Tíminn - 23.03.1960, Page 15

Tíminn - 23.03.1960, Page 15
TÍMINN, miðvikudaginn 23. marz 1960. 15 ÞJÓÐLEIKHCSIÐ Hjónaspil Sýningin í kvöld fellur niður vegna veikindaforfalla Guðbjairgar Þor- bjarnardóttur. Seldir miðar gilda að næstu sýningu eða verða end- urgreiddir í miðasölu. Kardemommubærinn . Gamansöngleikur fyrir börn og fullorðna. Sýning fimtudag kl. 19. Uppselt. Næstu sýningar sunnudag kl. 15 og kl. 18. Edward, sonur minn Sýning föstudag kl. 20. Síðasta sinn. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15 tii 20. Sími 1-1200. Pantanir sækist fyrir kl. 17 daginn fyrk sýningardag. Leikfélag Reykjavíkur Sími 13191 Delerium búbónis 87. sýnlng í kvöld kl. 8 Þrjár sýningar eftir. Aðgöngumiðasala frá klé. 2. Sími 13191 Austnrbæ jarbíó Simi 1 13 84 Frænka Charleys Ein vinsælasta kvlkmynd, sem sýnd hefur verið á íslandl: Nú er allra síðasta tækifærið að sjá þessa óvenju góðu gamanmynd, þar sem hún verður send af landi burt innan skamms. — Danskur texti. i Aðalhlutverk: Heinz Ruhmann, Walter Giller. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Trípoli-bíó Sími 11182 Matfurinn, sem stækkaíi (The amazlng colossal) Hörkuspennandi, ný, amerísk mynd, er fjallar um mann, sem lendir í atom-plutóníusurengingu, og stækkar og stækkar. Glenn Langan, Cathy Down. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuð börnum. Gamla Bíó Sími 1 14 75 Oklahoma Hinn heimsfrægi söngleikur Rodgers og Hammersteins Endursýnd kl. 9 Litli útlaginn Walt Disney-úrvalsmynd Sýnd kl. 5 o£ 7 Kóp^v^-bfó Sími 1 91 85 Sérstaklega skrautleg og skemmti- leg, ný, þýzk dans- og dægurlaga- j mynd. — Aðalhlutverk: Marika Rökk Dieter Borsche Sýnd kl. 7 og 9 Aðgöngumiðasala frá kl 1 Ferð úr Lækjargötu ki. 8,40 — til baka kl. 11,00. . Bæjarbíó HAFNARFIRÐI Sími 5 0184 Sayonara Ný, amerísk stórmynd. Sýnd kl. 9 Frönsk-itölsk stórmynd í litum og cinemascope. Tsm — Tam Frönsk-itölsk stórmynd i litum byggð a sögu eftir Gian’Gaspare Napoiltano Aðalhlutverk: Charies Vanel, Leikst.ióri: Glan-Gaspare Napolitanc Sýnd kl. 7 Bönnuð börnum Síðasta sinn. HafiiarfjarSarbíó Sími 5 02 49 13. vika. Karlsen stýrima'ður Sýnd kl. 6,30 og 9 íþróttir 7" (Framhald at 12. síðu). boume varð hann nr. 5. í 5000 m. hlaupi á 14:4.8 mín. Það var engrar miskunnar að vænta hjá Cerutty. Markið var sett hátt og 18 mánuðum síðar hittum við Thomas á nýjum, glæsilegum íþróttavelli í Dubl- in á frlandi, rétt eftir þangað- komu frá Ástralíu, 9. júlí 1958. Ferðalagið virtist ekki hafa dregið úr hinum ótrúlegu kröft- um, a. m. k. ef dæma má eftir hinu frábæra nýja heimsmeti: 13:10,8 mín. á 3 mílum. Nýtt heimsmet Það afrek, sem ber nafn Al- berts Thomas hæst í íþróttasög- unni er þó enn ótalið. Það skeði nokkrum vikum síðar. 7. ágúst. Kvöldið áður hafði hann hjálp- að Herb Elliott til að setja heimsmet í míluhlaupi, sjálfur náði hann frábærum tíma, 3:58,6 mín, þótt hið stórglæsi- lega heimsmet Elliotts, 3:54,5 mín yfirskyggði allt annað. Daginn eftir endurgalt Elliott greiðann, því hann byggði upp hlaupið fyrir Thomas. Elliott átti þó fullt í fangi með að halda uppi nægum hraða og 4:22 var of hæg ferð fyrir Thomas á fyrri mílunni. Hrað- inn var enn aukinn, og Thomas hljóp nú hjálparlaust seinni míluna á 4.10 mín- Nýja heims- metið tvegja mílna hlaupi varð því 8:32 mín. Hvað segir Thomas sjálfur? „Fyrir methlaupin æfði ég meira en nokkru sinni fyrr, gerði hvern dag erfiðar æfing- ar. Ég hugsaði mér að ég væri að hlauoa draummíluna (4 mín- útna míiuhlaup) eða keppa móti Kúts, Pirie, Ibbotson og öðrum. Ég einbeitti huganum að heims- méti, og þetta hélt mér við efn- ið og hiálpaði mér . En fyrs't og fremst voru það braut- irnar, andrúmsloftið" og á- horíendur, sem örfuðu mig með áhuga sínum og hvatningum. í sannle;k? held ég að ég hefði ekki getað hlaupið svona vel heima í Ástralíu, þar sem „stemmninguna" vantar." Flestir eru þeirrar skoðunar að Albert Thomas hafi ekki sagt sitv síðas'ta enn. við bíðum og sjáum hvað setur. ikú'i.. miimiiinwiiA Æskulýðsráð Reykjavikur Tómstunda -og félagsiðja miðvikudaginn 23. marz 1960: Lindargata 50 Kl. 4,30 e.h. Taflklúbbur (llára og yngri) Kl. 7,30 e.h. Ljósmyndaiðja Kl. 7,30 e.h. Flugmódelsmíði KI. 7,30 e.h. Taflkl'úbbur K.R.-heimillð Kl. 7,30 e.h. Bast- og tágavinna Kl. 7,30 e.h. Taflklúbbur Ármannsheimilið Kl. 7,30 e.h. Bast- og tágavinna 12 mílur (Framh af 1. síðu). skörð í fiskistofninn, en þeg- ar er orðiS. Erindið hafði mikil áhrif á áheyrendur, sem létu í Ijósi hrifn ingu sína mes miklu lófataki. — Kvöldvökunni lauk með því, að Tage Gerstrom arkitekt sýndi fagra litmynd frá íslandi, sem hann hafði sjálfur tekið, er hann dvaldi hérlendis í sumarfríi sínu. — Aðils. Kl. 7,30 e.h. Taflklúbbur Laugardalur (íþróttahúsnæði) KL 5,15, 7,00 og 8,00 e.h. Sjóvinna íhlönduRarefni í vothey (Framhald af 2. síðu). talaði m.a. um efnarannsóknir á ísl. töðu, og votheystilraunir. — Söxun grass íblöndun í vothey eru mjög þýðingarmikil skilyrði fyrir því, að fá gott vothey. — Mellasse og maurasýra reynast ágæt íblöndunarefni. Þá gat Pét- ur þess, að fúkkalyf, einkum Aromysin, hefðu gefist mjög vel gegn Hvanneyrai'veiki. Ræddr hann og um rannsóknir á fóður- 1 blöndum o.fl. Þorsteinn Sigurðsson form. Bún aðarfélags íslands, þakkaði mót- tökur og margvíslegan fróðleik, enda er það mála sannast, að eftir þessa heimsókn voru gestir margs vísari en áður og ljósara en fyrr þýðing þess merka og ómetan- lega starfs, sem unnið er á veg- um búnaðardeildarinnar. í dag var skýrt frá afkvæma tilraunum sauðfjár, en dr. Hall- dór Pálsson flutti erindi þar að lútandi. Dómklrkjan. Föstumessa í kvöld kl. 8.30. Séra Óskair J. Þorláksson. Neskirkja. Föstumessa í kvöld kl. 8.30. Séra Jón horarensen. Laugarnesklrkja. Föstumessa 1 kvöld kl. 8.30. Séra Garðar Svavarsson. , Hallgrímskirkja. | Föstumessa í kvöld kl. 8.30. Séra 1 Sigurjón Þ. Árnason. Lisfamannaklúbburlnn er opinn f baðstofu Naustsins í kvöld. Umræðuefni: Listamannalaun, Málshefjandi: Hjörleifur Sigurðsson. Sfúdenfar MR 1950. Bekkjarráð 5. bekkjar 1949—50 hefur boðað til fundar í Framsóknar- húsinu, uppi, fimmtudaginn 24. marz 1960 kl. 20.30. Prentum fyrir yður smekklega og fljótlega PRENTVERK 9 'XLAPPARSTÍG <0 — SIMI 1 94 43 Stjörnubíó Súni 1 89 36 Afturgöngurnar (Zombies of Maura Tau) Taugaæsandi, ný, amerísk hroll- vekja um sjódrauga, sem gæta fjársjóða á hafsbotni. Grekk Palmer Sýnd kl. 5. 7 og 9 Bönnuðbörnum. Tjarnar-bíó Sími 2 21 40 Sjóræninginn (The Buccaneer) Geysi spennandi, ný, amerísk lit- mynd, er greinir frá atburðum í brezk-ameríska stríðinu 1814. Mynd- in er sannsöguleg. — Aðalhlutverk: Yul Brynner Charlton Heston Claire Bloom Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9.15. Nýjabíó Sími 115 44 Harry Black og tígrisdýríð : (Harry Black and the Tiger) Óvenju spennandi og atburðahröð, ný, amerísk mynd um dýraveiðar og ! svaðilfarir. Leikurinn fer fram í Indlandi. — Aðalhlutverk: i Stewart Granger Barbara Rush Anthony Steel Bönnuð börnum yngri en 1-2 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. (Framhald af 9. síðu). út úr höfninni. Ferðin er aukin. Við eigum þrjá og hálfan tíma fram undan á miðin en þau eru vestur undir Jökultungum. Þessi eini bátur, sem rær með línu, verður nú að fara svo langt, því netabátarnir leggja heimar og leggja þétt og lína og net heyra ekki saman. Ljósin í Sandgerði hverfa sjónum. Það er koldimma og úfinn sjór. Kristinn stendur og stýrir og skotrar augunum á áttavitann. Hann var með Muninn II áður en hann fékk nýjan bát. Skipstjóri í 21 ár og 27 ára sjómennska að baki Hann er nú 41 árs. Vélin knýr skrúfuna og syngur hið einfalda lag og báturinn ristir sjóinn. Það er farið að gefa á. Bezt fyrir landkrabba að hafa sig í koju og láta vekja sig þegar farið er að leggja. Um morguninn er glampandi sól og skyggni svo vel sér í jökulinn, en um hádegi syrtir að með grámuggu. Jón Gunn- laugsson er með 45 bjóð, og það tekur tíma að draga slíkan spotta. Sá guli kemur upp á línunni, það blikar á hann niðri í sjónum áður en hann lyftist og hásetarnir standa við borð- stokkinn með gogg á lofti tilbúnir að færa í hausinn á honum þegar hann kemur upp með borðstokknum. Hann slitnar af króknum um leið og línan fer yfir rúlluna og slengist á dekkið og er blóðgaður. Síðan fer hann í lestina o. s. frv. Allir vita hvar hann endar eða svona nokkurn veginn. Svo kemur ýsa og fer sömu leið, og einstaka rauður karfi. Þetta er fallegur fiskur, ólíkt betri en netafiskurinn og verðmætari. Aflinn er dágóður, líkast til 12 lestir. og það á síld. Aðra beitu er ekki að hafa því loðnan sést ekki lengur. Og þegar Jón Gunnlaugs kemur að bryggju, mega eigendur hans og áhöfn prísa sig sæla yfir línunni, því hann hefur meiri fisk að færa en margur netabáturinn B. Ó.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.