Tíminn - 16.03.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.03.1960, Blaðsíða 1
TÍWltMN fíytur daglega meira af Innlendum frétt. um en önnur blöð. Fylgizt með og kaupið TÍMANN. 44. árgangur — 61. tbl. TÍMINí daglega J er sextán síður \ og flytur fjöl- sem er vlð allra hæfi. Miðvikudagur 16. marz 1960. —.... aMmmmlBlmilaiMM>nt| |L i iimimhi wnini uii wwittnawKetr" Snjórinn hefur verið sjald- gæfur gestur hjá okkur hér í Reykjavík í vetur, en í gærmorgun breiddi hann sig yfir bæinn og færði yfir hann hvíta kyrrS og ró. En hvíti liturinn er ekki lengi flekklaus í höfuðborg- inni, og í gærkvöldi var mesta fegurðin farin af snjónum, enda var naumast hægt aS kalla hann hvítan lengur. Hvetur til bæna fyrir ráðstefnunni á morgun Tímanum hefur borizt afrit af bréfi biskups, sem hann hefur sent öllum þjónandi prestum og próföstum þjóSkirkjunnar. Æsk- ir biskup þess, að klerkar biðji fyrir ráðstefnunni í Genf og lykt um þeirra málefna hennar, sem snerta lífshagsmuni þjóðarinnar. Fer bréfið hér á effir: Hinn 17. þ. m. hefst í Genf al- þjóðleg ráðstefna um réttarfar á höfunum og fiskveiðilögsögu. Vér íslendingar eigum mikið undir þvi, að þar verði góðum, sanngjörnum og viturlegum ráð- um ráðið. Fulltrúar vorir á þess- ari ráðstefnu eiga vandasömu hlutverki að gegna. Ég vil því hvetja presta og söfnuði þjóð- kirkjunnar til þess að mlnnast þeirra í bænum sínum og mælist til þess, að við messur sunnudag inn 20. þ. m. verði beðið fyrir ráðstefnunnj og réttlátum lykt- um þeirra málefna hennar, sem sérstaklega snerta lifshagsmuni þjóðar vorrar. GUNNAR THOR ORÐINN AÐ ALGJÖRU VIÐUNDRI Fjármálaraðherra beitir fáheyrð- um blekkingum í málflutningi sín- Þeir drógu vorpurnar Brezku togararnir fóru út fyrir fiskveiðitakmörkin í gær, eins og ákveðið hafði verið. Ekki gerðu þeir það þó þegj- andi og hljóðalaust, heldur með hundshaus og mörgum orðum, því afli var ágætur á miðunum við Ingólfshöfða og þar vildu þeir vera kyrrir. Þegar kom að þeim tíma, að togararnir skyldu fara út fyrir, kölluðu þeir á herskipið og báðu um framhaldandi vernd, því að þeir væru í mokafla. Yfirmaður herskipsins anzaði af bragði og sagði þeim, að ef þeir gerðu ekki svo vel að taka inn vörpurnar og það í snatrí, skyldi hann koma-’og gera það fyrir þá. Og hann fékk sitt mál fram, því að síðasti togar- inn var kominn út fyrir fiskveiði- takmörkin. John Hare fer til Genfar Um sama leyti fer John Hare, landbúnaðarráðherra Breta til Genfar, til þess að reyna að koma ár Breta þar þannig fyrir borð, að eftir ráðstefnuna þurfi ekki lengur herskipavernd til þess að brezkir togarar geti veitt innan 12 mílna fiskveiðitakmarkanna. Enn þá veit enginn um úrslit ráðstefn- unnar, en almenningsálitið virðist heldur á móti Bretum, og er það góðs viti. um fyrir söluskattsfrumvarpinu. Kallar hinar stórkostlegu nýju álögur bara tilfærslur og hagræðir tölum, og leggur saman og dregur frá óskylda liði og fær út núll. Sömu „röksemdirnar" eru born- ar fyrir nú eins og fyrir gengisfell- ingunni. Þetta eru engar álögur, aðeíns tilfærsla fjár. Gengisfellingin átti að hafa í för með sér 14% dýrtíðaraukningu, en móti henni áttu fjölskyldubæturn- ar og lækkun tekjuskattsins að vega. Það hefur áður verið sýnt fram á það, að dýrtíðaraukningin vegna gengisfellingarinnar muni verða meiri. — Þá var ekki reikn- að með áhrifum almenna sölu- skattsins og þá kom engum til hugar að innflutningssöluskattur- inn yrði hækkaður um meira en helming, enda gaf fjármálaráð- herra yfirlýsingu um, að sá skatt- (Framhald á 3. síðu). Brezkur togari siglir út fyrir fiskveiðitakmörkin. Vonandi kemur hann aidrei aftur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.