Tíminn - 29.04.1960, Blaðsíða 10
10
TÍMINN, föstudaginn 29. aprfl 1960.
MINNISBÓKIN
GLETTUR
§ dag er lösfudagurinn
29. apríi.
Tungl er í suðri kl 14.22.
Árdegisflæði er kl 6.25.
Síðdegisflæði er kl. 18.37.
Silungsveiðimenn, kastið
ekki girni á víðavang. Þa8 get-
ur skaðað búsmala.
Samband
Dýraverndunarfélaga fslands.
ÝMISLEGT
Konur í kvennadeild Slysava-rnafél.
í Reykjavik eru minntar á að taka
aðgöngumiða að afmælishófinu í
verzlun Gunmþórunnar Halldórsdótt
ur.
Frá Guðspekifélaginu.
Fundur verður haldinn í stúkunni
Septímu id. 8 £50 í kvöld í Guðspeki-
félagshúsinu. Séra Jakob Kristins-
son flytur erindi: „Orsök og afleið-
ing". Kaffi á eftir.
Rafnkelssöfnunin:
Mér hefur borizt eftirtalið í söfn-
unina:
Frá útgerð og skipverjum þessara
báta í Samdgerði:
Muninn GK 342 og skipv. kr. 5.000
Muninn II GK 343 og skipv. — 5.000
Helga TH 7 og skipv. — 5.000
Steinimn gamla KE 69 og----5.000
Jón Gumnl. GK 444 og skipv. — 5.000 j
Jafnframt þvi að þakka þetta fram!
iag til söfnimarinnar langar mig til
að geta þess, að söfnunamefndin
hefur ákveðið að söfnuninni Ijúki
um vertíðarlok. Ég bendi útgerðar-
félögúm og sjómönnum á þetta, sem
ég veit að annríkis vegna hafa ekki
komið á framfæri framlögum sínum.
Hjartkærar þakkir. F.h. söfnunar-
nefndar. — Björn Dúason.
— Ég er að hugsa um að
giftast Árna.
— Hvers vegna, ekki er ,
hann svo álitlegur?
— Nei, en hann er eini bið-
illinn, s-em ég ætti að geta
skilið við án þess að iðrast
þess.
' Árnað heilla
S. l'. laugardag voru gefin saman í
hjónaband ungfrú Hjördís Sigurðar-
dóttir Ólafssonar verzlunarstjóra í
Fálkanum og Ásgeir Hjörleifsson
Kristmannssonar, skósmíðameistara.
Heimili vrngu hjónanna er að Þórs-
götu 23. — (Ljósmynd: STUDIO,
Laugavegi 30).
— Hvers vegna þorðar þú
úti j veitingastofu, harðgift-
ur heimilisfaðirinn?
— Ja, læknirinn hefur al-
veg bannað konunni minni
að búa til mat.
— Nú er hún eitthvað
veik?
— Nei, nei, hún er stál-
hraust, en ég er veikur í
maganum.
Krossgáta nr. 151
Lárétt: 1. erfið. 6. hljómi. 8. skjól.
10. stuttnefni (þf.). 12. forsetning. 13.
fangamark. 14. á trjám. 16. kven-
mannsnafn (þf.) 17. elskar. 19. vask-
ir.
Lóðrétt: 2. einn af Ásum. 3. fanga-
mark skálds. 4. fijótið. 5. bungu-
myndað. 7. hávaði. 9. forfaðir. 11.
skelfing. 15. kona'. 16. kann vel við
mig. 18. öðlast.
Lausn á krossgáfu nr. 150:
Lárétt: 1. skrafa. 5. aur. 7. ís. 9.
róni. 11. róa. 13. náð. 14. inna. 16.
L. U. 17. gráar. 19. Viðars.
Lóðrétt: 1. skírir. 2. Ra. 3. aur. 4.
F-rón. 6. fiðurs. 8. Sóu. 10. nálar. 12.
angi. 15. arð. 18. áa.
... osso góði guð látu so pabba
og mömmu bara koma uppí til mín
ef þau sjá drauga á nóttinni ....
DENNI
DÆMALAUSI
ýr útvarpsdagskránni
í kvöld kl. 21,20 flytur Steingerð-
ur Guðmundsdóttir leikkona ein-
leiksþátt, er
hún hefur sjálf
samið. Nefnist
hann „Villisvan-
irnir". Stein-
gerður er ágæt-
ur flytjandi í
útvarp, og hef-
ur oft lesið
ágætlega upp,
enda hefur hún
jafnan lagt mikla áherzlu á fram-
sögn í leiklistarstarfi sínu.
Helztu atriði önnur:
8,00 — Morgunútvarp.
13,15 — Lesin dagskrá næstu viku.
18.30 — Mannkynssaiga barnanna —
Sigurður Þorsteinsson.
19,00 — Þingfréttir.
20.30 — Landsnefndin 1770—71 —
erindi Bergsteins Jónssonar
20,55 — Tónleikar — verk Jórunnar
Viðar.'
21,40 — Tónleikar — ballettmúsík
eftir Delibes.
22,10 — Garðyrkjuþáttur — Axel
Magnússon.
22,25 — í léttum tón — ýmis lög
leikin og sungin.
Skipadeild SÍS:
Hvassafell fór í gær frá Rvík til
Akureyrar, Húnaflóa- og Vestfjarða-
hafna. Arnarfell er í Rvík. Jökulfell
fór í gær frá Reyðarfirði til London,
Calais og Rotterdam. Dísarfell fór
26. þ. m. frá Cork til Rotterdam.
Litlafell er í olíuflutningum í Faxa-
flóa. Helgafell fór 25. þ. m. frá Ham-
borg til Rvíkur. Hamrafell Pór 25.
þ. m. frá Batum til Rvikur.
Skipaúfgerð rlkisins:
Hekla fer frá Rvík kl. 22 í kvöld
austur um land í hringferð. Esja
kom til Rvíkur í gær að austam úr
hringferð. Herðubreið er í Rvík.
Skjaldbreið er væntanleg til Akur-
eyrar í dag á vesturleið. Þyrill er í
Reykjavík. Herjólfur fer frá Horna-
firði í dag til Vestmannaeyja og
Rvikur.
Fiugfélag íslands:
Millilandaflug: Millilandaflugvélin
Hrímfaxi fer til Oslóar, Kaupmanna-
hafnar og Hamborgar kl. 10,00 í
fyrramálið.
Innanlandsflug: í dag er áætlað
að fljúga tU Akureyrar, Fagurhóls-
mýrar, Húsavíkur, Hornafjarðar,
Kirkjubæjarklaústurs og Vestmanna-
eyja. — Á morgun er áætlað að
fljúga til Akureyrar, Blönduóss,
Egilsstaða, ísafjarðar, Sauðárkróks
og Vestmannaeyja.
K K
I A
D L
D D
E B
Jose L.
Salinas
50
D
R
E
K
I
Lee
Falk
50
Birna: Þú getur ekki verndað þig með
þessari stjörnu, sem þú berð í barm-
inum.
Kiddi: Hvað kemur þér tll að álíta,
að hún muni ekki borga verðlaunin,
herra sýslumaður?
Sýslmaður: Ég hef verið aðvaraður.
Birna: Þetta er eitt bragð þorparanna.
Hjúkrunarmaðurinn h-eyrir sjúkling-
ana ræða um það sín á milli, að Dreki
sé dauður. Hann flýtir sér að færa Axel
lækni fréttina.
Axel: Þetta táknar það, að lög Dreka
eru úr sögunni og afturhvarf til villi-
mennsku og dýrkunar á Úgúrú.
Axei: Merki Dreka verndar oikkur
ekki lengur, ég er næstur á lista galdra-
mannanna.