Tíminn - 08.05.1960, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.05.1960, Blaðsíða 7
7 oforðin um verðstöðvun og ru efnd með óðaverðbólgu og JómírúræSa Daníels Ágústínussonar viS 3. umræSu i neSri deild um innflutnmgs- og gjaldeyrisfrumvarpiS ©Jaldeyriehöft hafa verið í gödi hér á landi síðastliðin 30 ár. Þau voru dppjhaflega sett eftir heimskreppuna miklu eftir 1930, þegar íslendingar fengu að kenna harkalega á þvi, að aðalframleiðsluvara þeirra, saltfiskurinn, féll stór lega í verði og var erfitt um sölu á honum oft á tíðum. Höftin tryggðu þjóðinni lífs- nauðsynjar, hægðu hinum lítt nauðsynlegu vörum frá og gerðu þjóðinni kleift að nota sín takmörkuðu fjárráð til að þyggja atvinnulífið upp á nýj um grundvelli og taka tillit til gerbreyttra markaðsskil- yrða. Einmitt á árunum 1934 og til stríðsins var lagður merkilegur grundvöllur að frystihúsaiðnaði þjóðarinnar, sem lengi bjó að, og ýmsum öðrum nýjungum í framleiðsl unni sem bættu upp það mikla tap, sem hrun saltfisk- markaðarins leiddi yfir þjóð- Ina- Ef hlutlaust er litið á ráð stafanir þær, sem þá voru gerðar, held ég að engum blandist hugur um það, að þær voru skynsamlegar og vörn var snúið í sókn í at- vinnulífi þjóðarinnar. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og fjölbreytnin aukizt mjög í atvinnulífinu og þjóð- inni fjölgað um tugi þúsunda. Ííinfluteiíigshöftin En einhver innflutningshöft og nokkurt fjárfestingareftir- lit hefur þó alltaf verið til öll þessi ár, og hafa allir flokkar komizt til valda þennan tíma. í hinum ýmsum samsteypu- stjórnum, sem setið hafa. að völdum í þessu landi undan- farin 20 ár. Frílistinn hefur ekki alltaf verið jafn stór, fjárfestingarhömlurnar ekki jafn víðtækar, en engin stjórn hefur lagt út á þá braut áður, að leggja stofnun þessa niður að fullu og öllu. Nafni hennar hefur líklega 4 eða fimm sinnum verið breytt áður og breytingar gerðar á starfsliðinu. Forstjórum hefur verið fækkað eöa fjölgað, skipt um menn o. s. frv., en stofnunin sjálf hefur verið furðu lífsseig. Enginn hefur þó gert það að gamni sínu, að viðhalda henni heldur hefur reynslan sýnt áþreifanlega, að það er erfitt fyrir þjóð með jafn einhæfa útflutningsfram leiðslu og íslendingar* hafa, þar sem yfir 95% alls út- ílutnings eru sjávarafurðir, að sleppa þessum málum al- gerlega lausum. Hins vegar er þörfin fyrir innflutning ákaflega mikil, þar sem rekstr arvörur aðalatvinnuveganna verður að flytja inn og óvenju lega mikið af nauðsynjavör- um þjóðarinnar. Þó hefur þetta færzt nokkuö i rétta átt með framleiöslu áburðar og _ sements og enn íremur mað'1 mjög auknum iðnaði i land- inu. í þessum umræðum hef- ur á það verið bent, að höft- in verði ekki lögð niður, held- ur séu bankarnir látnir taka við verkefnum þeim, sem inn- flutningsskrifstofan hefur áð- ur haft og einhverjir sérstak- ir trúnaðarmenn ríkisstjórn- arinnar eigi að taka við störf um jeppanefndarinnar og jafnvel að fá víðtæk völd í ýmsum öðrum efnum, en fjár festingarhömlur hins vegar lagðar niður. Það er stað- reynd, að hluti af innflutn- ingnum er bundinn við vöru- kaupalöndin eins og áður. Þeg ar þetta er athugað, er alveg furðulegur allur sá hallelúja- frelsisboðskapur, sem fluttur er af talsmönnum stjórnar- liðsins. En eitt er víst, að stjórnin hefur tekið !án eða tryggt sér lán tll að taka á móti yfirdrættinum sem hún býst við að myndist við hina frjálsu verzlun sína. Er lán þetta sagt rúmlega 20 millj. dollara eða 800 millj. krónur íslenzkar. Hæstv. viðskipta- málaráðherra sagði hér í þing ræðu fyrir skömmu að lán þetta hefði gert það mögulegt að gefa verzlunina frjálsa. Þetta hefði ekki verið fyrir hendi árið 1950 og því hefði sú gengisbreyting mistekizt. Og hæstv. ráðherra hefur sagt meira. Hann hefur sagt: Ef þetta lán. nægir ekki, verð ur að leita eftir viðbótarláni. Þannig vill hæstv. viðskipta- málaráðherra taka eyðslulán á eyðslulán ofan, meðan verið er að berja niður kaupgetuna í landinu, en það er annar þáttur þessa máls. Sjálfstæðisflokkur- inn og lánin Þó að hinn svonefndi Al- þýðuflokkur geti haldið út á þá braut, er vandséð, hvernig hinn stjórnarflokkurinn, Sjálf stæðisflokkurinn, getur varið slík vinnubrögð fyrir þjóðinni. Meðan vinstri stjórnin sat aö völdum, sagði Sjálfstæðisfl. öllum erlendum lántökum stríð á hendur. Hefur senni- lega aldrei á þessari öld verið rekin óþjóðhollari né ábyrgð- arlausari stjórnarandstaða en Sjálfstæðisflokkurinn rak á árunum 1956—1958, er hann hikaði ekki við að senda í sí- fellu út fréttaskeyti til er- lendra blaða til ófrægingar ís lenzku ríkisstjórninni og þau voru síðan birt aftur í íslenzkri þýðingu, sem álit útlendinga á íslenzku stjórnarfari. Öll þessi lán ríkisstjórnarinnar '■‘oi« svokallaðar mútur í sam bandi við varnarliðið og snlkj ur til þess að halda þjóðarbú- skapnum uppi. Eru vinnu- brögð þessi löngu kunn að endemum. Þá er einnig kunnugt það, sem annar hv. forvígismaður Danícl Ágústínusson Sjálfstæðisflokksins sagði, að það yrði að finna önnur ráð til þess að koma ríkisstjórn- inni frá völdum en þau að hún fengi ekki erlend lán. Og þessi ráð fundust. Alþýðu- flokknum var boðið upp á ofurhátt fjall og þar var hon- um sagt, að ef hann félli fram og tilbiði Sjálfstæðisflokkinn, þá skyldi Sjálfstæðisflokkur- inn tryggja honum líf. Þetta var forsagan að kjördæma- breytingunni, og það sem síð an hefur á eftir komið stað- festir þetta eins rækilega og verið getur, því að allar þess- ar ráðstafanir eru fyrst og fremst hreinar og ómengaðar íhaldsráðstafanir og alveg óskiljanlegt, að flokkur, sem kennir sig við alþýðu lands- ins, geti staðið með þeim. Lántökur vinstri stjórnarinnar En um hvaða lán var að ræða hjá vinstri stjórninni og hve há voru þau? Erlendar lántökur vinstri stjórnarinnar handa ríkinu, ýmsum stofn- unum þess og lán með ríkis- ábyrgð voru aö upphæð um 450 millj. kr., og þau voru notuð til eftirfarandi fram- kvæmda: í Sogsvirkjunina, raforkusjóð, rafmagnsveitu ríkisins, í ræktunarsjóð fisk- veiðasjóð, sementsverksmiðju ríkisins, til kaupa á flökunar- vélum, hafnargerðar á Akra- nesi, frystihúsa, Flugfélags ís lands, til kaupa á tólf skipum, til framkvæmda hj á iandsíma íslands og fleira mætti nefna af slíkum þýðingarmiklum framkvæmdum. Sömu menn- irnir, sem ætla að ærast.út af þessum 450 millj., sem allar gengu til framkvæmda, sem ýmist juku gj aldeyrisfram- leiðslu þjóðarinnar eða spör- uðu gjaldeyri í stórum stíl, hrósa sér nú af því að hafa komizt yfir hérumbil helm- ingi hærri upphæð, ekki til framkvæmdalána heldur til eyðslu í stuttan tíma og lýsa því jafnframt yfir, — því að ég ætla að hæstv. viðskipta- málaráðherra túlki skoðanir allrar ríkisstjórnarinnar, — að dugi ekki þetta eyðslulán, verði að leita eftir öðru í við- bót, og þannig verði síðan haldið áfram eftir því sém þörf krefur. Hér er eyöslan og ráðleysið leitt til öndvegis. Einstaklingur eða fjölskylda í þessu þjóðfélagi, sem hagaði sér þannig að taka stöðugt lán fyrir daglegum þörfum og safna eyðslu- og vanskila- skuldum, hann mundi missa fjárræði sitt eftir nokkurn tíma. Á sama hátt hljóta ís- lenzkir kjósendur að svipta núverandi stjórn völdum, sem hún notar til að glata láns- trausti þjóðarinnar, safna stórfelldum eyðsluskuldum en vanrækir flest aðkallandi framfaramál, sem þjóðin bíð- ur eftir og þráir. Þjóð, sem sótt hefur fram til betri lífs- kjara og háð merkilega fram- farabaráttu í meira en 30 ár, á nú að stööva ferð sína. Frv. það, sem hér liggur fyrir er einn þátturinn af mörgum að því marki, sem hæstv. núv. ríkisstjórn stefnir aö. Hér er áreiðanlega mjög freklega komið aftan að kjós endum landsins. Hefðu stjórn arflokkarnir sagt þeim í haust það, sem nú er komið fram í dagsljósið og er að koma fram, þá eru litlar líkur fyrir því, aö ráðherrastólarn- ir væru skipaðir eins og nú er. Þeir hafa setzt í stólana á alröngum forsendum. Loforðin fyrir kosningarnar Kjörorðið var: Óbreytt verö lag og óbreytt ástand, og við það mættu allir una og sætta sig við. Margir héldu, að dýr- tíðin hefði með þessum lof- orðum og þessum hreystiyrð- um verið stöövuð og núver- andi stjórnarflokkar, þó eink um Alþýðufl., hefðu lagt töfra sprota sinn á efnahagslíf þjóð arinnar. Margir menn í kaup- stöðum fóru að undirbúa ibúð arhúsabyggingar sínar fyrir næsta ár, tryggja sér lóðir, fá teikningar og vinna önnur undirbúningsstörf. Þeir, sem höfðu auk þess í handbæru fé 50—60 þús. kr. þóttust einn ig góðir og væntu þess að geta séð fokhelt hús sitt rísa upp á hausti 1960. Þessar vonir hafa nú hrunið í rúst fyrir að- gerðir hæstv. ríkisstjórnar og stuðningsflokka hennar. Alls staðar berast þær fréttir úr kaupstöðum og kauptúnum landsins, að menn hafi hætt við að taka lóðir þær, sem þeir voru búnir að fá úthlutaö. Þeir hætti við byggingarfram- kvæmdir sínar. Og það er vlst svipað hlutfall þar og með pantanir bændanna á búvél- um, en 85—88% allra bænda, sem pantað hafa dráttarvél- ar á þessu sumri, hafa afur- kallað pantanir sínar, enda hafa litlar dráttarvélar hækk að úr 52 þúsundum upp í 87 þúsund krónur og mun það vera um 65% hækkun. Mað- urinn, sem í fyrra hafði eign- azt 50 þús. kr., hann á nú ef til vill aðeins fyrir hækkun- inni. Það er sama og hann hefði byrjað í fyrra með tvær hendur tómar. Sá, sem fékk víxla meðan byggingin var að verða lánhæf, þurfti í fyrra að greiða af þeim 7—8%, en þarf nú að greiða af þeim 11— 12%. Sá, sem keypti sements tonnið í fyrra þurfti að borga fyrr það 750 krónur, en sá, sem kaupir sementstonnið í ár, þarf að borga 1153 krónur eða 55% hærra. Svipað er að segja um annað byggingar- efni. Hækkun á byggingar- kostnaðinum er svo gífurleg, að stöðvun hlýtur að koma til hjá mjög mörgum. Allt þetta verður til þess, að bygginga- framkvæmdir einstaklinga, sem hafa takmörkuð fjárráð, dragast stórlega saman eða stöðvast með öllu. Þeir, sem hafa yfir peningunum að ráða, láta sig ekkert muna um það að halda áætlunum sínum, og einkum og sér í lagi, þegar allar fjárfestingar hömlur eru afnumdar, þá nota þessir menn vitanlega tæki- færið að koma framkvæmdum sínum áfram. Ágætt dæmi um það er að Seðlabankinn ætlar í sumar að byggja stór- hýsi upp á margar hæðir á Laugaveg 7 hér í Reykjavík, og þeir, sem aka um Suður- landsbraut, sjá, að það eru margar stórbyggingar í smíð- um á ýmsu stigi og vafalaust munu þær halda áfram. Þetta eru yfirleitt verzlunar- og skrifstofuhús. Það eru yfirleitt peningamennirnir, sem nú byggja, en það eru þeir einu, sem geta byggt og eina tillag- an, sem meirihluti fjárhags- nefndar gerði við þetta frum- varp, var á þá lund, að af- nema lög frá 1957 um afnot íbúðarhúsnæðis. í kjölfar þessarar byggingar skal mönn um, sem eiga íbúöarhúsnæði núna, heimilt að breyta þvi (Fraoihald á 13 síðu) j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.