Tíminn - 16.03.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.03.1960, Blaðsíða 11
T í M I N N, miðvikudaginn 16. marz 1960. 11 — Þú ert of seinn vinur, annar er kominn í stæðið. — Hvað er mikið á R-5933? — Það eru tvær krónur — Bíddu aðeins, þessi er að fara. — Ég er að ná í R- 5945. — Já það eru 4 krón- ur. — Hver er með þenn- an bíl þarna, ég kemst ekki út fyrir honum. — Ég skal koma og sjá, andartak. stæðið er fullt. Við litum inn til Viggós Nat- anaelssonar, sem er stæðis- stjóri á bílastæðinu á horni Aðalstrætis og Austurstrætis, er við fórum í vinnuna í gær- morgun. Mikið var að gera hjá honum, hann þurfti að fylgj- ast vel með öllum bílum sem Stæðið er fullt“ komu og fóru af stæðinu. Um- ferð var töluverð þótt að blind- bylur væri og var stæðið þétt- skipað bílum. Fimmti hver bíll sem á stæðið kom fékk pláss. í glugganum á skúrnum sem Viggó er í var lítið Ijósa- skilti sem á stóð „Stæðið fuUt.“ — Vfð verðum að skrá hjá okkur komutíma. Bráðum búinn að vera hér eitt ár Þess á milli sem Viggó kom inn í skúrinn notuðum við tæki- færið og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar. — Hvað hefur bú starfað hér lengi, Viggó? — Það er bráðum ár síðan. Þetta fyrirkomulag var tekið upp 11 apríl í fyrra. — Þið starfið tveir hér við bílagæzluna. — Já, sá sem er á móti mér heitir Magnús Víglundsson. Við vinnum hér á tvískiptum vökt- um. Þesisa vikuna er ág frá átta á morgnana til hálf tvö, en Magnús frá hálf tvö og til sjö, en eftir það kostar ekkert að vera á stæðinu. — Hvað gerið þið ef eigendur eru ekki búnir að sækja bíla sína fyrir klukkan sjö á kvöld- in? — Þá látum við sérstaka rukkunarmiða á bílinn og fá þeir þriggja daga frest til að borga. En borgi þeir ekki fá þeir sekt hjá Sakadómara. Eins er með þá sem fara burtu án þess að borga á daginn. — Eru brögð að því að öku- menn fari burtu án þess að borga. Já, við getum ekki fylgzt svo vel með því, en megnið af þeim sem fara án þess að borga hafa gleymt því eða þá að það er einhver misskilningur. Fæst- ir gera það viljandi. Hér eru a8 meðaltali 160 bílar daaleqa Viggó var rokinn út svo við urðum að doka við Einhver hafði lagt bílnum sínum svo illa að mjólkurbíllinn sem kom við í Björnsbakaríi komst ekki leið- ar sinnar. ÖII umferð stöðvað- ist um tíma, en að lokum bjarg- aðist það. Eftir að hafa komið umferðinni í samt lag aftur kom Viggó til baka og við gát- um haldið áfram að „dæla hann“. — Eru ekki einhverjir bílar hér með stórskuldir? — Jú, einn bíll skuldar t.d. 82 krónur, hann stóð hér bilaður í tvo daga — Hafa ekki orðið einhverjir árekstrsr er menn bakka í eða úr stæðum? — Það er lítið um það, en þá gefum við skýrslu um málið — Er ekki mikið um fasta viðskiptavini hér? — Jú, þeir eru margir, en fæstir þeirra dvelja hér nema part úr aegi, annað hvort fyrir eða eftir hádegi. FyrirkomulagiS reynist vel — Hvernig er stöðufyrir- komulagið hér? ur og höldum áfram upp á blað. Er við göngum út planið halda viðskiptin áfram á milli Viggói og bílstjóranna. — Ég setti R 10982 þarna í stæðið. — Þakka þér fyrir. — Hvað er mikið fyr- ir L-44? — Sex krónur. — Þannig gengur það allan dag- inn, einn kemur þá annar fer. jhm. Þarna er pláss. Hátíðatónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar lt*»' ’iíriiýÉiÉÍiii' — Hvað kostar þetta? — Tvaer krónur. — Það kostar 2 kr að koma hér ínn á planið og gildir sú greiðsla fyrir fyrsta klukkutím- ann, en eftir það kostar hálf- tíminn 2 krónur. Hér mega ekki vert stærri en sex manna fólksbílar meðan stæðið er opið frá átta á morgnana til sjö á kvöldin. Mest finnst mér að gera á föstudögum og mánu- dögum, svo daglega frá hálf ellefu til hádegis og frá tvö til fimm Fyrirkomulagið er hér mjög gott. þetta gengur allt slysalaust. Við þökkum Viggó fyrir okk- Áttunda marz 1950 lék Sinfóníu- hljómsveit íslands í fyrsta sinni. Dr. Róbert A. Ottósson var hljóm- sveitarstjórinn, og meðal viðfangs- efnanna var Egmontforleikurinn eftir Beethoven og „Ófullgerða ,sinfónían“ eftir Franz Schubert. Síðan hafa liðið ár og dagar. Hljóm sveitin hefur lifað og leikið, þó að á ýmsu hafi oltið um lífsskil- yrðin. Hún er orðin þáttur í nú- tímamenningu okkar, og hún hefur fyllt auðan bás í musteri íslenzkr- ar menningar. Margt hefur verið um hana rætt og hún hlotið bæði lof og last, verðskuldað og óverð- skuldað, eins og jafnan vill verða. Það mun staðreynd að vifj getum tæpast án hennar verið, enda þótt oft sé til þess vitnað, að hún sé ekki þess virði, sem til hennar er kostað. Hitt er aðalatriðið, að hag ur hennar blómgist og henni vaxi fiskur um hrygg. aukin starfssemi og ný viðfangsefni erlend og inn- lend er hið eina rétta svar við þeim röddum, sem vilja hana feiga. Um hljómleikana sjálfa er ekki margt að segja. Helzti viðburðnr- inn var frumflutningur á Lýrískri svítu eftir dr. Pál ísólfsson. Þetta er hugþekkt verk með svipmót tónlistar 19- aldar fremur en þeirr- ar, sem nú er að líða, og þess gætti ekki um of, að efniviðurinn væri íslenzkur, enda er tónlistin talin allra lista alþjóðlegust. Egmontforleikurinn og „Ófull- gerða sinfónían“ mynduðu umgerð um svítuna. Hljómsveitin hefur flutt þessi verk áður, svo að ör- yggisleysi frumflutningsins var horfið. enda var leikur hljómsveit- arinnar öruggur og fágaður, en stundum var eins og það vantaði meiri dramatíska spennu til þ'ss að öllu væri til skila haldið. En það er erfitt að gera svo öllum líki og mest um vert að áfram sé haldið. Að lokum vil ég færa hljómsveitinni hugheilar afmælis óskir og óska henni og stjórnanda hennar gæfu og gengis á ókomn- um árum. A.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.