Tíminn - 08.05.1960, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.05.1960, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, sunnudagmn 8. maí 1960. Tízkunjósnarar viKUBLAÐIÐ Einn af foringjum Parísar- lögreglunnar, Jacques Besson, hefur þann stárfa aS elta uppi þá, sem njósna um tízkunýj- ungar og gera teikningar eða taka á laun myndir þegar ver- ið er að sýna nýju tízkuna í stóru tízkuverzlununum. Þessar myndir eru keyptar dýru verði og eftir þeim fram leiða fataverksmiðjur snið,| sem áttu að vera lengi enn einkaeign tízkuverzlananna. Pyrir þremur árum náðu tízkunjósnarar helmingi allra nýjunga, sem koma áttu á markaðinn um vorið og er, talið að hagnaður þeirra hafi j sízt verið minni en tízkuhús j anna'það árið. Áttatíu af hundraði af söku j dólgunum, sem Besson eltist! við, eru konur. Hann segir,1 að það sé erfitt að yfirheyra j þær, því þær sé ekki hægt að j binda við rökréttar umræður! í yfirheyrslum. Hins vegar komi þær oft upp um sig vegna tilfinninga sinna. Ekki alls fyrir löngu gerði hann og menn hans húsrann sókn hjá grunuðum kven- manni. Félagar hans þrir, leituðu í íbúðinni í þrjá tíma en Besson sat reikjandi út við dyr og horfði á konuna. Hann varð þess var, að hún gerðist alltaf óróleg þegar þeir nálguðust gluggann í dag stpfunni. Þangað fór hann og litaðist um. Græn jurt var i potti og leit vel út, en mold in var þurr. Hann tók í jurt- ina og heyrði konuna taka andköf fyrir aftan sig. Und- ir moldinni í j urtapottinum voru meira en sextíu teikn- ingar af fötum frá Dior, Bal main og Belenciaga, vafðar í sellofan. ísskápa athugar Besson alltaf vandlega. Einu sinni fann hann mikrofilmu í ís- skúffunni. Besson vill helzt gera hús- rannsóknir um fimmleytið á morgnana, þá er mótstöðuafl manna minnst. Nú orðið tel- ur hann sig þekkja flesta felu staði, sem fólk velur og eink um rannsakar hann baöher- bergin vel. Einu sinni var hann að leita hjá kven- manni, sem bjó í gömlu húsi á „vinstri" bakka Signu. Kon an bað hann að hafa sig af- sakaða og fór inn á bað. — Besson stóð frammi á gangi og horfði á skugga hennar á gleri í hurðinni. Allt í einu hvarf skuggipn. Hann hlust aði, ekkert hljóð. Um stund hvarlaði hann milli skyldu og kurteisi, svo braut hann upp hurðina. Konan var horf in. í klukkutíma leituðu lög reglumennirnir sem óðir. Ör- magna hallaðist Besson að veggnum, jakkaermi hans festist á hnúð í þilinu og allt í einu datt hann aftur á bak inn í leynigöng, sem lágu inn í næsta hús. Göngin höfðu verið sett þarna í gamla daga ein- hverjum elskendum til þæg- inda. Hann hitti konuna síð- ar, hún hló upp í opið geðið á honum og sagðr: „Ástin sigraði yður, herra Besson“. Besson nær venjulega að- eins i milligöngumenn njósna hringa, sjaldnast í upphafs- menn og kaupendur stnygl- vörunnar — tizkuhugmynd- anna. Fatnaðarframleiðandi í New York sendir árlega á markaðinn verðlista með myndum af Parísartízku, stundum áður en hún er sýnd í París. Besson getur ekki haft hendur í hári hans vegna þess, að bandarísk lög viðurkenna ekki að fatnaðar teikningar eigi að njóta lög- verndar. Besson segir, aö mörgu fólki, sem aldrei dytti í hug að stela vélum og öðr- um munum, finnist að um hugmyndir gildi allt öðru máli, þær sé öllum frjálst að nota, sem það geti. Margir tízkunjósnarar eru ■afburða góðir teiknarar og hafa gott sjónminni, svo að þeir geta setið á sýningum og teiknað upp eftir minni allar nýjungar. Um tíma minnkaði útflutningur á höttum einkennilega mikið í París. Besson komst í málið og fann svissneskan náunga, sem árum saman hafði ofið merkjabönd með nöfnum frægustu tízkuhúsa og selt þau hinum og þessum hatta- gerðarmönnum, sem skelltu böndunum á framleiðslu sína. ER EINA blaðið hér á landi sem eingöngu er helgað málefnum íþróttahreyfingarinnar og íþrótta- fólks. BLAÐIÐ kemur reglulega út hvern laugardag. í því birtast nýjustu fréttir, auk ýmsra fræðandi greina um íþróttamál, innlend og erlend. GERIZT áskrifendur. — Áskriftarverð er aðeins kr. 10,00 á mánuði. — Árgjald 1960 kr. 90,00. Ég undirr. .. . óska að gerast áskrilandi að IÞRÖTTUM Nafn .................................... Heimili ................................. Utanáskriftin er: Vikublaðið ÍÞRÓTTIR, Birkihvammi 4, Kópavogi. .s. „Helgafeil“ fer frá Reykjavík þriðjudaginn 10. maí til Vestur- og Norðurlandshafna. Viðkomustaðir: Súgandafjörður, ísafjörður, Skagaströnd, Sauðárkrókur, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Dalvík, SvaJbarðseyri, Akureyri, Húsavík, Raufarhöfn. Skipadeild S. f. S. MELAVÖLLUR \ f i Reykjavíkurmót meistaraflokks. ,í kvöld kl. 8,30 keppa Fram — Þróttur Dómari: Grétar Norðfjörð Línuverðir: Einar H. Hjartarson og Valur Benediktsson Mótanefndin ÞAKKARÁVÖRP Hjartanlega þakka ég öllum þeim er minntust mín á 85 ára afmæli mínu 29. f.m., með heim- sóknum, gjöfum, skeytum og óska þeim öllum guðs blessunar. Markús Þórðarson, Grímsfjósum, Stokkseyri. Þökkum hjartanlega ötlum þeim, sem hafa auðsýnt vináttu og samúð við andlát og jarðarför t Skúla Ágústssonar frá Birtingaholti. Elín Kjartansdóttir og fjölskylda. Utför föður okkar, Páls Pálssonar, frá Stærri-Bæ, er lézt að heimili sínu, Sigtúni 39, 3. þ. m., fer fram frá kapellunni í Fossvogi miðvikudaginn 11. maí kl. 1,30 e. h. Ólafur Pálsson, dætur og aðrir vandamenn. . Margrét Hjartardóttir verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 10. maí kl. 1,30 síðdegis. Lára Jóhannesdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.