Tíminn - 08.05.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.05.1960, Blaðsíða 1
Þessi mynd er frá hinni þekktu SkipasmíSastöS KaupFélags Eyfirðinga á Akureyri. Um daginn var vélinni I þetta nýja skip lyft um borð og strax á eftir var yfirbyggingin einnig látin á sinn stað. Þetta skip er eign Halldórs Jónssonar útgerðarmanns í Ólafsvík og eins konar „systurskip" Jóns Jónssonar, sem Skipasmíðastöð KEA byggði fyrir sama útgerðarmann í fyrra og vakti mjög míkla athygli útgerðarmanna. (Ljósm.: ED). Skipstjdrinn neitar að hafa orðið var við net Næst síðasta laugardag voru skipstjóri og nokkrir skipverjar af togaranum Agli Skallagrímssyni yfirheyrðir í Sjó- og verzlunardómi vegna atburðanna, sem urðu á neta- svæði Grindavíkurbáta á föstu daginri langa. Blaðið hefur snúið sér til Emils Ágústssonar, fulltrúa, og leitað fregna af réttar-j haldinu, en Emil er rann-' sóknardómari í málinu, sem er tekið upp í Sjó- og verzl unardómi að fyrirlagi dóms- málaráðuneytisins. Fulltrúinn sagði, að skip- stjórinn á Agli Skallagríms syni hefði hxorki kannast við að hafa séð nein merki þar sem togarinn var að veið um i umrætt skipti eða að hann hafi fengið net i vörp una. Skipverjar á Arnfirðingi frá Grindavík komu að togaran- um aðfaranótt laugardags og sagðist þeim frá aðkomunni á þessa leið: Þó var þar enn eínn er lét reka og fór Arnfirðingur að honum. Var það togarinn Egill Skallagrímsson. Mann skapurinn var l aðgerð á þil fari. Sigldu þeir kringum togarann og sáu þá að í (Framihald á 3. síðu). UPPBOTAKERFIÐ BLÚMSTRAR ÁFRAM Stjórnin búin að veita um 100 millj. kr. í útflutningsuppbætur síðan efnahagsmálalöggjöfin var sett Samkomulag hefur nú náðst milli útvegsmanna og sam- taka fiskútflytjenda um fiskverðið. Samkomulagið náðist fyrst eftir að ríkisstjórnin hafði heitið fiskútfiytjendum, að þeir skyldu fá helminginn af því 5% útflutningsgjaldi, er sam- kvæmt efnahagsloggjöfinni á raun og veru eru þetta nýjar breyttu formi. Þrátt fyrir þetta fá útvegs- menn ekki fullkomlega það fiskverð, sem þeir töldu sig eiga að fá samkvæmt efna- hagslöggjöfinni og sérfræð- ingar stjórnarinnar töldu þá geta fengið, þótt 5% útflutn ingsgjaldið yrði innheimt til fulls. Þannig verður t.d. verð ið á netafiskinum talsvert lægra. í greinargerö efnahagslaga frumvarpsins var reiknað með því, að 5% útflutnings- gjald myndi gefa 120 millj. kr. í tekjur yfir árið. Niður fellingin á hálfu gjaldinu svarar þvi til 60 millj. króna útfutningsuppbóta. Áður hefur verið skýrt frá því, að nokkru eftir að efna- hagslöggjöfin var sett, ákvað ríkisstjórnin að veita togur- um 30—36 millj. kr. auknar uppbætur úr útflutnings- sjóði á framleiðslu síðastl. árs. að renna i útflutningssjóð. í útflutningsuppbætur, aðeins í Stjórnin er þannig búin að veita nálægt 100 millj. kr. i uppbætur síðan efnahagslög- gjöfin var sett. Uppbótakerfið blómstrar þannig áfram, þótt ríkis- stjórnin hælist af því, að hún sé búin að leggja það niður! Fyrsta kjör- dæmaþingið Fyrsta kjördæmaþmg, sem háð hefur verið á fslandi, var sett í gær að Selfossi. Voru það Fram- sóknarmenn í Suðurlandskjördæmi sem ruddu þar veginn á undan öðrum flokkum og kjördæmum. Jón Bjarnason, formaður Fram- sóknarfélagsins á Selfossi, setti þingið og voru þá mættir fulltrúar úr öllum sýslum kjördæmisins og frá Vestmannaeyjum. Nánar verð- ur sagt frá þinginu eftir helgina. ðs VEGNA FORVITNI Nýju seSlarnir komu í umferð i gær, svo sem kunnugt mun vera af fréttum. Geysileg ös var í Landsbankanum frá þvf að hann var opnaSur, og þar til honum var lokað. Ekki var þaS þó af þvf aS fólk væri þar aS leggja inn peninga eSa taka út, heldur var þaS bara almenn forvitni og löngun til þess aS sjá nýju seSlana. Á göngu sinni um bæinn f gærmorgun mætti einn fréttamaður blaðsins tveim litlum strákum, sem hömpuSu tveimur nýjum seSI- um, og buSu „fslenzka doliara" til kaups. Ekki sá fréttamaSurinn þeim verSa ágengt f sölunni, utan hvaS hópur manna safnaðist aS þeim og vildi skoSa fyrirbrigSin. Kaupmenn voru sumir hverjjr aS nöldra yfir því, að seSIarnir væru of langir til aS komast í nokkra peningakassa, en trúlega jafna þeir sig á þvf fljótlega og fúlsa ekki viS 1000 krónuseSlunum, þegar þeir verSa réttir aS þeim. iiwar^’iwíatM—MáBfek

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.