Tíminn - 29.04.1960, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.04.1960, Blaðsíða 12
12 TÍMINN, föstudaginn 29. aprfl 1960. WMm WsBm m Dönsk knattspyrna Danir voru fyrsta þjóð til a3 tryggja sér rétt í úrslita- keppni á Ólympíuleikana í Róm í knattspyrnu — á kostnaS íslendinga og NorSmanna og vegna þessarar fvrirhuguðu keppni hafa danskir knattspyrnumenn sjaldan eða aldrei verið í betri æfingu en nú — að minnsta kosti þeir, sem tekið hafa þátt í hinum ströngu landsliðsæfingum í vetur og vor. Danskir knattspyrnumenn hafa oft náð mjög glæsi- legum árangri í alþjóðakeppni, og Danmörk er meðal þeirra þjóða í Evrópu, þar sem knattspyrna stendur á hvað hæstu stigi, að minnsta kosti hvað breidd og skipulagníngu snertir. Sex umferðir hafa verið háðar í deildakeppninni - Meist ararnir frá í fyrra, B-1909, eru nu í efsta sæti í 1. deild Þar sem undirritaSur dvaldist nokkrar vikur í Danmörku um og t-ftir síðuátu mánaðamót gafst honum kostur að fylgjast nokkuð með dans'kri knattspyrnu — þótt leikir, sem hann sá, væru aðeins í 1. deild. Mikil samskipti hafa verið milli íslands og Danmerkur á undanfönium árum á knatt- spyrnusviðmu og eru þvi fjölmarg ír fslendingar, sem þekkja vel til danskrar knattspyrnu og danskra knattspymumatnna, og vona ég því, að einnverjir hafi gaman af að lesa þau sundurlausu brot, sem birtast munu hér um danska knattspyrnu. Staðan í 1. deild í tveimur beztu deildunum hafa verið leiknar sex umferðir og við skulum til að byrja stöðuna í 1. deild. með líta á 1. B1909 6 4 1 1 13-7 9 2. AGF 6 3 2 1 12-10 8 3. Vejle 6 3 1 2 12-8 7 4. OB 6 3 1 2 10-8 7 5. Frem 6 3 1 2 12-11 7 6. B1913 6 3 0 3 14-9 6 1. Fr.havn 6 3 0 3 8-8 6 8. Esbjcrg 6 2 2 2 4-6 6 9. KB 5 2 1 2 11-12 5 10. B1903 6 1 1 4 4-8 3 11. AB 6 1 1 4 7-15 3 12. Skovshv. 5 0 3 2 3-8 3 í Danmerkurkeppninm eru fjór- ar deildir og leika 12 lið í hverri deild. í 3. og 4. deild hafa aðeins verið leiknar fjórar umferðir. Þessi deildakeppni er mjög vel skipulögð — og stendur Danmörk þar miklu framar en hin Norður- löndin, enda miklu léttara hjá þeim, þar sem landið er lítið og fjarlægðir bví ekki þrándur í götu. Af hinum 12 liðum í 1 deild eru fimm .rá Kaupmannahöfn. það er Frem, og fjögur neðstu liðin í deildinni r.ú, KB, B1903, AB og Skovshoved Þrjú eru frá Óðins- •’éum, B19U9, sem sigraði 1 kep-pn- inni í fyrra, OB og B1913 — en Óðinsvé er nú aðalknattspyrnu- borgin í Danmörku, AGF er frá Árósum, en hin þrjú liðin bera r,öfn heimaborga sinna, Vejle, Es- bjerg og Fredrikshavn B1913 og Fredrikshavn komust upp í 1. deild í fyrrahaust og hafa nú vakið mikla athygli með frammi- stöðu sinni B1913 var í efsta sæti eftir tvær umferðir og Fredriks- havn eftir fjórar umferðir — en í síðari umferðunum hafa þau ckki náð ems góðum árangif — einkum þó Fredrikshavn. B1913 vann hins vegar s.l. sunnudag AB með 4—0 í Kaupmannahöfn. Þá rná geta þess, að af hinum 48 lið- um í deildunum eru að minnsta kosti 15 frá Kaupmannahöfn og út- borgum hennar. KB sigraði í Antwerpen Eins og áður segir hafa danskir kniattspyrnumenn æft mjög vel vegna Ólympíuleikanna — og það er betur fylgzt með árangr'i þeirra nú en oftast áður, þó segja megi, að Danir hugsi fyrst og síðast um knattspyrnu — þegar íþróttir ber á góma — og dönsku blöðin bera þess líka gott vitni, að áhugi er fyrir hendi, því eftir hverja helgi lirta þau flest sex til átta og upp i 14 síður, þar sem nær eingöngu er skrifað um knattspyrnu. Danir urðu því fyrir miklum vonbrigðum um síðustu mánaða- mót, þegar danskt úrvalslið var sent til Tékkóslóvakíu og tapaði þar fyrir tékkneska landsliðinu með 1—6, en Tékkar komust ekki í úrslitakeppnina í Róm, þar sem þeir töpuðu tvívegis fyrir Ung- verjum, sem léku í sama riðli. Ef aðeins er litið á tölurnar úr leikn- um eru hotfur fyrir danska liðið 1 ekki bjartar í Róm — en tölur I segja ekki alltaf allan sannleikann, (!g danska íiðið lék betur en úr- slitin gefa til kynna. Og þó voru í þessu úrvalsliði ekki nema þrír til fjórir menn, sem kom til greina, þegar Danir velja Ólympíu l'ð siít. I En þessi vonbrigði gleymdust ] fljótt, þegai KB — bezta knatt- spyrnulið Kaupmannahafnar — tók þátt i sterku móti í Antwerp- en og bar sigur úr býtum — sigraði .neðal annars úrvalslið Antwarpein og ungverskt lið í úrslitaleiknum. Fékk KB mjög mikið hros fyrir frammistöðu sína í þessu móti — og var af sérOræHngum talið eitt s'.ierk- asta félagslið í Evrópu. Það sýnir þvi vel breidd danskrar knattspyrnu — að í fyrsta leik sínum efcir þessa sigurför tap- aði KB * deildakeppninni fyrir meisturunum frá B1909 með j 5_2‘ Meistararnir beztir Þessi tvö llð, B1909 og KB, eru talin hin beztu í Danmörku, þrátt iyrir árangur KB í deildinni hing- að til, og ég var svo heppinn að sjá bæði þessi lið leika — og KB tvívegis. Þegar íslenzku landsliðsmenn- irnir í knattspyrnu voru í Kaup- mannahöfn í fyrrasumar, gafst þeim kostur á að sjá tvo leiki sunnudaginn fyrir landsleikinn við Dani, sem lauk með jafntefli eins og kunnugt er. B1909 lék þá gegn B1903 — og KB gegn liði, sem ég Myndin Myndin hér að ofan ‘ er frá leik B1909 og Frem á Idrets- parken bikarkeppninni. B- 1909 sigraði með 3—2. þrátt fyrir mikla yfirburði, en leik- ur þessi var háður fjórum dög um síðar en leikur þessara Iiða, sem rætt er um í greininni. B1909 sést hér skora sigur- markið úr vítaspyrnu síðast í leiknum. V.~____ p.'an nú ekki í svipinn hvað var. Fg verð að segja það, að við ís- lendingarnir, sem sáum þessa leiki, urðum fyrir miklum von- brigðum með B1909 sem þá var á góðri leið með að tryggja sér sigurinn í deildinni og hafði þá sex stiga íorskot — ef ég man rétt. Að vísu sigraði B1909 í leikn- um, en það var meiri heppni, sem réði því en geta. Hins vegar hreif KB mjög íslenzku landsliðsmenn- ina — og er áreiðanlega það liðið, sem þeir fylgjast bezt með núna. Það kom mér því talsvert á ó- vart nú, þegar ég sá B1909 leika gegn Frem ! Idretsparken í Kaup- manmahöfn, að liðið var gieinilega í sérflokki meðal þeirra knatt- spyrnuliða, sem ég sá leika í Dan- mörku. Eins og þegar KR vann Bury Úrslitin í þeim Icik eru hins vcgar ein þau furðulegustu, sem ég hef orðið vitni' að, því Frem sigraði meé 3—2, þótt B1909 ætti um 80% af leiknum. Til að gefa íslenzkum áhugamönnum einhvern samjöfnuð voru það svona álíka sanngjörn úrslit og þegar KR sigraði Bury hér fyrir tveimur árum á Melavellinum. En allt getur skeð í knattspyrnu er gamalt máltæki — og það sann aðist vel í þessum leik. Þrátt fyrir r.æstum látlausa sókn B1909 hafn- aði knötturinn aðeins tvívegis í mar'ki Frem — fimm eða sex sinnum smail hann í þverslá Frem marksins, svo það nötraði, upplögð vítaspyma fann ekki náð fyrir aug um dómarans — og á þetta bæft- ist stórkostiega markvarzla Bent Koch í marki Frem. Danielsen beztur í liði B1909 bar langmest á ein- um manni — John Danielsen, sem ekki gat leikið í landsieiknum gegn okkur í fyira, þar sem meiðsli háðu honum þá Leikur hans í þessum leik var frábær — og hann bar mjög af öðrum knatt- spymumönnum, sem ég sá í Dan- mörku, þrátt fyrir það, að margir danskir ieikmenn eiu miklu meira umræddir en hann. Danielsen hef- ur mikla yfirsýn, leikni hans með knötfinn er mjög góð — og send- ingar hans, sem féllu fyrir fætur samherjannia svo þeir þurftu lítið sem ekkert að hafa fyrir knettin- um, minntu mann oft á Albert Guðmundsson, þegar hann var upp á sitt bezta. En B1909 er ekki neitt lið eins manns — par er mjög góður mað- ur í hvem stöðu, og samleikur og samvinna er eins og hún getur næstum bezt verið. Nokkrir ungir drengir hafa komizt í liðið frá í fyrra og al þeim vakti miðherj- inn, Torben Sörensen, sem er 18 ára, mesta athygli. Þar var ekki hægt að sja, að neinn nýliði væri á ferð, enda diengurinn í meira lagi sterkur. Hann tók oft inn- köst nálægl marki andstæðing- anna, og þau voru eins og beztu hornspyrnur. Dansfcir knattspyrnu- menn iðka þessi löngu innköst mjög — áberandi var það þó mest hinn ágæti framvörður AB, Flemming Nielsen, sem kastaði inn að marki, þótt innkastið væi’i um miðjan vallarhelming andsfæð ’ugaliðsins Já, þessi Torben Sörensen á eítir að gleðja danska áhorfendur — og síðast liðinn sunnudag „sló hann í gegn“, þegar hann skor- aði fjögur mörk gegn KB í Óðins- véum. Þó B1909 tapaði þessum leik gegn Frem var ég sannfærður um þegar ég yíirgaf Idretsparken eft- ir leikinn, að iiðið myndi fljótt komast á „toppmn“ í deildinni og myndi takast að verja titil sinn írá í fyrra Liðið er nú efst — og nú er að nta hvort því tekst að verja titilmn Þess má geta, að hinn frábæri bakvörður, Erling Linde Larsen, sem lék í Iands- leiknum í fyrra, hefur ekki getað leikið með B1909 síðan í fyrra- iiaust veg’ia meiðsla, sem hann varð þá fyrir í knattspyrnuleik. Þar sem rúm íþróttasíðunnar leyfir ekki lengra mál að sinni — v eiður hér staðar numið — en síðar mun ég ræða Iítillega um ór.nur þau lið og leiki, sem ég sá í ferðinm. hsím. RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Danir hafa æft vel vegna Ölympínleikana

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.