Tíminn - 24.03.1960, Síða 8

Tíminn - 24.03.1960, Síða 8
8 T f MIN N, fimmtudaginn 24. marz 1960. Lárus Jónsson frá Grund, fyrrverandi tilraunastjóri á Hólum i Hjaltadal, sem nú dvelur í Ameríku. aðallega við nám og tilraunastörf í íþöku, hefur sent Tímanum þetta Ameríkubréf, og segir þar einkum frá kynnum hans af búnaðartilraunum og búskap í Suður-Flórída. Ameríkubréf: r./j.v , Lárus Jónsson við tilraunastörf i íþöku. Er ég koxn á vettfang var skor ig sellery á spildu nokkurri. Voru við það notaðar vélasamstæður allstórar og krafði hver samstaða fimm tugu manna til þess að ganga á fullu. Voru ellefu slíkar í gangi þann daginn. Skiluðu vélar þessar kálinu þvegnu og kösuðu upp á vörubíl, sem dreginn var aftur á bak af vélinni sjálfri, sem gekk fyrir eigin aflvéL Sá vörubíll skilaði kálinu til kælibíls, er flutt það á markaðinn, í flestum tilfellum til New Yor'k, eða nokk- uð á þriðja þúsund km. leið. Nokkur var það nýlunda mör- landanum að sjá fólk á annarri spildu planta sellery, en þarna eru teknar þrjá uppskerur ár hvert. SeUery er sáð fyrst mjög þétt í smábeð, síðan er því plantað út Lárus Jónsson, fyrrv. tilraunastjóri á Hólum: Þar sem mýrafen brenna Það myndi væntanlega taka meira en eina smágrein að gera skil öllum þeim góðverkum, sem hin meira eða minna sálaða efna hagssamvinnustofnun Evrópu hef ur unnið. Það er heldur ekki til- gangur þessa bréfs, enda er það engin minningar'grein. Eitt þessarra góðverka var að veita undirrituðum styrk til tíu mánaða náms í Bandaríkjum N- Ameríku. Það var ekki án fiðrings í mag anum að stigið var upp í loftfarið í Reykjavík síðla kvölds að hálfn- uðum ágústmánuði síðast liðnum. Ekki var heldur fundið ti,l neins sérstaks söknuðs, þegar litið var niður og til baka til höfuðborgar- innar umvafinnar í hráslaga síð- ■astliðins sumai's. Það voru snögg umskipti frá hráslaga og kulda svefnrofanna í Goose Bay að stíga út úr flug- vélinni í hádegissól og 35 stiga hita á flugvelli New York borgar að Idlewild. Eftir nokkurra stunda bið var flogið áfram til Washing- ton. I íþöku Eftir vikulanga og kvalafulla dvöl í steikjandi hita og raka höf- | uðborgarinnar og eftir að allar! áætlanir höfðu brostið, var hald ! ið norður á bóginn og numið stað ! ar í Ithaca í New York ríki, litlum bæ og leiðum í dásamlega fögru umhverfi. Þar var mér fund inn samastaður til vetrardvalar og náms á rannsóknarstofu Sam- bandslýðveldisins, þeirri er fæst við rannsóknir allt frá jarðvegs- fræði til fóðurfræði búfjár. Þar hefi ég dvalið, ag mestu, síðan í bezta yfir'læti og undir hand- leiðslu beztu manna. Tilgangur þessara námsstyrkja ! er sagður tvíþættur: í fyrsta lagi að auka fagþekkingu og þjálfa vlðkomandi, í öðru lagi að kynna honum þjóðlíf og lífsviðhorf bandarísku þjóðarinnar. Til þess að þetta megi vel takast er | nokkru fé varið til ferðalaga sé J það talið henta eða þess sé óskað. Til SuSur-Flórida Það kann að þykja kvikindis- skapur og illkvitni hjá undirrit. að honum þótti slæmt að vita af fjárveitingu honum til handa og láta vera að skerða hana nokkuð. Þannig fór, er líða tók á haustið, og námsáætlanir tóku á sig fastara form, að ég tók að ókyrrast f íþöku og fór fram á að sjá meira af því gestrisna landi er ég gisti. Þar eð janúarmánuður var eini tíminn til ferðalaga, sem völ var i, þótti einsýnt að halda skyldi undan kuldanum suður á bóginn J og var undinn að því bráður bug ■ ur að undirbúa ferðalagig tál S-! Flórida. Síðla kvölds, hins fyrsta dags j hins nýja árs var svo sezt í Grá- hundinn og ekið nær óslitið (að- eins með maíarhvfldúm) í 44 st. Stigið var út í West Palm Beech seinni hluta hins þriðja dags. Það var sólskin og 30 stiga hiti. Þar eð ferðinni var heitið inn á miðj an skagann þar sem Belle Glade heitir, var höfð svo skömm við dvöl á ströndinni sem mögulegt | og látið nægja að dást að hinum sí | grænu pálmatrjám og státlegu hótelum og mótelum, sem laða að sér milljónir' ár hvert. Dífa var fekin. Belle Glade er um átta þúsund manna bær um 65 km. frá austur ströndinni. Þar er tilraunastöð í jarðrækt fyrir Suður-Flórida og sérstaklega fyrir þann hlutann, er Everglades er nefndur. Er það sjálfsögðu skýringin á staðarval- inu. ÁSur fen og foræði Þssi hluti Flór'ida* var fram yfir síðustu aldamót fen eitt og foræði, sem engum var fært nema fuglinum fljúgandi. Sólskinsríkið og sambandslýðveldið .tóku síðan höndum saman um skurð-kerfi til framræslu mýrunum, og breyttu þeim í akurlönd, þar sem græn- meti og annar gróður bylgjast á þúsundum hektara hins mar- flata flæmis. Vatninu verður að | dæla burt. Er því dælt í stöðu- j vatn allstórt, er yfirborð þess nú ! all miklu hærra en akranna. Hver landeigandi hefur svo sitt einka- skurða- og dælukerfi í sambandi við hið opinbera aðalkerfi. Að lok um er svo akurspildan kflræst. Verkar kerfið að sjálfsögðu sem áveitukerfi jafnframt og þykja kílræsin gefast vel til þeirra hluta einnig. Gott samstarf við bændur Tilraunastöð’in leggur mikla á herzlu á, og hefur, fyrirmyndar gott samstarf við bændur í um- hverfinu (þetta mun gilda um all- flestar amerískar tilraunastöðvar) Mér gefst tækifæri á að sitja einn bændaklúbbsfund, þar sem sérfræðingar stöðvarinnar svör- uðu spurningum bænda og ræddu við þá vanda- og áhugamál þeirra. Virtust báðir aðilar kunna að meta samstarfið. Var mest rætt um jurtasjúkdóma. Seinni hluta dagsins ferðaðist ég svo um með héraðsráðunautnum ásamt tveim ur ríkiráðunautum í gróðursjúk í tilraunastöð landbúnaðar og mýrar- kotum” Suður-Flórída hafi lært mikið um gróðursjúk- dóma sem slíka þá fékk ég áþreif anlega sannað það, er ég hafð'i fregnað, að varla fyndist í víðri veröld sá sjúkdómur eða það skor kvikindi er legðist á gróður, að ekki væri það til staðar í Flórida. Veldur því hð hlýja og raka lofts lag. Verkstjóm í flugvél Mjög er algengt ag tilraunastöð in leggi tilraunir í lönd bænda og er það samstarf báðum til gagns og gengur hið bezta. Nú stóð uppskerutíminn sem hæst. 1 Fylgdist ég því með einum til- raunamanninum út á akur hans Gafst þar á að líta! Var -bújörðin hin sæmilegasta að stærð eða um 11400 ha. með grænmeti, sellery og hvítkáli að mestu. Var búið rek : ig af þremur sonum stofnandans. I Höfðu þeir aðalstöðvar sínar f ! nokkurri fjarlægð og ’notuðu einkaflugvélar til þess að ferðast um landareignina og fylgjast með 1 störfum húskarla sinna. Þurfti og nokkurs ,með, þar sem þeir héldu um þúsund manns á mála [ (mest negra). Auk þessarra 1400 ha. ég nefndi áttu bræðurnir aðra ! 1600, er ekki hafði unnizt tóm til þess að rækta upp ennþá. - | með vélum, er ki'efjast 24 manna til að skila fullum afköstum. Voru tvær slíkar í gangi. -Viilljóna-kctbýli Var skýrt tekið fram að kot- býli þetta væri aðeins eit-t af mcrgum. Var mér tjáð, að í góð um árum mokuðu menn upp pen ingum en í lakari árum væri skað inn einnig talinn í milljónum dala, fr'ost og fellbyljir ásamt markaðs sveiflum gerðu útkomuna allt ann að en árvissa. (Viku eftir að ég yfirgaf Flórida geþði þar frost, er olli skaða svo milljónum skifti, og urðu bændur að endurplanta mikið af ökrum sínum). Að fleiru er unnið á mýrunum en grænmetisrækt. Allmikið er þar um holdanaut og nokkuð um svín. Endurspeglast það í starf- semi stöðvarinnar. Þar er öflug búfjárræktardeild, er vinnur að fóðurtilraunum og kynbótum. Þrír stofnar eru ræktaðir af holdakyni: Hereford, Angus og Indverjinn Bahman. Allmikið hef ur verið reynt ag blanda þessa stofna og vex blendingurinn mun hraðar en foreldrarnir hreinrækt aðrir. Gæta verður þess þó að æxla blendingana með hreinum stofni annars hvors foreldrisins ella Lárus Jónsson skoðar „votheysturn" af nýrri og sérkennilegri gerð dómum. Þótt vafasamt sé, að ég I Suður-Flórída — nánar sagt frá því í grelninnl. fellur einistaMingurinn í sama farið hvað vaxtarhraða snertir. Miklar fóðurtilraunir í fóðurfræðum hafði athyglin aðallega beinst að snefilefna- skorti. Sér í lagi að beinasjúk- dómi orsökuðum af lágu hlutfalli milli kopars ok mangans. Kopar- skortur sérstaklega í fylgd með miklu mangan veldur unmmynd unum á ökla sérstaklega og fót- leggjum yfirleitt. Hey er aðallega verkað sem vothey. Beinast því tilraunir að því að finna sem einfaldastar og ódýrastar geymslur. Algengt er um öll Bandaríkin að hrúga hey- inu saman í stíur og troða það með dráttarvélinni um leið og ekið er inn. Tjaldað er yfir með plasti eða tjönrpappa til þess að halda raka frá. Veldur þessi geymsluaðferð mikilli rýrnun á fóðrinu. í Flórida eru stíur þess •ar gjarnan settar út í beituhólf unum því kýr eru ógjarnan tekn ar á hús. Hið nýjasta í votheys- verkun er að plastdúk sé brugðið utan um heyið og yfir það. Haldið er utan að dyngjunni með vírneti. Gefur þessi aðferð loftþétta geymslu og ver fóðrið algjör- lega skemmdum. Versti óvinurinn er rottan, sem r"" r gat á tjaldið og sleppir inn k..:. Á meðfylgj- andi mynd má sjá greinarhöfund skoða einn slíkan „turn“ ásamt einum fóðurfræðinga sveitarinn- ar. Heypressun Verkfræðingur stöðvarinnar vinnur að vél til þess að pressa safann úr gr'asinu á ódýran og hagfelldan hátt. Hafði hann unn ið að þeirri hugmynd meira eða minna um fjörutíu ára bil. Sarna aðferð er í aðalatriðum notuð í margs konar ávaxtaiðnaði . Hafði hann komizt það langt, að á skammri stundu lækkaði pressan vatnsmagn grassins úr 85% niður í 60%.Virðist af niðurstöðum hans að einu gildi um upprunalegt vatnsmagn, pressan skili grasi með um 60% vatni. Virðist það tryggja vel heppnaða votheys- verkun, lækka sýrustig heysins niður í hið æskileg bil. Þótti honum þó sem bændur veittu aðferðinni li'tla athygli, en hann hélt ótrauður áfram. M.a. vann hann að tilraunum með nýt ingu hins mikla og næringarríka safa, sem tilfellur, Minnti hann mig allmjög á Klemenz á Sáms- stöðum, sem heima á Fróni háir harða baráttu fyrir heymjölshug- mynd sinni við litlar undirtektir án efa minni en skyldi. Mér virð ist hafið yfir allan vafa, að við íslendingar getum mikið lært af tflraunum á Belle Grade i þessu efni. Við hljótum a.m.k. að taka einhverja slíka tækni í okkar þjónustu ef við ætlum okkur ekki að verða undir í baráttunni við veður og vind. Loftslagið veldur erfiðleikum Frá landbúnaðar sjónarmiði veldur hið hlýja loftslag miklum erfiðleikum þrátt fyrir allt. Mjög er úrkomusamt í Suður-FIórida (1400 mm./ár). Veldur það því að allar lægðir eru fylltar mýrajarð vegi, sem kostað hefur mikið fé ag ræsa fram. Viðhaldsframræsla er og mjög dýr, því skurðir fyllast . gróðri á skammri stundu. Þegar mýrin er tekin til ræktunar kem ur í ljós að hún er snauð af öll- um steinefnum. Hitt er þó sýnu verra, að hún eyðist (brotnar nið ur) með gífurlegum hraða Hún bókstaflega brennur undir fótum manns. Er aðein-s ein leið til að stemma strgu við því: að hylja hana vatni. Taflð er ag upp úr næstu aldamótum verði ekker' eftir af stórum flæmum, sem nú gefa ríkulega uppskeru Veldur t1 '" ' að sjálfsögðu að allir ' -ambald á 13. síðu).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.