Tíminn - 29.04.1960, Blaðsíða 3
T f MINN, föstndaginn 39. aprfl 1960.
3
Lýst yfir hernaðarástandi
um gervallt Tyrkland
Blóðugir götubardagar og megn
ólga ríkir i landinu
NTB—Ankara, 28. apríl.
Borgirnar Ankara og Mikli-
garður (Istanbul) voru lýstar
í hernaðarástand í dag, eftir
að komið hafði til blóðugra
átaka í Miklagarði og harð-
vítugrar sennu á þinginu í
Ankara. Að minnsta kosti þrír
voru drepnir og 20 særðir í
átökunum. Mikil ókyrrð og
megn óánægja er í landinu og
i London og Washington eru
menn mjög áhyggjufullir
vegna ástandsins og draga
ekki dul á, að jaðri við al-
menna uppreisn.
í Washirigton létu menn í utan-
ríkisráðuneytinu í það skína, að
hér vseri um smitun að ræða frá
hyltingunni í S-Kóreu, en í Lond-
on var játað, að stúdentar í Tyrk-
landi, sem mest höfðu sig í frammi
í Miklagarði, hefðu góðar og gild-
ar ástæður heima fyrir til að rís'a
gegn stjórn Menderes.
Þrem dögum fyrir Nato-fund
Lögreglan beitti táragasi til að
dreifa óeirðarseggjunum, sem
voni undir forustu stúdenta. Um
skeið greip hún þó til skotvopna.
Það eru aðeins þrír dagar þar til
halda á ráðherrafund í Nato — í
Miklagarði, þótt óeirðimar standi
ef til vill ekki í sambandi við
liann.
Uppþotið í þinginu
Menderes forsætisráðherra
Tyrklands hefur sem kunnugt
er stjórnað s. 1. 10 ár að
mestu sem einvaldur. Hefur eink-
um ritfrelsi og málfrelsi verið
mjög skert. f morgun var lagt
fyrir þingið frumvarp, þar sem
sérstakri nefnd var falið stóraukið
vaid til að hefta aUa gagnrýni á
stjórnina og jafnvel láta taka
menn fasta, ef þurfa þætti. For-
icgi stjórnarandstæðinga, Inönu
fyrrv. forseii landsins, mælti gegn
frumvarpinu. Þingforseti sakaði
hann um að hafa kvatt til upp-
reisnar gegn ríkisstjórn og lands-
lögum og gerði hann rækan af
þingi 12 næstu þingfundi. Aðrir
1.2 flokksmenn hans voru gerðir
rækir af 6 næstu fundum. Er þeir
neituðu að hlýða, voru þeir færðir
með lögregluvaldi úr þingsalnum.
Síðari fregnir herma að 7
stúdentar hafi verið drepnir
: Miklagarði. Einnig segir að
ástandið hafi versnað svo er
á daginn leið, að allt landið
var lýst í herðnaðarástand.
Menderes forsætisráðherra
hefur hætt við för á ráðherra-
fund Seato-bandalagsins í Te-
heran.
„Hjónaspil" Thornton Wilders er sýnt um þessar myndir í ÞjóSieikhúsirru
við ágæta aðsókn. Þetta er gleðileikur, sem kemur öllum í gott skap.
Óhætt er aS ráSleggja öllum, sem vilja eiga skemmtilega kvöldstund, til aS
sjá þennan skemmtilega leik. — Myndin er af Haraldi Björnssyni og Her-
dísi Þorvaldsdóttur í aSalhlutverkunum. Næsta sýning er á laugardagskvöld.
Pólsk iðnaöarborg
logar í óeiröum
Flutningur á krossmarki hleypti öllu í bál
Mikill smáfískur
á handfæri eystra
Stöðvarfirði, 28.
Smábátar hafa fiskað hér
ágætlega á handfæri að und
anförnu og eru dæmi til, að
ein maður hafi fengið tvö
skippund í róðri. Er skamm-
róið hjá bátunum, aðeins út
í fjarðarkjaftinn. Svona mik
ill vorfiskur hefur ekki kom-
ið hér í langa tíð.
Stærri bátarnir tveir eru
nú hættir netaveiðum og
munu verða með. línu það
sem eftir er vertíðar. Sá afla
hærri hefur nú fengið 520
lestir og hinn 460.
„12 mílur“
(Framh. ai 1 síðul.
strax." Stöðugir árekstrar
væru milli þeirra, sem stund
uðu netaveiðar og þeirra,
sem væru með vörpur. Nú-
verandi ástand gæti ekkl
haldizt lengur. Netatap bát-
anna væri mjög mikið með-
fram allri ströndinni og höf-
uðorsökin væri sú, að fisk-
veiðimörkin lægju of nærri
landi.
Blaðið hefur sama álit eft
ir Johs. Overa, sem var sér-
fræðilegur ráðgjafi norsku
nefndarinnar í Genf.
Mikil atvinna var hér,
einkum í marz og apríl. Búið
er að skipa út 160 lestum af
saltfiski og 5000 kassar af
freðfiski hafa verið frystir
hér í vetúr. S.G.
Fáskrúðsfirði, 28.—4.
Mikill smáfiskur hefur
veiðst hér á handfæri undan
farna daga, og eru dæmi til
að tveir menn hafi fengið
allt að tvær lestir á færi yfir
daginn. Stærri bátar með
fjögurra manna áhöfn hafa
komizt upp í fjórar og hálfa
lest. Skammróið er hjá hát-
unum. Tveir bátar róa nú
með línu og haa þeir feng-
ið ágætan steinbítsafla. Einn
maður, sem reri á trillu og
lagði net, fékk rösklega 5
lestir á tveimur dögum úr
einni og sömu lögn og komst
hann ekki yfir að draga allt
fyrri daginn. •
Hefst nú varla undan 1
frystihúsunum. Ljósafell,
sem hefur verið í útilegu, er
kominn með tæpar 550 lest-
ir, og er nú aflahæst af úti-
legubátum hér austan lands.
Hoffell er aðeins lægra.
Netavertíð fer nú að ljúka og
er Hoffell nú komið á línu.
Aðrir bátar munu sennilegt
hætta netaveiðum innan
skamms. S.Ó.
Danir munu lýsa
yfir 6 mílna
hskveiðilogsogu
við Grænland
Pafurson krefst 12 mílna
við Færeyjar og mótmælir
„sögulegum rétti"
Einkaskeyti frá Khöfn.
Fréttaritari blaðsins í Khöfn
simaði í gær, að danska stjórn-
in muni strax í sumar færa
tiskveiðilögsögu við Grænland
út í 6 sjómílur frá ströndinni.
Þá segir, að Erlendur Paturs-
son krefiist þegar í stað 12
mílna við Færeyjar án alls
undansláttar við hinn svo-
nefnda „sögulega rétt“.
i gær var haldinn mikilvægur
fundur í danska sjávarútvegsmála-
ráðuneytinu. Þar voru m. a. mætt-
ir fulltrúar frá samtökum sjó-
nianna og einnig fulltrúar frá öðr-
um ráðuneytum, þar á meðal frá
utanríkisráðuneytinu.
6 mílur við Grænland
Telja megi víst, segir í skeyt-
inu, að danska stjómin lýsi þegar
í sumar yfir 6 mílna fiskveiðilög-
sögu við Grænland. Jafnframt sé
til athugunar, að herða mjög land-
helgisgæzluna við Grænland með
sérstökum ráðstöfunum.
Þá hefur Erlendur Patursson,
stm sótti hafréttarráðstefnuna í
Genf, sent frá sér harðorða yfir-
[ lýs'ingu, þar sem hann mótmælir
akveðið afstöðu dönsku sendi-
r.efndarinnar við lokaatkvæða-
greiðsluna í Genf, en hún greiddi
aíkvæði með bandarísk-kanadisku
tiilögunini. Segir hann að fær-
eyskir fiskimenn krefjist þegar í
sfað óskoraðrar 12 sjómílna fisk-
veiðilögsögu án nokkurs undan-
sláttar við „söguleg réttindi".
I Aðils.
NTB—Varsjá, 28. apríl.
Blóðugar götuóeirðir stóðu
í allan dag í borginni Nowa
Huta, sem er helzta stáliðnað-
arborg Póllands, skammt frá
Kraká. Þrjátíu lögreglumenn
meiddust í átökunum, en ekki
hefur verið látið uppi hve
margir borgarar meiddust eða
voru drepnir.
Bardagarnir bófust, er atlstór
hópur verkamanna var staddur á
torgi einu í borginni þeirra er-
inda að taka niður kross einn mik
inn, sem þar stóð. Skyldi að skip-
un yfirvaldanna flytja hann á ann
an stað í bænum, en reisa skóla-
hús á gamla staðnum. Beitti lög-
reglan kylfum og táragasi.
Langvinn deila við kirkjuna
Kommúnistastjórnin hefur mjög
lengi átt í harðvítugum deilum við
kinkjuyfirvöldin í Nowa Huta um
skipan trúmála í bænum og sér-
staklega kirkjubyggingar. Höfðu
yfirvöldin staðið í samningum við
prestana um kirkjubyggingu og
orðið að fallast á að ný kirkja yrði
reist. Samningar um áðurnefndan
Lifa í fásinninu
síðan um
Sæluviku
Sveinsstöðum í Skagafirði, 28.
apríl. — Hér er vætusamt og lítið
um frost og farinn er að sjást litur
á túnum. Ekki hugsa menn hér um
sióðir þó til að sleppa sauðfé fyrst
um sinn, en nokkuð er um það í
Ðölunum, að kindur séu farnar frá
gjöf af sjálísdáðum. Hestamanna-
íélagið Stígandi gekkst fyrir sam-
komu í Melsgili á síðasta vetrar-
dag, var þar margt og þeir glaðir.
Annars lif'.im við í fásinninu síðan
um Sæluviku. Hrossakaupmenn
fóru hcr um garða fyrir skömmu
og föluðu hryssur til útflutnings
og þóttu undur mikil, en fáir létu
fuiar enda margar komnar að
köstum. B.E.
kross höfðu einnig farið fram, en
samkomulag hafði þar ebki náðst
og hugðust yfirvöldin fara sínu
fram. f fregnum frá Varsjá segir,
að ró hafi verið komin á í borg-
inni í kvöld, en þó sé þar enn mik-
il ólga í hugum manna.
Sandgerðingar
afla vel
Sandgerði, 28. apríl. — Bátar
hafa afdað vel upp á síðkastið,
enda viðrað ljómandi. Meðalafl-
inn í gær var 11—12 lestir á bát
og hefur svo verið síðustu daga.
Mestur afli að undanförnu er 14
lestir og minnstur 4. Línubáturinn
Jón Gunnlaugs fókk 12 lestir í
gær. Mest af þessum afla hefur
verið einnar nætur. G. J.
Lítið úr lofortJunum
(Framh. af 1. síðu).
ust sendinefndinni aðeins 1 klst.
fyrir allsherjaratkvæðagreiðsluna.
Fulltrúinn neitaöi að hlýða
Blaðið Handels- og Sjöfartstid-
ende telur, að ástæðan til þessar-
ar snöggu sinnaskipta Chile-stjórn
ar hafi stafað af áhrifum frá Sovét
ríkjunum, sem — eins og Banda-
ríkjamenn — hafi reynt að hafa
áhrif á afstöðu hinna ýmsu ríkja.
Þannig þóttust Bandaríkjamenn
alveg vissir um fylgi Japans við
tiliöguna, en það greiddi atkvæði
á móti — hugsamlega kunni sú af-
staða að standa í sambandi við
samninga, sem nú standi yfir milli
Japan og Sovétrí'kjanna um fisk-
veiðiréttindi.
Þá má nefna Libanon. Það
ríki hafði lýst eindregnu fylgi
við 12 mílna regluna. Alveg á
seinustu stundu bárust fyrirmæli
að heiman til aðalfulltrúans um
að styðja bandarísku tillöguna.
Þótt maðurinn hafi sjálfsagt haft
talsverða æfingu í „diplomatisk-
um vinnubrögðum“, reyndisf
þetta fullmikið fyrir hann, því
að hann gekk af fundi og lét
ekki sjá sig við atkvæðagreiðsl-
una.