Tíminn - 04.02.1960, Síða 12
12
T í M IN N, finuntudaginn 4. febrúar 1960.
Myrótílr
RITSTJÓRI. HALLUR SIMONARSON
BandaríkjamaSurinn Biil Disney
setur heimsmet í skautahlaupi
Hinn 27 ára gamli bandaríski skautahlaupari, Bill Disney,
setti 8.1. föstudag nýtt heimsmet í 500 m. skautahlaupi, hljóp á
40.1 sek., sem er einum tíunda úr sekúndu b«tra en eldra heims-
met, sem Rússinn Evgeny Grisjin átti. Disney setti heimsmetið á
skautabrautinn í Squaw Valley, þar sem keppt verður á Ólym-
píuleikunum, í samband við val bandarískra skautahlaupara á
leikana- Aðstæður voru fyllilega löglegar er keppnin fór fram.
Disney, sem aðeins hefur tekið þátt í keppni í tvö ár, hljóp í riðli
með Terry McDermott, sem fékk hinn ágæta tíma 40.4 sek. Veður
var ekki sérlega hagstætt, er hlaupið fór fram, nokkur vindur
og fjögurra stiga frost. Eftir þetta hlaup verður Bill Disney tal-
inn líklegastur til sigurs í 500 m. hlaupinu á Ólympíuleikunum í
þessum mánuði, en Rússarnir verða honum þó sennilega erfiðir.
Ármann Lárusson sigr-
aði í Skjaldargiímunni
Tveir keppenda uríu at5 hætta vegna meiðsla
Skjaldarglíma Ármanns, hin
49. í röðinni, var glímd að Há-
logalandi s.l. mánudagskvöld.
Átta keppendur voru skráðir
í glímuna og mættu allir, en
tveir urðu að hætta keppni
sökum meiðsla. Sigurvegari í
glímunni varð Ármann J Lár-
usson, UMFR, og hlaut hann
bikar þann, sem keppt var um
til eignar, þar sem hann sigr-
aði í þriðja sinn í röð. Bikar-
ínn gaf Eggert Kristjánsson.
Ekki var glíman sérlega
skemmtileg — og skiptust kepp-
endur mjög í tvo flokka hvað
leikni og kunnáttu snerti. Það setti
einni'g sinn svip á glímuna, að
tveir glímumenn, Trausti Ólafsson
og Sveinn Guðmundsson, báðir
Ármanni, meiddust og urðu að
hætta keppninni. Trausti hafði þá
glímt þrjárglímur og unnið allar,
en hann meiddist í glímunni við
Ármann J. Lárusson — og var
læknir ekki frá því, að um hæl-
brot væri að ræða.
Sigurvegarinn Ármann J. Lárus-
son glímdi yfirleitt rólega og tók
sjaldan áhættu. Hann var örugg-
astur keppenda og sigur hans
mjög verðskuldaður.' Röðin var
annars þe9si:
1. Ármann J. Lárusson, UMFR,
5 vinningar.
2. Hilmar Bjarnason, UMFR, 4
vinningar.
3. Ólafur Guðlaugsson, Á, 3 vinn.
4. Sigurður Ámundason, Á, 2 vinn.
5. Hannes Þorkelsson, UMFR, 1
vinningur.
6. Þórður Kristj'ánsson, UMFR, 0
Eftir glímuna afhenti Jens Guð-
björnsson formaður Ármanns,
verðlaun, og sagði þá nokkur orð.
Gat hann þess m. a. að erlendir
glímusérfræðingar, sem séð hafa
íslenzka glímu, teldu hana mjög
skammtilega og fagra. Þætti þeim
gaman að sjá íslenzka pilta glíma.
Áhorfendur að glímunni voru
um 300, og er það mun meiri að-
sókn en verið hefur á glímumót
undanfarin ár. Var þar innan um
margt ungt fólk — og má því bú-
ast við, að íslenzka glíman hefjist
að nýju til vegs og virðingar.
Jimmy Hill, hœgri innherji hjá Fulham, er einn mest umræddi leikmaðurinn í Englandi. Hann er hinn einl
af atvinnumönnum I 1. delld, sem er með alskegg, og vekur alltaf mikla athygli fyrir það, auk þess, sem hann
er mjög góður lelkmaður og fastur fyrir. Hiil er formaður samtaka enskra atvinnuknattspyrnumanna, og þyk-
ir ekki síður harður f horn að taka þar frekar en á leikvelli. Mynd þessi er tekin á leikvelli Fulham { London,
þegar Fulham sigraði Everton 2—0 í deildakeppninni. Hill, til hægri, skallar knöttlnn að marki.
Ármann J. Lárusson
Enska bikarkeppnin
Á þriðjudagiun fóru fram þrír
leikir í fjórðu umferð Bikarkeppn
innar, sem hafði lokið með jafn-
tefli á iaugardaginn Úrslit urðu
þessi:
Bunley-Swanisea 2—1
Preston-Bristol Rov. 5—1
Watford-Southampton 1—0
Aðalspenningurinn var í sam-
bandi við leikinn í Watford, þar
sem heimaliðið, sem er í fjórðu
deild, lék gegn Southampton, öðru
efsta liðinu í þriðju deild. Löngu
fyrir leiktíma varð að loka vellin-
um og stóðu sex til sjö þúsund
manns fyrir utan. Metið að vellin-
um er 32.800 gegn Manch. Utd.
1950. Watford tókst að sigra með
eina markinu í leiknum og leikur
í fimmtu umferð í Sheffield gegn
United. Burniey leikur í fimmtu
umferð í Bradford gegn 3 deildar-
: liðinu þar Bradford City, en Prest-
; on á heimaleik í 5. umferðinni
I gegn Brighton eða Rotherham.
Líklegir Ólympíusigurvegarar
— Dave Jenkins, Bandaríkjunum
Meðal áhugamanna fyrir vetr
aríþróttunum eru stöðugar um-
ræður um það hverjir séu lík-
legastir sigurvegarar í hinum
einstöku greinum á Vetrar-
Ólympíuleikunum, sem hefjast
í Squaw Valley eftir hálfan
mánuð. Skoðanir eru auðvita?
mjög skiptar um flestar grein
ar — en um eitt eru menn sam
mála, að það verður hrein
óheppni, sem ræður, ef Davc
Jenkins, Bandaríkjunum, sigrar
ekki í listhlaupi karla á skaut
um.
Allan fyrri hluta síðasta ár
voru Iíkur til þess að Jenkin:
myndi ekki geta tekið þátt
leikunum vegna> alvarlegr;
meiðsla, sem hann hafði hlotið
er hann og annar skautahlaup
hlupu saman. Jenkins slasaðist
meir, og varð að sauma mörg
sárin saman með yfir 30 spor-
um. En flestum á óvart gat
hann hafið æfingar s.l. haust,
og er nú sagður í mjög góðri
æfingu — og að hann hafi sjald
an sýnt meiri leikni.
Eldri bróðir Jenkirn að nafni
Hayes, var um árabil bezti lisi
hlaupari heims, en eftir að hanr
gerðist atvinnumaður í grein
nni, hefur það verið Jenkins
;em verið hefur hinn leiðand
maður í íþróttinni. Hann hefur
þrisvar sinnum orðið banda
rískur meistari, og einu sinn
norður-amerískur. Á Ólympíu
teikunum í Cortína 1956 var
hann í þriðja sæti. Nú þarf
hann aðeins ólympískan titi)
em kórónu á íþróttaferil sinn
Bandaríkin hafa einnig mikla
vgurmöguleika í listhlaupi
kvenna á leikunum, og þar er
Carol Heiss „aðalstjarnan1.
Dave Jenkins
frábær listhlaupari