Tíminn - 29.04.1960, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.04.1960, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, föstudaginn 29. aprflt 1960. 1 stórhlaupum hundraðf aldast árnar Sigurjón Rist, vatnamælingamaður, segir lítillega frá vatna- mælingum á Skeiðarársandi og víðar sunnan lands núna um páskana - og minnist á hlaup um leið — Hvað er rennsli jökul- ánna á Skeiðarársandi mikið, og hvert er vatnsmagn þeirra miðað við aðrar ár landsins á ýmsum árstímum? Hver er munur þeirra í haustkuldum og stórhlaupum. Tíminn hef- ur leitað til Sigurjóns Rist, vatnamælingamanns, um svör við þessum spurningum, og hefur hann látið blaðinu í té eftirfarandi upplýsingar á- samt töflu um rennsli nokk- urra straumvatna. — Þess' skal getið um töflu þá, sem hér birtist, segir Sigurjón, að þar er gerður samanburður á ám á Suðurlandi, allt frá Varmá í Kveragerði austur að Jökulsá á Breiðamerkursandi. Þetta var gert um miðjan apríl. Dagana 14. og 15. apríl, þegar haldið var austur, voru ár litlar en verða þó oft miuni. Á bakaleiðinni austan úr Öræfum dagama 17. ■ og 18. apríl var vöxtur í vatni effir rigning- una 16. og 17. apríl. Auk þess var va.tn í mörgum ám þá einnig farið að drýgjagt af leysingu, sem gætti einkum á hæðarbeltinu 5—700 metrar yfir sjó. Inni á miðhálend- inu og á jöklunum hefur leysingin vart náð svo hátt upp. Þegar kom vestur fyrir Lóma- gnúp, voru ár faroar að setja veru- lega niður, og þess vegna hef ég í töflunni fært einn dálk sérstak- lega fyrir hámarksrennslið í þeim ém, sem það hafði verið athugað sérstaklega — t.d. komið fram á síritandi vatnshæðarmælum. 'Það er ýmislegt fróðlegt að sjá á þessari töflu, sagði Sigurjón. Það vekur t. d. kannske nokkra furðu, að Skeiðará og Súla skuli ekki vera vatnsmestar af ánum á Skeiðarársandi. Orsökin er sú, að meginhluti vatnasviðs þeirra ligg- ur langt inni á jökli og í mikilli hæð, þar sem úrkoman þessa daga hefur fallið sem snjór. Það eru ámar í randfjöllunum, árnar, sem komnar eru stutt að, er skila Sé3 yfír SkeiSarársand, þar sem Skeiðará kvísiast um allan sand. Myndin tekin aS sumri og er aSeins venjulegt sumarvatn í SkeiSará. „Nú hefur sett niSur f Núpsvötnum", sagSi Hannes á NúpstaS — hann sá þaS á norSurhimninum. — Myndin sýnir bíl fara yfir Núpsvötn aS haust- Jagi, þegar lítiS er í þeim. úrkomunni og leysingavatninu ört fram, t.d. Núpsvötnin. Morsá hef- ur lagt til aðalvöxtinn í Skeiðará. Rennslið í Skeiðará, þegar hald- ið var vestur yfir, reyndist ekki meira en nálægt fjórðungi þess, sem er í Skeiðará, þegar hún er í fjöri í sumarhitum, og þá færist Súla einnig í aukana, en Núps- vötnin setur niður, þegar vorleys- ing er úti og þomar um. Ölfusá meiri en Þjórsá Einnig er það eftirtektarvert, stgir Sigurjón, að Ölfusá er vatns- meiri en Þjórsá þessa dagana. Þarna gerir sama fyrirbærið vart við sig. Hlutfallið mun aftur breyt ast Þjórsá í hag, þegar hitinn vex með vorinu. Vatnasvið hennar er miklu hærra en Ölfusár. Nægir í því sambandi að benda á, að Hvít- árvatn, sem er langt inni á vatna- sviði Hvítár, er aðeins 420 metra yfir sjó, en Þórisvatn á Þjórsár- svæðinu liggur 155 metrum ofar, cg verulegur hluti af vatnasviði Þjórsár er í enn meiri hæð. Við lestur skýrs'lunnar verður líka að hafa það í huga, að hér er cðeins um lauslegan samanburð rð ræða. Arnar á Mýrdalssandi eg Skeiðarársandi voru mældar í fljótheitum. Við athuganir á þeim eiu ekki gerðar sömu kröfur og við mælingar á þeim vatnsföllum, sem ætluð eru til raforkuvinnslu. Nákvæm rennslismæling tapar gildi sínu, cf ekki eru gerðar sam- felldar vatnshæðarathuganir um lengri tíma f því sambandi má nefna að Sandgígjukvísl á Skeið- arársandi ox úr nálega 50 m3/sek. upp í 85 á þeim tíma, sem bilarn- ir 17 í Öræfaferðinni voru að kom ast yfir hana. Auk þessara grófu rennslisathugana gafst tækifæri til að mæla hita vatnsins, kanna aurburðinn og sýrustig vatnsins. Hér í skýrslunmi er rennsli Jök ulsár á Breiðamerkursandi talið 43 m3/sek. en það er langt frá, að það megi miða stærð hennar við þá tölu. Hún hefur algera sér- stöðu meðal íslenzkra straum- vctna. Við háflæði fellur sjór inn í jökulsárlónið, og er rennslið því háð hæð sjávar. Á síðustu árum hefur sjór brotið framan af land- ræmunmi, sem er á milli jökuls og íjávar, og íarvegur Jökulsár hefur dýpkað og iafnframt örlítið breikk að hin síðustu ár. En aurburðurinn frá jöklinum hefur setzt að í lóninu, sem er nú að myndast við jökulröndina. Lónið er 110 metra djúpt. Það er full ástæða til að fylgjast vel með öllum breytingum, sem eiga sér stað þama, svo að í Ijós komi sem fyrst, hvað er að gerast, hvort þarna muni myndast fjörður, og jökull gangi þar í sjó fram. Núverandi farvegur Jökulsár er röskir 100 mefrar á breidd . og dýpið 3—4 metrar, nálægt meðal- hæð sjávar. Þegar Jökulsá er í vexti að sumrinu, getur beljað um þennan farveg vatn af stærðar- gráðunni 1000 m3/sek. Þeir Kví- skerjabræður hafa á hendi fyrir vatnamælingaroar athuganir á rennsli vatna á Breiðamerkur- sandi. Þarna er Sigurjón Rist (i miðið) að leggja af sfað í athugunarför upp f Kötiu ásamt þeim Sigurjóni Böðvarssyni og Ragnari Þorsteinssyni i Höfða- brekku árið 1955, en þá kom jökulhlaup frá Kötlu. Mældu þeir hvilftina, sem myndazt hafði. Þá fór Múlakvísl upp í 2500 feningsmefra á sek. og Skálm í 500 teningsmetra. Farvegnr Skeiíarár mældur — En aðaltilgangur ferðar minn ar austur í Öræfi að þessu sinni, ssgði Sigurjón, — var að mæla upp farveg Skeiðarár frá Gríms- I vatnahlaupinu nú s.l. vetur. Það var margt fleira, sem var þess vert, að þvi væri gaumur gefinn. í ofsarigningunni á laugardaginn fvrir páska úthverfðust svo gilin í Skaftafelli, Baejargil og Austur- gil, að rennslið niun hafa fimm- tugfaldazt. Þau fluttu fram til samans 12 m3 vatns á sek. eða um 1300 lítra á sekúndu af ferkíló- Trietra lands — En hvað geturðu sagt okkur af því, hve mikið rennslið var í jökulhlaupunum? Það mun þó sennilega hafa verið margfalt á v:ð það, sem það var á páskun- um, þótt alldjúpt reyndist á bíl- unum þá. , SamanburSur á rennsli vatnsíalla í tenmgsmetrum á sekúndu co Ö a bJ5 -3 ‘5 c fl SP C3 & d Ö o ctf fl a bJO cs s G) CD > * a a . ö )LO bfl rH 3 { oo Is fl NAFN VATNSFALLS: vcS O X SP Varmá, Hveragerði •1,0 24,4 4,3 Ölfusá Selfossi 322 815 645 Þjórsá, Urriðafoss 242 529 419 Ytri-Rangá, Hellu 48 63 52 Eystri-Rangá, Djúpadal 35,5 110 52 Markarfljót 56 * 121 Seljalandsá 1,3 Skógá, Skógafoss 3,0 24,6 10,8 Jökulsá á Sólheimasandi 8,3 25 Klifandi 12 35 Kerlingardalsá 8 35 Múlakvísl 4,5 27 Skálm 15 23 Hólmsá 60 100 Skaftá, Skaítárdal 96 146 109 Ása — Eldvatn 75 104 86 Skaftá, Kirkjuloæjarklaustri 30 42 35 Hverfisfljót hjá Dal 5,5 50 22 Djúpá 10 95 40 Núpsvötn 6,5 165 Súla 3,6 34 Sandgígjukvísl 17 85 Skeiðará neðan Morsár 21 66 Bæ j ar gil+Austur gil 12 Skaftafellsá 5,6 Svínafellsá 2,1 Virkisár 1,5 Kotá 0,6 Hrútá / 3,0 Fjallsá 13 Nýgræðukvísl 2 Jökulsá á Breiðamerkursandi 43

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.