Tíminn - 04.02.1960, Blaðsíða 7
TÍMINN, fimmtudagÍMi 4. febrnar 1960.
7
VETTVANGUR ÆSKUNNAR
RITSTJÓRI: DAGUR ÞORLEIFSSON
ÚTGEFAN'DJ v.SAMBAND UNGRA. F.RAM.SOKNARMANNA
Ef til vill nemur maður ný lönd
— Hvar er fslenzk myndlist á
vegi stödd í dag?
Ég sit í herbergi uppi á lofti í
öldruðu húsi við Bókhlöðustíginn
og beini þessari spurningu að há-
vöxnum, toginleitum manni, er
flatmagar á dívan andspænis mér.
— Nokkuð góð spurning, en erf-
itt að svara henni, segir hann og
strýkur hökuskeggið, er gerir hann
dálítið gyðinglegan í útliti. En
ég held að óhætt sé að segja, að
hún stefni i rétta átt hjá þeim,
sem taka hana alvarlega.
— Enginn skortur á nýliðum í
stéttinni?
— Nei, en hins ber að gæta,
að margir ungir menn, sem virð-
ast hafa áhuga fyrir listinni, gera
sér ekki grein fyrir, að meira
þarf til hennar heldur en léreft
og liti. Eftir Morgunblaðsgluggan-
um að dæma er enginn hörgull á
mönnum. sem vilja láta Ijós sitt
skína. En hvað gera þeir? Flestir
þessara manna virðast enga grein
hafa gert sér fyrir því, á hvaða
tíma þeir lifa, né hvaða kröfur
verður að gera til þeirra, sem kall-
ast vilja listamenn. Þetta á ekki
aðeins við um unga menn, heldur
líka gamla karla, sem fiktað hafa
við að mála mestalla ævina hing-
að og þangað um landið með mis-
jöfnum árangri, rísa svo upp á
afturfæturna einn góðan veðurdag
þegar þeir eru í þann veginn að
leggjast í kör og sýna og selja
líkt og um væri að ræða rjóma-
bollur á fimmtíu aura stykkið, en
ekki misheppnaðar myndir. ís-
land er paradís fúskaranna, eða
hvað segirðu um Hafnarstræti 17?
Þar eru seld skilirí, sem í öllum
öðrum sæmilega siðuðum þjóðfé-
lögum væru ekki metin meira en
sem svaraði einni rósóttri vegg-
fóðursrúllu. En hér heima dugar
ekki minna en kýrverð fyrir þessa
inini'ömimuðu litakvoðu.
— Hvenær fórstu sjálfur að
mála? _
— Ég fékk strax merkilegan á-
huga á þessu í gagnfræðaskóla, og
kom það óþyrmilega niður á náms
greinunum. En einmitt þá var ég
stálheppinn með kennara. Það var
Skarphéðinn Haraldsson. sem
kenndi mér teikningu í þrjá vetur.
Raunar er ekki víst, að hann kæri
sig um að ég minnist á þetta, því
hann er maður hógvær.
— Og þvínæst?
— Þá var það Handíðaskólinn í
tvo vetur. Svo lá leiðin til París-
ar. Þar var ég veturinn 1954—55.
Síðan hef ég stöðugt málað og
stundað ýmsa aðra atvinnu um
leið og á miili. Nú í svipinn kenni
ég teikningu í Austurbæjarbarna-
skólanum og líkar vei.
— Hve oft hefurðu tekið þátt
I sýningum?
— Sú fyrsta var 1953 í sýning-
arsalrium við Freyjugötu, sem
G'unnar Sigurðsson veitti forstöðu,
og var hið þarfasta fyrirtæki. Svo
hef ég tekið þátt í sýningum Fé-
lags íslenzkra myndlistarmanna
frá 1955. Síðast var ég með á
Norðurlandasýningunni í Óðinsvé-
um. Árin ‘56 og ‘58 sýndi ég sjálf-
stætt í Listamannaskálanum.
— Og þú málar stöðugt?
Hér er sjón naunair sögu ríkari,
því veggir herbergisins eru skeytt-
ir málverkum í öllum litum regn-
bogans, ýmislega samanblönduð-
um, og á borði í öðrum enda her-
bergisins getur að líta pensla og
cskjur með vatnslitum, ásamt
klessóttum blöðum, sem listamað-
urinn hefur notað fyrir „riss“,
eða eru þetta kannske einnig mál-
verk?
— Jú, það þýðir ekkert annað.
ar myndir, eða abstrakt, eins og
flestir kalla þær.
— Hið abstrakta er sem sagt
drottnandi i málaralist nútímans?
— Já, og einnig mætti nefna
taschismann, sem erraunar ekkert
annað en hiiðargrein þess. Þar er
meiri áherzla lögð á litina, en
|ormið er tilviljunarkennt.
— Hallast þú ekki að þeirri
stefnu?
— Ég hef komizt að þeirri nið-
urstöðu, að mér henti ekki að
sömu brautir og í öðrum Evrópu-
löndum. Þó er sá munur á, að
ytra eru menn löngu hættir að
rífast um gildi abstraktstefnunn-
ar. Aðeins hér á landi fyrirfinn-
ast geðvondir skarfar eins og
Björn Franzson, sem eru enn við
sama heygarðshornið í þessum
efnum. .
— Þú ert ekki ánægður með
listgagnrýnma?
— Ég hef að sjálfsögðu ekkert
á móti gagnrýni. Ég tel hana
þvert á móti nauðsynlega. En hún
Æfingin skapar meistarann. í ár
hef ég eingöngu notað vatnsliti.
Gafst upp við olíulitina.
— Því þá það?
— Fyrst og fremst vegna pláss-
leysis. Hér erum við raunar komn-
ír að einu höfuðvandamáli ungra
listmálara. Það er skortur á vinnu-
húsnæði. Hið opinbera hefur gef-
íð þessu máli sáralítinn gaum, að
minnsta kosti í seinni tíð. Hent-
ugum vinnustofum fyrir listmál-
ara og myndhöggvara mætti vel
koma fyrir i rishæðum hinna nýju
fjölbýlishúsa, sem nú er verið að
reisa, með sáralitlum kostnaði.
Hér er um að ræða mikið nauð-
synjamál, því eins og gefur að
skilja, þurfa myndlistarmenn á
húsnæði að halda við vinnu sína
eins og hverjir aðrir borgarar þjóð
félagsins. Þannig þurfa trésmiðir
á vekstæði að halda, prentarar á
prentsmiðju og svo framvegis.
— Hvaða stefnum hefurðu eink-
um fylgt í lúlkun þinni?
— Eins og aðrir, byrjaði ég að
mála hlutina eins og þeir komu
öðrum fyrir sjónir. En smátt og
smátt hef ég endurskoðað mat
mitt á málverkinu. Framan af var
um stökkbreytingar að ræða hjá
mér, en á seinni árum hefur þró-
unin verið hægari. Frá því 1953
hef ég eingöngu málað óhlutstæð-
Rabbað við
Hafstein Austmann
listmálara
mála þannig.
— Ættum við ekki að víkja nán-
ar að vandamálum ykkar, svona
almennt?
— Vel gætum við það, því af
nógu er að taka. Til dæmis eru
það vandræðin með sýningar-
skálana. Af slíkum er aðeins Lista-
mannaskálinn til, en hann er allt-
of stór fyrir sýningar einstakra
listamanna. Hvað bogasalinn í
Þjóðminjasafninu snertir, er hann
alls ekki ætlaður til málverkasýn-
inga, þótt dr. Kristján Eldjárn
láni okkur hann af góðsemi sinni.
Hér erum við aftur komnir að
húsnæðisvandræðunum. í slíkum
tilfellum hafa þau ýmsar miður
heppilegar afleiðingar, sem sé
þær, að listmálarar neyðast til að
hengja verk sín til sýnis í sjopp
ur hingað og þangað um bæinn
— Hvað viltu segja um listþró-
un hérlendis?
— Hún hefur að mestu gengið
verður að byggjast á þekkingu.
Kaunar er varla hægt að tala um
neina sanna listgagnrýni hér á
landi. Aðeins eitt dagblaðanna
hefur fastan myndlistargagnrýn-
anda. En þó er enginn hörgull á
mönnum, sem vilja segja okkur
málurunum fyrir vei'kum. Um þá
er það að segja, að þeir eru flestir
annað hvort misheppnaðir lista-
menn sjálfir eða pólitískir ofstopa
menn, sem ólmir vilja draga lista-
menn í dilka eftir stjórnmálaskoð-
unum. En krítík þeirra er sjaldan
upp á marga fiska. Hvað yrði
sagt, ef ég tæki upp á því að
vaða inn á skrifstofu til einhvers
bókhaldarans og skamma hann
fyrir illa unnin störf, skipa hon-
um að breyta öllum sínum færsl-
um o. s. frv. Ég yrði eflaust álit-
inn bilaður, og ekki að ástæðu-
lausu. En hins vegar þykir sjálf-
sagt og eðlilegt, að hver skrif-
stofumaður eða handverksmaður
rísi upp og skammi okkur listmál-
arana og segi okkur fyrir verk-
um. Má ekki annars bjóða þér ein-
hverja hressingu, kaffi eða te?
— Nei, þakka þér fyrir, ég ber
litla virðingu fyrir slíkum drykkj-
um.
— Hvað er að heyra, drekkurðu
þá brennivíri?
— í svipinn langar mig mest í
gias af köldu vatni, ef þú ættir.
— Jú, mikil ósköp. Hafsteinn
slekkur á fætur og skálmar fram
í eldhús, og kemur að vörmu
spori með vatnsglas og réttir mér.
— Þakka þér fyrir. Annars er
víst naumast sæmandi að gera
þig að vatnsbera.
— Er röðm þá ekki komin að
hafmeynni? segir hann og hlær
við.
— Já, hvað hefur þú um það
mál að segja?
— Ég heíd að það hljóti að fara
að verða útrætt. Hvað meykindina
snerti’, fannst mér hún misheppn-
að verk og vægast sagt fádæma
hugsunarleysi að príla með hana
út í tjörn. Aftiur á móti var að-
ferðin við að koma henni þaðan
vítaverð. Sú var og skoðun flestra
íslenzkra listamanna. Vonandi
verður þetta atvik til þess, að hið
opinbera taki á sig rögg og setji
lög til verndar þeim verkum, sem
komið er fyrir á almannafæri.
— Hvað hefurðu að segja um
þær ásakanir, sem að ykkur hafa
beinzt út af þessu atviki?
— Það er að sjálfsögðu hlægi-
leg fjarstæða, að halda því fram,
að við höfum sprengt hana í loft
upp. Hvað ásökunum Högna Torfa-
sonar viðvíkur, lýsa þær furðuleg-
um haturshug hans í garð ís-
lenzkra lista Það skyldi þó aldrei
vera minnimáttarkennd? En slíkt
er fremur rannsóknarefni fyrir sál-
fræðinga en listamenn.
— Þú sagðist hafa verið í París.
Hvernig stendur eiginlega á þessu
sífellda flakki myndlistarmanna
þangað?
— Líklega hefur vaninn þar
mest að segja. En það er líka
gott að vera í París. Að minnsta
kosti er engin hætta á að ráðizt
sé á mann á götum Parísar með
skömmum og skætingi fyrir að
vera listmálari, eins og kemur
fyrir hér heima. Enda er stærðar-
munur mikill á París og Reykja
vík. En ekki stafar þetta aðdrátt-
arafl frönsku höfuðborgarinnar af
því að Frakkar séu betri málarar
en aðrir. Flestir beztu málarar
Parísar eru útlendingar. margir
Austur-Evrópumenn, sem komið
hafa til borgarinnar sem náms-
menn og dagað uppi, kannske
vegna þess, að þeir hafa fundið
þar betri hljómgrunn en í föður-
landi sinu. Fyrir mitt leyti mundi
ég kjósa tvö lönd öðrum fremur
til' að lifa og starfa í, ef ég mætti
ráða, Frakkland og ísland. Höfuð-
kostur síðarnefnda landsins eru
björtu næturnar á sumrin.
— En París hefur þó sennilega
sínar plágur?
— Já, og þar eru túristarnir
fremstir í flokki. Fyrir þeim er
ekki stundlegur t’riður tímunum
saman. Áður var Montmartre helzta
listamannahverfið, en svo rammt
kvað að ásókn ferðamanna þangað.
að málararnir lögðu að lokum á
flótta. Nú hafast þeir einkum við
a Montparnasse, í Latínuhverfinu
og víðar.
— Hveri er álit þitt á súrreal-
ismanum?
, — Ég met hann meira sem bók-
menntastefnu en myndlistar.
(Framhald á 15. síðu)
öa lendir í flækju myikviðar