Tíminn - 24.03.1960, Side 11
TÍMINN, fimmtudaginn 24. marz 1960.
11
„Ég vil bara
vera kon3n
Þetta er svo mynd af þelm Tlnnu
(t. h.) og Snædisi, sem við tókum
heima hjá þeim
MeSaÍ leikenda í fram-
haldsleikriti Agnars Þórð-
arsonar í útvarpinu „Ekið
fyrir stapann" eru tvær litl-
ar stúlkur. Þær heita Snæ-
dís og Tinna, og eru dætur
hjónanna Herdísar Þor-
valdsdóttur, leikkonu, og
dr. Gunnlaugs Þórðarsonar.
Við brugðum okkur heim
til þeirra í gær og ætluðum
að ræða við ungu leikkon-
urnar.
Er við komum þangað heim,
voru þær að koma inn úr dyr-
unum frá æfingu og upptöku í
útvarpinu. Önnur var að sippa,
en hin lék sér að húla-hopp
gjörð og virtust ekkert mega
vera að ræða við fréttamann,
sem ryðst svona inn til þeirra,
þegar enginn á sér ills von.
Við snerum okkur fyrst að
Snædísi og spyrjum hana hvað
hún sé gömul:
— Ég er 7 ára. 1
— Þá ert þú komin í skóla, er
það ekki?
— Jú, ég er í Melaskólanum.
— í hvaða bekk?
— Ég er í sjö ára bekk dé.
— Ert þú ekki ákveðin að
gerast leikkona þegar þú verð-
ur stór?
— Það veit ég ekki .... ég
held ég vOji vexða leikfimi-
kennari.
Ég ætla bara að vera kona
Þá er röðin komin að Tinnu,
Stúlkan á myndlnni heltlr Virg-
inia Lee og er hingað komin alla
leið frá Suður-Afríku, reyndar
með viðkomu i Bretlandi, þar
sem hún er vel þekkt dægurlaga-
söngkona. Hér á landl mun hún
dvelja í nokkrar vikur og syngur
á Röðli ásamt Hauk Morlhens. —
Myndin er tekln er ungfrúin
steig út úr Gullfaxa á Reykjavlk-
urflugvelli. (Ljósm.: Sv. Sæm.)
s.________________________________J
sem enn er að sippa á miðju|
gólfi, og er jafn leikin í að
sippa aftur á bak sem áfram.
— Hvað ert þú gömul Tinna?
— Ég er bara 5 ára.
— Svo þú ert eki komin á
skólaaldurinn enn. En kanntu
að lesa?
— Já, svona hér um biL
Hér kemu pabbi hennar
henni til hjálpar og sagði að
systkini hennar hefðu að mestu
kennt henni að lesa. Börnin eru
fjögur, elztur þeirra er Hrafn
11 ára, þá Þorvaldur 9, svo
Snædís og Tinna. Þrjú elztu eru
öll í Melaskólanum. Við höld-
um áfram að spyrja Tinnu.
— Hvað ætlar þú nú að verða
þegar þú verður stór, Tinna.
— Ég ætla bara að vera kona.
— Finnst þér gaman að leika
í útvarpið?
— Ég veit ekki, sagði hún og
varð svolítið feimin við allar
þessar spurningar, en bætti
síðan við ósköp lágt: Mér finnst
mest gaman að hlusta.
— Hvað er mest gaman við
að leika í útvarpið? Hér er
Snædís aftur komin og segir:
— Það er mest gaman að fara
í lyftunni upp og niður. Tinna
er alveg sammála systur sinni.
Leika í f jórum þáttum
Nú eru þær Snædís og Tinna
alveg orðnar uppgefnar á
fr'éttamanninum, en hann ekki
búinn að fá nóg. Þá kemur
mamma þeirra okkur til hjálpar
og s'egir:
— Þetta eru nú ekki stór
hlutverk, sem þær eru með, en ■
það er handhægt fyrir okkur að
hafa þær, því þá get ég alltaf
komið með þær með mér. Það
fer heldur lítið fyrir því sem
þær segja, ég verð að skrifa
það allt á blað fyrir þær og það
í prentstöfum. Annars gengur
þetta allt vel, nema á einni æf-!
ingunni, þá bað Agnar þær að
hlæja, en allt kom fyrir ekki, |
það var ekki nokkur leið að fá
þær til að hlæja. Þá kippir sú 1
yngri í mig og segir: — Já, en
mamma, ég get ekki hlegið
nema eitthvað sé hlægilegt. •—
Stundum fá þær að koma upp
í leikhús og þykir þeim það
voða gaman. Um daginn fengu
þær að sjá Kardemommubæinn,
og það þótti þeim nú eitthvað
varið í, og er við vorum að fara
heim, sagði Tinna við mig:
„Mamma, mig langar svo til að
verða barnaleikkona.“
Nú er kvöldmaturinn á borð
borinn, svo við viljum ekki
tefja lengur og þökkum fyrir
okkur. Þegar við göngum út
sjáum við að Snædís og Tinna
verða ósköp fegnar að losna við
svo spurulan fréttamanna.
Jhm.
AKVENPALLI
Aldrei má þurrka skótau á
heitum ofni, þá skemmist það.
Svona vírgrind gæti verið þægi
leg, þá má smeygja skóm og
stígvélum á hana og þá er þeim
ekki hætt við skemmdum. Tak
ið eftir stígvélaþrælnum, sem
drengurinn notar til að ná af
sér vaðstígvélunum.
Það getur munað miklu á
fjölmennum heimilum að hús-
gögn séu af þeirri gerð, sem
auðvelt er að sauma á hlífðar-
áklæði. Stólar og bekkir með
lausum setum eru nú mikið í
tízku og þá er auðvelt að klæða.
Sumir hafa renniiás á hlífðar-
áklæðinu, svo að hægt sé að
smeygja allri setunn' * i það,
aðrir láta brún inn af
og sauma að á homunum. Erf-
iðara er að fást við föstu set-
urnar, en ef að ekki er of mikiö
útflúr á húsgögnunum, þá tekst
oft að ganga snoturlega frá hlífð
aráklæði, en það má telja nauð
synlegt þar sem ung börn eru
og þröngt húsijæii.