Tíminn - 29.04.1960, Blaðsíða 7
TfMINN, fSstndagmn 29. aprfl 1960.
7
y -r ■■■www .vA-fMft'!
• ' '-v
■M-
,4
•li.il.'
nnflutningsfrv. stjórnarinnar
eykur ekki verzlunarfrelsið
Fjárhagsnefnd neðri deildar
hefur nú fjallað um frv. ríkis-
stjórnarinnar um innflutn-
ings og gjaldeyrismál og skil-
ar þremur álitum Fulltrúi
Framsóknarflokksins í nefnd-
inni, Skúli Guðmundsson,
leggur til að frv. verði af-
greitt með rökstuddri dag-
skrá. Nefndarálit Skúla fer
hér á eftir:
Ríkisstjórnin flytur þetta
frv. Það hefur verið túlkað
þannig af stjórninni og stuðn
ingsflokkum hennar í um-
ræðum og blaðagreinum, að
með því væri létt höftum af
þjóðinni, en henni veitt við-
skipta- og framkvæmdafrelsi
í staðinn.
Stóru oi’ðin stjórnarinnar
og flokka hennar um, að á-
kvæði frumvarpsins feli í
sér aukið frelsi í viðskipta-
málum, eru aðeins blekking-
ar. Það sést greinilega með
samanburði á fruimvarpinu
við núgildandi lög um við-
skiptamál.
Verzlunin við aðrar þjóö-
ir byggist á útflutningi og
sölu á framleiðsluvörum
landsmanna. í 8. gr. frv. er
inni til að ákveða, að vörur
heimild handa ríkisstjórn-
megi ekki bjóða til sölu, selja
til útlanda eða flytja úr
landi nema að fengnu leyfi
hennar. Slík ákvæði hafa ver
iðí lögum síðan 1940. Hér er
því ekki um lagabreytingu
að ræða.
Höftin haldast
Höftin á gjaldeyrisverzl-
Nefndarálit Skúla Guðmundssonar
uninni eiga einnig að hald-
ast. Samkv. 4. gr. frv. eiga
allir þeir, sem eignast erlend
an gjaldeyiú fyrir útfluttar
vörur eða á annan hátt, að
selja bönkunum hann fyrir
skráð kaupgengi. Fyrirmæli
um þetta hafa lengi verið í
lögum, og þeim á enn að
halda í gildi.
Um vörukaup til landsins
er það að segja, að skv. frum
varpinu eiga enn að haldast
í lögum fyrirmæli, óbreytt
að efni til, um vald ríkis-
stjórnarinnar til að tak-
marka vöruinnflutning til
landsins. í 1. gr. laga nr. 88
frá 1953, um skipan innflutn
ings og gjaldeyrismála, fjár-
festingarmála o. fl., sem nú
gilda, segir svo:
„Stefna skal að því að
gera allan innflutning til
landsins frjálsan. Meðan
gjaldeyristekjur þjóðarinn-
ar nægja ekki til þess að svo
megi verða, ákveður ríkis
stjórnin hverju sinni með
reglugerð, hvaða innflutn-
ingur til landsins skuli vera
frjáls.“
í stað framangreindra fyr
irmæla vill ríkisstjórnin fá
lögfest eftirfarandi ákvæði,
samkv. 1. gr. frv., sem hér
liggur fyrir:
„Innflutningux á vörum
til landsins skal vera frjáls,
nema annað sé ákveðið í sér
stökum lögum eða í reglu-
gerð, sem ríkisstjórninni er
Sjálfvirk sím-
stöð á Akranesi
Tillaga Daníels Ágústínussonar
Fram er komin á Alþingi
tillaga tii þingsályktunar um
sjálfvirka símstöð á Akranesi,
flutt af Daníel Ágústínussyni.
Er tillagan svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að fela rík-
isstjórninni að hlutast til um,
að Landssími íslands komi
upp sjálfvirkri símstöð á
næsta ári."
í greinargerö segir:
„Undanfarin tvö ár hefur
nýtt póst- og símahús verið
í smíðum á Akranesi, sem
væntanlega verður tekið í
notkun í sumar. Er þar með
bætt úr lélegum húsakosti
og slæmum starfsskilyrðum
um mörg undanfarin ár. Þess
var vænzt, að sjálfvirk sím-
stöð yröi jafnframt sett upp
í húsið, en á henni bólar
hvergi og ekki vitað með
vissu, hvenær hún kemur.
Akranes er ört vaxandi
bær og telur nú um 3800 íbúa.
Þar er fjölþætt og þróttmik-
ið atvinnulíf, og er slíku
byggðarlagi eðlilega mikil
nauðsyn á þeirri bættu þjón
ustu, sem sjálfvirk símstöð
veitir.
Bæjarstjórn Akraness sam
þykkti á .fundi sínum þann
20. jan. s.l. sérstaka áskorun
til landssímans um að hraða
framkvæmdum í máli þessu.
En þar sem nokkur dráttur
er enn f yrirsj áanlegur, er
rétt og nauðsynlegt, að leit-
að sé aðstoðar Alþingis, ef
það mætti verða til þess að
hraða málinu.“
heimilt að gefa út sam-
kvæmt þessum lögum.“
Hér er aðeins lítils háttar
munur á orðalagi, en efnis-
breying er engin. Hér eftir
sem áður á það að vera á
valdi ríkisstjómarinnar að
ákveða, hvort og að hve
miklu leyti megi flytja vörur
til landsins án innflutnings-
leyfa.
Frumvarpið hefur þannig
ekki að geyma nein ákvæði
um aufcið frelsi viðkomandi
verzlun með útfluttar og inn
fluttar vörur eða ráðstöfun
á erlendum gjaldeyri. Hins
vegar hafa miklar hindranir
verið lagðar á veg þeirra,
sem fást við verzlun og við-
skipti, með öðrum ráðstöfun
um á þessu þingi, svo sem
með takmörkunum á út-
lánum og störkostlegri vaxta
hækkun. Almenn kjaraskerð
ing hlýtur líka að hafa þau
áhrif, að vörukaup dragist
saman, enda gerir ríkis-
stjórnin ráð fyrir, að svo
fari. Skiptir ekki máli í
þessu sambandi, þó að stjórn
in hafi í hyggju að gera
breytingar á svonefndum
frílista, en það hefur hún á
valdi sínu án nokurra laga-
breytinga.
Samkvæmt frumvarpinu
er það ætlun rikisstjórnar-
inna^að fela nýjum aðilum
úthlufun gjaldeyris-, inn-
flutnings og útflutningsleyfa.
Innflutningsskrifstofan, út-
flutningsnefnd og úthlutun- j
arnefnd jeppabifreiða eigaj
að hætta störfum, en í stað
þeirra eiga Landsbanki ís-
lands, ríkisstjómin sjálf og
sérstakir trúnaðarmenn henn |
ar að annast úthlutun leyfa.
Ekkert er fram tekið í .frum
varpinu um það, hve margir
þeir „sérstöku trúnaðar-
menn“ stjómarinnar muni
verða, og efcki, hvernig þeir
verði valdir.
Eins og áður er gert ráö fyr
ir að innheimta 1% gjald af
veittum Innflutnings- og
gjaldeyrisleyfum til greiðslu
kostnaðar við úthlutun leyfa,
og samkvæmt því er ekki bú-
izt við, að framkvæmd haft
anna verði kostnaaarminni
en áður.
í 7. gr. frv. segir, að ekki
megi opinberir aðilar né
einkaaðilar semja um lán er
lendis til lengri tíma en eins
árs nema með samþykki rík-
isstjórnarinnar. Nú eru það
aðeins opinberir aðilar, sem
þurfa að fá samþykki til lán
töku í öðrum löndum.
Framkvæmdir torveldaðar
Samkvæmt frumvarpinu á
að fella niður núgildandi
Skúli Guðmundsson
lagaákvæði um, að leyfi þurfi
til stærri framkvæmda. En
með lagasetningu á þessu
þingi, sem ríkisstjórnin hef-
ur beitt sér fyrir, hafa ver-
ið lagðar stórkostlegar höml-
ur á verklegar framkvæmd-
ir hjá öllum þorra lands-
manna, svo að á því sviði eru
nú raunverulega strangari
höft og meiri hindranir en
nokkru sinni áður. Af þeim
ráðstöfunum, sem nú hafa
verið gerðar og allar torvelda
mjög nýjar framkvæmdir og
framfarir, má nefna gengis-
breytinguna og þær stórkost
legu verðhækkanir, sem
henni fylgja, niðurskurð lán
veitinga frá bönkunum og
gífurlega vaxtahækun; einn-
ig fyrirætlanir stjörnarvald-
anna um að sópa fé spari-
sjóða og innlánsdeilda um
land allt inn í banka í
Reykjavík, en þær stofnanir
hafa gegnt þýðingarmiklu
hlutverki hver á sínum stað
með stuðningi við gagnlegar
framkvæmdir. Allt miðar
þetta að því að takmarka
framkvæmdamöguleika al-
mennings.
Þaö er stefna núverandi
valdhafa að minnka fram-
kvæmdirnar. En þeir vilja
ekki gera það með þeim
hætti að stöðva það, sem
helzt mán án vera, en styðja
hitt, sem þarflegast er. Það
sjónarmið á ekki lengur rétt
á sér að þeirra áliti. Nú eru
það peningarnir, sem eiga
að ráða. Þeir aðilar einir,
sem hafa umráð fjármuna,
sem oftast eru að mestu
leyti fengnir að láni hjá pen
ingastofnunum þjððarinn-
ar, geta ráðizt í fram-
kvæmdir og leggja Þá yfir-
leitt fé í það, sem þeir telja
ábatavænlegast fyrir sig, en
ekki það gagnlegasta fyrir
þjóðfélagið. Hinir, og þeir
eru margfalt fleiri, hafa ekki
möguleika til framkvæmda.
Fjöldi manna um land allt,
sem hafði í hyggju að afla
sér atvinnutækja, sem þeir
hafa brýna þörf fyrir, eða að
ráðast í nauðsynlegar bygg-
ingar og aðrar framkvæmdir
á þessu ári, hefur orðið að
hverfa frá þeim fyrirætlun-
um, þar sem framkvæmd-
irnar eru þeim óviðráðanleg
ar vegna verðhækkananna
miklu, lánsfj árhaftamna og
vaxtaokursins.
Yfirvofandi hætta
Að sjálfsögðu eru takmörk
fyrir því, hve miklum hluta
þjóðarteknanna ár hvert er
hægt að verja til verklegra
framkvæmda og öflunar
nýrra atvinnutækja. En því
fé, sem til þess fer, þarf að
verja þannig, að það komi að
sem mestum og almennust-
um notum og dreifist sann-
gjarnlega til uppbyggingar
(iVamhald á 15 síðu).
Fyrirspurn frá
Daníel Ágústínussyni
í lögum um sjúkrahús, frá
4. apríl, 1956 er svo kveðið á,
að ríkið skuli styrkja sjúkra-
hús til kaupa á þeim áhöld-
um, sem meiri háttar mega
teljast.
Daníel Ágústínusson hef-
ur nú borið frajn fyrirspúrn
til heilbrigðismálaráðherra
um hvað framkvæmd þessa
ákvæðis líði. Er fyrirspurnin
svo hljóðandi:
„Hvað líðúr framkvæmd 2.
efnismálsliðar 1. gr. laga nr.
36 4. april 1956, um breyting
á sjúkrahúslögum, nr. 93 31.
des. 1953?“.
Helgi Bergs á þing
Ágúst Þorvaldsson hefur
nú horfið af þingi vegna ann
ríkis heima fyrir og óskað
jafnframt eftir því, að vara-
maðurinn, Helgi Bergs, tæki
þar sæti í sinn stað. Mætti
Helgi á þingfundi í gær.
Framlagið skal
ekki hækka
í sambandi við frv. um
breyting á jarðræktarlögun-
um, sem nú liggur fyrir þing
inu, fluttu þeir Ásgeir Bjarna
son og Páll Þorsteinsson til-
lögu um, að framlag ríkisins
til framræslu yrði hækkað
úr 65% af kostnaði, sem það
er nú og í 80%.
Breytingartillaga þessi
kom til atkv. í efri deild í
gær, og var felld með atkv.
stj ómarandstöðunnar.