Tíminn - 08.05.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.05.1960, Blaðsíða 5
T í MIN N, sunnudaginn 8. maí 1960. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórannsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj.: Egill Bjarnason. Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. _____________________________________________________* Sigtir unninn Það eru góð tíðindi. að brezka ílotamálaráðuneytið hefur nú gefið brezkum togurum fyrirskipun um að veiða ekki innan tólf mílna fiskveiðimarkanna. Þessi íyrirmæli þýða raunverulega, að brezk stjórnarvöld eru fallin að fullu og öllu frá þeirri röngu stefnu, er þau fylgdu um skeið að veita brezkum togurum vernd við veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands. Raunar kemur þetta ekki á óvart. Það hefur lengi verið vitað, að brezk stiórnarvöld iðruðust þeirrar á- kvörðunar að beita íslendinga umræddu ofríki. Þegar sjóréttarráðstefnan hófst, notuðu þau líka tækifærið til að draga herskipin í burtu. Yfirleitt var þá litið á þá ákvörðun þannig, að brezku herskipín myndu ekki aftur taka upp umrædda ,,vernd“, nema ef svo kynni að fara, að niðurstöður sjóréttarráðstefnunnar gengju mjög í ber högg við málstað íslendinga. Nokkur hætta var á því, að brezkir togaraeigendur notuðu slíka átyllu til þess að knýja stjórnarvöldin til að taka upp fyrri ráðabreytni að nýju. Sjóréttarráðstefnan gaf brezkum öfgamönnum hins vegar ekki neitt slíkt tækifæri. Af því hafa brezk stjórn- arvöld nú dregið réttar ályktanir. íslendingar munu vissulega fagna þeirri niðurstöðu, sem fengin er. Fullur sigur hefur nú raunverulega unnizt í baráttunni fyrir 12 mílna fiskveiðilandhelginni. Þessi sigur hefur fyrst og fremst unnizt vegna þess, live einarðlega og einhuga þjóðin stóð saman um málið. Þeir, sem vildu láta undan, voru vart finnanlegir. Hér eftir eru þeir áreiðanlega engir. Þótt brezk stjórnarvöld beittu okkur órétti um skeið, munu íslendingar ekki erfa það til iangframa, ef Bretar rétta nú einlæglega fram hendina tíl sátta og gera ekki fleiri tilraunir, hvort heldur er með illu eða góðu til að reyna að fá skerðingu á tólf mílna fiskveiðilandhelg- inni. Sigurinn er íslendinga. Því geta þeir með góðum vilja hjálpað til að byggja það upp að nýju í vinsamlegri sambúð þessara þjóða, er ofríki Breta reif niður um skeið. Bandamennirnir Mbl. spyr að því í fyrradag hverjir séu þeir banda- menn okkar í landhelgismálinu, er Hermann Jónasson hafi talað um í viðtali því, er Tíminn birti við hann um sjóréttarráðstefnuna. Þessu er fljótsvarað. Bandamenn okkar á sjóréttar- ráðstefnunni voru fyrst og fremst þær 27 þjóðir, sem hjálpuðu til þess að fella bræðingstiiiögu Bandaríkjanna og Kanada um hinn svonefnda 10 ár^ „sögulega rétt“, Afstöðu þessara þjóða eigum við það að þakka, að ekki var neitt það samþykkt á Genfarráðstefnunni, er gat 'gefið andstæðingum okkar átyllu til að beita gegn okk- ur ofríki að nýju. Það var ekki sök þessara þjóða, þótt tillagan um sér- stöðu íslands væri þannig, að sumar þeirra töldu sig neyddar til að greiða atkvæði gegn henni. Þeir tóku það einmitt skýrt fram eftir atkvæðagreiðsluna, að þeir styddu tólf mílna fiskveiðilandhelgi íslands, en hefðu samt orðið að greiða atkvæði gegn tillögunni vegna þess, að hún hafði verið tengd við bræðinginn. Það er alveg furðulegt, að Mbl skuli í sambandi við landhelgismálin vera að kasta grjóti í þær þjóðir. sem hjálpuðu okkur til að fella bræðingmn. ERLENT YFIRLIT ir valdamenn í Sovétríkjunum Kosloif, Kosygin og Polyainsky koma næst Krustjoff ÞAU TIÐINDI hafa nýlega gerzt í Moskvu að þar hafa orð- ið verulegar breytingar á skip- un manna í valdamestu embætti rfkisins, en slíkum breytingum hefur jafnan verið veitt tals- verð athygli, m. a. vegna þess, að af þeim betfur oftast mátt ráða, hvaða menn réðu þar mestu og væru líklegastir til að hreppa sæti aðalleiðtogans, ef hann félli frá. f samtoandi við breytingar þær, sem nú hatfa orðið, hefur það vakið mesta athygli, að Frol. R. Kosloff, sem var fyrsti varaforsætisráðherra, ásamt Mikojan, hefur látið af því startfi, en verið skipaður einn af aðairiturum flokksins og sér stakur aðalritari miðstjórn- ar flokksins. Þessi nýja staða hans er talin miklu valdameiri en sú, sem hann gegndi áður, og er almennt eftir breyting- una litið á hann sem „krón- prinsinn“ eða þann mann, sem Krustjoff myndi helzt kjósa sem eftirmann sinn, ef hann fortfallaðist, en gæti samt ráðið því, hver eftirmaðurinn - 'ði. VIÐ SÆTI Kosloffs st n fyrsti varaforsætisráðherra tekur A.eehsei Kosygin, og þykir það benda til, að hann standí nú næst Kosloff, að mati Krust- joffs. Þá hefur Dmitri S. Polyansky hlotið sæti í framkvæmdaráði flokksins, sem er valdamesta stofnun flokksins. Þessir þrír menn eru nú taldir nánustu samverka- menn Krustjoffs. Talið er að hann hafi mjög styrkt aðstöðu sína með því að hækka þá í tign. Hins vegar er ekki víst, hve Iengi þeir verða þessarar náðar aðnjótndi. Til þess bendir það, að sá maður, sem fyrir ári síð- an var talinn líklegasti eftir- maður Krustjoffs, Kirichenko, var nú látinn tfíkja úr fram- kvæmdaráði flokksins og gegn- ir orðið þýðingarlitlu starfi flokkserindreka í afskekktum landshluta. Þannig kann einnig að geta farið fyrir þeim þre- menningunum, sem nú eru mest í náðinni hjá Krustjoff, ef hann heldur þá eitthvað ótrygga sér. Þótt Krustjoff ráði nú mestu um má'Ietfni Sovétríkjanna og skipun manna í helztu trúnað- arstöður þar, eru völd hans talin minni og öðru vísi en þau, sem Stalin hafði. Krustjoff Kosloff verður að taka meira tillit til samstarfsmanna sinna og til- lagna þeirra. Sumpart kann þetta að stafa af hví, að Krust- joff er ekki eins skapi farinn og Stalin. Stalin var einráður, en þótt Krustjoff sé það einnig, er hann miklu félagslyndari og tekur því meira tiliit til ann- arra. ÞREMENNINGAR þeir, sem nú eru taldir ganga næst Krust joff að völdum, eru allir tiltölu lega ungir. Þeir tilheyra allir nýrri kynslóð, eða þeirri, .sem var of ung til þess að taka þátt í byltingunni, en ólst upp á fyrstu árum hennar. Viðhorf hennar er líklegt til þess að verða talsvert annað en gömlu byltingarleiðtoganna. Frol. Kosioff er 51 árs gam- ali. IL.nn er verkfræðingur að menntun, en hetfur staHað á vegum flokksins síðan 1944 og gegnt mörgum þýðingarmiklum embættum á vegum hans, m. a. verið leiðtogi hans í Leningrad. Ii.ann varð fyr.sti varal „rsætis- ráðherra fyrir tveimur árum síðan. Hann heimsótti Banda- ríkin á síðastl. sumri og vann .sér þar álit með viðfelldinni og frjálslegri framgöngu. Hann er mikill vexti og allur hinn myndarlegasti. Kosygin er nokkru eldri eða 56 ára gamall. Hann er ættaður frá Leningrad. Hann er verk- fræðingur að menntun og var um skeið yfirmaður vefnaðar- iðnaðarins. Hann naut um skeið Kosygin mikils álits hjá Stalin, en virt- ist fallinn í ónáð hans rétt áð- ur en hann féll frá. Síðan hefur vegur hans aukizt að nýju. Hann var á síðastl. ári skipaður yfirmaður þeirrar stofnunar, er hefur heildarstjórn fjárfesting armálanna með höndum. Hann er sagður njjög fylgjandi auk- inni framleiðslu neyzluvara. Polyansky er yngstur um- ræddra þremenninga, fældur sjáifan byltingardaginn 7. nóv. 1917. Hann er búfræðingur að menntun, enda kominn atf bændaættum. Hann hefur lengstum unnið ýms erindreka störf á vegum flokksins víða í Covétrikjunum og virðist Krust joff hafa lagt á hann sérstakt ástfóstur seinustu árin. Fyrir tveimur áruim varð hann for- sætisráðherra .stærsta sambands ríkisins í Sovétríkjunum, og sem slíkur heimsótti hann Bandaríkin fyrir fáum mánuð- um síðan. Þeir, sem þekikja hann, telja hann líklegan til mikils frama. AF ÖÐRUM breytingum, sem nú verða á æðstu stjórn Sovét- ríkjanna, vakti sú mesta at- hygli að kona var nú skipuð í .sæti menntaimálaráðherra, en það er talið þýðin-garmikið emb ætti. Konan, sem varð fyrir valinu, var Furtseva, en hún er eina konan, sem að undan- förnu hefur átt sæti í fram- kvæmdaráði flokksins. Hún er fimmtug að aldri og þykir mik- ill skörungur. Krustjoff er sagður meta hana mikils. Þ.Þ. Furtseva Polyansky Kirichenko

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.