Tíminn - 23.03.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.03.1960, Blaðsíða 16
Búnaðarþingi slitið i gær Forseti Búnaðarþings, Þor- steinn Sigurðsson, bóndi á Vatnsleysu, sleit þinginu kl. 5,30 síðdegis í gær. Gat for- seti þess, að þingið væri hið 42. í röðsani. Hefði það staðið i 26 daga og verið með lengri Búnaðarþíngum síðan farið var að halda þau árlega. Þing- fundir voru 22. Fyrir þingið voru lögð 47 mál. Af þeim voru 39 afgreidd, 2 vísað til milliþinganefnda og 6 hlutu ekki afgreiðslu. Forseti kvað iengd þingsins ekki stafa af því, að slælega hefði verið nnnið, en viðfangsefnin hefffu verið mör’g og sum tíma- frek. Að svo komnu máli yrði ekki um það sagt hvað störf þings ins kynnu að reynast áhiifarík. Þaff mundi tíminn leiða í ljós. En efalaust væri, að mörg þeirra mála, sem nú hefðu verið af- greidd, myndu reynast til mikilla hagsbóta fyrir bændastéttina, ef fram næðu að ganga á þann hátt, sem Búnaffarþing ætlaðist til. Að lokum færði forseti þing- fulltrúum, búnaffarmálastjóra, skrifstofustjóra og ritara Búnaðar þings, ráðunautum og öðru starfs. fólki Búnaðarfélagsins, þakkir fyr ir ánægjulegt samstarf og óskaði fulltrúum góðrar heimferffar og heimkomu, en Jón Sigurðsson á Reynistað þakkaffi forseta. Þetta er ein þeirra mynda, sem nú birtast í ritinu Byggingarlistin. Þak endurnýjað á stóru skemmu á Keldum. — Sjá frétt á blaðsíðu 3. Áf 580 tunnum fóru aðeins 42 í frysti Lætur skíra barn- io rjorum nornum NTB—London, 22 marz. •— Sonur Elísabetar Englands- drottningar, sem nú er 32 daga gamall var í dag gefið nafnið: Andrew, Albert, Christ ian, Edward. Mun skírnin sennilega fara fram í Windsor- höllinni. Einkaritarinn, sem skráði nafn prinsins í fæðing- arbókina notaði til þess sér- stakt blek, sem á ekki að geta máðst út. Heimsótti ritarinn Buckingham-höll, þar sem her- toginn af Edinborg undirrit- aði vottorðið. Andrew stendur fyrir nafnið Andreas, en hann var útnefndur til ivertoga af Edinborg af föður Talsvertkomið afFæreyingum Talsvert hefur komið af Færey1 ingum á togarana að undanförnu. Sólborg kom t.d. með 37 Færey- inga til ísafjarffar nýlega, og mannaði með þeim báðar Borgirn ar, og eru þær nú komnar á veið ar. Nokkuð mun hafa komið af ansnarra þjóffa mönnum til lands úut, þar á meðal nokkrir Finnar, f.n LÍÚ var ekki kunnugt um ráffningu þeirra í gær, en gerði bví skóna að þeir hefffu veriff fáðnir beint. Er nú óðum að ræt ast úr manneklunni á skipastól íslendinga. sínum, Pi'ins Andreas af Hellas. Annað nafniff hlaut litli prins- inn eftir öðrum afa sínum, Georg konungi 6., sem einnig hét Albert. Hin nöfnin tvö eru heitin eftir Kristjáni 9. Danakonungi og Edward konungi 7. af Stóra-Bret- landi. Myndir af prinsinum munu birtast opinberlega víffs vegar um landiff á morgun. Andrew prins er númer tvö í rikiserfingjaröð- inni, næstur eftir bróður sínum Gharles krónprinsi, sem nú er 11 ára gamall. Samkvæmt yfirlýsingu di'ottn- ingarinnar skömmu eftir fæðingu prinsins munu sumir af afkom- endum Andrews bera ættarnafnið Montbaten — Windsor, sem einn- ig mun verffa tengt ættarnafni hertogans af Edinborg. Sjálfur mun litli prinsinn ekki bera þetta tvöfalda ættarnafn, heldur er bú- izt við, aff hann muni koma til með að bera titilinn Pripsinn af York. Þau tíðindi berast nú frá Akranesi, að uggvænlega horfi þar með vinnslu í frystihús- unum, þvi fiskurinn, sem berst á land, er svo slæmur, að ekki er hægt að frysta nema litinn hluta af honum. Blaðið hafði í gær tal af Rafni Péturssyni, verkstjóra hjá Har- aldi Böðvarssyni, og staðfesti hann, að illa horfði. Sem dæmi má nefna það, að um helgina bár- ust 580 tonn af fiski á land á Akranesi, en ekki var hægt i taka nema 42 tonn af því í vinnslu í frystihúsunum, vegna þess, hve fiskurin var slæmur. Tveggja og þriggja nátta Orsökin fyrir þessum slæma fiski er sú, að bátarnir eru með fJeiri net, en þeir komast yfir að draga. Þegar þeir loks koma með Jón Hreggviðs- son á sæluviku Sæluvika Skagfirðinga hófst að þessu sinni hinn 20. þ.m. Skemmtiatriði vikunnar verða fleiri og fjölbreyttari en áður. Þau eru: Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir á sunnudag kl. 18.00 s.d. hinn vin- sæla sjónleik „Músagildran" eftir Agöthu Christie, leikstjóri er Ey- þór Stefánsson. Leikurinn verður sýndur öll kvöld nema mánudags og sunnudags 27. „Heimabrugg" Ungmennafélagið Tindastóll fer með heimatilbúna skemmtun, sem ber nafnið Revíu-Kabarettinn. Þar eru teknir til meðferðar ýmsir þæfctir úr bæjarlífinu svo og gaml- ar og sígildar persónur úr listsögu þjóðarinnar, svo sem: Jón Hregg- viðsson, Skugga-Sveinn og Ketill o. fl„ þar að auki er einsöngur, listdans, kvintettsöngur og sýning sem heitir Nótt í Moskvu". Um 30 manns kemur á sviðið í þessari skemmtun auk H. G. kvartettsins. Kórsöngur Karlakórinn Heimir kemur fram á fimmtudag og föstudag kl. 6.00 s.d. með kórsöng ásamt fjölbreyttri skemmtiskrá af öðru tagi. (Framhald á 3. síðu). Kappræðuf undurinn er í kvöld Kappræðufundur F.U.F og F.U.J. verður í Framsóknar- húsinu í kvöld. Fyrirkomulag við kappræðurnar verffur þannig, að hvort félag fær til umráða 20 mín. í fyrstu um- feiff, 15 mín. í annarri, 10 mín. í þriðju og 5 mín. í síðustu um- ferð. Ræðumenn Félags ungra Fram söknarmanna verða þeir Jón /Skaftason, alþingismaður, Sverrir Bergmann, stud. med., Tómas Karlsson blaðamaffur og Páll Hann esson verkfræðingur. Aðgöngumiðar Til þess að tryggja það, að fé- lagsmenn félagaiína eigi forgangs i'étt um setu á fundinum, hefur orðið samkomulag um það milli félaganna, að gefa út affgöngu- miða, sem dreift verður milli fé- lagsmanna. Ungir Framsóknarmenn geta íengið miða afhenta á skrifstof- unni í Framsóknarhúsinu frá kl. 1—7 í dag. Húsið verður opnað kl. 8,15 og verffur þeim þá, sem miffa hafa, veitt innganga, en eftir kl. 8,45 er öllum frjáls affgang ur. fiskinn að landi, er hann tveggja og þriggja nátta, og stórsekmmd ivr af biðinni í netunum. Það sem ekki er hægt að taka til frysting- ar, er sett í herzlu og salt, og þó slæmt hráefni til þess. Afvinnuleysi? Á Akranesi eru þrjú frystihús, cg við þau vinna á þriðja hundrað manns. Ef þessu fer fram, er ekki annað sýnua en vinna leggist að verulegu leyti eða jafnvel alveg niður í þeim, og horfir þá óvæn- lega fyrir þessu starfsliði. Markaðaleysi? Þetta er alvarlegt ástand, ef fjöldi manns missir vinnu af þess- um sökum, því alveg má gera því skóna, að ástamdið sé svipað í öðrum verstöðvum. En hitt er þó öilu alvarlegra, að markaðir utan- lands eru í stórhættu. Þótt reynt sé að hirða aðeins hið skársta úr aflanum, er það svo lélegt, að er- lendir markaðir eru í stórhættu, ef sú framleiðsla er send þangað. — Þjóðin öll, sagði Rafn, hlýtur að gera þá kröfu til útgerðar- (Framhald á 3 síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.