Tíminn - 08.05.1960, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.05.1960, Blaðsíða 12
12 X í MIN N, sunnudaginn 8. maí 1960. RITSTJORI HALLUR SIMONARSON ÍSLANDSGL hin 50. I röðinni verður glímd í dag Keppendur eru 12 frá þremur félögum í dag eru mikil tímamót í íslenzkri glímusögu, því 1 dag kl. fimm hefst 50. íslands- glíman í íþróttahúsinu að Há- logalandi. Er því margs að minnast í því sambandi bæði fvrir eldri og yngri glímu- menn því oft hefur íslands- glíman verið einn merkasti iþróttaatburður hvers árs hér á landi — og oftast vakið mikla og verðskuldaða at- hygli, svo sem vera ber um ,.þjóðaríþróttina“. f tilefni af þessum tímamótum verður mörgum boðið á glímuraa — einkum þó úr i'öðum hinna gömlu, fræknu glímumanna. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, sonur hins 'kunna glimumanns Hallgríms Benediktsisonar, setur mótið. Glímustjóri verður Gunnlaugur J. Briem og yfir'dómari Ingimundur Guðmundsson. Guðjón Einarsson, varaforseti fþróttasambamds fs- 'iands, afhendir verðlaun að leiks- lokum. Mynd þessi var tekin, þegar Bjarni Bjarnason, fyrrum skólastjóri, afhenti Ármanni J. Lárussyni sigurverðlaun fyrir Landsflokkaglímuna 1960. Ár- mann verður meðal keppenda í glímunni í dag. Úrslitaleikir badmin- tonmótsins eru í dag — Búizt er vi<5 aí keppni veríii tvísýnni ein nokkru sinni fyrr vegna fjarveru Vagns 0. Badmintonraeistaramót Is- iands hófst í íþróttahúsi KR við Kaplaskjólsveg í gærdag og voru þátttakendur í mótinu 50 talsins, 39 frá Reykjavík og 11 frá Stykkishólmi. í gær voru leiknir mjög margir leikir, en úrslit voru ekki kunn, Þegar blaðið fór í prent- un kl. fjögur í gær, en mótið atti að standa fram á kvöld. f dae hefst mótið aftur kl. tvö og fara bá fram úrslifaleikir í hin- um einstöku flofckum. Búast má við að úrsiitaleikirnir verði mjög sfcemmtilegir og tvísýnni en nokkru stnni fyrr. Kemur það r.okkuð til af því, að Vagn Ottó- son, sem verið hefur margfaldur meistaiú á íslandsmótum undan- farin ár, ei' nú ekki meðal kepp- enda, en hann dvelst erlendis um þessar mundir. Ekki verða talin upp nöfn keppenda hér. en geta má þes's, að allir beztu badminton- 'leikarar landsins, að undanskild- um Vagni, eru meðal þátttakenda- Tólf keppendur Tólf keppendur taka þátt í glím- unni að þessu sinmi frá þremur fé- Reykjavíkur og Ungmennafélaginu Reykjavíkur og Ungmennafél'gaiinu Samhyggð í Árnessýslu. Keppend- ur eru þessir. Frá UMFR Ármann J. Lárusson, núverandi bel'tishafi, sem sigrað hefur í íslandsglím- unni í sex síðustu skiptin, en sjö smnum alls, Kristján Heimir Lár- lisson, sem oft hefur verið næstur Arm'anni, bróður sínum, Hilmar Bjamason, Guðmundur Jónsson, Hannes Þorkelss'on, Sveinn Sigur- Jónisson, Reynir Bjarnasom og Þórður Kristjánsson.' Frá Sam- hyggð er einn keppamdi, Guð- mundur Steindórsson, og þrír frá Ármamni: Kristmundui' Guðmunds- son, Sveinn Sigurðsson og Sig- mundur Ámundason, allt snjallir glímumenn Sundmeistara- mót islands Sundmeistaramót Islands 1960, verður haldið í sumdhöll Hafnar- fiarðar 8. og 9. júní n. k. Keppt verður í eftirföldum greinum: Fywi dagur: 100 m. skriðsund karia. 400 m. bringusund karla. 100 m. skriðsund drengja. 50' m. bringusund telpna. 100 m. bringusund drengja. 200 m. brimgusund kvenna. 3x 50 m. þrísund kvenna. 3x 50 m. þiísund drengja. 4x100 m. fjórsund karla. Seinni dagur: 100 m. flugsund karla. 400 m. skriðsund karla. 100 m. skriðsund kvenma. 100 m. baksumd karla. 50 m. skriðsund telpna. 100 m. baksund drengja. 200 m. bringusund karla. 3x 50 m. þrísund telpna. 4x100 m. sfcriðsund karla. ÞaS var oft mikil og skemmtileg keppni meðal hinna yngstu á sundmóti ÍR á miðvikudag og fimmtudag — þótt sú keppni vekti ekki eins mikla athygii og „stjarnanna" á mótinu — nema meðal yngstu áhorfendanna, sem hvöttu vini meðal keppenda mjög. Þessa mynd tók Guðjón Einarsson, þegar tveir drengir komu að marki eftir mikla baráttu. Sá efri grípur í bakkann, en hinn er í síðasta sundtaki, og hendi tímavarðarins kreppist um klukkuna. Tal öruggur með sigur Einar Jónsson hefur verið einn bezti badmintonleikari landsins hátt á ann an áratug — og lætur engan bilbug á sér finna enn. Mynd þessi var tekin af Einari, þegar dönsku abd- mintonleikararnir léku hér s. I. vetur. Það má nú teljast næsta öruggt að Mikail Tal verði næsti heimsmeistari í skák. Hann náði yfirhöndinni í 19. skákinni, sem tefld var á þriðjudag. Skákin fór í bið, og átti framhaldið að teflast á föstudag. en almennt var húizt við, að Tal mundi vinna biðskákina, eða Botvinnik jafnvel gefast upp án fram- halds. Fari svo, hefur Tal lryggt sér IIV2 vinning gegn TV2 vinningi Botvinniks og jþarf því aðeins einn vinning ur fimm skákum til þess að verða heimsmeistari í skák. Heimsmeistarinn, sem hafði svart í 19. skákinni, valdi hol- lenzka vörr, og brá snemma út af venjulegum leiðum. Síðan reyndi hanin að na frumkvæðinu. en með ’ímabundinni peðsfórn tókst á- skorandanum að snúa atburðum sér í hag og var sjáifur kominn með peð yfii og góða stöðu eftir 30 leiki. Þegar skákin fór í bið 11 leifcjum síðar, hafði Botvinnik ekkert mótvægi fyrir hið glataða peð, og þar sem þungu menn- irnir voru þá enn á borði, en kóngsstaða Botvinniks ótraust, var þess ekki að vænta, að hann gæti 1 haldið skákinnii til lengdar. Hér kemur skákin. Hvítt: Tal, Svart: Botvinnik. 1. c4 f5 2 Rf3 Rf6 3. g3 g6 'Þet’ta afbrigði af hollenzkri vörn hefur verið kennt við Léningrad og er það vinsælt í Rússlandi.) 4. Bg2 Bg7 5. d4 d6 6. Rc3 e6 (Ó- venjul. leikur. Skákfræðin mælir með 6. — 0-0 og síðan Rc6 eða c6) 7. 0-0 0-0 8. Dc2 (Hvítur und irbýr e4 tii þess að geta náð þrýstinigi á c-línunni) Rc6 9. Hdl De7 10. Hbl a5 (Svartur vill ekki ieyfa hvítum að leika b4) 11. a3 Rd8 12. e4 fxe4 13. Rxe4 Rxe4 14. Dxe4 Rf7 (Svartur hótar nú að leika 15. —e5 og 16. — Bf5, én hvítur kemur í veg fyrir slíkt) 15. Bh3 Df6 16. Bd2 d5 (Botvinn- ik getur ekki beðið aðgerðarlaus á meðan Tai bætir stöðu sína roeð Bc3 og beiinir síðan skeytum sínum að veiku e-peði svarts) 17. De2 dxe4 (Botvinnik getur ekki haldið peðinu til lengdar, betra var því 17. — Rd6 18. Rg5 Rxc4 0. s. frv.) 18. Bf4! Rd6 19. Rg5 J Ife8 20. Bg2 (Nú hefur hvítur ^ flest að skotspæni, og peðið vinnst aftur með góðri stöðu). Ha6 21. . Re4 Rxe4 22. Bxe4 b5 23 b3 cxb3 ,24. Dxb5 Hf8 25. Dxb3 Hb6 26. I De3. Hxbl 27. Bxbl Bb7 28. Ba2 1 Bd5 (Botvmnik tapar nú peði, en vonlaust var að verja alla veik- leifca til lengdar, hann kýs því iieidur þann kostinn, að haida I mönnunum í hreyfamilegum stöð- (Framhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.