Tíminn - 23.03.1960, Page 8
8
T í MIN N, miðvikudaginn 23. marz 1960.
Höfnin fyllist af mastraskógi og ijósum.
Sandgerðlsvitinn er byggður inní
endann á gömlu fiskaðgerðarhúsi !
frá Mlðnesi h.f. Hann var upp-
haflega litlu hærri en burstin, en
var hækkaður.
----------------------------------'
Aflamagnið var 5885 lestir um miSjari Jennan rnánuð, 1096 lestum meira
en á sama tíma í fyrra; 140 róðrum hetur, - Komið í verstöðina og skropp-
ið í róður með Jóni Gunnlaugs. - Línuveiðar á netavertíð
Sandgerði er eftirsótt verstöð, ein hin bezta á Suðurnesjum.
Þaðan er stutt á miðin, jafnvel aðeins klukkutíma róður. Og
styttri róðrar gerast ekki frá Suðurnesjum nema ef vera
skyldi úr Grindavík.
Sá sem kemur til Sandgerðis með áætlunarbílnum og fer úr
honum upp í þorpinu, verðúr þess ekki var þegar í stað að
þar er mikið athafnalíf. En þegar nálgast höfnina blasir við
annað sjónarspil: frystihús, vörubílar á ferð stanza við vigtar-
skúrinn, hlægjandi stúlkur í fiskvinnu, karlmenn í duggara-
bandi og klofstígvélum, vélbátar, fiskur.
Rétt við þetta athafnasvæði Sandgerðinga, þar sem fiskurinn
kemur á land og er veginn og þveginn og látinn í sjálegar um-
búðir og frystur, stendur reisulegt skrifstofu og verzlunarhús
fyrirtækjanna Miðness h.f. og Garðs h.f. Og þar hitti undirrit-
aður Gunnlaug hreppstjóra Jósepsson, skrifstofustjóra út-
gerðarfélagsins Miðness h.f.
Gunnlaugur veit allt um útgerðina í Sandgerði. Hann hefur
tölurnar í kollinum og þær eru í stuttu máli þessar:
Frá Sandgerði róa á yfirstandandi vertíð 15 bátar, þar af 4
aðkomubátar, þrír þeirra frá Húsavík og einn frá Akureyri.
Af þeim ellefu, sem mega teljast heimabátar, eru tveir úr
Garðinum, en þeir róa jafnan frá Sandgerði.
Stærstu útgerðarstöðvarnar eru hlutafélögin Miðnes og
Garður. Miðnes hefur nú fjóra báta og gerir út sex. Guðmu'nd:
ur Jónsson á Rafnkelsstöðum í Garði heíur nýlega kevpt út-
gerðarstöð Garðs h.f. Hann gerir út fjóra báta og á tvo sjálfur.
Auk þessara tveggja stóru eru útgerðarhlutafélögin Arnar,
Hrönn og Áll. Hrönn gerir út tvo báta en hin félögin einn
hvort um sig. Þessi félög selja afla til frystihúsanna en verka
saltfisk og skreið.
Aðkomufólk á vertíðinni er um 200 manns og eru aðkomnir
sjómenn í meiri hluta á bátunum. Um 100 manns vinna í
frystihúsi og aðgerð Miðness h.f. og nokkru færri hjá Guð-
mundi Jónssyni. Þar af eru 20 færeyskar stúlkur. sem komu
til Sandgerðis í janúar. íslenzka karlmenn hefur þó hvergi
skort og virðist enginn þörf á færeysku karlkyni til Sand-
gerðis.
Að fengnum upplýsingum hjá Gunnlaugi fór undirritaður
að svipast um í frystihúsunum og knúði dyra hjá Miðnesi. Þar
inni í miðjum salarkvnnum hefur verkstjórinn bækistöð, hár
og kempulegur maður, Bergþór Sigurðíson. Hann hefur 40
stúlkum á að skipa og 20—25 körlum. Ellefu færeyskar dömur
hjá Bergbóri.
Við tökum tal saman:
Vertíðin er með bezta móti, vinna í frystihúsunum ákaflega
stöðug. í dag, fimmtudaginn 17. marz, eru allir komnir á net,
allir nema Jón Gunnlaugs. Hann verður með línu framúr.
Þetta er fyrsti netadagurinn hjá hinum bátunum Aflinn er
því minni en vant er, — sáralítið í frystingu í dag, segir verk-
stjórinn; 30 tonn upp úr bátum, en það er skiptingunni að
kenna, tveir voru ekki með veiðarfæri í sjó í gær. Aflahæstur
í gær var Jón Gunnlaugs, línubáturinn Gefur upp svipaðan
afla. — Já, hann ætlar að þrauka með línuna, sennilega sá
einí yfir flóann og þó víðar væri leitað
Á leiðinni milli frystihúsanna er sjáúsagt að ganga við i
vigtarskúrnum og hitta þar Elías Guðmundsson. Auk vigtar-
mennskunnar sér Elías um talstöðina, sem er staðsett hjá hon-
um í skúrnum og rekin sem nevðarstöð viðvíkjandi lending-
um. Það kemur fyrir í suðvestan- og vestanátt að svc brimar i
Sandgerði, að ekki verður lent Bátarnír fá upplýsingar um
lendingarskilyrðin gegnum stöðina.
Elías senr að róðrafjöldi i vetur sé með mesta mó.ti enda
gæftir með afbrigðum miklar. Þann 15. þessa mánaðar var
aflamagnið 5685,4 lestir eftir 710 róðra eða um 8,7 lestir á