Tíminn - 29.04.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.04.1960, Blaðsíða 9
T í MI N N, föstudaginn 39. apríl 1960. 9 — Ég 'hef eíkiki endanlega' reikn að út hlaupið frá því í vetur, en 1954 komst reninslið í Skeiðará ypp í 6—7000 teningsmetra á sek., svo að remnslið á páskadagsmorg- un, þegar haldið var vestur yfir, var aðeins 1% af því, sem það var í hlaupinu. Sandgígjukvísl fiutti þá fram nálægt 4 þús. ten-‘ ingsmetrum, þegar flóðtoppur hlaupsins reis hæst. Hlaupið i vetur var heldur rninna en 1954, en það kom und- an jökli á þremur stöðum — í Skeiðará, Sandgígjukvísl og Súlu. Áður fyrr voru Skeiðarár (Gríms-| vatna)-hlaup stærri, t.d. 1897, 1902, 1913, 1922 og 1934, svo að aí lýsingu virðist helzt mega ráða, að rennsli hafi sem snöggvast skroppið upp í 30—40 þús. ten- ingsmetra á sek. Grænalén og Grímsvötn j — En eru öll hlaup úr Gríms- j vötnum? — Það er æði oft manna á með- al sem Grímsvataahlaupum er ruglað saman við Grænalónshlaup. En ef litið er á landabréfið sézt, að Grænalón er vestan undir Skeiðarárjokli, en Grímsvötn lengst inni í Vatnajöldi. Það er þó ekki fyrir það að synja, að nú- verandi Grænalón gangi í ýmsum heimildum frá 18. og 19. öld undir nafninu Grímsvötn. Hlaup úr Grænalóni brjótast fram í Súlu, og stöku sinnum kem ur vatn einnig fram austar á sand inum. Súla slítur þá símann, en Kjartan Svcinsson í Vík og Hann- es á Núpsstað tylla honum strax upp aftur, er sjatnar í. Þótt greiður hafi verið vegur tim sandim og hratt ekið víða á Súluaurum, hafa páskafarar vafa- laust veitt staurabrotum og keng- beygðum járnum eftirtekt, sem stóðu upp úr sandinum hér og Það er villandi að segja, að Kagnar í Skaftafelli hafi haldið dagbók um Grímsvatnahlaupið í vetur, þótt hann hafi skrifað ræki- lega um það daglega. Nær er að segja, að hann hafí skrifað fcók um hlaupið. Har cies á Núpstaft Enginn núlifandi maður mun þó þekkja ems vel vötnin á. Skeið- arársandi og Hannes Jónsson á Núpsstað, sem var póstur á sand- irmm í fjöldamörg ár. Þegar ég kom að Núpstað núna í páska- ferðinni, sagði hann við mig eitt- hvað á þessa leið: Núpsvötn hafa veiið erfið, þið negið va-ra ykkur á þeim í rign- mgatíð. Tolið ba-rst fljótt að Grænalónsh’aupum. Hannes kom að Grænalóni í haustgöngum 1899. Þá var langt niður í vatnið í hinni djúpu skál, og þá fékkst í fyrsta s;nn staðfs'tmg á hlaupi úr Græna- lóni. Það hafði einmitt komið jök- ulhlaup í Súlu í nóv.-des. 1898. Árið 1902 var skálin aftur orðin full, og Núpsá tók að renna suður yfir fjöllin. Allt var þó með kyrrð og spek-t þangað til 1935, að hlaup kom fram á ný, og skál- in, sem er um 200 metra djúp, tæmdist. Enn fylltist s'kálin, og í apríl 1939 tók Núpsá að renna úr Græna )óni suður yfir fjöllin, en það stóð ekki lengi, eða ekki nema þangað til 23. júlí þá um sumarið, að hlaup brauzt fram í Súlu, og síðan hefur Grænalón ekki náð sinni fyr-ri hæð. Nú svíkur jökull- inn af því að hann er lægri og Jéttari fyrir en áður, og Grænalón hleypur, þótt 50—60 metra borð sc á troginu, og vatnsgusur koma fram í Súlu. Fyrrum hafa hlaupin verið ná- lega 5—7000 m3/sek. Hið síðasta kom sumarið 1959. Fyrir nokkrum árum var stór vörubíll ferjaður á tunnum yfir jökullónið í Jökulsá á Breiðamerkursandi. Myndin var tekin þá. hvar í námunda við símalínuna. Það eiu vegsummerki jökulhlaup- anna. Bók Ragnars Það er mikill fróðleikur um jök- ulhlaupin og reynsla í fangbrögð- um við jökulárnar, sem bændurn- ir, er næslir búa Skeiðarársandi hafa öðlazt og geta miðlað öðr- um. Það stóð heima, að fötin mín voru orðin þurr eftir volkið í Núpsvötnum daginn áður, þegar Hannes var búinn að rekja Græna- lónssögur sínar frá ferðum með Johannesi Áskelssyni jarðfræð- ingi að Grænalóni í sept. 1935, er þeir kókluðust niður skreipar hlíð I ar trogsins til að mæla dýpið. j Þegar ég tór frá Núpsstað leit ilannes upp í heiðbláan norður- ' himininn og sagði. — Nú hefur sett niður í Núpsvötnum. Mótmæla veltuútsvarinu Á aðalfundi Blönduósdeildar Kaupfélags Húnvetninga var eftir farandi tillaga samþykkt með öll- um greiddum atkvæðum gegn fjórum: „Deiluarfundur Kaupfélags Hún vetninga í Blönduóshreppi 1960, skorar á ríkisstjórn og Alþingi að fella niður þau ákvæði í fram- komnu frumvarpi ríkisstjórnar- innar um veltuútsvar á samvinnu- fclög, framyfir 1 Vz % af utanfé- iagsniannaverzlun félaganna, þar sem sannaniegt er að samvinnufé- lög greiða félagsmönnum sínum þann arð, er verður ár hvert. Einnig bendir fundurinn á að veltuútsvar á afurðasölufélög-, þ. e. a. s. umboðssölu á framleiðslu bænda nær engri átt, nema að því marki, er viðkomandi sveitar- félag kann að hafa gjöld af rekstri félaganna á hverjum stað.“ sem iclndin erfa ■ ' ■ Þessi mynd er frá Togolandi, — hinu nýja lýðveldi í Vestur-Afríku. Það er næsta land við Ghana. Þessir unglingar eru á leið heim úr skólanum. Stúlkurnar bera skólatöskurnar á höfðinu. Togoland hefur fengið að kynnast nýlendustjórn Þjóð- verja, Frakka og Englendinga. En vonandi bíða þess nú bjartari dagar. — Mikill skortur er á skólahúsnæði og kennslukröftum í landinu og því er almenn skóla- skylda ekki enn lögleidd, — en þar eins og hvarvetna þar sem undirokaðar þjóðir rísa úr öskustónni, munu leysast úr læðingi öfl, sem skapa auknar fram- farir og menningu í landinu. (Ljósm.: UNESCO). Carmina burana Útlendingar ókunnugir landi, þjóð og sögu, gætu vel látið sér detta í liug að ís- lenzk menning væri aðeins tíu ára gömul. Svo merkilega vill til, að ýmsar menningar stofnanir, sem eiga a<5 vera burðarásar hinnar borgara- legu menningar okkar eru nú að fylla fyrsta áratuginn. Enda þótt vísar að þessum stofnunum hafi áður skotið rótum í þjóðlífinu. Hin hrað fleyga þróun hefur breikkað bilið á milli hinnar gömlu og þjóðlegu bændamenningar og hinnar aðfengnu menn- ingar sem bylgjan hefur skol að hér á land, og fest hefur í íslenzkri mold. Meðal sjaldgæfustu við- burða í tónlistarlífi okkar er flutningur stærri verka fyr- ir kór og hljómsveit. Þetta kostar ærinn undirbúning, því að hin takmarkaða kunn átta söngfólksins heimtar langar og lýjandi æfingar og svo hitt, að langflestir eru óvanir að syngja verk, sem ekki er hægt að flytja öðru vísi en á erlendu máli, sem vill verða mörgum til erfiðis- auka. Það mun því fæsta gruna að óreyndu, hve mikið erfiði liggur að baki, þegar tjaldið er dregið frá og tón- sprotanum lyft. Þegar þetta er haft í huga, verður undr unin og aðdáunin enn meiri yfir þvi, hve flutningurinn á Carmina burana tókst stór- kostlega vel. Þetta liríka, gáskafulla og töfrandi verk, skartaði í íslenzkum viðhafn arbúningi. Það er fjirst og fremst kórsöngurinn, sem bar verkið uppi, og Þjóðleikhús- kórinn og söngfélagið Filhar mónía, sem þarna kom í fyrsta sinn fram, sýndu svart á hvítu, hvers af þeim má Róbert Abraham Ottósson hljómsveitarstjóri vænta j höndum annars eins manns og dr. Róberts A. Ottó sonar. Þau Þuríður Pálsdóttir Kristinn H>,llsson og Þor- steinn Hannesson skiluðu hlutverkum sínum vel og lögðu með því fram sinn skerf og slíkt hið sama er að segja um hljómsveitina. En fyrst og síðast er það stjómand- (Framhald á 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.