur Björns. Þa-u hjón,
Björn og Jónína, fluttust til
Rvíkur um aldámótin. Þar stund-
aði Björn söðlasmíði, og ýmsa aðra
vinnu, mikils þurfti með, því barna
hópurinn stækkaði ört. Er Björn
hafði dvalizt í Reykjavík um ára.
bil, tók hann að stunda veggfóðr.
un, og fékk mei^tararéttindi í
þeúri iðn. Setti hann upp dálitla
verzlun með veggfóður, og rak
hana nokkur ár.
Björn var mesti hagleiksmaður,
og vann öll ,sín störf af stakri vand
virkni, enda mjög eftirsóttur þar
sem þörf var á vandaðri vinnu.
Öll urðu börn þeirra Björns og
Jónínu hög lil handa, og synir
þeirra iðnaðarmenn, nema sá elsti,
er lagði annað fyrir sig. Þau eign
uðust 11 börn, kom-ust átta þeirra
til fullorðins ára, en þau voru
þessi:.
a) Helgi Björgvin, deildarstjóri,
f. á Akranesi 23. maí 1898. Kv.
Sigrúnu M. Eiríksdóttur, hún dó
1956.
b) Björn Marijón, bókbindari, f.
á Akranesi 9. febrúar 1900. Kv.
Ágústu H. Hjartardóttur.
c) Guðmundur veggfóðrari, f. í
Reykjavík 5. apríl 1904. Kv. Þór-
heiði Sumarliðadóllur.
d) Jóhannes veggfórari, f. í
Reykjavík 14. júní 1905. Kv. Guð.
björgu Lilju Áírnadóttur.
e) Helga Elínborg f. í Reykjavík
3. september 1908. Gift Jóhanni.
Eiríkssyni.
f) Guðjón Jens Sandholt vegg.
fóðrari, f. í Reykjavík 18. júní
1912.
g) Guðmundína Þuríður, húsfr.
f. í Reykjavik 9. apríl 1914. Gift
, Gísla Þórðarsyni trésmíðam.
! h) Jens Jónatan húsg.sm., f. í
, Reykjavík 17. marz 1916.
| Því hef ég getið hér sérstaklega
þeirra Ingunnar og Björns, að Ing
unni þekkti ég nokkuð og Björ-n
mjög vel, vegna tengda minna við
hann. Um Björn mætti margt
fleira segja, en læt hér staðar num
ið, en því vil ég bæta við, að svo
var hann orðheldinn, að loforð
hans voru langtum betri, en nokkr.
ir voltfestir samningar.
| 7. Sigríður, f. að Gilstreymi 4.
júlí 1873. Giftist að Hvammi í
Norðurárdal 11. sept 1896 Magnúsi
Sigurðssyni, bónda Magnússonar,
o.g Vilborgar -Giittormsdótt-ur konu
hans. Sigurður og Vilborg bjuggu
að Höfða í Þverárhlíð, og þar var
Magnús fæddur 20. apríl 1864. Þeg
ar þau Sigríður og Magnús giftust
i var hann lausamaður að Pálsbæ
við Reykjavík. Þau fóru til Vestur
heims stuttu eftir aldamótin og
höfðu þá eignazt þrjú börn, er
þau tóku með sér vestur. Sigríður
dó 1918, en Magnús var dáinn
j nokkru fyrr.
I Eg hef þá lokið spjalli um þetta
i fólk, hinnar borgfirzku blámóðu,
J er hafði með elju og atorku lagt
. drjúgt gull í lófa framtíðarinnar,
og í nafni þess, óska ég hinum
borgfirzku byggðum allrar blessun-
ar. Jóh. Eiríksson.
Vinsælar skemmtibækur
Eftintaldar bækur eru að minnsta kosti helmingi ódýrani
en ef þær væru gefnar út nú. 'Flestar bæku-rnar hafa ekki
verið itil isöl-u í bókaverzlunum árum -saman, og jafnvel um
áratugi. Af sumum bókunum eru aðeins' til nokkrir tugir
ei-ntaka.
Hetjan á Raugá. Norræn hetjsaga úr fornöld. 133 bls. kr. 15,00
Varúlfurinn. Spennandi Indíánasaga, 236 bls. ter. 15,00.
Leiítrandi elding. Skemimtileg og spenmandi saga um bardaga
við Indíána. 246 bls. kr. 15,00.
Einvígið á hafinu. Óvenjuleg saga um ást, hatur og einvígi
úti á opnu hafi. 232 bls. ób. kr. 15,00.
Svarta liljau. Ævintýraleg 'saga eftir hi-nn heimskunna höfund
Rider Haggnrd. 352 ób. kr. 25,00.
Blóð og ást. Eiii bezta saga metsöluhöfundarins Zane Grey.
253 bls. ób. kr. 20,00.
Percy hinn ósigrandi. 5. bók 196 bls. kr. 10,00.
Percy hinn ósigrandi, 6. bók 192 bls. kr. 10,00.
Percy liinu ósigrandi, 7. bók. 220 bls. kr. 12,00.
Útlagaerjur, eftir Zane Grey. Slórbroti-n skáldsaga um ástir
og bardaga í „v-illta vestrinu“. 332 bls. ób. kr. 25,00.
erfiðieika-. 352 bls. ób. kr. 25,00.
Hart gegn hörðu. Hörkuspennandi leynilögreglusaga. 142 bls.
ób. ter. 10,00.
í undirheimum. Saga um hæ-ttur og óg-nir undirheima stór-
borgan-na. 112 bl-s. ób. kr. 8,00.
Svarti sjóræninginn. Frábærlega skemmtileg sjóræningjasaga.
ób. kr. 15,00.
Horfni safírinn. Spenna-ndi sa-ga um gimsteinarán. 130 bls.
ób. kr. 10,000.
Gullna köngulóin; Leynilögreglus'aga. 60 bl’S. ób. kr. 5,00.
Spegillinn í Venedig. Dularfull og spennandi saga. 76 bls. ób.
kr. 7,00.
Guðsdómur o. fl. sögur. 192 bls. ób. kr. 15,00.
Dagur hefiidarinnar. Áhrlfarík og sérstæð saga. 212 bls. ób.
kr. 15,00. p
Verzlunarhúsið Elysium. Hugnæm ástarsaga. 96 bls. ób. fcr. ••
7,00. p
Hver vissi, hvað sannast var? 94 bls. ób. fcr. 7,00. ••
SUfurspegilUnn. 66 bls. ób. kr. 7,00. |
Skugginn. 44 bls ób. kr. 5,00. jj
Hvítmunkurinn. Saga um dularfullt fyrirbæri. 130 bls. ób.
kr. 10.00. H
^ ♦♦
Mynd Abbots. Stutt en eftirminnileg saga. 40 bls. ób. kr. 5,00. j|
Leyndarmálið í Cranebore. Mjög sérs'tæð saga um ást og af- ||
bro-t. 238 bls. ób. kr. 16,00. :j
Morðið í Marshole, Spennandi sakamálasaga. 76 bla ób. kr. 7,00 H
Vitnið þögla. Enginn, sem -Ies þessa sögu býst við þeim endi j j
sem him fær. 142 bls. ób. kr. 10,00.
Leyndarmál frú Lessington. 42 bls. kr. 5,00.
Gorillaapinn o. fl. sögur. Allar mjög vel sagðar. 76 bls. ób.
kr. 7,00.
Eigandi Lynch-Tower. Saga um ástir, vonbrigði, undirferli og
að lokum si-gur liins- góða, 232 bls. ób. fcr. 16,00.
Klippið auglýsinguna úr blaðinu og merkið X við þær bæk-
ur, se-m þér óskið að fá se-ndar gegn póstkröfu. Merkið ag
sk-rifið greinilega n-afn og heimilisfang.
Undirrit.... óskar að fá þær bækur, sem merkt er viB
I auglýsingu þessari sendar gegn póstkröfu.
::
Nafn
Heimili
ödýra bóksalan, Box 196, Reykjavík,
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•
Almennur iiiiiniifflimmmmimiiiwiiiiiiiniiiiiig dansleikur I
i í Framsóknarhúsinu í kvöld kl. 9. — Tvær hljóm j
sveitir leika.
jacmaaiiiiimaiíammaaiun Nefndin.
pma