Tíminn - 04.07.1959, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.07.1959, Blaðsíða 10
ÍQ TÍMINN, Iaiiganlaginn 4. júlí 1959. Norska landsliðið í knattspyrnu kom til Reykjavíkur í gærkvöldi Á þriðjudaginn kemur leika ísland og Noregur landsleik í knattspyrnu í undankeppni Ólympíuleik- anan. Þetta verður sjötti landsleikur þessara landa. Norðmenil hafa unnið fjórum sinum, en I uö4 tókst íslandi að .sigra, en Norðmenn stilltu þá upp nokkurs kon ar B-liði. Norsku landsliðs- mennirnir kornu hingað til lands í gærkvöldi og munu dveljast hér fram á miðviku dag. Fréttamenn ræddu í gær við stjórn Knattspyrnusambands fs- lands og var þeim skýrt frá hverj ir leika í norska landsliðinu, en leikmennirnir eru flestir gamlir kunningjar íslenzka knat'tspyrnu- unnenda og hafa sumir hverjir leikið marga landsleiki við ísland áður, t.d. fyrirliði norska liðsins, Thorbjörn Svensen leikur í fimmta skipti gegn fslandi á þriðjudaginn. Aður hefur verið skýrt frá vali íslenzka liðsins, en í norska liðinu eru þessir menn: Sjötti landsleikur Islands og Noregs fer fram á þriöjudagskvöld á Laugardalsvellinum 84. landsleikur Þorbjörns - 23. hjá Ríkarði ER ÍSLAND OG NOREGUR léku sinn fyrsta landsleik í knattspyrnu árið 1947 hér í Reykjavík, lék ungur íslending. ur, Ríkarður Jónsson, Akra- nesi, sinn fyrsla landsleik fyr. ir ísland. Hann lék þá á hægra kanti. í miðvarðarstöðunni í norska liðinu lék Thorbjörn Svenssen, S-andefjörd, ungur norskur leikmaður, sem í ann. að skipti klæddist norska lands liðsbúningnum. Síðan eru 12 ár liðin og á þriðjudaginn mæt- ást þessir menn enn í lands. liðum landa sinna, báðir sem fyrirliðar. — En nokkur er munur á hvað landsleikjafjöld. ann snertir. Þorbjörn leikur á þriðjudaginn sinn 84. landsleik fyrir Noreg, og hefur þó ekki leikið alla landsleiki Noregs síð an 1947. En leikurinn á þriðju- daginn er 23. landsleikur Rík. arðs Jónssonar fyrir ísland og hefur hann þó leikið alla lands leiki fslands síðan 1947. Ein. hverju munar því fyrir knatt- spyrnumenn að 'búa í „þéttbýl. inu“. Ríkarður verður þrítugur á þessu ári, og á því vonandi eft. ir mörg ár í knattspyrnu enn, en Þorbjörn er 35 ára — sem þykir ekki sérlega hár aldur á knattspyrnumönnum í Noregi — og hann hefur ieikið miklu fleiri landsleiki en nokkur ann- ar knattspyrnumaður á Norður. löndum. Jafnvel landsleikja. met Englendingsins Billy Whight, sem hefur ieikið um 100 landsleiki fyrir England er í hættu fyrir Þorbirni frá- Sandafirði. Met hjá dómara! Hinn kunni danski dómari Börge Olsen, hefur áreiðanlega se.tt met og það einkennilegt. Á einiii viku vísaði hann fjórum leik mönnum af Ieikveili í knattspyrnu leikjum, sem hann dæmdi. Að leik m,anni sé vísað af leikvelli þekkist 'sejn betur fer varla hér á landi, og þeir eru einnig til, sem álíta að slíkt sé veikleikamerki hjá dóm ara. En hvað sem því líður er nafn dómarans Börge Olsen þó þekkt um alla Danmörku um þess- ar mundir, vegna hins nýja danska mets. Asbjörn Hansen, markmaðúr, frá Sarpsborg. Hann er 30 ára gamall og hefur leikið 39 landsleiki, m.a. lék hann með norska landsliðinu hér 1957. Hefur í mörg ár verið einn frémsti markvörður í heimi, fljótur og hefur góðar staðsetning- ar. Arne Natland, hægri bakvörður, frá Eik, Tönsberg. Hann er 32 ára og hefur sex sinnum leikið í norska landsliðinu. Lék áður með Skeid í Osló. Natland er mjög kunnur íþróttamaður og hefur verið valinn í landslið Noregs í fleiri greinum en knattspyrnu. Reidar Kristiensen, vinstri bak- vörður, Fredrikstad. Lék ekki í norska landsliðinu gegn Dönum á fimmtudag og kemur í stað Edgars Falck, Viking, Stavanger, sem meiddist' í leiknum gegn Dönum. Hann er 31 árs og hefur leikið í 14 landsleikjum, bæði sem bak- vörður og framvörður. Hann var varamaður norska Mndsliðsins, sem kom hingað 1957. Arne Legernes, hægri framvörð- ur, frá Larvik Turn. Hann er 28 ára gamall og hefur leikið þrjátíu sinnum í norska landsliðinu m.a. hér á landi 1957. Skemmtilegur sóknarframvörður. Thorbjörn Svenssen, miðvörður, Sandefjörd. Fyrirliði norska lands liðsins. Hefur leikið 83. landsleiki. Svensson er íslendingum að góðu kunnur, en hann lék bæði hér í landsleikjunum 1947 og ’57. Hann er 35 ára og hefur um árabil verið talinn einn bezti miðvörður í Evrópu. Ragnar Larsen, vinstri framvörð- ur, Odd, Skien. Hann er 28 ára og hefur leikið 10 landsleiki, sem Thorbjörn Svenssen — 84. landsleikurlnn innherji, framvörður eða útherji. Lék sinn fyrsta landsleik gegn ís- landi 1954 og var þá innherji. Miög fljótur og tekniskur leik- maður. Björn Borgen, hægri útherji. — Hann er frá Fredrikstad, en leikur nú með 2. deildar-liðinu Lyn í Osló. Borgen er 22 ára og hefur leikið 14 landsleiki fyrir Noreg, en leikurinn 1957 hér á íslandi var annar leikur hahs með lands- liðinu. Mjög tekniskur og hefur mikla ánægju af því að leika á mótherjana, en gerir stundum full mikið af því. Per Kristofersen, hægri inn- herji, jafnaldri Borgen frá Fred- rikstad. Lék miðherja í norska landsliðinu hér 1957. Hann hefur leikið 12 landsleiki, er lítill en knár leikmaður og hættulegur skotmaður. Landsliðin á þriðjudaginn: ÍSLAND Helgi Daníelsson (Akranesi) Hreiðar Ársælsson Árni Njálsson (KR) (Val) Garðar Árnason Hörður Felixsson Sveinn Teitsson (KR) (KR) (Akranesi) Ríkarður Jónsson Sveinn Jónsson (Akranesi) (KR) Örn Steinsen Þórólfur Beck Ellert Schram (KR) (KR) (KR) R. B. Pedersen Harald Hennum Björn Borgen (Brann) (Frigg) (Lyn) Kjell Kristiensen Per Kristofersen (Asker) (Fredrikstad) Ragnar Larsen Thorbjörn Svensen Arne Legernes (Odd) (Sandefjörd) (Larvik) Reidar Kristiensen Arne Natland (Fredrikstad) (EIK) Asbjörn Hansen (Sarpsborg) NOREGUR Harald Hennum, miðherji, frá Frigg í Osló. Hann er 31 árs og hefir leikið 34 landsleiki m.a. gegn íslandi í Noregi. Var hér varamaður gegn íslandi 1957, en lék þá í norska liðinu, sem þá lék við Dani. Fljótur, skotviss og hættulegur fyrir hvern miðvörð. Var nýlega af dönskum blaða- mönnum talinn bezti miðherji á Norðurlöndum, en landar hans settu við það upphrópunarmerki. Kjell Kristiansen, vinstri inn- herji. Hann lék ekki gegn Dönum á fimmtudae oe kemur í stað Arne Björn Borgen gaman að „dribbla" Per Kristoffersen kallaður „Snæbbus" Úrvalslið frá Jótlándi KR á Laugardalsvelli á Haralð Hennum beztur á Norðuriöndum! leikur við fimmtudag Höivik, Eik. Hann er 34 ára og félagi í Asker við Osló, sem féll niður í 2. deild í vor. Hann hefur leikið 22 landsleiki og er sérlega góður „taktiker“. Greinilegt er, að hann á að liggja fyrir aftan og ,,mata“ hina framherjana, og munu því Hennum og Kristofer- sen báðir leika sem miðherjar. Rolf Birger Pedersen, vinstri út. herji, frá Brann, Bergen. Hann er yngsti maður norska liðsins, 20 ára og lék sin fyrsta landsleik í ár og haldið stöðu sinni í öllum fyrri leikjunum. Landsleikurinn gegn íslandi verður því fimmti landsleikur hans í ár. Skoraði mark Noregs í leiknum gegn Dön um á fimmtudaginn. Pedersen hef ur ekki komið til íslands áður. Með nor.ska liðinu koma einnig varamenn, þó ekki megi skipta um leikmenn eftir að leikur hefst. Varamennirnir eru Sverre Ander- sen, markvörður, Viking. Lék hér stuttan tíma í einum landsleikn- úm 1957. Hefur leikið 11 lands- leiki. Edgar Falck, Viking. Lék hér 1957 en meiddist í Danmörku eins og áður segir. Roar Johan- sen, Fredrikstad. Gunnar Thore- sen, Larvik, hefur oft leikið gegn íslandi m.a. 1947; er 39 ára og hefur leikið 63. landsleiki. Steinar Johanesen, Frigg. Hefur leikið 5 mínútur í norska landsliðsbún- ingnum, eða eins og Brandur ÍBrynjólfsson í þeim íslenzka. — Hann meiddist strax í fyrstia leik 'sínum gegn Luxemburg í ár. —« Roald Muggerud, Lyn, hefur leik ið einn landsleik. — Auk þess koma nokki-ir fararstjórar metS flokknum. — hsím. A þri'ðjudag er væntanlegt hingað til lands, úrvalslið frá hingað, úrvalslið frá Jótlandi og mun það leika hér 3 leiki og verð KR, á fimmtudagskvöldið. Hér er um mjög sterkt lið að ræða, því að beztu knattspymu- liðin eru einmitt frá Jótlandi eins og t. d. Vejle, AGF, Esbjerg og AIA. Kemur því með liðinu eitthvað af þeim mönnum, sem hér léku í danska landsliðinu á dögunum svo að reikna má með, að liðið verði lítið veikara en danska landsliðið. Þó hafa tveir af landsliðsmönnunum dönsku, þeir Henry From, markmaður frá AGF og Tommy Troelsen, Liftið kemur hingaS á vegum KR og mun leika tvo aí5ra leiki og verfta þeir vií úrvalslið innherji (nr. 10 í landsleiknum) forfallazt á síðustu stundu, en skiljanlegt er, að erfitt sé fyrir þessa menn, að fá oft frí frá vinnu sinni. Einnig hefur hinn ágæti miðvörður Hans Chr. Niel- sen, AGF, fyrrverandi landsliðs. maður, orðið að hætta við förina sökum meiðsla, en þau hafa einn ig haldið honum frá landsliðinu. í stað þessara manna koma hingað markmaður Esbjerg, Erik Gaardhöje, sem er í hópi beztu markvarða Dana; Jens Erik Ar- intoft frá Chang, Álahorg og Gunnar Jörgensen, Vejle. Blað inu er ekki knnnugt um nöfn annarra leikmanna, sem hingað koma, nema hvað miðherji lands Iiðsins danska, Henning Euok. sen, Vejle, mun aftur þreyta kapp við Hörð Felixson, miðvörð KR, á fimmtudaginn. Áreiðanlega verður gaman að sjá. þetta danska lið leika hér, því að danskir knattspyrnumenn hafii þótt góðir gestir á íslandi. Meistaraflokkur KR mun svo í ágúst fara til Jótlands og leika þar nokkra leikl. Rolf Birger Pedersen — hættulegur ú;therjj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.