Tíminn - 16.03.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.03.1960, Blaðsíða 16
61. blaS- Miðvikudaginn 16. marz 1960. Áskriftarverð kr. 35.00. Það var heldur subbulegt á götunum, er menn fóru á fætur í gærmorgun. Snjóað hafði um nóttina, en mikill bloti var í snjónum, svo upp vall úr sporum manna. Ljósmyndari blaðs- ins sá sér leik á borði og tók mynd af þessum manni, sem öslar sína leið gegn um krapið og styðst við staf sinn. Trukkar yfir í Fagradal ReySarfirði, 9. marz. — Fjóra undanfarna daga hefur verið hálka og auðnast mjög. Trukk- bílar hafa farið yfir Fagi'adal og verið 6 klst. með hlass, en 4 klst. tómir. Hafa þeir flutt benzín og margs konar búðarvarning o.fl. f gær kom Hvassafell hingað með kol frá Gydnja, voni losuð 180 tonn. M.S. Sænsku konungshjónin heimsækja Osló i dag Tvisvar sinnum á einum mánuði hefur Osló-borg búið sig undir veizlur og konunga- heimsóknir, í fyrra skiptið var Tók sæti á Al- þingi í dag Bjarni Guðbjörnsson, banka stjóri, tók sæti á Alþingi í gær. Bjarni Guðbjömsson er fyrsti varamaður Framsóknarflokksins í Vestfjarðakjördæmi og mun sitja á þingi í fjarveru Her- manns Jónassonar, sem farinn er utan til setu á hafréttarráð- stefnunni í Genf. Þessi mynd af Bjarra var tekin í gær í efri deild Alþingis. Unnar Stefánsson tók einnig sæti á Alþingi í gær í fjarveru Guðmundar f. Guðmundssoaar. ] það við komu dönsku kon- ' ungshjónanna, en nú eru það Gústaf 6. Adolf, konungur Svíþjóðar og Louise drottning, sem verða boðin velkomin til liöfuðstaðar Noregs. Eru sænsku konungshjónin vænt- anleg kl. 10.50 í fyrramálið. Hin nánu tengsl milli konungs fjölskyldnanna á Norðurlöndum og íbúanna gera heimsókn þessa að miklum viðbur'ði. Þegar hefur Bjarni Guðbjörnsson verið sett dagskrá yfir dvöl kor,- ungshjónanna, en Gústaf konung ur sjálfur, sem er mikill listunn andi, hefur farið þess á leit að inn í dagskrána verði felld heim sókn hans á listasafn Gústafs Vigelands og safn bróður hans Emúanel Vigelands. Allt fr’á fyrstu tíð hafa konungsfjölskyld- urnar skipzt á heimsáknum, en þegar Gústaf Adolf kom fyr*st í opinbera heimsókn var hann þar sem prins af Svíþjóð í Noregi. Harald krónpr’ins mun bjóða (Framhald á 15. síðu) Hér er Gustav Sviakóngur að skoða máfverk á málverkasafni ríkisins, er hann kom hingað til iands fyrir um fjórum árum. Eldurinn kom um Beið og aflinn V.b. Vísunthir dreginn logandi til hafnar Um tvöleytið á tóku skipverjar á v.b. Vísundi frá Reykjavík eftir því, að eld- u.r var laus í vélarúmi skips- ins. Reykur var of magnaður til þess að þeir kæmust niður með slökkvitæki, og tóku þeir mánudaginn þá til þess ráðs áð sigla upp að v.b. Reyni frá Akranesi og fara um borð í hann. Skömmu siðar kom varðskipið Gautur á vettvang, og dró logandi skipið til Reykjavíkur, og var slökkt í (Framhald á 15. síðu). Tvisvar verður gamall maður barn Þegar veðrið er eins gott og það hefur verið hér hjá okkur undanfarna daga, fer ekki hjá því að strákarnir grípi færi sín og arki niður að höfn til þess að gá hvort ekki leynist þar einn eða tveir kolar. Én fieiri eru ungir en þeir, sem aðeins eru ungir að árum, og eldri kynslóðin hrífst með — og fær lánuð færin hjá strákunum. Hver veit nema þeir dragi líka kola, þótt eldri séu — eða fá þeir kannske aðeins marhnút? (Ljósm.: KM)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.