Tíminn - 20.04.1960, Síða 16

Tíminn - 20.04.1960, Síða 16
Líkiegt að ekkert samkomulag verði Drengur varð fyrir lang- ferðabifreið í fyrradag var 10 ára gam- all drengur, Sumarliði Boga- son, til heimilis aS Árbæjar- bletti 38 fyrir langferðabif- reið og meiddist alvarlega á nöfði. Siysíð varð á fimmta tímanum, á mótum Suður- iandsbrautar og Reykjavegar. Drengurinn var að fara út úr strætisvagni og aftur með honum, þegar hann varð fyrir langferðabifreiðinni á leið til Reykjavikur. Hann hlaut mik ið höfuðhögg og var fluttur á slysavarðsstofuna, en síðan á Landsspítalann. Meiðslin voru þó ekki talin lífshættu- leg. BLÓÐUGIR BARDAGAR GEYSA í S-KÓREU Þessi valt í Svínahrauni, neíian- við Sandskeið, á skírdag. Myndin þarfnast ekki skýringa gagnvart bifreiðinni: niðurkiesst þakið, vél- arhlífin af sér gengin, hurðirnar frá og rúður maskaðar. Hitt sést þó ekki á myndinni, að þrjár manneskjur slösuðust við veltuna. Grunur var um ölvun við akstur. ----------------------------------f | Nú er hafín síðasta vika hafréttarráðstefnunnar í Genf og atkvæðagreiðslur verða innan tíðar. Allt útlit er fyrir, að þessan ráðstefnu ljúki eins og beirri fyrri, án sam- komtrlags. Flestra álit er, að engin tillaga nái nauðsynleg- um meirihluta við atkvæða- greiðslu í allsherjarnefnd- inni og virðast þau málalok vera okkur bezt úr þvi sem lomið er Eigi að síður bera Rretar, Bandaríkjamenn og Kanadamenn sig borginmann- , lega, en þeir hafa haldið uppi ' látlausum áróðri yfir alla páskana. En hvað sem verð- ur er auðsætt nú, að ráðstefn- an er komin í algera sjálf- heldu. í einkaskeyti til ríkisút- varpsins í gærkvöldi sagði, að , í gær hefði aðeins verið röskr ar mínútu fundur, engar ræöur fluttar, enda enginn á mælendaskrá. Wan Prins, sem var í for- sæti las skýrslu heildarnefnd ar og frestaði síðan fundi til morguns. Fyrir fundinum liggja nú tvær tillögur til atkvæða- (Framhald á 15. síðu). NTB—Seoul, 19. apríl. •— Seinni partmn í dag streymdu langar raðir stríðsvagna og skriðdreka inn 1 höfuðborg Suður-Kóreu, Seoul, þar sem síðustu daga hefur komið til blóðugra átaka milli lögreglu og þúsunda æskumanna, aðal- lega stúdenta, sem mótmæla forsetakjöri Syngmans Rhee 13. marz s.l. A.m.k 65 menn hafa látið lífið og hundruð særzt. Fjöldi bygginga hefur orðið fyrir stórspjöllum eða gjöreyðilagzt. Öllum ungiingaskólum og háskólum í landinu hefur ver ið lokað og lýst hernaöar- ástandi um gjörvalla Suður Kóreu. Lögreglumenn og her menn eru búnir vélbyssum og táragasi, sem þeir hafa feng ið skipun um að beita, komi nokkurs staðar til fjölmennra útifunda. Hámarki náðu óeirðirnar er um 5 þúsund stúdentar gerðu tilraun til skyndiá- hlaups á forsetabygginguna. Margar þúsundir lögreglu- manna gættu byggingarinnar og tókst að hrinda áhlaup- inu með vélbyssuskothríð, sem felldi a.m.k. 15 stúdenta- Fregnin um manndrápin jók aðeins á æsinguna og nýtt áhlaup var undirbúið frá að setrum uppreisnarmanna í (P'-amhald á L5 síðu). Kaldi ( nótt var norSan kaldL, en um hádegi ! dag má búast við áttabarnlngi hér í grennd, sennilegast að suðaustan eða austanáttin verði ofan á. Sumarið er ekki komið nema á alman- aklnu enn. Ragnheiður Jónasdóttir í nýrri brezkri kvikmynd Ragnheiður, dóttir Jónasar Jæknis Sveinssonar og Ragn- heiðar Havsteen, kom heim í’rá London fyrir skömmu og fer aftur til London á mánu- daginn kemur. Ragnheiður, eða „Miss Adria“ eins og við hér sem ítalir höfum stund um kallað hana, kom heim með óvenjulegt plagg með- íerðis, samning við kvik- myndafélagið „Border Film Production" um leik í nýrri mynd, sem félagið hefur á prjónunum, en Ragnheiður mun fara þar með aðalkven- hlutverkið. Fréttamönnum gafst færi á að ræða við Ragnheiði á heimili hennar í gær og sjá samninginn við kvikmyndafélagið, sem hún hefur samþykkt og undirritað. Það orkar ekki tvímælis, að Ragnheiður hefur aflað sér óvenjulegs frama á þeim stutta tíma, sem hún hefur eytt við leiklistarnám i Englandi, eða síðan hún réðist til Miss Fried- man, eftir að hún kom fram í sjónvarpsþætti ABC, „The Sun- day Break“, fyrst allra ungra kvenna erlendra, en það varð skömmu eftir að hún hafði unn- ið titilinn „Miss Adria“. 1 Englandi sem viðar er nú mergð ungra stúlkna, sem slást um samninga við Kvikmynda- félögin, erlendra sem innlendra. Ragnheiður hefur þó haft nokkra sérstöðu í þeim hópi, þar sem hún hefur ekki þurft að slást við stallsystur sínar um samningana, heldur hafa kvik- myndafélögin slegizt um hana, en „The King Brothers" buðu henni sjö ára samning um leik í kvikmyndum, en Ragnheiður afþakkaði. Hvað kemur til? kynnu menn að spyrja. Jú, þaö kemur til, að verðandi stjarna sem gerir slík- an samning við kvikmyndafélag, verður að sitja og standa eins og viðkomandi félagi þóknast, svo lengi sem samningar endast, og Ragnheiður er alls ekki ráðin i því að gera kvikmyndaleik að ævistarfi sínu þótt henni hafi á svo skömmum tíma orðið meira ágengt á þvi sviði en margar stúlkur, vel af guði gerðar, verða að sætta sig við. En nú hefur Ragnheiður gert samning, meir að hennar skapi, sem er í hæsta máta óvenjuleg- ur hvað snertir 19 ára stúlku i framandi landi, þar sem barizt er af heimafólki um hvert bein að naga: Hún hefur gert samn- (Framhald á 15 síðu) Lík í höfninni I gærmorgun fannst lík á floti í höfninni. Ekki er vitað um þann, sem um er að ræða, annað en það, að liann mun hafa verið við vinnu um borð í togara i fyrri nótt, og er talið, að hann hafi fallið niður milli togarans og bryggjunnar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.