Tíminn - 16.03.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.03.1960, Blaðsíða 6
6 T í MI N N, miðvikudaginn 16. marz 1960. Minningarorð: Guörún Jónína Sfefá nsdóttir húsfreyja á Karlsskála fyrrv. Afmæliskveðja til Guðrúnar Jónsdóttur í Finnstungu Guðrún Jónína Stefánsdóttir, fyrrverandi húsfreyja á Karlsskála Helgustaðahreppi, og ljósmóöir, lézt á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað 24. nóvember 1959, og var jarðsett 2. desember í Breiðuvíkur-grafreit við hlið Guðna Eiríkssonar fyrrverandi éiginmanns hennar, og lífsföru- nautar um 46 ára skeið. Hann lézt 11. ágúst að heimili þeirra Karls- skála eftir 13 ára vanheilsu, þá 80 ára að aldri. Jónína (því nafni var hún venju lega nefnd) var tæpra 86 ára að aldri er hún lézt, fædd 30. janúar 1874 í Seljarteigi í Reyðarfriði, dóttir hjónanna Stefáns Jónsson- ar og Önnu Mörtu, er þá bjuggu þar. Um uppvaxtarár Jónínu heit- innar er mér því miður lítið kunn- ugt, en býst við að hún hafi þegar hún gat, orðið — ásamt foreldrum sínum — að vinna eins og kraftar leyfðu fyrir lífsframfæri sínu. Það því fremur sem hún var elzt af systkinum sínum. Það urðu flest börn og unglingar að gera á þeim tíma, ekki sízt þar sem fjölskyldan var stór, og fátæktin annars vegar. Systkinin voru 6 að tölu, 3 drengir og 3 stúlkur, og eru nú aðeins tvær systurnar á lífi, Þegar Jónína var 13 ára, dó móðir hennar frá hinum unga barnahóp sínum. Varð þá faðirinn, Stefán, að hætta búskap og börnin að fara til vandalausra. Jónína fór þá til séra Lárusar Halldórssonar og frú Kirstínar konu hans, er þá bjuggu á Kollaleiru í Reyðarfirði. Séra Lárus var þá nýlega orðinn fríkirkjuprestur við hinn nýstofn- aða fríkirkjusöfnuð Reyðfirðinga. Áður en þessum minrfingarorð- um lýkur, mun ég minnast lítils- háttar á veru hennar þar. Laust fyrir aldamótin 1900 flutt- ist Jónína að Kalsskála, sem eftir það varð æfi-heimili hennar, því 13. septebmer árið 1900 giftist hún Guðna Eiríkssyni, og tók við hús- móðurstörfum á Karlsskála. Tveim ur árum óður var hún skipuð ljós- móðir í Helgustaðahreppi, því hún lauk prófi í yfirsetufræði 6. júní 1898. Ljósmóðurstarfinu gegndi hún svo ásamt húsmóðurstarfinu til ársins 1959 eða full 50 ár. Ei-nnig starfaði hún sem ljósmóðir á suð- urbyggð Reyðarfjarðar, frá Eyri að Vattarnesi. Hún þjónaði því 2 Ijósmóðurumdæmunum við erfið skilyrði, svo ekki sé meira sagt. Þau Guðni og Jónína eignuðust 7 börn, 5 drengi og 2 stúlkur, auk þess ólu þau upp 2 fósturbörn, dreng og stúlku, og eru'þau öll á lífi. Jónína heitin vann því mikið ævistarf sem húsmóðir og ljós- móðir. Hún var traustur lífsföru- nautur eiginmanni sínum, góð móðir börnum sínum og fóstur- börnum. Umhyggjusöm húsmóðir hjúum sínum. Ég veit að allir sem dvöldu á heimili hennar og aðrir, sem einhver kynni höfðu af henni utan þess, minnast hennar með ástúð, virðingu og þökk. Sama fullyrði ég að segja má um allar þær mörgu sængurkonur — bæði lífs og liðnar — er urðu aðnjótandi fæðingarhjálpar henn- ar. Ljósmóðurstarf sitt vann hún við erfið skilyrði. f heimaumdæm- inu er fyrst og fremst yfir fjallveg að fara til Vaðlavíkur eða um mjög slæmar skriður með sjó fram. Um hitt umdæmið er það að segja, að þar er yfir sjó að fara (Reyðarfjörðinn); sem oft getur orðið sjóillur. Ég held mér sé óhætt að fullyrða, að ekki mundi þurfa að bjóða nútímaljósmæðr- um þá þrekraun í starfi, sem hún varð að gera sér að góðu og þola. Það er mér sem þetta rita, vel kunnugt um, því ég held mér sé óhætt að segja, að fáir eða jafnvel engir hafi oftar verið leiðtogar hennar í þeim ferðalögum innan Helgustaðahrepps. Stundum um blíða daga og bjartar nætur, en þó oftar um dimmar hausts- og vetrarnætur — ýmist gangandi eða á hestbaki. Þá var ekki um annað en rudda eða órudda vegar- slóða að ræða. Engar hlaðnar brautir eða hjólafarartæki að grípa til. í sambandi við minninguna um ferðalög hinnar látnu sæmdar- konu, vildi ég segja í stuttu máli frá einni ljósmóðurferð hennar til Vaðlavíkur með mig undirritaðan einan að fylgdarmanni. Það var að áliðnum degi í marz- mánuði 1928 að sambýliskona mín og mágkona Jónína Jónsdóttir' lagðist á sæng að öðru barni sínu, bað þá maður hennar Stefán bróð- ir minn mig að fara að Karlsskála til að ná í Jónínu yfirsetukonu. Lagði ég þá tafarlaust af stað ásamt öðrum manni (Magnúsi Jónssyni) í fremur ótryggu veður- útliti, og fórum við útfyrir Krossa nes og um hinar hættulegu Karls- skálaskriður, að Karlsskála. Þegar þangað kom, var Jónína ekki heima, hafði verið sótt að Þernu- nesi á suðurbyggð Reyðarfjarðar, til að gegna ljósmóðurstörfum þar. Það skal hér tekið fram, að sveitarsími var þá ekki kominn í | Helgustaðahrepp, en landssíminn lá um byggðina með 3ja flokks stöð í Litlubreiðuvík á Austur- byggð Reyðarfjarðar. Litlubreiða- vík er næsti bær fyrfr innan Karls : skála. sofiagenfintb Einnig var 3ja flokks stöð á Hafranesi sunnanmegin Reyðar- fjarðar. Varð það þá að ráði, að ég færi að Litlubreiðuvík, og reyndi að ná sambandi við yfirsetukonuna en samfylgdarmaður minn yrði eftir á Karlsskála. Við töldum víst að ef hún gæti kóomið með okkur, mundi hún vilja koma við heima1 og fara sömu leið og við komum. Ég náði sambandi við Jónínu með hjálp sírnans milli Breiðuvíkuir og Hafraness, og ákvað hún að koma með okkur til Vaðlavíkur, þar sem sín mundi ekki þörf lengur í bráð- ina hjá konunni á Þernunesi, því fjölgunarvon með eðlilegum hætti væri ekki um að ræða svo bráð- lega, þó hún hefði orðið lasin, og ekki þorað annað en láta sækja ljósmóður, þá væri hún nú hress- ari. En til þess að hún gæti komið með okkur, yrði ég að fá menn og bát til að sækja hana yfir fjörð- i inn. Allt tókst þetta ágætlega, en tók talsvert langan tíma, og var komið náttmyrkur og veðrið að ganga upp með Aust-Norðaustur snjóbleytuhríð, er við loksins stóð- um ferðbúin á bæjarhlaðinu í Breiðuvík, til að leggja á Vaðlavík- urheiði, því Jónína vildi ekki fara heim og út skriður. — Taldi það mesta óráð í myrkri og jafnvel hríð. Og þar sem enginn sími var þá kominn milli Breiðuvíkur og Karlsskála, þá var ekki hægt að ná í hinn fylgdarmanninn nema með því að senda mann til hans, en vitanlega tók það nokkuð lang- an tíma Eg lét þá þau orð falla, hvort hún þættist ör,ugg að leggja á fjallið við þær aðstæður, sem ég hef nú lýst. Hún svaraði hiklaust og með ákveðnum málrómi: „Ég treysti á Guð og fylgdarmanninn.“ Þessum orðum hinnar trúuðu dugnaðarkonu mun ég seint gleyma. Var svo án fleiri orða haldið af stað sem leið liggur til Vaðla- víkur, sem 1 góðu gangfæri er 2ja tíma ferð bæja á milli, en við vor- um 4 tírna í þetta sinn, og gátum aldrei sett okkur niður til hvíldar því ekki var annað sæti að fá en blautan snjóinn, sem vetrarstorm- urinn næddi yfir. En með Guðs hjálp komumst við þetta slysalaust, og þykist ég varla þurfa að lýsa því fyrir nein- um hvílík þrekraun þessi ferð var fyrir konu þessa, þá 54 ára að aldri, í snjóbyl og náttmyrkri, sem mér þá 39 ára karlmanni þótti nóg um. Hvorugu okkar varð neitt meint af ferðalaginu, og ljósmóður starf hennar tókst vel og farsæl- lega í þetta sinn sem svo oft áður og síðar. Eins og áður er .sagt, vann Jón- ína sitt ljósmóðurstarf í 50 ár við þau skilyrði um ferðalög á landi, sem ofanritað gefur hugmynd um, og mætti margt fleira af því segja. Eitthvað líkt hefur hún efalaust mátt reyna í ferðalögunum yfir sjóinn, því ekki mun þá ætíð hafa verið blítt á báru eða bjart 1 lofti og þá farartækin einungis ára- bátar. Ég álít að lífsstarfi eins og því, sem ég hef nú með fáum orðum lýst, afkasti ekki aðrar konur með þeirri sæmdarprýði og hugarró- semi, sem hin látna kona gerði, en þær, sem búnar eru miklu and legu og líkamlegu þreki. Mér virð- ist Jónína hafi í ríkum mæli hlotið þessa dýrmætu eiginleika í vöggu- gjöf. Þessum or'ðum mínum til stað- festu vil ég hér að endingu skýra frá atviki sem kom fyrir hana unga að aldri, aðeins 16 ára, er hún var vinnustúlka hjá séra Lárusi og konu hans, sem áður var getið. Bar þá svo til að frú Kristín tók léttasótt. Sent var ef-tir ljós- móður en hún kom ekki nógu fljótt til að aðstoða konuna við fæðingu barnsins. Kalla þá hjón- in Jónínu sér til aðstoðar. „Ég færðist undan að verða við þeim tilmælum þeirra að takast þann vanda á hendur, ung og óvön því starfi“, sagði hún (Jónína) mér. „En frúin var svo hugrökk og taldi kjark í mig“, sagði hún. Og af ölum þeim orðum, sem þarna voru töluð, voiu henni minnisstæðust þessi: „Ef þú, stúlka mín, gerir allt eins og ég segi þér fyrir, mun þetta starf þitt vel takast“. Og svo varð, að þetta hennar fyrsta ljósmóður- starf tókst ágætlega. Þetta atvik sýnir hvað mikið traust hjónin báru til hinnar ungu stúlku. Þau kalLa hana til þessa staifs, þar sem þó voru aðrar eldri og lífsreyndari konur á heimilinu. Upp frá þeirri sfundu bar hún þá ósk í brjósti að læra ijósmóðurstörf, með það í huga að hafa meiri þekkingu og æfingu við það starf næst, þegar 6vipáð kall bæri henni að höndum fyrr eða síðar á lífsl.eiðinni. Nú er þessi trúartrausta og táp mikla góða kona horfin okkur af sviði jarðlífsins, — þessi trausta eik fallin, er á sínum tíma breiddi ástríkar ilmgreinar yfir mann sinn, börn, heimili og byggðarlag. En minningin lifir björt og blíð í huga okkar samferðamanna hennar og fócturbarna, vanda- manna og vina. Einnig hjá sveit- ungum öllum ungum sem gömlum. Öll blessum við minningu henn ar og felum sál hennar faðmi Guðs um alla eilífð. Vilhjálmur Jónsson. Guðiún í Finnstungu varð átt- ræð í gær, hinn 14. marz. Feginn hefði ég viljað þrýsta hönd henn- ar á afmælisdaginn. Þess er þó eigi kostur. í staðinn langar mig •til að senda henni örstutta af- j mæliskveðju. Eigi mun ég rekja ættír Guðrún ar frá Auðólfsstöðum né heldur æviferil — og væri þó maklegí og meira til. Ekki verðu rhenni heldur goldin gömul skuld með orðum einum, fáum og fátækleg- um. En hitt mætti hún finna, að ég met hana mjög um aðra fram. Guðrún frá Auðólfsstöðum var kennari minn og systur minnar um nokkurra vetra skeið fyrir ; fermingaraldur. Var hún til þess r'áðin fyrir meðalgöngu frú Elínar Briem, sem var í vinfengi við for eldra mína. Hafði frú Elín hið mesta álit á Guðrúnu. Brást hún og hvorki hennar trausti né held ur annarra. Hún var afburða kennari, sem mér lærðist að elska og virða. En Guð'rún var líka ann að og meira. Hún var mér ungum sem önnur móðir, eldri systir og félagi. Með því er allt sagt. Æskan verður mörgum manni dýrðardagur, er aldur færist yfir. Naumast blaða ég svo í mynda- bók æskuáranna, að eigi blasi þar við á annarri hverri síðu hug- þekk mynd Guðrúnar frá Auð- ólfsstöðum. Slík voru áhrif henn ar og ítök í mínu ungá hjarta. Hún var sem ein af fjölskyldunni. Guðrún Jónsdóttir var fjölda ára húsfreyja í Finnstungu í Blöndudal. Bærinn stendur hátt. Er þar fagurt og víðsýnt og sér út um allan Langadal. Eg ætla, að Guðrún hafi kunnað því vel. Þar hafði hún æskuslóðir fyrir augum. Sjálf er hún víðsýn og skyggn á víðáttur mannlegra ör- laga. Og heitum huga ann hún allri fegurð, — fegurð lífs og náttúru, fegurð ljóð's og tóna. Og það, sem mesf er um vert: Hún hefur fengið að njóta þeirrar giftu að mega lifa langan dag og fagran, elskuð og viri af öllum. Megi geislar guðs sólar verma hana allar stundir. 14. marz 1960. Gísli Magnússon. Steindórsdóttir fædd 20. marz 1898; dáin 29. desember 1959. Kveðja frá tengdasyni. j Lít ég yfir liðna daga, llífs við stærstu þáttaskil, lokið hefur langri ævi, leiðin stefnir himins til. Göfug kona Guðs á vegum, gafst hinn dýrsta lífsins arf, áttir kæríeiks eldinn bjarta, aðalsmerki um fórn og starf. Mikið hlutverk móðurhöndin mild og traust í kyrþey vann, | elska og hlúa að ungum gróðri, í því dýpstu gleði fann. ; Rík af fróðleik ávallt öðrum yndi og blessun veittir þú. Hjartað göfga í hetju barmi, heilög vermdi lífsins trú. Okkur heim þá sorgin sótti, ; sár og þung á reynslu stund, ^man ég enn hve allt þú skildir, ! af svo styrkri kærleikslund. Vermdir eins og vorsins geisli, viðkvæm opin hjarta sár, fyrir bæn og blessun þína, brosið skein í gegnum tár. Móður starfið markar dýpstu mann-kærleikans þroska-spor. Þú varst alla ævi að veita, öðrum bæði sól og vor. Hjartans þakkir þér ég færi, þú mér varst, sem móðir blíð. Megi ísland eiga slíkar, óskadætur fyr og síð. Heimurinn Klær Bretar hafa, með árum og öldum, örtröð grunnmiða skapað sér hjá, gyrtir stáli, með vopnum og völdum :,: veilli grannþjóðir sældust þeir á:,: hrygnistöðvar við strendurnar skófu stöðugt traðkandi reglur og boð, það langt sem flaut á grunni gnoð grimma, einsýna rányrkju hófu unz allur heimur hlær að heimsku er séð ei fær :,: svo fiskiveiði fáist nóg hann fæðast verður þó:,:! Þegar átti við Rússland að reyna rányrkjuna — sem víðast hvar fyr. Krústseffs vígdirekar komu til greina j :,: kræfir, albúnir, hótandi styr. :,: Brezka ljónið þá lokaði gini j lagði halann — og falaði sætt, við ofbeldið fy.rst ei var stætt ; eiga kjöri það Rússann að vini, svo allur heimur hlær að hroka er slíðrar klær j :,: og leikur sníkið lítið gauð sem lepur náðarbrauð. Brezka ijónið við fsland nú æðir opnu gini — með stríð-spenntar klssr; lítt þess uppsperrti hali oss hræðir :,: hrokans læging því vísast er nær. Undir herverndun flotans sin.-. fi æga fyrir kostnaði’ ei veiða þess grey í landhelgi við l'itla ey — léttvæg gjörist nú víghreystin æga!! svo allur heimur hlær er hér það um sig slær, :,: og fela reynir fyrir sér að feigt þess veldi er. 22.1. 1960. Guðm. Þorsteinsson frá Lundi. Bið frjálslynd blöð vinsamiegast að birta þetta kvæði. G. Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.