Tíminn - 16.03.1960, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.03.1960, Blaðsíða 15
T í MIN N, miðvikudaginn 16. marz 1960. 15 í m ÞJODLEIKHUSIÐ Hjónaspil gamanleikur. Sýning í kvöld kl. 20. Kardí'nnommubærinn Gamansöngleikur fyrir börn og fullorðna. Sýning fimmtudag kl. 19. Uppselt. Næstu sýningar sunnudag kl. 15 og kl. 18. Edward, sonur minn Sýning föstudag kl. 20. Næst síðasta sinn, Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15 til 20 Simi 1-1200. Pantanir sækist fyri- 17 daginn fyrir sýningardag. Leikfélag Reykjavíkur Sími 13191 Deleríum búbónis 85. sýnlng. í kvöld kl. 8. Fimm sýningar eftlr. Gestur til miSdegisverðar Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala frá kl. 2. Sími 13191. Hafnarfjarðarbíó Sími 5 02 49 12.vlka. Karlsen stýrima'Sur Sýnd kl. 6,30 og 9. Stjörnubíó Sími 1 89 36 Líf og fjör Sýnd kl. 5, 7 og 9. Á elleftu stundu Hörtouspennandi litmynd með úrvalsleikaranum Ernest Borgnine Sýnd kl. 5 Bönnuð innan 12 ára. Austurbæjarbíó Sími 113 84 Silfurbikarinn The Silver Chalice) Áhrifamikil og stórfengleg, ný, amerísk stórmynd í litum og Cin ema-Scope, byggð á heimsfrægri samnefndrj skáldsögu, eftir Thomas B. Costain. Aðalhlutverk: Paul Newman Virglnia Mayo Jack Palance Pier Angeli. Bönnuð börnum lnnan 16 ára. Sýnd kl. 5 og 9. Venjulegt verð. Kórwoes-bíó Sími 1 91 85 Hótei „Connaught” Brezk grínmynd með einum þekkt- asta gamanleikara Englands. Frankie Howard Sýnd kl. 5, 7 og 9 Aðgöngumiðar frá kl. 1. Ferð úr Lækjargötu kl. 8,40 til baka kl. 11.00. Tjarnar-bíó Sími 2 2140 Þungbær skylda (Orders to klll) Æsispennandi brezk mynd, er ger ist í síðasta stríði og lýsir átakanleg um harmleik, er þá átti sér stað. Aðalhlutverk: Eddie Albert Paul Massie James Robertson Justice Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bæjarbíó HAFNARFIRÐI Sími 5 0184 Tam — Tam Frönsk-ítölsk stórmynd t litum, byggð á sögu eftir Gian-Gaspare NapoUtano. Aðalhlutverk: Charles Vanel, Leikstjóri: Gian-Gaspare Napolltano Sýnd kl. 9. Bönnuð bömum Trapp-fjölskyldan Sýnd kl. 7. Gamla Bíó Sími 114 75 Litli útlaginn (The Littelest Outlaw) Skemmtileg og spennandi litmynd tekin í Mexíkó af Walt Disney. Andres Velasquez Pedro Armendariz Sýnd kl. 5, 7 og 9. Konungc heimsókn (Framh. af 16. síðu). konungshjónin velkomin í Lille- ström, en fylgja síðan hátíðaföru neytinu til Osló. Leiðin til kon ung.shalfarinnar er fagurlega skreytt svo og svæðið í kringum járnbrautarstöðina. Sjálf stöðvar byggingin er alsett fánum og skrautborðum, skjaldarmerkjum og þjóðfánunum að sjálfsögðu. — Fyrir framan dyrnar, sem kon- ungurinn mun ganga um hefur verifj búinn til tjaldhfminn, rauð- ur og hvítur. Hin opinbera heim- sókn mun sfanda yfir í þrjá daga, en á laugardag og sunnudag fá konungshjónin til frjálsra af- nota, en álitið er að þau muni nota tækifærið til að vera við- stödd skíðakeppni í Holmenkollen og sjá þar bæði 50 km. gönguna og skíðastökkið. Hirðina munu einnig heim- sækja Margaretha og krónprins- essan, en þær munu koma til Osló á laugarlagsmorgun. — Ólafur konungur og Harald krónprins munu fara til Blindern í heim- sókn, Louise drotfning og Astrid prinsessa munu fara í heimsókn á Margarethe-heimilig og sjúkra stofnun Mörthu krónprinsessu. Skipsbruni (Framh. af 16. síðu). því við hafnargarðinn í Reykjavík, en þar beið siökkviliðið tilbúið. Þegar eldsins varg vart, voru allir við vinnu á dekki, og höfðu dregið inn tvær lagnir, en fjórar trossur voru enn ódregnar. Þeg- ar sýnilegt var, að ekki varð kom- izt niður til að slökkva eldinn, var hann lokaður inni, en eftir að skipverjar heyrðu sprengingu niðri í skipinu, var skorið á veið- arfærin, og siglt upp að Reyni, sem fyrr segir. Glóheitt skip Þegar Gautur kom á vettvang, fóru þrír af áhöfn Vísunds yfir í skip sitt, til þess ag ganga frá dráttartaugum, og var þá allt skipið orðið snarpheitt. Þeir fóru síðan aftur um borð í Gaut, sem dró Vísund inn ytri höfnina í Reykjavík, en þar tók dráttarbát urinn Magni við drætti-num og skilaði Vísundi upp að hafnar- garð'inum, þar sem slökkviliðið beið og slökkrti eldinn. Þá hafði logað í skipinu hartnær hálfan sólarhring. Skipverjar á Vrsundi eru allir ungir menn, og flestir Reykvík- ingar, þar á meðal skipstjórinn, Gísli Magnússon, 25 ára að aldri. Fiskiríið hafði gengið heldur treglega hjá þeim þar til nú í þessum túr, en þegar þeir urðu að hætta, voru þeir komnir með 10 tonn úr tvim lögnum af sex. — Lítið sér á skipinu að utan- verðu, en að sjálfsögðu eru tölu- verðar skemmdir ofan í skipinu, þar sem logarnir léku sér í 10 tíma. Frá Alþingi RætSa Evsteins tíma, ef lagt hefði verið til að leggja niður tekjuskatt (og mig giunar að tekjuskafctslækkiinin verði ekki minnst hjá hátekju- mönnum) og taka upp skatt á soðningu í staðinn. Lækka skatta á hátekjumönnum og skattleggja fisk og kjöt í staðinn. Enda þótt erfitt hafi reynst að innheimta tekjuskattinn er það að fara úr öskunni í eldinn að taka upp söluskattinn, þag sannar reynslan. — Söluskatturinn var einmitt lagður niður á sínum tíma vegna þess hve hann var erfiður í fra-mkvæmdinni. Það er rétt að gefa því gaum, að ætíð þegar gengisfelling hefur verið framkvæmd, hefur um leið verið létt álögum. — Nú gerist það, að jafnframt stórfelldri gengisfellingu eru lagðár á gífur legar nýjar álögur líka. Og þeir menn, sem að þessu standa voiu kosnir á þing til þess að halda áíram stöðvunarstefnu verðlags og reka hallalausan ríkisbúskap án nýrra ska-tta eða álagna á almenn ing. Það sem nú er ag gerast er það, að taka á upp nýja þjóðfélags hættl á íslaJndi. Það á að taka upp stefnu „hinna gömlu góðu daga“ frá því fyrir 1927. Það á að hætta öllum stuðningi af hálfu hins opin bera við hinn óbreytta borgai'8 — það -að hætta að leitast við að styðja hann til bjargálna og sjálfstæðis. Það á ag stöðva allar almenningsframkvæmdir og færa fjármagnið yfir á hendur þeirra fáu útvöldu, sem eiga að fá ráð hinna mörgu í hendur, og skammta þeim úr hnefa, Hinir fáu útvöldu eiga að fá að láta greipar sópa um fjármagnið, en hinn óbreytti borgari og almanna samtök eiga ekki að vera að pauf ast í framkvæmdum eða flækjast fyrir f bönkunum.-iÞetta er stefn- an frá 1927, sem dulinn hefur verfð til þessa, vegna þess að í- haldsöflin hafa ekki haft bolmagn til þess að framkvæma hana. Nú hefur íhaldsöflunum borizt lið- styrkur til þess að endurvekja þessa stefnu — lið'tyrkur flokks, sem hefur kennt sig við alþýðuna en er svo umkomulaus að hann er fús til þess að framkvæma íhaldsstefnuna frá 1927, þegar smákóngar eða „Bogesen“ var í hverju plássi og skammtaði lýðn um brauð. Þetta Bogesensvald var brotið aftur með félagslegum sam tökum fólksins. Þessa stefnu, sem nú á að' fram kvæma verður ekki hægt að fela með einhverjum fakírbrögðum eins og hv. fjárm.rh. hefur gert tilraun til hér. Trípoli-bíó Sími 111 82 í stríS> metS hernum (At war wítb the army) Sprenghlægileg, ný amerísk gam anmynd, með Dean Martin og Jerry Lewis I aðalhlutverkum Jerry Lewls Deon Martin Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Nýja bíó Sími 115 44 ÓSalsbóndinn (Meineidbauer) Þýzk stórmynd i litum Aðalhlutv.: Carl Wery Heidemarie Hatheyer Hans von Borody Sýnd kl. 9. Allt í grænum sió Hin sprellfjöruga grínmynd með Abbott og Costelio Sýnd kl. 5, 7 Ræfta Óíafs söluskattinn. Honum fórust orð á þes-sa leið: Gylfi sagði 1953 „Við þetta allt saman bætist svo, að söluskatturinn er í eðli sínu ranglátur. Það er einhver ranglátasti skattur, sem lagður hefur verið á af íslenzka löggjaf anum og það e^r ekki nóg með það, að hann sé ranglátur í eðli sínu. Framkvæmdin á söluskatts innheimtunni hefur og verið þannig, að á því er enginn vafi, að enginn skattur hefur verið jafn stórkostlega svikinn og sölu skatturinn. Það e,r ekki aðeins ríkissjóður, sem tekur inn mikið fé í skjóli þessara lagaákvæða um söluskattinn, lieldur taka ýmiss konar atvinnurekendur einnig inn stórfé í skjóli þessara ákvæða. Það er auðvelt að svíkja tekjuskatt fyrir þá, sem hafa stórfelldan atvinnurekstur með hönduin. En það er margfallt auðveldara að svíkja söluskatt. Það er jafn opinbert leyndarmál og skattsvikin f tekjuskattinum, að þau eiru gífurleg í söluskatt- inum.“ Þetta voru orð hæstv. viðskipta- málaráðherra á Alþingi 1953. Það er alveg augljóst mál, að þegar hann nú tekur þátt í því að flytja frv. um söluskatt, miklu stórkost- legri og á allan hátt þungbr» iri heldur en allir þeir söluskattar, sem hér hafa verið fyrr, að hann virðist hafa skipt um skoðun I þessu efni. En mennirntr skipta um skoðun, en eðli hlutanna hclzt óbreytt og þó að hæstv. viðskipta- málaráðherra hafi skipt um skoð- un á söluskattinum, þá er eðli söluskattsins samt alveg óbreytt frá því það var 1953. Hann er alveg jafn ranglátuv nú eins og hann var þá. Hann er alveg jafn ósanngjarn nú eins og hann var þá. Og það er alveg jafn mikil hætta á því, að hann komist ekki til skila nú eins og þá. Búnaíarþ ing (Framhald af 3. síðu). Bjarni Arason: Tel að við þurf- um aðra nefnd, sem athugi m„ a. hvaða gripi við ættum að fá og hvaðan, og hefði auk þess eftirlit með sýkingarhættunni. Óttast að ef nefnd þessi verður ekki kosin nú, þá verði það gert á næsta Bún aðarþingi og yrði það þá enn til að fresta málinu. Sigmundur Sigurðsson: Hef ver ið heldur andvígur innflutningi holdanauta og talið að betur þyrfti að rannsaka okkar eigin nautgripa stofn með tilliti tU kjötframleiðslu. Það hefur nú verið gert og er sá samanburður holdanautunum í hag. Sýnist ályktun nefndarinnar fela í sér of mikinn drátt á af- greiðslu mál'sins. Annar.s þýðir lít ið að tala um stækkun búanna, ef hún Ieiðir aðeins til þess að afurða verðið lækkar. Páll Sveinsson: Erum við íslend ingar ekki of lokaðir fyrir reynslu annarra? Við eigum að flytja inn holdanaut til þess að gera fram- leiðsluna fjölbreyttari og arðgæf- ari. Búgreinar okkar nú geta að verulegu leyti brugðizt vegna veð urfars. Þá geta holdanautin veitt tryggingu fyrir afkomunni. Sam- beit sauðfjár og holdanauta gefst prýðilega. Málið hlýtur að fá fram gang og því fyrr því betra. Halldór Pálsson: Innflutningur holdanauta er orðinn tímabær. Við þurfum að nýta okkar gras með framleiðslu holdanauta. Stórt at- riði er og að þau krefjast lítillar vinnu. Málið þarf að undirbúast af festu og gætni. Okkur liggur ekki mikið á, aðalatriðið er að forð ast mistök. Vara við að reikna með stórgróða af þessu í fljótu hasti. Það er yfirleitt ekki hægt í landbúnaði að sópa upp stórfé á skömmum tíma. Það' liggur ekki í eðli atvinnuvegarins. En við þurf um að keppa að því að landbúnað- urinn sé svo sterkur að hann sé fyllilega samkeppnisfær um út- flutnmg við aðra atvinnuvegi. (Framhald af 5. síðu). ur bauð sig fram til forsetakjörs, 1928, er Alfred „Al“ Smith. þá þjóðkunnur maður, átti í höggi við Herbert Hoover, tapaði hann með miklum atkvæðamun. Þær kosningar einkenndust fremur af trúarlegum hleypidómum en nokkru öðru og er ekki gott að segja nema hið sama kunni að eiga sér stað nú. Jack Kennedy kvæntist Jacque- line Lee Bouvier, „Jackie“ 1953. Hún er sérlega glæsileg kona, uppáhald milljóna Bandaríkja- manna, enda tíður gestur á síðum tímarita og blaða. Svo mikið er víst, að ef þau Kennedyhjón hreppa Hvíta húsið í ár, verða þau yngstu forsetahjón sem þar hafa nokkru sinni setið og jafnframt þau glæsilegustu. Haukur Hauksson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.