Tíminn - 08.05.1960, Qupperneq 16

Tíminn - 08.05.1960, Qupperneq 16
Flugmaður- inn heill á húf i Krústjoff lýsti jiví yfir í ÆSsta rá'ðinu, að bandaríski flugmaðurinn hefði bjargast í fallhlíf 02 verið handtekinn í lokaræðu sinni í Æðsta- ráði Sovétríkjanna lýsti Krúst joff forsætisráðherra því yfir, að bandaríski flugmaðurin'n, sem stjórnaði flugvélinni, sem skotin var niður í sovézkri lofthelgi, 1 maí s.l. væri heill á húfi og við góða líðan í Moskvu. Hefði hann bjargazt í fallhlíf og verið handtekinn. Sagði Krústjoff eftir flug- manninum, að hann hefði haft fyrirskipun um að svipta sig lífi frekar en lenda í hönd- um yfirvalda í Rússlandi Þá sagði forsætisráðherrann, að flugvélin hefði verið njósna- tlugvél og fór hann háðuleg- um orðum um „afsakanir“ Bandaríkiamanna. Moskvu, sagði Krustjoff og yrði fréttamönnum leyft að skoða það. í flugvélinni hafa fundist Ijósmjmdir og IjOs- myndatæki, sem sanna að þetta er ekki nein venjuleg rannsóknarflugvél. Sagði hann, að fréttamönnum gæf- ist einnig kostur á að sjá sjálfsmorðstækið. Við rann- sókn á flugvélinni hefði kom ið í ljós, að hún hafi verið mjög hraðfleyg og getað flog ið í mikilli hæð. „Bandaríkja mönnum hefur skjátlast hrapalega að halda, að við gætum ekki skotið hana nið ur af þessum ástæðum. Við hefðum undir öllum kringum stæðum getað tortímt henni“, sagði Krustjoff. Fréttir frá Moskvu herma, að á síðasta fundi Æðsta ráðs ins, en fundir hafa staðið | þar yfir s.l. tvo daga, hafi ^ Krustjoff lýst því formlega| yfir fyrir þingheimi, vegna^ fjölda fyrirspuma, að bandaj ríski flugmaðurinn hefði j bjargast úr brennandi flugvél! sinni, er hún var skotin nið- ur með eldflaug yfir Síberíu, s.l. sunnudag. Siálfsmorðstæki Sagði Krustjoff, að hann hefði átt viðræður við flug- manninn og bar hann ýmis ummæli eftir honum. Sagði hann, að flugmaðurinn héti Harry Powers, 30 ára að aldri. Hefði flugvélin verið á leið frá Tyrklandi til Noregs. Flug maðurinn hefði ungur byrj- að að stunda flug, en ráðist síðan í njósnaflug fyrir Banda ríkin. í þessari flugferð hefði honum verið falið að athuga eldflaugastöðvar og skipulag flugvalla í Sovétríkjunum. Hafi samt fyrirskipunin haft rannsóknir á áhrifum geim- j geisla að yfirskini. Sagði Krustjoff, að flug- maðurinn hefði vlðurkennt, að hann hefði fengið fyrir- skipanir um að svipta sig lífi frekar en verða tekinn fastur. Fannst í fórum flugmannsins lítil sprauta, en ein nálar-! stunga hefði nægt til að gera út af við hann á skammri stund, að sögn Krustjoffs. , i Flakið til sýnis Flak flugvélarinnar er nú í í Hæðir Bandaríkjamenn Þá sagði forsætisráðherr- ann, að sú viðbára Bandaríkj anna, að flugmaðurinn hefði fallið í yfirlið af súrefnis- skorti og þess vegna ekki vit að um, að hann væri kominn í sovézka lofthelgi, væri fá- ránleg í mesta máta. Sagði hann, að nú gætu Banda- ríkjamenn ekki lengur efast um styrk Sovétríkjanna á sviði eldflauga. Áherzla væri nú lögð á smíði fjarstýrða eld flauga, sem farið gætu heims áífa á milli. Nýr yfirmaður heíði verið skipaður yfir eld flaugastöðvunum, og væri hann fyrrverandi storskota- liðsforingi. Undirstrikaði hann enn einu sinni fyrri aðvaranir sínar um, að tiltæki sem þetta gæti hæglega leitt til styrjaldar. Einnig mundi ekki bæta fyrir samkomulagi á fundi æðstu manna sem hefst innan skamms, sagði Krustjoff að lokum. KviknaSiíspónum Laust fyrir kl. 5 í gær var slökkviliðið kallað að tré- smiðju Regins í Silfurtúni, en kviknað hafði í spónum, sem sogast frá vélunum gegnum stokk, sem liggur niður í kjallarann. Eldurinn var þeg ar slökktur. Talið er að kvikn að hafi út frá rafmagni, blý- streng, sem liggur á stokkn- um. Engar skemmdir urðu, en nokkur reykur var kominn í Um langt árabil hefur Dagur á Akureyri verið langsamlega stærsta og myndarlegasta blað, sem gefið hefur verið út utan Reykjavíkur og jafnan harðskeytt og rökfast mál- gagn fyrir samvinnustefn- una, bændur og verka- menn. Framsóknarmenn á Akureyri og í Eyjafirði hafa ætið staðið að útgáfu blaðs síns af miklum mynd arskap, og það hefur frá fyrstu tíð notið hinna ágæt ustu manna, svo sem Ingi- mars Eydal, Jónasar Þor- bergssonar, Hauks Snorra- sonar og Jóhanns Frímann. „Dagur^ á Akureyri Framau af árum var Dagur eingöngu stjórnmálablað, en Hauikur Snorrason gerði það að al'hliða fréttablaði og efnis- miklu um ýmis menmingarmál, erlend sem innlend. Þá fékk Dagur og betri aðstöðu til prentunar en önnur blöð ut- an Reykjavíkur og hefur notið þess síðan hjá Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. UnJ:r ritstjórn Hauks heitins Snorrasonar náði Dagur mjög aukinni útbreiðslu bæði á Ak- ureyri og nágrannahéruðum og r.aut mikilla vinsælda. Þegar Haukur gerðist ritstjórl Tím- ans tók Erlimgur Davíðsson við ritstjórn og hefur annazt hana síðan, en hann hafði um skeið unmið við blaðið með Hauki. fcíV* '*+*.'*• •'* Breytir um svip í tilefni þess, að Dagur á Akureyrí hefur nú enn einu sivni breytt dáiítið um svip og umbrot, þykir Tímanum rétt að minna landsmenn á Dag á Akureyri, því að sannast að segja á hann erindi til miklu fleiri landsmanna en í héruð- unum hið næsta Akureyri, ekki sízt til þeirra, sem fluttir eru þaðan til annarra lands- hluta en vilja fylgjast með fréttum og málefnum þar. Til þess er ekkert blað betur fært en Dagur Dagur er nú yfirgripsmeira fróttablað um það sem gerist í héruðunum noi'ðaustan lands en nokkru sinni fyrr, og hefur ritstjórino lagt á þá hlið mikla aherzlu. Kaupendatala Dags fer sífellt hækkandi, og Erlingur Davíðsson, ritstjóri munu fréttirnar eiga sinn þátt í því. Á Akureyri einni saman selj ast á sextánda hundrað blöð af Degi og er það meira en eitt blað í hvert hús bæjarins til jafnaðar, og mjög fáir mumu þeir sveítabæir í Eyjafjarðar- sýslu, bar sem blaðið er ekki keypt, og útbreíðsla þess í nœstu syslum að austan og vest an er mjög mikil. Upplag Dags er hátt á fimmta þúsund og er miklu stæria en upplag allra hinna Akureyrarblaðanna sam- anlagt Útliit fctlaðsins hefur íengi venð smekklegt, mikið af myndum úr atvinnulífinu og með fréttum, og eftir breyt- inguna, sem nú hefur verið gerð er yfirbragð blaðsins létt og laðandi. Dagui' er sönnun þess, að unnt er að gefa út myndarleg blöð amnars staðar en í Reykja vík, ef góðir menn eru að verki, dugnaður, hagsýni og á- hugi. Tímanum þykir rétt að minna menn í öllum landshlut- um á Dag og hvetja þá til að kaupa hann, einkum þá sem á einhvern hátt eru tengdir mái- um þar. En auk þess flytur Dagur margvíslegt annað læsi- legt efni tii skemmtunar og fróðlei’ks. Dagur kemur út á hverjum miðvikudegi, en einn- ig alloft á laugardögum. Hann er átta síður í hvert sinn í sama broti og dagblöð landsins. Esnn Egypti og fimm þús. Danir Hagtíðindi skýra frá farþegaflutningum í nýútkomnum Hagtíðind- um er skýrt frá farþegaflutn- ingum til landsins og frá því árin 1956—1959. Er þetta yfirlit samið eftir skýrslum út- lendingaeftirlitsins. ' Árið 1956 ktomu hingað 9517 erlendir og 8751 íslenzkur fanþegi. 1959 komu 12296 eiilendir og 9712 íslenzkir farþegar. Farþegár til útlanda voru árið 1956 9607 útlendingar og 9041 ís- lendingur en árið 1959 fóru 11818 erlendir farþegar héðan og 10107 íslendingar. Meir en tveir þriðju hlutar af ölium þessum farþegaflutningum til og frá landinu hafa farið fram með flugvélum. Þá er getið um þjóðerni er- lendra farþega til og frá landinu á þessu árablii. Þar eru Danir í yfirgnæfandi meirihluta og þar næst Bandaríkjamenn. 3077 Dan- ir fcomu hingað 1956 og 1959 komu 4811 Danir. Egyptar virðast allra manna sjaldsénastir hér eftir þess ari skýrslu að dæma. Árið 1956 fcom hingað einn egypzkur maður og árið 1959 einn. Á árunum þar á milli er enginn egypzkur far- iþegi talinn. —b. Morðinginn Sátinn laus Morðingi Leo Trotskys hef- ur nú verið látinn laus eftir nærri tuttugu ára setu innan fangelsismúranna. Var hann á sínum tíma dæmdur i túttugu ára fangelsi vegna morðsins og hefur afplánað refsingu sína í Mexíkó. Fór hann í gær flugleiðis tif Kúbu. Skúrír í dag má búast við austan golu og suðaustan. Nokkur hætta er á skúrum en sennilegast verður bjart á milli. Það fer að verða nokkuð staðveðrasamt hér á okkar landi,

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.