Tíminn - 05.04.1960, Qupperneq 13

Tíminn - 05.04.1960, Qupperneq 13
TÍMINN, þriðjudaginn 5. apríl 1960. 13 95 ára: Ingibjörg Jóhannsdóttir Steinstúni p Á S K A D R Y K K I R N I R r , SINALCO SÖDAVATN APPELSIN SPUR COLA GRAPE FRUIT GINGER ALE Kjarnadrykkir HI-SPOT PILSnER LÍMONAÐI BJÖR QUININE WATER * MALTÖL HVITÖL P T a Ð s H.F. OLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON Það gerist nú æ tíðara að menn og konur komist til hárrar elli. Misjafnt er það þó hvernig því tekst glíman við Elli kerlingu og hver mörk henni tekst að setja á það í glímu sinni. Flestum hefur hún komið á kné áður en þeir hafa náð 80 ára aldri. Það vekur því nokkra furðu, að fyrirfinna fólk, sem er komið langt á tíræðisaldur, en heldur isvo vel lífs og sálarkröft um, að maður gæti ætlað það 1—2 áratugum yngra en það er. Þegar það er aðgætt að þetta fólk hefur alizt upp við kröpp kjör í öllum aðbúnaði og við mikla vinnu frá blautu barnsbeini, hlýtur manni að korna í hug að í því hafi verið góður efniviður. Ein af þeim kon- um, sem ólst upp við þessi óblíðu lífsskilyrði, varð nú nýlega 95 ára. Þessi kona er Ingibjörg Jóhanns- dóttir, fyrrum húsfreyja á Steins- túni í Árneshreppi. 1 tilefni þessa háa aldursafmælis hennar langar mig nú að geta þess arar heiðurskonu með nokkrum orðum. Verður það þó af meiri vanefnum gert en ég vildi og vert væri. Ingibjörg er fædd að Kambi í Árneshreppi fyrsta góudag árið 1865. Mun þann dag þá hafa boi'ið upp á 19. febrúar. Hefur hún því þann dag lokið hálfum hinum tí- unda tug aldurs síns. Foreldrar hennar voru Jóhann Gottfreð Jónasson í Litlu-Ávík og kona hans Guðríður Arngrímsdóttir Jónsson- ar, bónda á Krossanesi. Jónas í Litlu-Ávík var kynsæll maður. Átti hann með Jóhönnu konu sinni 19 börn og auk þess tvær dætur aðrar. Jónasi er nokkuð lýst í Strandamannasögu Gísla Konráðs- sonar og einnig í sögu Jörundar hundadagakonungs. Af þeirri lýs- ingu má sjá, að Jónas hefur verið fríður maður og vænn yfirlitum. Af því sem ég þekki til virðist mér afkomendur hans hafi tekið þessa eiginleika að erfðum frá honurn og einnig er það fólk mjög snyrtilegt á alla lund og háttprútt í daglegri umgengni. Þau Jóhann og Guðríður, foreldr- ar Ingibjargar, munu hafa verið mjög fátæk. Jarðnæði hafa þau ekki haft nema í húsmennsku á ýmsum bæjum. Börn þeirra dóu mörg ung. Þegar Ingibjörg var á öðru ári andaðist móðir hennar. Stóð Jóhann þá uppi með börn sín ung og umkomulaus. Var henni þá ætlað í fóstur að Dröngum, en þegar komið var með hana að Drangavík á leið til Dranga kom maður að norðan með þau boð, að búið væri að taka annað barn í fóstur á Dröngum, svo ekki væri hægt að bæta Ingibjörgu við. Var þá snúið við með litlu stúlkuna. Lítt mun hún hafa skilið hvað hér var að gerast og því hlíft að nokkru við þeim sár.sauka, sem slíkur flutningur hafði í för með sér fyrir hana og aðstandendur hennar. Var henni þá komið í fóstur að Melum til Halldórs Jónssonar og konu hans. Var hún þar til 9 ára aldurs, en fluttist þá að Krossnesi til Jóns Gíslasonar og Elísabetar Guð- mundsdóttur og var úr því hjá þeim til fullorðinsára. Strax og Ingibjörg hafði aldur og þroska til var henni haldið að vinnu svo sem hægt var. Lífskjör almennings voru þá svo, að enginn mátti af sér draga til öflunar brýnustu lífs- nauðsynja. Þegar hún hafði aldur til réðst hún sem vinnukona að Litlu-Ávík. Var hún í ýmsum vist- um þar til hún gekk að eiga Guð- , laug Jónsson í Norðurfirði rúm- lega tvltug. Munu þau hafa verið í húsmennsku í Norðurfirði fyrstu 2—3 árin, en fóru þá að Eyri við Ingólfsfjörð árið 1891 og voru þar til ársins 1897. Lítil voru efni þeirra og það, sem verra var, þröngt um jarðnæði. Á Eyri höfðu þau einhverjar grasnytjar en jöfn- um höndum urðu þau að sækja heyskap út í Norðurfjörð. Voru það erfiðar aðstæður, að fara þá leið gangandi að morgni og aftur heim að kvöldi að loknu dagsverki. Við þessi skilyrði bjuggu þau í 6 ár. Árð 1897 fluttu þau að Steins- túni, sem var nýbýli úr Krossnes- landi inni í Norðurfirði. Varð nú hagur þeirra að öllu betri, þó að býlið væri ekki stórt. Var þar auð- veldara um allar nytjar og Guð- laugur kominn heim á æskuslóðir. Mátti segja að þeim búnaðist vel á Steinstúni þó að efnin væru lítil. Nokkru eftir að þau komu að Steinstúni byggði Guðlaugur upp bæjarhúsin í stað lítils torfbæjar, sem þar var. Var Steinstúnsbærinn með allra snotrustu bæjum, sem ég man eftir í sveitinni á þeirri tíð. Þó að hann væri ekki stór, var þar allt .svo hýrt og þokki yfir öllu. Utan húss og innan var allt vel um gengið og hýbýlin hrein og fáguð. í því átti húsfreyjan stærst- an þátt með reglusemi sinni og snyrtimennsku, sem fylgt hefur henni alla tíð. Þau Ingibjörg og Guðlaugur eignuðust 10 börn. Tvö þeirra dóu kornung og tvær dætur þeirra dóu á unglingsaldri, önnur innan við fermingu en hin á 16. eða 17. ári. Báðar voru þær efnilegar fríðleiks stúlkur. Má geta nærri hver raun' það hefur verið foreldrunum að sjá á bak þeim í blóma lífsins. | Ekki var þó öllu mótlæti Ingi- j bjargar þar með lokið. Su.mariðj 1921 missti hún mann sinn úrj bráðri lungnabólgu. Var það mikið; áfall fyrir hana. Hjóuaband þeirra hafði verið farsælt og Guðlaugur góður drengur og nýtur maður, bæði sínu heimili og sveitarfélagi, sem falin voru ýms trúnaðarstörf umfram marga aðra. Yngstu börn- in voru þá ekki komin af barns- aldri og varð nú Ingibjörg að sjá þeim farborða. Hélt hún þá áfram búskap með forsjá Gísla, elzta son- ar síns og aðstoð hinna barnanna.1 Eftir að Gísli sonur hennar giftist árið 1927 og tók við búi á Steins- túni, var hún enn út af fyrir sig með yngstu börnin, unz þau fóru að heiman. Síðan hefur hún verið í skjóli Gísla sonar síns og tengda- dóttur. — Á Steinstúni hefur hún nú dvalið samfleytt yfir 60 ár og aldrei þaðan farið nema part úr ári, sestn hún dvaldi á Beinakeldu í Húnaþingi hjá Guðríði dóttur sinni. Þar festi hún ekki yndi. Vinalegi litli fjörðurinn og snotri bærinn uppi í hlíðinni seiddi hana til sín með sínu sérstæða útsýni og minningum. Þar og hvergi ann ars staðar vildi hún lifa lífi slnu allt til enda. Ingibjörg hefur verið heilsuhraust um ævina, enda ber hún aldurinn vel. Enn hefur hún daglega fótavist, gengur um hýbýli bein í baki og óstudd, fylgist vel með öllum daglegum viðburðum og er minnug á margt frá liðinni tíð- Hún heldur enn góðri heyrn, en sjónin er farin að dvína. Útvarpið er hennar mesta yndi og dægra- stytting. Hún fylgist gaumgæfi- lega með því, sem það hefur að flytja og henni er að skapi. Sér- stök unun er henni að öllum tón- flutningi þess. — Þegar Ingibjörg var 91 árs gömul varð hún fyrir Saga Áusiurlands (Framhald af 9. síðu). undar á viðfangsefni sinu. Hann nemur hér staðar er að mihnast á í því sam- við lok 18. aldar, en maklegt er í því sambandi að minn- ast á, að í IV. bindi ritsafns ins birtir hann „samfellda slæmri byltu og var talið að hún mundi hafa brákazt á mjöðm. Varð hún þá rúmföst um tíma og þótti líklegt að hún svo gömul mundi verða það upp frá því. Þetta fór þó á annan veg. Með einstöku viljaþreki tókst henni að rífa sig upp úr þeirri legu og ná þeirri ferlivist, sem áður segir. Ingibjörg hefur verið fríð kona á yngri árum og enn heldur hún vel fríðleik sínum, þrátt fyrir rún- ir elliáranna. Hún var með afbrigð um velvirk og þrifin og hreinlát í öllu, svo að af bar. Yfir henni nú fjörgamalli hvílir yndislegur þokki, silfurhvítar hærur hennar varpa á hana ljóma ellinnar. Allt frá barnsaldri mínum til fullorðinsára var ég í nánu ná- grenni við Ingibjörgu. Aðeins snertuspölur milli heimilis míns og hennar. Margar voru ferðir mínar og okkar systkinanna að Steinstúni til leika og funda við frænd- og stallsystkinin þar. Frá þeim tímum á ég ekki nema góðar minningar. Aldrei var amast við mér eða okkur. Vorum við þó oft á ýmsa lund ver fyrirkölluð en sómdi þeim þrifnaði, sem þar ríkti innan veggja. Alltaf var okkur tek ið með hógværð og hlýju og marg ur var bitinn, sem ofan í okkur hrökk af borði Ingibjargar og alltaf vel þeginn. Fyrir þetta allt og ótal margt fleira vil ég nú þakka þessari háöldruðu, prúðu heiður.skonu um leið og ég óska henni blessunar Guðs og góðra manna og að það, sem eftir er ævikvöldsins verði henni bjart og fagurt. Guðm. P. Valgeirsson. yfirlitsþætti varðandi, at- vi'nnumála- og félagsmála- sögu Austurlands á 19. öld og frásögn af ýmsum öðrum sérstökum atburðum þeirrar aldar.“ Segja má ýkjulaust, að Halldór Stefánsson sé nú búinn að semja heildaryfir lit yfir sögu Austurlands frá því á fyrstu landnámstíð og fram til loka 19. aldar. Er það mikið verk, og skuldum vér Austfirðingar honum sambærilegar þakkir fyrir það nytjastarf hans í vora þágu sérstaklega og um leið í -þágu allra unnenda ís lenzkrar sögu. Með. honum í ritnefnd Austurlands eru þeir Bjarni Vilhjálmsson og Jón Ólafsson. Þeim ber oss einnig að þakka hlutdeild þeirra í þörfu og mikilvægu starfi, sem og öllum þeim öðrum, svo sem útgefanda þessa rits, er hlut hafa átt að útgáfu ritsafnsins. En þá þökk sýnum vér auðvitað bezt í verki með því að kaupa ritsafnið. Og svo ég hverfi' nú aftur að nýj- asta bindinu, Sögu Austur lands, þá vil ég sérstaklega hvetja Austfirðinga beggja megin hafsins til þess að eignast það og lesa. Þeir munu drjúgum fræðast þar um landshluta sinn og fæð- ingar- eða ættarbyggð í lið inni tíð, en ennþá bregður sagan, sé hún rétt lesin og skilin, birtu inn í samtíð og framtíð. Orð skáldsins eru þrungin sígildum sannleika: „Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sézt ei, hvað er nýtt.“ (Eftir Lögberg-Heims kringlu 14/3) Leikf. Reykjavíkur (Framhald af 8. síðu). hans samvizkulega unnið. Fáguð. sviðsetning hans getur þó ekki bjargað hinum langdregnu sam- tölum og sífelldu endurtekningum frá því að reyna á þolrif fólks, sem af misskilningi hefur ætlað að lyfta sér upp yfir amstur dag anna og skemmta sér eina kvöld stund í leikhúsi. Þeir, sem færa upp svona verk hafa aigjöra fyrir litningu á þörfum venjulegs al- þýðufólks. Þýðing Indriða G. Þorsteinsson ar á leikritinu er afbragðsgóð. Þetta er eitt af þeim verkum sem er nær óþýðandi vegna orðaleikja og tvíræðra eða margræðra setn- inga. Þessu hefur Indriði ekki náð til fulls, enda er það ekki á færi nokkurs manns, nema þá að um- semja leikritið algjörlega. En Indr iði hefur samt leyst þetta erfiða verkefni það vel, að aðrir hefðu ekki gert það betur. Gunnar Dal. I gildru (Framhald af 5. síðu). hlutum. Óðaverðbólgan sér um það, að þeir fátæku þurfa ekki að láta sig dreyma um eigin íbúð. Það eru aðeins þeir ríku sem slíkt eiga skilið. Sem sagt. þegar þeir efnuðu geta ekki torgað meiru af lúx- usvörum, er þeim bent á banka sem mun gevma af- ganginn á 10% vöxtum skatt- frjálst! En hvað finnst háttv. kjósendum Alþfl.? Er nú ekki bráðum nóg komið af því góða — að nota nafn alþýð- unnar á þetta flokksskrípi. VerkamaSur

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.