Tíminn - 29.04.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.04.1960, Blaðsíða 16
fslenzka sveit- in stendur sig! Frammistaða íslenzku bridgesvelt-| arinnar, sem um þessar mundir tek-^ ur þátt í hinu fyrsta Ólympíumóti, ] sem háð hefur verið í bridge,1 hefur vakið mikla og verð- skuldaða athygli hér heima — enda árangur sveitarinnar hing að til verið framar vonum. Mótið er haldið í Torínó á Ítalíu. íslenzka sveit- in lenti í þriðja riðli — en vegna fjölda þátttökuríkja varð að skipta sveitunum í rlðla en síöan munu Lárus Einar tvaer efstu sveit- irnar í hverjum riðli keppa til úrslita um ólympfu- titilinn — ásamt sveitum frá Eng- landi, Bandaríkjunum, Finnlandi, Brazilíu, Filippseyjum, Austurríki, Sviss, Kanada og Egyptalandl. í fyrstu um- ferð tapaði fs- lenzka sveitin með 15 stiga mun fyrir þelrri ensku, sem er ágæt frammi- staða, þar sem enska sveitln er ein sú bezta i heimi, og hefur á að skipa fjór- um fyrrverandi heimsmelsturum f 2. umferð vann ísland Sviss með fjöru- tíu stiga mun, tapaði síðan fyr- ir Brazilíu með litlum mun f þriðju umferð, og vann Finnland og Austurriki í fjórðu og fimmtu umferð. Staðan i riðlinum eftir þá umferð var mjög spennandi. England var að visu nokkuð öruggt með sæti í úr- slitakeppnina, þar sem sveitin hafði hlotið 20 stig — eöa unnið alla leiki sína. (Fjögur stig eru gefin fyrir unn inn leik, þrjú fyrir leik með 1—5 stig yfir, tvo stig fyrir algert jafn- tefli, og eitt stig fyrir 1—5 stlg undir). Kanada var þá með 13 stig, ísland, Bandaríkin og Finnland með 12 stig og Brazilía 11. Staðan virtist því mjög opin i riðlinum. Nú hafa hins vegar borizt þær fréttir úr 6. umferð, að ísland hafi tapað fyrir Fllippseyjum með 43 stigum gegn 27 og eftir þessl úr- slit má segja, að næstum vonlaust sé að sveitin komist í úrslitakeppn- ina. England vann Sviss í þeirri umferð, Kanada vann Finnland, Bandarikin unnu Brazilíu og Austur ríki og Egyptaland gerðu jafntefli. England hefur þvi hlotið 24 stig, Kanada 17, Bandarílrin 16, ísland og Finnland 12 og Brazliía 11. .. í sveit íslands eru .Einar Þorfinns- son, sveifarstjóri, Gunnar Guðmunds son, Kristinn Bergþórsson, Lárus Karisson, Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson. Hin nýja fegurðar- drottning Danmerkur Hún yerdur send í „keppnina h]á Könum“ Þetta er fegurðardrottning Danmerkur og heitir sú Sonja Helene Margot Menzel og er nítján ára gömul, 165 cm. á hæð. Hún vegur 55 kg. og málin eru: brjóst 92, mitti 55, mjaðmir 92. Hún er dóttir vínkaupmanns í Kaupmannahöfn. Hún mun taka þátt í keppninni á Löngufjöru í Kalífomíu. Hún hefur gengið á húsmæðra- skóla og einnig hefur hún gengið á fyrirsætuskóla Astu Weiss. Aðspurð að því, hvers sé kraf- izt af keppanda um fegurðar- drottningartitil segir hún: „Eig- inlega ekki neips. Maður verður að hafa sjálfsgagnrýni til að bera. Ef ég hefði ekki vitað, að ég hefði einhverja möguleika, myndi ég aldrei hafa látið inn- rita mig til keppninnar." Gunnar Kristinn fef-S jp-.E” bí • r Ugt /1 Skýjað í dag verður hæg, breyti- leg átt, skýjað. Það getur rignt með köflum, eins og veðurstofan orðar það. Vonandi boðar það ekkl annað eins skýfall og kom um hádegið í gær. FjölskyEdumorðin yfir- bótagjörð. sagði Rhee NTB—Seoul, 28. apríl. Byitingin í S-Kóreu náði hámarki við dögun í morgun, er f jölskyldu harmleikur í austurlenzkum stíl var leikinn til loka í einni af álmum for- setahallarinnar í Seoul. Rhee Kang Suks. fóstursonur Syng- mans Rhee, myrti föður sinn, Lee Ki Poong varaforseta og fornvin Rhees, móður sína og yngri bróður Síðan skaut Kang sig i hjartastað. Fregnum ber saman um, að hér hafi ekki verið um að ræða morð í venjulegum skilningi, heldur saman tekin fjölskylduráð. Sjáifur sagði Syngman fthee við Huh 100 þúsund manns horfði þögull og þungbúinn á Rhee forseta fara í skotheldri bifreið um götur Seoul til heimilis síns Chung, handhafa forsetavaldsins, að verknaðinn bæri að túlka sem yfirbótagjörð við kóreönsku þjóð- ina. j I Til „Periublómsins" Varaforsetinn, sem sakaður hef ur verið um að bera höfuðábyrgð á fölsun forsetakosninganna og verstu ofbeldisvenkum Rhee-stjórni arinnar, hafði í fyrstu leitað til bandarískra herbúða, en var vísað þaðan. Leyndist hann þá í einni [ áknu forsetahallarinnar unz dró j til áðurnefndra atburða. Talið var, j að Rhee væri farinn úr höliinni, | en svo var ekki. í morgun, er atburðirnir höfðu gerzt, heimtaði gamli maðurinn, að fara fótgangandi ásamt konu Áskriftasöfnunin Hverfisstjórar! Áskriftasöfnunin er í fullum gangi. — Hafið samband við skrifstofuna og tilkynnið bátttöku. Símarnir eru 1-29-42 eða 1-55-64 en beinn áskrifta- sími blaðsins er 1-23-23. sinni uin götur Seoul til „Perlu- blómsins", en svo heitir einka- hús hans í úthverfi borgarinnar. Ráðgjafar hans komu honum þó ofan af þessu og fór hann í skot- heldri bifreið. Hann veifaði oft til mannfjöldans, sem safnazt hafði saman með fram götunum, um 100 þúsund manns, en flestir voru þögulir og þungir á brún. Enn forseti að lögum Verið var að lesa upp yfirlýs- ingu Rhees um valdaafsal í þing- inu, er fréttin barst þangað um fjölskyldumorðin. Varð slíkt upp- þot í salnum, þingmenn þustu út, að þingmenn voru ek-ki nægilega margir eftir til þess að afgreiða valdaafsalið á þinglegan og lög- legan hátt. Rhee var því í kvöld enn formlega forseti S-Kóreu. Einstaka rödd hefur heyrzt í Seoul sem vill að Rhee verði endurkjör- inn forseti í kosningunum, sem framundan eru. Hin nýja stjórn er nú naestum fuiimynduð. Kosningar eiga að fara frarn fljótlega. Leitað er valdamanna, sem sekir eru taldir um ofbeldisverk í valdatíð fyrri stjórnar. Líkið fannst undir Hvann- dalabjargi Ólafsfirði 28. apríl. — Laust fyrir miðnætti í gærkvöldi kom hingað leitarflokkur með lík Axels heitins Péturssonar sem fórst með trillubát undir Hvanndala- bjargi um síðustu helgi. Þetta var í briðja sinn, sem tilraun var gerð nl þess að komast upp í fjöruna innan við Sýrdalsvoðana, en þar hafði sézt brak. sem álitið var vera úr bátnum. 1 gær komst flokkur- i/jn inn fyr'r skerjagarðinn og inn á forvaða, og fundu þar lík Axels hjá brakinu, rétt í sjólokunum. Þarna út aí eru miklar grynningar langt út á fjörð, og er talið að Axel heitvnn hafi farið þar of nærri, en hann var eins og kunn- ugt er af fréttum, á leið á Gríms- eyjarmið. BSt — s —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.