Tíminn - 04.07.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.07.1959, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, laugardaginn 4. júlí 1959, Útgafandl i FRAMSÓKNARPLOKKURim Ritstjóri: Þórjtrlnn ÞórarinMM. Skrifstofur i Edduhúslnu vi0 Und«r(Ms Símar: 18300, 18 301, 183(0, 18 3M, 18 SM. (skrifstofur, ritstjórnin oR Auglýsingasimi 19523. - Atfrat8nbui 123X1 Prentsm. Edda hf. Simi ofttr fcL II: 13M9 Afleiðingarnar af yfirlýsingu Gunnars Thoroddsens MORGUNBLAÐIÐ skýrir frá því i gær, aö ýmis erlend blöS ræöi nú kosningaúrslit- in og túlki þau m.a. sem merki þess, að íslendingar ætli að láta undan síga fyrir Bretum. M.a. skýrir Mbl. frá því, að hið merka enska blað „Manchester Guardian" hafi látið það álit uppi, að nú sé „dálítil von til þess, að nýja stj-órnin munj. á ný yfirvega brezka tilboðið, sem fyrst var lagt fram í desember og end- urtekið í síðasta mánuði — um að verði íslenzku fall- byssubátarnir látnir halda sig innan við sex mílur frá ströndinni muni herskip okkar ekki fara nær strönd- inni ert 12 mílur. Þetta sé hugsað sem bráðabirgðafyrir komulag um skynsamlega ieið til þess að forðast við- sjár meðan beðið er eftir næstu sjóréttarráðstefnu S.Þ.“ í FRAMHALDI af þess- ari frásögn reynir Mbl. að læða inn þeirri skoðun, að kommúnistar og Framsókn- armenn eigi meginþátt í því, að kosningaúrslitin séu túlk- uð á þennan veg. Þeir hafi verið með svikabrigsl í garð andstæðingana meðan á kosningabaráttunni stóð. — Þess vegna túlki útlend blöð kosningaúrslitin á þennan veg. HÉR er eins og svo titt er í Mbl. mikilvægum atrið- um stungið undir stól, a.m.k. hvað snertir afstöðu Fram- sóknarmanna. Framsóknar- menn drógu landhelgismálið ekki að fyrrabragði inn í kosningabaráttuna, heldur létu það að mestu kyrrt liggja, unz einn af aðalleið- togum Sjálfstæðisfl., Gunnar Thoroddsen, dró málið inn í baráttuna með mjög óviður- kvæmilegum hætti. Á fund- um, sem Sjálfstæðisfl. hélt í Vestur-ísafjarðarsýslu, gaf hann það óspart til kynna, að hefði Sjálfstæðisfl. og Alþýðu flokkurinn staðið tveir að ríkisstjórn á síðastl. sumri, myndi hafa verið samið um landhelgismálið á grundvelli þeirrar tillögu Breta, að þeir hættu togveiðum á viss- um svæðum utan tólf mílna fiskveiðilandhelginnar und- an Vestfjörðum. Þess gat Gunnar ekki, að þessu til- boði Breta fylgdu þeir skil- málar, að fiskveiðilandhelg- in annars staðar við landið yrði ekki nema fjórar mílur, að undanskildum einhverj um skika á Selvogsgrunni. Að- spurður svaraöi Gunnar því ekki, hvort hann gæti enn hugsað sér samninga á þess um grundvelli. VIÐ ÞVÍ var ekki hægt að þegja, þegar einn af for- sprökkum Sj álfstæðisflokks- ins hóf að nota málið þann- ig, til framgangs fiokki sín- um í vissum landshluta, og gaf jafnframt til kynna, að flokkur hans og Alþýðuflokk urinn hefðu vel getað hugsað sér að semja við Breta um fjögurra mílna fiskveiðiland- helgi við mest allt landið. — Þess vegna voru umræöur hafnar um málið hér í blað- inu og það einnig gert í út- varpsumræöunum. Hjá því gat náttúrlega ekki farið, að því yrði veitt at- hygli erlendis, þegar jafn áberandi maður í íslenzkum stjórnmálum og Gunnar Thorooddsen er, gaf slíka yfirlýsingu. Til yfirlýsingar hans um afstöðu Sjálfstæðis flokksins og Alþýðuflokksins, má vafalaust fyrst og fremst rekja þær fullyröingar er- lendra blaða, að tekin verði upp undanlátsstefna í land- helgismálinu, ef þessir tveir flokkar eiga eftir aö mynda stjórn saman síðar á árinu. Þá virðast fréttaskeyti þau, sem blaðamenn Mbl. hafa sent erlendum fréttastofnun um, ekki hafa dregið úr þess um orðrómi. TIL þess að útiloka frek ar allan vafa, sem yfirlýsing Gunnars Thoroddsens og fréttaskeyti blaðamanna Mbl. hafa valdið, er ekki nema ein leið. Hún er sú, að hið nýkjörna Alþingi gefi enn skeleggari yfirlýsingu um afstöðuna í landhelgis- málunum en seinasta þing gerðið. Með þvi á tvennt að geta unnizt: Komið í veg fyrir, að deilur risi um málið innan lands og að einhver vafi myndist um afstöðu íslands út á við. Samfylking íhaldsandstæðinga Sj álfstæðisflokkurinn bygg ir nú alla valdadrauma sína á því, að honum takist að auka á sundrungu andstæð- inga sinna. Von hans er sú, að þeir verði klofnir í marga ósamstæða smáflokka. Sjálfstæðisflokkurinn vill afnám núv. kjördæma og auknar hlutfallskosningar vegna þess, að hann treystir þvi, að það stuðli að auk- inni sundrungu íhaldsand- stæðinga. ífcixi og fleiri íhaldsand- stæðingar gera sér nú grein fyrir þessum óskadraum í- haldsins. Þeim er Ijóst, að helzta ráðið gegn þessu, er aö fylkja sér um frjálslynd- an og þjóðlegan flokk og efla hann til öflugrar forustu gegn íhaldinu. Þetta er ein meginskýringin á nýunnum kosningasigri Framsóknar- manna á sunnudaginn. Þetta er skýringin á því, að íhald- ið beinir nú áróöri sínum fyrst og fremst gegn Fram- sóknarflokknum. Framferði Frakka veldur alvarlegum ágreiningi í Atlantshafsbandalaginu De Gaulle hershöfðingi og forseti Frakklands er hald- inn mikilli löngun til að end urreisa land sitt sem stór- veldi, og þessi löngun hef- ur nú komið honum til að grípa til aðgerða, sem stjórn mála- og blaðamenn í Was- hington og London kalla til- raunir til kúgunar. Enn- fremur hafa þær valdið al- varlegum ágreiningi milli Frakklands og Aíílantshafs- bandalagsins. Þessu valda fyrst og fremst kröf ur de Gaulle um sama neitunar. vald og Bretar hafa um beitingu latómvopna, sem geymd eru á þeirra eigin landi, og í öðru lagi kröfur hans um að Bandaríkin veiti Frökkum sama styrk og Bret ar njóta til að koma upp eigin atómvopnabirgðum. De Gaulle dreymir um a<J endurreisa stórveidi Frakklands, vill meiri hjálp í Alsír Tillögur um Atlants- hafsbandalagið. En ágreiningurinn á sér lengri sögu. Hann hófst 24. september í haust, þegar de Gaulle lagði til í boðskap til Eisenhowers og Mac millans að Atlantshafsbandalaginu yrði breytt úr svæðisbundnum varnarsamtökum í samtök, sem næðu um heim allan og lytu for- ystu Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands. Hinum minni þátttöku- ríkjum bandalagsins, sem hingað til hafa tekið þátt í ráðagerðum, yrði hfeinlega skákað úr leiknum. Þess utan skyldu stórveldin þrjú hafa eftirlit með notkun atóm- vopna um allan heim, bæði í Evrópu og Asíu, og síðast en ekki sízt skyldu Bandarík-jamenn veita Frökkum aðgang að kjarnorku- leyndarmálum sínum svo að hinir síðarnefndu slyppu við öll þau útgjöld sem eru samfara kjarnorku tilraunum og framleiðslu kjarn- orkuvopna. Bæði Eisenhower og Macmillan reyndist erfitt að kingja þessu, og hvorugur svaraði boðskapnum. En þeir létu það ispyrjasf eftir króka- leiðum, að ekki væri unnt að fall- ast á tillögu de Gaulles, — þótt ekki væri annað, þá væri ekki hægt að virða önnur lönd Atlaiits- hafsbandalagsins að vettugi. Reiði de Gaulles Þessar undirtektir hleyptu illu blóði í de Gaulle. Hann varð svo ; reiður að hann ákvað að fara eigin leiðir og freista þess að þvinga bandamenn sína til að láta undan. Fyrst synjaði hann þeim um að stöðvar fengjust undir meðallang- drægar eldflaugar á frönsku yfir- j ráðasvæði. Síðan tók hann franska . Miðjarðarhafsflotann undan yfir- j ráðum Atlantshafsbandalagsins, að 1 því er hann sagði, til að tryggja j flutninga frá Frakklandi til Alsír, : og að síðustu krafðist hann neit- unarvalds gegn beitingu -kjarn j orkuvopna og bandarískrar hjálp . ar til framleiðslu eigin vopna. Þessi brögð de Gaulles urðu ekki 111 að skapa honum vinsældir í ; bandariskum blöðum, og yfirhers- í höfðingi Atlantshafsbandalagsins, Lauris Norstad, hefur nýlega til- kynnt að hann neyðist e.t.v. til að flytja hinar níu sveitir þrýsti- lofts-sprengjuflugvéla, sem banda- lagið hefur í Frakklandi, til Vest- ur-Þýzkalands eða Bretlands. Nor- stad hefur enn ekki farið þess á leit við Breta, að þeir veiti hinum húsvilltu flug'Sveitum hans skjól, en samkvæmt' umsögnum brezkra blaða mun erindi hans hljóta vel- viljaðar undirtektir þegar það berst. Stórveldadraumar. En hvers vegna skapar de Gaulle óró í liði Atlantshafsbanda lagsins með þessum duttlungum sínum? Iívers vegna setur hann sig á háan hest og neitar að hverfa aftur til jarðarinnar? Bezta svarið við þessu hefur Walter Lippmann gefið. Hann skrifar í New York Herald Tribune að Bandaríkin hafi Norstad , eftir styrjöldina viðurkennt IFrakk land sem stórveldi að nafninu til, en í raun komið fram við það sem annars flokks veldi. Frökkum hef- ur sárnað að Bandaríkin hafa ekki leitað ráða þeirra í alþjóðamálum eins og þeir hafa ráðgazt við Breta og að vissu marki við Vestur-Þjóð verja. Gott dæmi um afstöðu Frakka eru þau ummæli de Gaulles fyrir skemmstu, að Eisenhower yrði að koma til Parisar ef hann ætti er- indi við sig. Sjálfur myndi hann ekki ómaka sig til Wasbington. Frakkar beita nú öllum kröft- um að því að koma sér upp kjarn- orkusprengju og telja að það myndi stytta þeim leiðina til stór veldisaðstöðu, bandamenn þeirra myndu þá frekar hlusta á kröfur þeirra. Franska stjórnin hefur iskýrt frá því að fyrsta tilrauna- sprengingin muni fara fram í Sahara innan skamms, ;sennilega í haust. Óvist er hversu fer um þessar tilraunir ef Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin komast að samkomulagi um bann við kjarn. orkutilraumnn fyrir haustið. Framhald á 11. síðu. Minnismerki um Olöfu ríku og Björn hirðstjóra að Skarði og Rifi AÐ SKARÐI á Skarðsströnd köma jafnan ferðamannahópar á sumrum til þess að sjá og skoða hinn sögufræga höfuð- stað, csi þær fáu fornu minjar, sem enn eru til frá tímum Ólafar ríku, sem aðallega er altaristafla og prédikunarstóll í Skarðskirkju. Þann 28. f. m. runnu í hlað tveir langferða. bílar með 41 manni. Þar voru á ferð nemendur barnaskóla Ólafsvíkur, skólastjóri og kenn arar. Eftir að hafa skoðað kirkj una, kavddi séra Magnús Guðmundsson, sóknarprestur í Ólafsvík sér hljóðs. Rakti hann í fáum orS'um þann þátt úr sögu Ólafar ríku, er að við. skiptum hennar og Englend- inga laut. Minnti á, að nú um þremur öldum síðar veittu Eng. lendingar enn fslendingum yfir gang á hafi úti, sem alþjóð er kunnugt, en öllum svíður og vandséð um endalokin. Ólöf ríka á Skarði safnaði liði og hefndi bónda síns. M. a. tók hún enska menn til fanga og geymdi 'um stund að Manheimum, en lét flytja þá út úr Skarðs. landareign og leiða til högg- stokks á hóli þeim, er axar. hóll er síðan nefndur. Þannig jafnaði ílsienzk kona um enska heimsveldið, fyrir nálega þrjú hundruð árum. Þá beindi séra Magnús máli sinu til alls hóps ins persónulega. Kvaðst hafa fengið hugmynd, er hann kom í hlaðið og vildi gjarna koma henni til framkvæmda strax, sem sé þá, að stofna sjóð til minningar um Ólöfu ríku á Skarðii, og verja honum tiJL þess að reisa henni veglegan varða að Skarði. Ennfremur að reistur yrði varði á Rifi á Snæ- fellsnesi til minningar um bónda hennar, Björn Þorleifs. son. Hafi nokkur tillaga feng. ið hljómgrunn þá var það þessi. Sjálfur byrjaði séra Magnús með verulegri upphæð. Kenn- aralið og börnin öll hófu hend. ur á loft og þrifu til pyngju sinnar og sýndu í verki að til. laga séra Magnúsar féll í frjó- ■an jarðveg. Söfnuðust nálega 1500 krónur. Hygg ég að atburður þessi sé nær einstæður í sögunni. Merkilegu máli hrundið í fram kvæmd aðallega með tilstyrk barna úr einum skóla. Standi nú þjóðin öll að því, að þessum fornu og löngu horfnu hetjum söguþjóðarinnar verði reistur veglegur minnisvarði. Fylgjum gefnu dæmi barnanna frá Ólafs vík. „Ef æskan vill rétta þór örvandi hönd, þá ertu á fram. tíðai’vegi". Kr. H. Breiðdal. ............ ................

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.