Tíminn - 05.04.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.04.1960, Blaðsíða 16
Þriðjudaginn 5. apríl 1960. 78. blað. Áskriftarverð kr. 45.00 — í lausasölu kr. 3.00. SOVÉTRÍKIN HAFNA TIL- LÖGU VESTURVELDANNA ÞAR SEM BÖRNIN LEIKA SÉR AÐ VOÐANUM .... Inn við Elliðaárvog standa nokkrar skemmur saman. Neð an við þessar skemmur standa gömul báta- og skipaflök, og þar er einnig unnið við að smíða og lappa upp á báta, sem enn eiga eftir að fljóta á sjónum. a. m. k. nokkur ár. Laust eftlr hádegi i gær fórum víð, ljósmyaidari og fréttamaður irá TÍMANUM, þangað inn eftir, mest af forvitni. Fyrst urðu tveir gamlir bátar fyrir sjónum okkar, standandi uppi á landi, ljótir, fúnir og fornfálegir bátar. Ein- hvern tíma hafa þeir samt verið nýir og gíæsilegir farkostir, og mjög sennilegt að þá hafi verið skrifað um þá í blöðunum sem r.ýja og mjög fullkomna, „búna Öilum nýjustu og vönduðustu ör- yggistækjum.“ ,.Við höfum margsinnis dregið þá upp úr" Við klifruðum upp á annan bát- inn. Það hefur einhverjum öðrum dottið í hug á undan okkur, því fjöl hafði verið lögð upp með síðu hans, og reipi lafði niður með. Ellimörk, fúi og niðumíðsla, hvar sem litið var. Þetta hlýtur að vera eftirsóttur leikstaður barna, því allsiags skran blasti hvarvetna við augum. Nokkru utar á svæðinu voru nokkrir menn að vinna við bát. Margrét, stóð á skutnum, sem var þvert fyrir. Þeg ar ljósmyndarinn fór að athafna sig kallaði einn mannanna til okk ar og spurði hvað við værum að gera. Við svöruðum greiðlega og rétt til um það, — við vorum að ljósmynda og skoða þennan leik- vang barnanna. Maðurinn taldi okkur vera á alröngum stað, því þarna væri börnunum engin hætta búin, en rétt utar lægju tvö skips- flök úti í sjó, og þar væri hættan. „Þar höfum við margsinnis dregið þa upp úr.“ Þarna er hættulegt fyrir börnin að leika ser. Lestarnar í þessum fiökum eru hálffullar af sjó, og ef ; einhver dettur þar niður, er eng inn möguleiki fyrir hann að kom- i r.st hjálparlaust upp. Svo detta ! krakkarnir i sjóinn, og eru á sundi kringum þessa dalla, svo hlýr sem siórinn hlýtur að vera. Ekki fyrr en eitthvað skeSur Heimildarmaður okkar, seip i stendur uppi á bátnum Margréti; | — segir að Margrét sé fyrsti ís- ' ienzki skuttcgarinn og það sé ekk I ert aprílgabb — fræðir okkur j einnig á þvi, að þeir sem vinna i þarna hafi oftsinnis kvartað undan þessu ástandi, en þeir sem helzt hefðu átt að sinna þessu, svo sem Slysavarnafélagið, virtust helzt ekki vilja Koma nærri fyrr en eitt hvað hefði skeð. Og það versta er, að börnin sækja mest i að leikaj sér í flökunum um helgar, þegar enginn maður er að vinna í nánd, og enga björg að sækja nema lengra til. „Þið eruð alveg á vit- lausum tírna, strákar mínir. Þið eigið að koma með myndavélina seinnipart laugardags eða snnnu- dag, þegar gott er veður, því þá cru flökin alveg svört af strákum. Þá er eitthvað að taka mynd af.“ Gapandi göf og skvamp- andi sjór Satt er það, flökin eru ógeðsleg a að líta. Þau snarhallast, og af öðru þeirra, merktu GK 140, hef- ur yfirbyggingin dottið út í sjó. Eftir stendur sárið, gapandi, gín- andi, svart og ógeðslegt. Lestin stendur opin, og ofan í henni giálfrar dökkgrænn ógnþrunginn sjór, og sleikir fúnar uppistöðurn- ar Ef barn dettur þar niður, er voðinn vís, því svo langt er niður, að enginn getur teygt sig eftir því, og engin björgunartæki eru við hendina Hérna et óhugnanlegt að vera. | Þessi flök þessi göt þessar ] skvampand lestir, allt þetta minn-j ír mann á eitthvað ógeðslegt, sæ rkríms'li og fjörulalla, illar verur, sem reyna að kraka til sín það sem lifir og hrærist. Það hefði (Framhald á 15. síðu). Kaldi í dag ku vera austankaldi og léttskýjað með köflum. Ekkl var gert ráð fyrir framhaldi á rigningunni, sem var í nótt. Hótanir Krustjoffs um Berlin gera illt verra Vesturveldrn munu ekki láta rétt sinn í Berlín né svíkja íbúana, segir Herter NTB—Chicago, 4. apríl. — Christian Herter utanríkisráS- herra Bandaríkjanna sagði í ræðu í dag, að síðasta tillaga Breta og Bandaríkiamanna tim tímabundið bann við til- raunum neðanjarðar með litl- ar kjarnasprengjur markaði tímamót í baráttunni fyrir af- Flugfargjöld hækka Vegna mjög aukins tilkostnaðar hækka fargjöld Flugfélags íslands á flugleiðum innan lands um tíu af hundraði og farmgjöld um 5,2 sf hundraði. í báðum tilfellum er 3% söluskattur innifalinn, svo sjálf fargjaldahækkunin nemur tæpum 7% og farmgjaldahækkun 2%. Þessi hækkun gjalda ^ildir frá og með 6. apríl 1960. vopnun. Það væri nú Rússa, að svara þessu gagntilboði á jákvæðan hátt og þá myndi vel fara. —Herter sagði þetta í útvarps- ræðu, sem haldin var í tilefni af aðalfundi tandssambands útvarps- félaga vestra. Hótanir til ills Herter sagði, að síendurtekriar hótanir Krustjoffs varðandi V- Berlín mvr.du aðeins gera illt verra ,og spilla fyrir samkomulagi á fundi æðstu manna. Það myndi sýna sig á þeim fundi, að vestur- veidin væru fastákveðir. í að verja og viðhalda réttindum sín um í V-Berlín. Hann kvað Krustj off nýlega hafa rætt um sjálfsá- kvörðunarrétt Asíuþjóða en hann virtist ekk' hafa neinar áhyggjur af óskum beirra 17 milljóna Þjóð- verja, sem byggju i A-Berlín og A-Þýzkalandi. Skipting Þýzkalands væri óeðlileg og Þýzkalandi og heiminum stórhættuleg. NTB—Genf, 4, apríl. — Sov étríkin vísuðu í dag á bug á- ætlun vesturveldanna um af- vopnun á þeim forsendum, a8 ' henni væri ekki gert ráð fyrir algerri og almennri af- vopnun. Eulltrúi Rússa, Valer- in Zorin. sagði, að vesturveld- in hefðu í rauninni ekki áhuga fyrir afvopnun, heldur vildu halda áfram endalausu samn- ingaþrefi um eftirlit með af- vopnun. Síðari ummælin iét Zorin falla á fundi með blaðamönnum, en hafði áður hafnað tillögum á fundi tíu- velda ráðstefnunnar, sem situr í Genf. Sér í hag Talsmenn vesturveldanna sögðu, að ummæli Zorins væru áróðurs- bragð eitt. Zorin ræddi tillögu Bandaríkjanna um bann þegar í stað við notkun kjarnavopn í hin- um fjarlægari hluta himingeimsins og sagði í því sambandi, að Banda- ríkjastjórn óskaði aðeins eftir banni við þeim vopnategundum, þar sem hún stæði höllum fæti gagnvart Sóvétríkjunum. Hann hélt því líka fram, að afvopnunar- áætlunin fæli í sér atriði, sem væri vesturveldunum einhliða í hag. Tsarapkin spurði margs Um svipað leyti var haldinn fundur á þríveldaráðstefnunni um bann við tilraunum með kjarna- vopn. Þar var lagt fram siðasta gagntilboð Bandaríkjanna og Breta varðandi bann við sprengingum neðanjarðar. Tsarapkin fuiltrúi Rússa spurði margs, m. a. hvort Sóvétríkjunum myndi leyft að fylgjast með sprengjum þeim neð- anlarðar, sem gert er ráð fyrir í tilraunaskyni til að fullkomna að- ferðir, er geri kleift að fylgjast með slíkum sprengingum, sem gerðar væru á laun. Hann spurði og margra fleiri spurninga, en bandaríski fulltrúinn kvaðst svara þeim síðar. Fréttir af ein- víginu í kvöld kl. 9 heldur Freysteinn Þorbergsson skákkvöld í Silfur- tunglinu. Mun hann segja fréttir af 10 einvígisskákinni, sem tefld er í dag. Auk þess mun Freysteinn útskýra fyrri skákir einvígisins. Vatnavextir vestanhafs NTB—Chicago, 4. apríL — Stór flæmi af ökrum og öðru ræktuðu landi í fylkinu IlLin ois í Bandaríkjunum riggur und- ir djúpu vatni vegna þess að Missisippilljót hefur flætt yfir bakka sína. Fjölmargar ár aðrar í miðvesturtylkjunum hafa vaxið mikið. Er talið, að í Kansas, lowa, Wisconsin og Michigan- fylkjum 'éu um 20 þúsundir manna heimilislausar vegna flóð anna, en tjón á verðmætum nemi milljónum dollara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.