Tíminn - 05.04.1960, Síða 10

Tíminn - 05.04.1960, Síða 10
10 T í MIN N, þriðjudaginn 5. apríl 1960. I dag er þriðjudagurinn 5. apríl. Tungl er í suSri kl 18.50. Árdegisflæði er kl. 0.06. Síðdegisflæði er kl. 13.12. Krossgáta no. 138 Lárétt: 1. gera hávaða. 5. hljóti. 7. í geislum. 9. mjög 11. læ-rdómur. 13. temja. 14. hæggerð. 16. fangamark. 17. skæla. 19. afbragð. Lóðrétt: 1. Staður í Rv. 2. forsetn- ing. 3. „meðan út á ... miðið ég f er“. 4. op. 6. tæpar. 8. setja upp þoku- rönd 10. kvenmannsnafn (þf.). 12. stuttnefni listamanns (þf.). 15. á tré. 18. borðaði. Lausn 137 Lárétt: 1. Brekka. 5. gló. 7. ys. 9. órar. 11. nóa. 13. suð. 14. jana. 16. G. V. (Guðm. Vilhj.). 17. nunna. 19. rammur. Lóðrétt: 1. brynja. 2. eg. 3. kló. 4. kórs. 6. orðvar. 8. sóa. 10. augna. 12. Anna. 15. aum. 18. n, m. Kvikmyndir VILLIMENNIRNIR VIÐ DAUÐAFLJÓT, sænsk mynd frá Brazilíu. Sýningarstaður: Stjörnubíó. Villimennirnir við Dauðafljót, ágæt mynd frá Brazílíu, er sýnd í Stjörnubíói um þessar mundir. Myndin er tekin af sænskum leið- angursmönnum, sem fara um Amazonfljótið og upp þverána Dauðafljót til að kynnast hinum herskáu Chavante-Indíánum, sem gullleitarmönnum og harðstjór- um fyrri daga tókst aldrei að beygja, heldur mættu þeir dauð- anum, er þeir héldu í ránsferðir á þeirra slóðir. Nú er önnu-r öld í Brazil’íu, Indíánar, hvítir menn og svartir, lifa í friði og stjórn lands- ins hefur ákveðið, að hinir rauð- gkinnuðu byggjarar frumskógar- ins skuli fá að gera svo, ótrufl- aðir af „menningunni", meðan þeir vilja það sjálfir. Nokkur hluti myndarinnar er tekinn í Rio de Janeiro og seinni hlutinn meðal fiskimanna á norð- austurströndinni. Heimkynni þeinra eru mikilla sanda og mik- illa sæva, farkostir þeirra á haf- inu eru með einföidu sniði og svo er líf þeirra allt, en fólkið er ánægt, — líklegast ánægðara en þeir, sem búa við alls kosti tækn- innar, sem leiða af sér nýjar og meiri þarfir og sliga manneskj- umar undir fargi nægjuleysis og heimtufrekju Myndin er ágætlega tekin, lit- irair góðir og í flesta staði mjög skemmtileg á að horfa. En við- brögð sýningargesta voru á stund um ekki jafn smekkleg. Þegar sýndir vo.ru .dansar Iníána, sem ganga naktir, og fleiri atriði, gall við aulalegur hlátur, hviss og skríkir fjölda manna í saínum. Þeir, sem bregðast þannig við kvikmyndum af fólki, sem þekkir ekki hugtakið „klám“, ættu að hugleiða, hvort þeir eru ekki á lægra menningarstigi en hinir, sem ganga naktk. B. Ó. GLETTUR — Jæja, en hvað það var gaman, að ungfrúin s.kyldi vera íslendingur. Ég sjálfur er hins vegar Skoti. Mætti ég ekki bjóða ungfrúinni upp á eina sundferð? Maiía, sem var sjö ára gömul og hafði kynnzt boðörðunum tíu í sunnudagaskóla, átti káta mömmu, tsem ekki skammaðisí sín fyrir að syngja út á götu. Dag nokkurn gekk María með syngjandi móður sinni um aðal- i götuna. Látla barnið leit óttaslegig | í kringurn sig og hvíslaði: — Syngdu ekki svona hátt mamma, fólk heyrir til þín. Til að stríða dóttur sinni byrj- aði móöirin að blístra hátt og ekki alveg lagvisst. María litla stanzaði og sagði Hinn víðförli Vigfús Guðmundsson leit inn á skrifstofu Tímans í gær og spurði blaðamaður hann að hvort hann væri nú hættur að fá afmælisvísur. Nei, það væri öðru nær, þær kæmu a. m. k. einhverjar f hverri viku enn þá og hann vonaði að svo héldi áfram. Þá á stundinni hefði hann t. d. verið að fá bréf frá landskunn- um bónda ofan úr Borgarfirði, sem m. a. gerði ráð fyrlr að yrði lítið um veitingaskála í himnaríki, þegar þangað yrði komið. Með bréfinu lét bóndinn fylgja þrjár afmælisvísur og hefur fyrirsögnina yfir þeim: Vigfús Guðmundsson, hinn viðförli, sjötugur. Eftir jarðlífs enduð gæði, (Ekki eru ,,Skálar" himnum á): Lektors-stól í landafræði Lykla-Pétur mun þér fá. Svo þér vegni vel að kenna vangefinni englahjörð: Áratugi þú skalt þrenna þroskast enn á vorri jörð. Hvar sem okkar hnött þú kannar hvar sem þig að garði ber: Ljósir, gulir, svartir svannar sængur mjúkar búi þér. A hjúskaparmiðlunarskrifstof- unni: — Hefur daman nokkrar sérstakar óskir? — Eg vildi gjarnan fá mann, sem notar flibba númer 42. Eg á nefnilega fimmtán flibba eftír fyrri eiginmann minn. með tárin í augunum: — Og aðra eins móður og þig er maður neydd ur ti'l að heiöra. ©fíÉO.TUEMí — Það eina, sem við þurfum að gera er að finna einhvern slöngu- apa, sem vill kaupa fimm kíló af sykri. DENNI DÆMALAUSI Úr útvarpsdagskránni Klukkan 21 í kvöld verður útvarp- að frá bókmenntakynningu stúdenta- Sráðs á verkum sonar skálds, en hljóðritað í há- tíðasal Háskóla íslands 12. marz ursson flytur er indi og Brynja Benediktsdóttir, Heimir Steinsson, Bryndís Péturs- dóttir og Baldvin Halldórsson lesa úr Ijóðum Snorra. Helztu atriði öllur: 8.00 Morgunútvarp. 18.30 Amma segir börnunum sögu 19.00 Þingfréttir 20.30 Daglegt mál — Árni Böðvars- son 20.35 Útvarpssagan — Erlingur Gísla son les 22.20 íþróttir — Sigurður Sigurðs- son 22 40 Lög unga fólksins — Guðrún Svafard. og Kristrún Eymunds dóttir Jose L Saíinas D R E K I Lee Falk 47 Kiddi: — Hvers vegna vildir þú ekki lofa mér að hjálpa þér strax, Birna? Birna: — Ég vantreysti öllum karl- monnum. Kiddi: — Án allrar undantekningar? Birna: — Jæja, verið gæti að ég gerði eina undantekningu- Á meðan í kofanum. Bófinn: — Talaðu, ræfillinn. Galdramennirnir og blámennirnir safn ast kringum beinahrúguna. Foringi galdramannanna bendir á beinahrúguna og segir: — Þetta eru bein Dreka, hests hans og hunds. Þarna sjáið þið, að hann var dauðlegur eins og aJlir aðrir menn. Ekkert fær staðizt veldi Úgúrú. Þeir ganga fram á klettabrúnina og komast að þeirri niðurstöðu, að enginn geti hafa komizt lífs af þá leið. Á meðan ræðir Dreki við félaga sína: — Galdra- mennirnir hafa talið okkur af. En þeir eiga eftir að verða undrandi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.