Tíminn - 04.02.1960, Síða 16

Tíminn - 04.02.1960, Síða 16
Mjdlkin fór öll í fyrsta flokk 911.262,00 fcg., sem er 422.771.00 kg. meira en árið 1958 eða 0,62% aufcning. Skipting milli flokka Langmest magn þessarar mjólk ur eða 66.599.728 kg. flokkaðist undir 1. og 2. fl., en það er jafn- gildi 96,65% af allri framleiðsl- unni. í II. fi. fóru 3,15 kg. (2.171, 034,00 kg.) og í IV. fl. 0,20% (140. 500.00 kg.). Hér er að sjálfsögðu aðeins átt við þag magn, sem inn- vegið var hjá mjólkurbúunum og samilögunum, en framleiðslan alls mun hafa verið nokkru meiri, þar sem nokkuð magn mun alltaf vera selt beint fró bændum til þurra- búðarmanna, auk þess sem farið hefur til heimanota hjá mjólfcur- framleiðendum sjálfum. Aflabrögð í janúar lofa yfirleitt góðu f - Heildarafli Akranesbáta um 2000 lestum meiri en á sama tíma i fyrra. Blaðinu hefur nýlega borizt skýrsla yfir mjólkurfram- leiðsluna á íslandi árið 1959, en hana hefur Kári Guðmunds son mjólkurfræðingur tekið saman. Samkvæmt þeirri skýrslu varð 0,62% fram- leiðsluaukning á mjólk á ár- inu, og fjögur ný mjólkursam- lög tóku tií starfa. Mest jókst framleiðslan hjá Mjólkursam- lagi Skagfirðinga, Sauðár- króki, eða 10,01%, en minnk- un framleiðslu varð mest á svæði Mjólkursamlags Borg- firðinga, eða 5,76%. Heildarmagn mjólfcur hjá mjólk urbúum og samlögum landsins var Fyrsti mánuður hinnar yfir- standandi vertíðar er nú að baki. Tíminn hefur haft tal af fréttamönnum sínum á Akra- nesi og í Keflavík og fengið hjá þeim upplýsingar um aflabrögð og horfur í út- gerðarmálum. Um horfur er að sjálfsögðu alltaf erfitt að Svertingjar eru líka menn NTB—Pretoriu, 3. febr. — Macmillan lýsti eindreginni cndstöðu við kynþáttastefnu S-Afríku í dag. Hélf Mcmillan ræðu á þingi S-Afríku Kvaðst ekki vilja leyna því að kynþáttamisrétti S-Afríkustjórnar bryti í bága við stefnu og rófgróna sann- færingu Breta. Þjóðernis- hreyfing svertingja væri vax- andi og til hennar yrði að taka tillit. Varaði hann S-Afríku við afleiðingum þess, að neita svertingjum um jafnfrétti og beita þá kúgur. i segja mikið, svo duttlungafull skepna sem þorskurinn er. En afli í janúar lofar yfirleitt góðu. Má það vera öllum ís- lendingum ánægjuefni, svo mjög sem þjóðin á afkomu sína undir því, að góðæri ríki við sjávarsíðuna. Frá Akranesi hafa að staðaldri I róið 12 bátar írá 10. jan. til mán-1 aðarloka. Heildaraflinn er 1242 i tonn og er það 2000 tonnum meira ! en á sama tíma í fyrra. Aflahæstu j bátarnir eru Sigrún með 129 tonn, j Sigurvon með 121 tonn, Sveinn | Guðmundsson með 108 tonn, Skipaskagi með 107 tonn, Böðvar með 106 tonn. Aðrir bátar eru innan við 100 tonn. Sjóveður hefur verið hagstætt, sem betur fer, því að á heimamiðum fæst ekki branda og verður því að róa djúpt. 30 bátar frá Keflavík Þrjátíu bátar hafa róið frá Kefla vík síðan um áramót, allir með línu Aflinn er 2523 lestir í 428 róðrum. Aflahæstu bátarnir eru: Jón Finnsson 142 lestir, Askur 141,7 lest, Guðmundur Þórðarson 139,5 lestir, Bjarni 134 lestir. Meðalafli í róðri var 5895 kg. Til samanburðar má geta þess, að í janúarmánuði í fyrra réru 32 bátar frá Keflavík. Þeir fóru 394 .óðra, heildaraflinn var 2277 lestir og meðalafli í róðri 5778 kg. í janúarmánuði 1958 réru hins vegar 29 bátar. Róðrar voru 440, heildarafli 2403 lestir og meðalafli ! á bát í róðri 5461 kg. VÍSa er háit í bænum og þessari litlu telpu varS einmitt hált á því skðmmu fyrir hádegið í gær. Þegar Ijósmyndari blaðsins reisti hana upp, sagði hún: „É á heima á Þólvallagötu þjú". Kveðja kóng og prest og fara heim með fyrstu ferð LÍÚ gaf TÍMANUM þær upplýsingar í gærkvöldi, a3 nú væru öll sund endanlega lokuð fyrir samkomulagi í deilu Færeyinga og fslend- inga, þar sem Færeyingar hvika ekki frá kröfum sínum, sem fela í sér betri kjör en fs- lendingar fá, og að vonum er ekki hægt að fallast á að ívilna úflendingum fremur en sitja á réfti þeirra. Samningafundir stóðu yfir í fyrradag og gær, en Færeyingar héldu fast við sínar kröfur, einkum með til- liti til kauptryggingar í fær- eyskum krónum. ”m LÍÚ gat ekki gengið til fulls frá fyrr en vitað var um ráðstafanir ríkisstjórnarinnar, en var reiðubúið að fryggja þeim hliðstæða kauptryggingu og íslenzkum fiskimönnum, en kauptrygging þeirra er 5365 krónur og orlof. Lyktaði við- ræðum svo, að Færeyingar kvöddu kóng og prest og kváðust fara heim með fyrstu mögulegri ferð. Viðræður verða ekki teknar upp að nýju. Nýr sakadómari í Alsír skrásetur samsærismenn Þingið veitti de Gaulle, forseta Frakk- lands, alræðisvald um öryggismál ríkis- ins um eins árs skeið NTB—París, 3. febr. — Franska stjórnin hófst þegar handa er þingið hafði veitt henni og forsetanum víðtækt alræðisvald í öryggismálum. Nýr saksóknari hefur verið skipaður í Alsír og leit rann- sóknarlögreglunnar bæði þar og í Frakklandi að öfgamönn- um hefur magnast um allan helming í dag. Hafa allmargir menn verið handteknir til viðbótar þeim, sem áður var kunnugt um. í nótt samþybkti fulltrúadeild framska þingsins nve'ö 441 atkv. gegn 75, að veita forsetanum og ríkisstjórninni alræðkvald í næstu 12 mánuði, en umboð þetta er þó að mestu bundið við ör- yggismál ríkisins. Sagt er, að tak marka eigi freikar en nú tíðkast mál- og ritfrelsi. Handtökur hægri manna í gær var kunnur öfgamaður frá Alsír, Jean Baptiste Biaggi, handtekinn er hann kom til Paris ar og með honum einn af þing- fulltrúum frá Alsír. Sex rannsóknardómarar og slóraukið starfslifi hefur tekið til starfa með hinum nýja saksókn- ara í Alsír. Fyrsta verk þeirra veröur að gerá nákvæmar skýsl- ur um alla þá, sem grunaðir eru um samblástur gegn ríkisstjórn- inni og de Gaulle. Unnið er að sama verkefni í Frabklandi. — Húsrannsóknum var haldið áfram í París í dag og víðar í Frakk- iandi. Búaist menn við allmikl- um lögregluaðgerðum og hand- tökum innan tíðar. Afmælis- hóf FUF Afmælishóf F.U.F. í Reykja- vík verður haldið f Framsókn- arhúsinu (neðri sal) laugard. 6. febr. n. k. og hefst með borðhaldi kl. 7 e. h. Fram- reiddur verður kaldur matur og verður borðað á lausum borðum. Dagskrá: Ávarp: Formaður F.U.F. Einar Sverrisson. Gísli Guðmundsson, alþm., fyrsti form. F.U.F., flytur ræðu. Árni Jónsson syngur einsöng og Ómar Ragnarsson skemmt- ir. Dansað verður til kl. 2 eftir miðnætti. Aðgöngumiðar fást á flokks- skrifstofunni í Edduhúsinu, símar 16066 og 19613. STJÓRNIN.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.