Tíminn - 31.07.1959, Page 8

Tíminn - 31.07.1959, Page 8
TÍMINN, föstudaginn 31. júlí 1959 Ræða Gísla Guðmundssonar (Framhald af 7. síðu) ið undir þessar staðhæfingar á á- liti sínu á þingskjali 7, þó að hátt- virtur framsögumaður meiri hlut- ans gerði sér að vísu nokkurt far um í framsöguræðu sinni að draga úr þessari fullyrðingu í nefndar- álitinu, og er það að vonum. Það þarf í raun og veru talvért mikla óbilgirni til að segja annað eins og þetta, og mér kemur það í rauninni á óvart um mæta menn, 'að þeir sk'tíli ekki hliðra sér hjá að láta sér slíkt um munn fara eða leggja nafn sitt við svona fullyrðingar, því að ég tel alveg þvert á móti, að með sanni megi segja, að mjög mikið og allt of oaikið skorti á, að þjóðin hafi láfið vilja sinn í Ijós um þetta mái í kosningunum. Allir háttvirtir alþingismenn vit*, að ég fer hér með rétt mál. Þúsundir kjósenda munu votta það a. m. k. fyrir samvizku sinni. Að þessu skal ég nú víkja. SératkvæSi um kjordæmamálið Þegar þetta mál var til með- ferðar á síðasta þingi i háttvirtri Efri deild, var af hálfu Framsókn- armanna rætt við fulltrúa frá hin- vm flokkunum um möguleika til að skilja atkvæðagreiðslu um stjómarskrárbreytinguna á einn eða annan hátt frá hinni almennu kosningu alþingismanna, þannig að kjósendur ættu þess kost að láta í ijós á sérstakan hátt afstöðu sína til þessa máls, án þess að sú at- kVæðagh. hefði áhrif á kosningu þingmanna. Af hálfu hinna flokk- anna voru þau svör veitt, að þeir gætu ekki fallizt á þjóðaratkvæða greiðslu i neinni mynd um þetta máL Þeirra viðhorf var það, að kjósendur gætu látið sér nægja að láta f Ijós vilja sinn með kosníngu fraasbjóðendanna eða flokkslist- arttta. Visailegs/ þurfti þó enginn að ganga þess dulinn, að margur flokksmaðurinn hlyti að komast í janda, ef ekki væri hægt að greiða atkvæði gegn málinu nema með því móti að greiða um leið atkvæði gegn flokki sínum eða frambjóð- anda hans og að gera mætti ráð fyrir, að vani og flokkstryggð mætti sín þá mikils við kjörborð- ið. Síðan flokkaskipun kornst í fast horf hér á landi, nær ákvæði 1. málsgreinar 79.greinar ..stjórnar- skrárinnar um sérstákar alþin.gis- kosningar vegna stjórnarskrár- breytinga, ekki lengur tilgangi sín- um nema þá helzt því aðeins, að flokkarnir sjálfir stuðli beinlínis að því með því að hvetja menn til að kjósa um stjórnarskrárbreyt- ingu. ÁrótSur þríflokkanna En því fór mjög fjarri, að svo væri í þetta sinn. Frambjóðendur andstöðuflokks frumvarpsins, það er að segja Framsóknarflokksins, gerðu að vísu það, sem 1 þeirra valdi stóð, til þess að benda kjós- endum á tilgang kosninganna og ?ð taka bæri fvrst og fremst af- stöðu til kjördæmamálsins, og sama gerðu blöð þess flokks. En blöð þcirra flokka, sem að frumvarpinu stóðu,flokkanna sem höfðu neitað að fallast á sérstaka atkvæðagreiðslu um málið sam- tímis kosningunum, blöð allra þessara flokka og frambjóðendur þeirra yfirleitt héldu því þvert á, móti fast að kjósendum, a'ð stjórn arskrármálið væri ekkert höfuð- mál í kosningunum, heldur að- eins eitt af mörgum, sem kjósa bæri um, og sumt annað skipti jafnvel miklu meira máli. Kosningarnar væru ekki frá- brugðnar öðrum kosningum o. s. frv. Þar sem þessir flokkar höfðu margfaldan ræðutíma og blaðakost á við Framsóknarflokkinn, höfðu þeir að sjálfsögðu mjög góða að- stöðu til að koma á framfæri áróðri gegn því að láta kosningarnar snú VWVWWAWóWAWi,ðíWAW.V.V.W.%WA\W í Tilkynning um atvinauleysisskráningu Atvinnulevsisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. 52 frá 9. apríl 1956, fer fram í Ráðningar- stofu Reykjavíkurbæjar, Hafnarstræti 20, dagana 4., 5. og 6. ágúst þ.á., og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lögunum að gefa sig fram kl. 10—12 f.h. og kl. 1—5 e h. hina til- teknu daga. Óskað er eftir að þeir, sem skrá sig séu viðbúnir að svara meðal annars spurningunum: 1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá mánuði. 2. Um eignir og skuldir. Reykjavík, 30. júlí 1959. Borgarstjórinn í Reykjavík ^WA^VAV.'AV.V.V.VAVV.VAV.V.VAV.V.V.V.V. ast um stjórnarskrármálið, og sú aðstaða var óspart notuð. Aðferðin var þá þessi. Fyrst er neitað að fallast á sérstaka at- kvæðagreiðslu samtímis kosning- unum, og þessi neitun byggð á þeirri forsendu, að kjósendur geti valið milli frambjóðenda eftir að- stöðu þeirra til stjórnarskrár- breytingarinnar. Síðan þegar að kosningum kemur, er svo kjósend um sagt, að einmitt þetta skuli þeir ekki gera, og svo er eitdað á því eftir kosningar að lýsa yfir opinberlega eins og hæstvirtur forsætisráðherra gerði og eius og gert er í álíti háttvirts rneiri hluta stjórnarskrámefndar, að nú megi með sanni segja að vilji kjósenda í stjórnarskrármálinu hafi komið í ljós á. mjög ótvíræðan hátt. Það má segja, að þetta eru kald ir karlar, sem að þessu .standa. Nú mun það þykj'a santrgjarnt, eftir að ég hefi látið svo ummælt, að ég finni orðum mínum stað, og það skal ég líka gera, með leyfi hæstvirts forseta. Alþýðublaðið, bl&ð hæstvirts forssætisráðherra, sagði 31. maí sl.: „Kosningarnar hljóta óhjá- kvæmilega að snúast fyrst og fremst um þá ríkisstjórn, sem ver ið hefur við völd fyrir kosningarn ar. Þess vegna hljóta kjósendur nú fyrst og fremst að svara spurn ingum varðandi stjórn Alþýðu- flokksins.“ Síðan ber Alþýðublaðið fram fjórar slíkar spurningar varðandi stjórn Alþýðuflokksins. Kjósand- inn á að svara því, hvort hann hafi viljað utanþingsstjórn. Hann á í öðru lagi að taka afstöðu til dýr; tíðarráðstafana Alþýðuflokksins. í þriðja lagi á hann að taka afstöðu til fjárlagaafgreiðslunnar, og svo loks i fjórða lagi til kjördæmamáls ins. Á eftir þessum fjórum spurn- ingurn kemur svo nokkru síðar fimmta spurningin, og auðséð er, að blaðið telur hana raunar þýð- ingarmesta. Kjósandinn á eiginlega umfram allt að svara því, hvort hann ætli Alþýðufl. vaxandi hlut- verk í þjóðlífinu. Ætli hæstvh’tur forsætisráðherra telji ekki, að með sanni megi segja, að þeirri spurningu hafi verið svarað á mjög ótvíræðan hátt? Ég kem því næst að málgagni Alþýðubandalagsins, Þjóðviljanum. Hinn 28. júní birti Þjóðviljinn í forsíðufyrirsögn kjörorð kosning- anna, en það var að hans dómi eins og það er orðað þar „aukin framleiðsla, réttlát skipting auðs gegn kaupráni og kjaraskerðingu. Tryggjum sigur í landhelgismál- inu, ísland fyrir íslendinga.“ — Um þetta var fólki sagt að kjósa, þ. e. a. s. um þetta sagði Þjóð- viljinn, aðalmálgagn Alþýðubanda lagsins fólki að kjósa, þ. e. a. s. um framleiðslu og launamál, land- helgismál og isíðasta setningiri á sennilega eitthvað við varnarliðið eða þess háttar, en málið sem olli því, að Alþingi var rofið, fær ekki rúm í aðalfyrirsögn blaðsins á kjördaginn. Þetta hafði auðvitað sín áhrif. Eg þekki persónuleg dæmi og skal nefna eitt. Einn af fylgismönnum Alþýðubandalagsins í einu af kjördæmunum, sem á að leggja niður, mætur maður, lýsti í vetur opinberlega andstöðu sinni gegn afnámi kjördæmanna. Á framboðsfundi kvaddi þessi sami maður sér hljóðs. Eins og vænta mátti þá stóð hann við það, sem hann hafði sagt. Hann var enn á móti afnámi kjördæmanna, en á kjördegi kvaðst hann þó verða að taka meira tillit til annarra mála. Hann myndi því kjósa sinn flolck sem fyrr. Annar fundarmaður benti þá á, að afnám kjördæm- anna kynni í framtíðinni að reyn- a-st meiri háttar kjaraskerðing fyr- ir verkafólk þorpanna í dreifbýÞ inu, og því miður er hætt við, að sú athugasemd kunni að hafa við einhver rök að styðjast. Það er meira af þessu tagi. í Þjóðviljanum 24. júni eoa nokkr- um dögum fyrr, er nokkuð ákveðin leiðbeining varðandi höfuðtiigang kosninganna. Þar er upplýst í fyr- irsögn, að á íslandi séu 600 millj- ónamæringar. Síðan segir orðrét-t, með leyfi hæstvirts forseta: „Kosningarnar á sunnudaginn snúast um það, hvort þeir, (þ. e. a. s. þessir 600 milljónarar) eiga að safna meiri gróða á lækkúðu kaupi launþeganna.“ Þær snúast um það. En þetta tal um mílljónarana, það minnir mig á atvik, sem gerð- ist á fundi, sem ég var staddur á rétt fyrir kosningarnar. Þar stóð upp ungur bóndi til að ræða um afnám kjördæmanna. Hann spurði: Hvernig höfum við misnotað rétt okkar, þannig að nauðsyn beri til að svipta okkur þessum rétti? Höf- um við notað hann til að létta af okkur störfum eða tryggja okkur óeðlilega góð lífskjör? Eða höfum við notað hann til auðsöfnunar? Eru milljónararnir hér? Og svo leit hann í kringum sig á fundinum og þar var a.m.k. enginn milljónari. En frambjóðendu-m þríflokkanna, sem þarna voru, þeim vafðist tunga um tönn. Það var von. Þeir fundu það víst vel, að það voru alveg óskyld mál og raunar and- stæð að afnema kjördæmin og kjósa á móti milljónörunum. Og svo kem ég þá í þessum lestri að höfuðmálga-gni Sjálfstæðis- flokksins, Morgunblaðinu, o.g boð- skap þess fyrir kosningarnar, og þar er nú eins og oftar dálítið feitt á stykkinu, og athyglisvert. Morg- unblaðinu saigði 16. júní: .^ýjörd.breyting er mikið mál, en þó aðeins eitt af mörgum, sem nú er kosið um. Þeir sem greiða Fram sókn atkvæði nú, gera það því ekki vegna kjördæmamálsins, held ur af því, að þeir kjósa yfir sig á ný sanis konar stjórnarfar og hér ríkti á vinstri stjórnar árunum.“ Þaí, sem gera ber Eg hef rakið þetta vegna þess-, að við minni hluta menn í stjórn- arskrárnefnd berum fram tillögu um sérstaka meðferð þessa máis. Minni hlutinn teliu’, að úr þessu sem mistókst í kosningunum, að verulegu leyti fyrir þann áróður, scm ég hef vikið að hér að framan, að úr því sé rótt og skylt að bæta eftir föngum og að enn sé hægt að gera ráðstafanir til þess, að vilji kjósenda komi fram, áður en mól- ið hlýtur afgreiðslu á. Aiþingi. Minni iilutinn telur, að ha-gt sé að koma þessum ráðstöfunum í kring án þess að fella frumvarpið að svo stöddu eða breyta því. Þetta er hægt að gera með því að fresta aukaþinginu nokkurn tíirfa og láta á meðan þinghlé er, fara fram almenna atkvæða- greiðslu í hverju kjördæmi um það meginatriði frumvarpsins, sem átökum veldur hér á Alþingi og annars staðar, þ. e. a. s. hvort leggja skuli niður kjördæmin öil utan Reykjavíkur og taka Upp í þeirra stað stór hlutfallskosninga- kjördæmi. Slik atkvæðagreiðsla væri að visu ekki lagalega bindandi, en þess er að vænta, að þingmenn tækju eðlilegt tillit til hennar við afgreiðslu málsins, og jafnframt væri komið í veg fvrir, að það haldi áfram, sem nú á sér stað, að fjöldi kjósenda um land allt, sem kaus flokka sína eða fram- . bjóðendur beirra í kosn. 28. júní, liggur óréttilega undir því , ámæli að hafa viljað leggja kjör- dæmin niður. Ef tillaga minni hlutans verður samþykkt, við þessa umræðu, þá ætti atkvæðagreiðslan, sú al- m,enna atkvæðagreiðsla í hverju kjördæmi, sem gert er ráð fyrir , í itill, að geta farið fram sunnu- daginn 23. ágúst n. k. og ef til vill fyrr. Þegar að lokinni talningu í kjördæmunum gæti aukaþingið- komið saman og afgreitt frumvarp ■ ið hvernig svo sem sú afgreiðsla þá yrði. Kosningar til Alþingis v gætu síðan farið fram síðari hluta októbermánaðar, ef þeirra reynd- ist þörf. Ef till. minni hlutans verður sam þykkt má væntanlega gera ráð fyr ir að hæstvirt rikisstjórn aflaði sér ‘ heimildar til þingfrestunar, ef á þarf að halda, þar sem málið myndi að öðrum kosti ekki koma til frek- ari meðferðar á aukaþinginu. Eg leyfi mér svo að öðru leyti að visa til nefndarálits minni hlutans á þingskjali 10 og þeirrar tillögtf til rökstuddrar dagskrár, sem. prentuð er á því þingskiali. Blátt OMO skilar yður hvítasta jþvofti í heiifii! Einnig bezt fyrir mislitan X-OMO 34/EN-244B „Þeirra eigin or8“ Hvað segir nú hæstvirtur forsæt isráðherra um þetta, o.g hvað segir ■t. d. háttvirtur 1. þingmaður Reykvíkinga (Bjarni Benediktson) sem nú er forseti sameinaðs Al- þingis? Hvað segir háttvirtur fram sögumaður meiri hluta stjórnar- skrárnefndar, sem hér talaði áðan og flokksmenn hans? Þetta eru þeirra eigin orð, svo notað sé heiti á útbreiddum kosningabæklingi frá Sjálfstæðisflokknum. Var nú ekki von, að a. m. k. Sjálfstæðismenn hikuðu við að kjósa um kjördæma- málið, eftir þessa lexíu frá aðal- málgagni sínu, sem varaformaður flokksins og núverandi forseti sam einaðs þings stjórnar? Og geta svo sömu mennirnir sagt á eftir, að með sanni megi segja, að þjóðin hafi á ótvíræðan hátt látið vilja sinn í ljós um kjördæmamálið? Nei, það geta þeir ekki sagt, og það gerði þjóðin heldur ekki á ó- tvíræðan hátt. Því miður skorti mjög á, að svo væri, og það er eins og ég hef fært rök að í þessari ræðu hór að framan, að mjög miklu leyti áróðri flokkanna sjálfra um að kenna. Eg hef rakið þetta nokkuð, þenn an áróður fyrir kosningarnar, þenn an áróður þeirra, sem að stjórnar- skrárbreytingunni standa, fyrir því að menn skyldu ekki láta kosning arnar snúast um það mál, scm var lilefni þingrofsins og kosninganna. Eg hef rakið það til þess að menn geti eða eigi af þeim orsökum enn auðveldara með að gera sér það ijóst, að það hlaut að fara svo, að mjög vantaði á, að afstaðai yrði tek in til málsins í venjulegum þing- kosningum. Minningarorð iFramhija ar 5. sifiu) og fjölskyldu allt, en tók lítinn þátt í félagslífi út á við. þó var hún meðal stofnenda eins félags hór í Reykjavík og var í því alla tíð síðan, en það var Eyrbekk- ingafélagið. Kom fram í þessu rörnm taug, er tengdi hana við átthaga og æskuslóðir Þótti henni og gott, er um hægðist störfin á efri árum, að bregða sér í smá- ferðir austur á Eyrarbakka og víðar um landið sitt, sem hún unni heitt og dáði. Þeim, er þekktu Lilju Brands- dóttur og muna hana á öllum ! æviskeiðum frá því hún var full- vaxin kona, verður hún ógleyman- leg. Hún var fögur og góð kona, ströng við sjálfa sig, en mild og umhyggjusöm við aðra. Ástúðleg eiginkona og móðir og trölltrygg vinum sínum. Hún var af þeirri gerð kvenna, er skáldið hafði í huga, er það mælti: „Oft í ís- lands djúpu dölum drottning hef- ur bónda fæðzt.“ Lilja hefði sómt I sér vel sem drottning í hásæti I skrautlegra sala, en sem stritandi ! fátæk móðir, er átti maka sinn íá sjónum við eilífar hættur, var hún tigin og traust og það hetju- hlutverk fór henni stórmannlega : úr hendi. Það var hennar drottn- mgarhlutverk. Megi sem flestar íslenzkar konur verða jafnokar hennar. Ég votta aðstandendum öllum icnlæga samúð mína og þakka vináltu og tryggð hinnar látnu konu. Blessuð sé minning Lilju Brandsdóttur^ Ágúst Þorvaldsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.