Tíminn - 16.03.1960, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.03.1960, Blaðsíða 12
12 T í MIN N, miðvikudaginn 16. marz 1960. Ittiiiii '■:■.. . . . RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Körfuknattleiksmeistaramót íslands: Sjö lið frá Reykjavík, Keflavík og Akureyri taka þátt í mótinu — I.R. vann stórsigur yfir ÍJíróttafélagi Kefla- víkurflugvallar fyrsta leikkvöldiö Körfuknattleiksmeistaramót íslands hófst að Hálogalandi á fimmtudagskvöldið var. Er þetta 9. íslandsmeistaramótið í þessari íþróttagrein. Guðjón Einarsson, varaforseti Í.S.Í. setti mótið með stuttri ræðu. í meistaraflokki karla keppa þessi 7 lið: íþróttafélag stúd- enta (Í.S.), en þeir eru núver- andi íslanusmeistarar, íþrótta- félag Rej’kjavíkur (Í.R.), í- þróttafélag Keflavíkurflugvall- ar (Í.K.F.), Körfuknattleiksfé- lag Reykjavíkur (K.F.R.) með 2 þð, Ármann, og lið frá íþróttabandalagi Akureyrar, en það mun vera í fyrsta sinn, sem Akureyringar senda kapp lið á íslandsmeistaramót í körfuknattleik. Leikur ÍR og ÍKF 82:33 stig Fyrs'ti leikur kvöldsins var á mijli Í.R. og Í.K.F., en þau félög hafa oftast skipzt á meistaratitl- inum- Þyí miður hefur Í.K.F. æft lítíð ag undanfömu, enda íeyndi það sér ekki í þessum leik. Virtist liðið alveg vanfa úthald og sam- lei'kur þess var í lakar'a lagi. — Leiknum lauk með sigri Í.R. 83:33 stigum, í hálfleik stóð 26:18 fyrir Í.R. Mun þetta vera hæsta stiga- tala, sem náðst hefur í meistara flokki milli A-Iiða. | Framan af var leikurinn nokk- uð jafn og virtust Í.R.-ingar eiga ! erfitt með að finna réttu leiðina að körfunni, en þegar líða tók á hálfleikinn náði liðið betur sam-' ur jafnt spOaður af beggja hálfu. an og dró þá heldur sundur með KR-ingar spiluðu ekki eins vel liðnum. í seinni hálfleik virtust þegar á leikinn leið og urðu ekki Keflvíkingar alveg gefa baráttuna eins hreyfanlegir. Ármenningar upp á bátinn, enda var samspil Í.R. með miklum ágætum. Beztir hjá Í.R. voru þeir Þorsteinn Hall grímsson, Helgi Jóhannsson og Guðmundur Árnason, en í liði Í.F.K. sýndu þeir Friðrik Bjarna son og Hjálmar Guðmundsson beztan leik. ÍS—KFR b 59:45 stig K.F.R. sendir tvö kapplið til leiks í þessu móti í meistaraflokki og verður sú þróun vonandi mjög fljó-tlega hjá öðrum félögum, svo hægt verði að koma á keppni í 1. flokki. B-lið KFR átti þarna í höggi við íslandsmeistaranna og til mikillar undrunar stós liðið mjög í meisturunum. í leikbyr'jun náði Í.S. nokkru forskoti 11:2, en KFR nær að jafna leikinn og komst nokkur stig yfir í hálfleik. KFR náð'i ágætlega saman á köflum í fyrri hálfleik og virist ÍS vera fremur dauft í spilamennskunni. í síðari hálfleik snerist þetta svo við. ÍS átti miklu betra spil og náðu nokkru forskoti ,en lið KFR dalaði að sama skapi. Leiknum lauk eins og áður segir mes sigri ÍS með 59:45' stigutn. y sóttu sig mikifs og spiluðu miklu hraðar og dreifðu spilinu vel. Seinni hálfleikur var skemmti- legri og nokkru hr'aðar leikinn, en fyrri hálfleikur og náðu Ármenn- ingar undirtökunum í leiknum, sem lauk með sigri þeirra 41:25 stigum. Beztir í liði Á. voru þeir Magnús, Birgir og Davíð, en í liði KR þeir Skúli, Jón og Guttormur. Guttormur hefði mátt gera fleiri tilraunir til körfuskota af færi, einkum þó í fyrri hálfleik. — Þessi leikur KR er tvímælalaust bezti leikur liðsins til þessa og virðist liðið vera í mikilli framför. Dómarar í leiknum voru Viðar Hjartarson og Guðmundur Aðal- steinsson og dæmdu þeir vel, hefðu þó mátt vera nákvæmari á minni vítabrot og skrefum. , Mótið á mánudaginn Mótið hélt svo áfram á mánu- dagskvöldið_ var og léku þá sam- an lið frá Á. og KR í II. flokki, en b-lið KFR gegn ÍKF í meistara flokki. Á—KR 41:25 stig (23:11) Fyrsti leikur kvöldsins var milli KR og Á í 2. flokki. Leikurinn var rólegur framan af og frem- KFR b—!KF 51:39 stig (22:14) Meistaraflokkslei'kurinn var á milli ÍKF og b-liðs KFR og var hann jafn og nokkuð skemmtileg- ur framan af. í lok hálfleiksins náðu KFR-ingar að komast nokkr ar körfur yfir og hélzt sá munur að mestu leyti leikinn út. Hálf- leikurinn endaði 22:14 fyrir b-lið KFR, en þeir sigruðu með 51:39 stigum eins og áður segir. gs(nuv Beztir í liði ÍKF voru þeir Bjarni Jónsson, sem skoraði 7 stig, Friðrik Bjarnason og Hjálmar Guðmundsson. Bjarni er mjög skemmtilegur körfuknattleiksmað ur og á efalaust eftir að bæta mikið við sig. Hjálmari hættir al'ltof mikið til þess að ryðjast, og ættu dómarar að taka strangar á því. í liði KFR skoðuðu þeir Birgir Helgason 18 st., Helgi R. 14 stig., Guðmundur Árnason 8 stig og Sig urður Helgason 7 st. Gústaf Óskars son átti mjög góðan leik og marg ar sendingar frá honum urðu þungar á metunum í stigatölunni. Á Skaufamóti Reykjavíkur, sem fram fór nýlega, var þátttaka ágæt— og áhorfendur voru bá3a dagana marg- ir, sem sýnir að mikill áhugi er fyrir skautahlaupum í Reykjavík. Knattspyrnufélagið Þróttur hefur ákveðið að efna til skautamóts hér strax og aðstæður leyfa. — Þessa mynd tók Sveinn Þormóðsson af öllum þátttak- endunum í Reykj avíkurmótinu. Frá leik stúdenta og KFR b-liðs, sem háður var á fimmtudaglnn. Hér sést spennandi augnablik við körfu KFR. Stúdentar eru núverandi ís- landsmeistarar í körfuknattleik. — Ljósmynd: Sveinn Þormóðsson. — Næsta leikkvöld verður á föstu- dagskvöld 18. þ.m. og hefst kl. 20.15. Liðin sem þá eigast við eru í meistaraflokki frá íþrótta- bandalagi Akureyrar og a-lið KFR og í 2. flokki ÍR og Wið Ármanns. M.s. FJALLFOSS fer frá Reykjavík mánudaginn 21 þ. m. til Vestur- og Norðurlands. Viðkomustaðir: ísafjörður Siglufjörður Dalvík Akureyri Svalbarðseyri Húsavík Vörumóttaka á fimmtudag og föstu- dag. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Nýtt leikhús. Söngleikurinn Rjúkandr ráð 50. og síðasta sýning í Austur- bæjarbíói fimmtudagskvöldið 17. marz kl. 23,30. Aðgöngumiðasala í Austurbæjarbíót í dag og á morgun r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.