Tíminn - 29.04.1960, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.04.1960, Blaðsíða 13
13 Alvörukrónan (Framhald af 11. síðu). sagt i sakleysi, þegar þjófur inn er handtekinn: Við vor- um úti undir vegg að pissa! Þá finnst höfundi (eða höf- undum) þunglega horfa í menningarmálum okkar. Full trúi upplausnarinnar og af- menntunarinnar er Jón plötu skáld: Afreka Snorra Sturlu sonar og Jóns Plötuskálds, (sem hefur hlotið verðlaun Almenna gjafabókafélagsins) verður jafnan minnzt sam- hliða. Snorri Sturluson inn- leiddi bækur á íslandi og Jón Plötuskáld útrýmdi bókum á íslandi. Á sama hátt er trú og siðferði þjóðarinnar sett á svið — og reynist heldur lítið. ÞjóSpn biður að vísu guð að hjálpa sér, þegar hún hnerrar, en annars yfirleitt ekki! Og allt þetta öngþveiti end ar með því að Mr. Castillo kaupir landið og skipar hér govenor sinn Gísla Sjakalín. Stjórnarráðshúsið er gert að tukthúsi á ný, þingið er sent heim — og Kópavogur gerð- ur höfuðstaður landsins! — Og Jón Pá, alþingismaður á heimleið, er látinn segja loka orðið: — „Eg býst við að mörgum muni vera innan- brjósts eins og smala, sem týnt hefur öllum ánum sín- um í þoku, eða skipstjóra, sem kemur belgjalaus í land“. Hér eru engir viðvaning- ar að verki og er greinilegt að skáldið hefur þegar slitið barnsskónum. Kvæðin eru einnig góður skáldskapur og falla vel að efni leiksins. Ef þetta leikrit væri leikið í góðu leikhúsi með reyndum leikurum, sæist bezt, að hér er um ágætt verk að ræða. Leikfélag Kópavogs er ungt að árum og býr við erfiða að- stöðu. Það gefur því auga leið að það er erfitt að fá góða menn í öll hlutverk í leikriti, þar sem leikarar þurfa að vera yfir þrjátíu talsins. — Leikstjórinn Jónas Jónasson leysir þó verk sitt ágætlega af hendi og af miklum dugn aði. Tekst honum furðulega að halda uppi aga í liðinu og skapa góðan heildarblæ á sýn ingunni. Með aðalhlutverkið, Gísla Sjakalín, fer Magnús B. Kristinsson. Gerir Magnús margt vel í hlutverkinu, eink um í upphafs og lokaþætti. Sveinn Halldórsson, sem leik ur Þóri Þverbrest er prýðileg ur. Hin meðfædda leikgáfa hans minnir jafnvel á Bryn jólf Jóhannesson. Af öðrum leikurum sem vöktu sérstaka athygli voru Gestur Gíslason, sem lék heiðarlegan embætt ismann af mikilli sannfær- ingu; Auður Jónsdóttir, sem er reynd leikkona og skilaði sínu hlutverki ágætlega, og Sigurður Grétar Guðmunds- sem lék bæði Jón Vítamín Svar til gamaís Dalamanns í 73. tölublaði Tímans þ. á. birt- ist grein er nefnist: „Hver verður hlutur Dalaimanna“? Höfundur greinarinnar er „Gamall Dalamað- ur“. Greinin fjallar um væntan- lega bbk „Dalamenn", sem séra Jón Guðnason vinnur nú að. Það virðist vera tilgangur grein- arihöfundar með ritsmíð þessari, að hvetja fyrrverandi sýslunga sína til að veita bókaútgáfu þess- ari fjárhagslegan stuðning á höfð- inglegan 'hátt og að sjá sóma sinn í að 'hefja sig upp úr þeirri kot- ungslegu hneisu, sem fréttin um 5000 króna framlagið virðist hafa greypt í vitund hans. Þó mér komi grein þessi iþannig fyrir sjón- ir, að hún sé elkki fallin til að vera stór liður í umræddu menningar- máli, finn ég mér skylt — meðal annars vegna þess að það féll í minn hlut að hreyfa þessu máli fyrst á opinberum vettvangi í Da'la sýslu — að gera grein fyrir hver „hiutur Dalamanna“ er í um- ræddri bókaúitgáfu nú í dag: 30. liður sýslufundargjörðar Dalasýslu 1958 hljóðar svo: • „Geir Sigurðsson sýslunefndar- maður Hvammsihrepps vakti máls á 'því, að sýslunefndin kysi 3 menn til þess að rœða við séra Jón Guðnason skjalavörð, og kynna sér hvort vænta mætti bókar frá honum um Dalamenn í svipuðu formi og áður útkomin bók frá honum er hann nefnir Stranda- menn. Ætti hin kjörna nefnd síð- hagfræðing og Jón Plötu- skáld. Af Sigurði eigum við eftir að frétta meira, ef að líkum lætur. HHnar ungu leikkonur Helga Harðardóttir, Sigríður Soffía Sandholt, Hólmfríður Þórhallsdóttir og Auður Júl- íusdóttir, settu einnig sér- staklega skemmtilegan blæ á þessa leiksýningu. Þá gætu tvímenningarnjr (ný útgáfa af Litla og Stóra), Pétur Sveinsson og Árni Kárason, átt framtíð fyrir sér. Miðað við allar aðstæður verður að telja þetta vel heppnaða sýn ingu, sem er bæði höfundum hennar og Leikfélagi Kópa- vogs til sóma. Gunnar Dal. an að vinna að því, að þessi hug- mynd komist í framkvæmt. Sam- þykkt var í einu hljóði að kjósa nefndina og hlutu þessir kosn- ingu: Friðjón Þórðarson, sýslu- maður, Geir Sigurðsson, Skerðihgs stöðum og Einar Kristjánsson, skólastjóri, Laugafelli." Þessi umgetna nefnd . sat fund með séra Jóni Guðnasyni í nóv. 1958. Að þeim viðræðum loknum var því slegið föstu, að sami hátt- ur yrði hafður á með útgáfu þess- arar bókar eins og að því er snerti bókina Strandamenn, að höfund- urinn væri sjálfur útgefandinn en nyti verðskuldáðs stuðnings ann- arra aðila. í beinu áframhaldi af framan- skráðu er svohljóðandi ályktun samkvæmt 29. lið sýslufundar- gjörðar Dalasýslu 1959: „Nefnd sú, er kosin var á sein- asta sýslufundi samkv. 30. lið sýslunefndar 1958 upplýsti fyrir sýslunefndinni, að hún hafði rætt við séra Jón Guðnason skjalavör um væntanlega bók um Dalamenn. Hefur séra Jón þegar unnið aH- mikið að samningu bókarinnar og er útkomu hennar að væmta, að forfallalausu, áður en langir tím- ar 'liða. Sýslunefndin heimilar odd vita sínum að greiða úr sýslusjóði kr. 5000.00 í þessu skyni og ákveð- ur ennfremur að upphæð samkv. 3. lið í skrá um ýmsa sjóði sýsl- unnar verði varið til útgáfunnar. Samþ. með öllum atkvæðum, og skal nefnd sú, er kosin var á sein- asta sýslufundi, vegna þessa máls, starfa áfram.“ Með þessari ályktun er engu ■slegið föstu um endanlegt framlag Dalamanna til umgetinnar bókaút- gáfu. Sýs'lunefndin mun hins veg- ar hafa einróma litið svo á, að um- getið framlag — um 11.000 krón- ur álls — væri aðeins heimild ‘til byrjunarstuðnings við menningar- mál, sem væri á byrjunarstigi að því er fjárfrekar framkvæmdir snertir. Mál þetta nýtur mikilar vins'emdar sýslunefndarinnar allr- ar og þessi gamli sýslungi gjörir hvorki ábyngri sýslunefnd, eða öðrum Dalamönnum neinn greiða með þvi að fara með lausafregnir í opinbert blað, draga þar af lítils- virðingarályktanir og senda síðan ádeilutón heim á fornar slóðir. Þess er og vert að geta, að þing- maður Dalamanna og oddviti sýslu nefndar Dalasýslu, sem einnig sat ‘■V,V,N."V.V.'V.'N..V.'VV.V,V.W<'V"i á Alþingi 1959 höfðu forgöngu um að veitt var nokkur upphæð í fjárlögum í þessu skyni. • Nokkru fyrir seinustu áramót skrifaði umgetin nefnd bréf í alla hreppa sýslunnar þar sem hún kvaddi 2—3 sjálfboðaliða í hverri sveit til að safna myndum í bók- ina og áskriftum henni. Allir brugðust .sérlega vel við þessu. Þessum verkum er nú að Ijúka, og hefur komið í ljós í gegnum þetta, að áhugi fyrir þessu menn- ingarmóli er mikill og almennur víðsvegar um héraðið. Myndasafn er þegar orðið allmikið en mynda mót kosta viðkomendur sjálfir og áskrifendur eru mjög margir mið- að við fámenni sýslunnar. Ég hef bá gert grein fyrir hvernig héraðsbúar hér í Dölum vestur, standa gagnvart því þrek- virki og vinsemd er hinn þjóð- kunni ættfræðingur og menning: arfrömuður séra Jón Guðnason hefur í 'hyggju að sýna í garð okk- ar aldagaml'a söguhéraðs. f gegnum nokkur afskipti af þessu máli, tel ég mig 'hafa komizt að raun um, að það muni ekki standa á fóllk- inu í iþessu héraði til að sýna þess- um mennin'gararfi til óborinna kynslóða hvern þann sóma.sam- legan stuðning, sem þörf krefur. Að siðustu langar mig til að leggja eina spurningu íyrir þenn- an gamla sýslunga hver sem hann er: Hver verður hlutur „gamalla Dalamanna“ í þessu máli? Það snertir þá engi síður en okkur, sem enn höfum ekki yíirgefið átt- hagána. Vill nú ekki þessi gamli sýslungi geysa fram á vöHinn, sem sjálfboðaliði, og hafa til dæmis forgöngu um myndasöfnun og áskriftasöfnun meðal burtfluttra Dalamanna í sambandi við útgáfu bókarinnar um Dalamenn? Með því veitir hann málinu mikinn fjórhagslegan og menningarlegan stuðning. Ég óska honum til hamingju með það starf. Geir Sigurðsson, Skerðingsstöðum. Forstöðukona óskast til að annast rekstur á nótcli voru vfir tíma- bilið júní—sept. i sumar. Þær sem vildu sinna þessu, eru beðnai' að hafa samband við kaupfélagsstjórann, sem veitir nánari upplýsingar. Kaupfélag Austur-Skagfirðinga, Hofsósi. Veiðileyfi óskast í laxveiðiá fyrir 10 útlendinga. Ferðaskrifstofa Páls Arasonar, Hafnarstræti 8. Simi 17641. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og útför sor.ar míns, Guðmundar Þorleifssonar, frá Breiðholti. Fyrir mína hönd og vandamanna. Jóhanna Ólafsdóttir. . Látiö Perlu létta störfin! ... ékiei'fc sleppur ótrebt í gegni »V*V«V*V*X*"S.»X»V*‘V»V»V»‘ ,»V»V»V»V»V'V»V*V*V»V*V»V*V*V»V»V»V*V»V-V*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.