Tíminn - 08.05.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.05.1960, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, smmtidaginn 8. jgflBL KatalínafSugbáfur F.l. er þyngstur á fóðrunum Frá aðalfundi Flugfélags íslands fyrlr áriS 1959 Mikið tap af Katalínu Aðalfundur Flugfélags fs- lands h.f. fyrir árið 1959 var haldinn í dag í Kaupþings- salnum í Reykjavík. Formað- ur félagsstjórnar Guðmundur Vilhjálmsson setti fundinn og stjórnaði honum. Fundarrit- ari var Jakob Frímannsson. Forstjóri félagsins Örn Ó. Johnson flutti skýrslu um rekstur félagsins á árinu og skýrði efnahags- og reksturs- reikninga. Farþegar innanlands voru 51.195 árið 1959 og er það 8% minna en árið áður. Fækkun var aðallega á flugleiðum til Vestfjarða og Siglufjarðar. Flugsamgöngum þangað var haldið uppi með Katalínuflug vél. Nokkrar tafir urðu á flug inu þangað vegna viðhalds og skoðana. Fjölfarnasta flugleið Fjölfarnasta flugleið innan lands var sem fyrr milli Reykjavíkur og Akureyrar, 15.064 farþegar. Önnur að far þegafjölda varð flugleiðin milli Reykjavíkur og. Vest- mannaeyja með 12740 far- þega. Þriðja var Reykjavík— Egilsstaðir með 6325 far- þega og milli Reykjavíkur og ísafjarðar flugu 4850 farþeg- ar. Vöruflutningar minnkuðu á árinu um 23% miðað við árið áður. Fluttar voru 1146 lestir af vörum. Póstflutning ar námu 181 lest og jukust um 26 af hundraði. FélagFramsóknar kvenna heldur síðasta fund sinn á starfsárinu miðvikud. 11. þ. m. kl. 8,30 í Framsóknarhús- inu. Mörg mál á dagskrá, er konur varðar. Heildartekjur innanlands- flugs námu 19.975 millj. kr. en rekstrarkostnaður 'að með töldum afskriftum, kr. 1,15 millj., varð 23,1 millj. og varð því halli á rekstri innanlands flugsins 3 millj. og 125 þús. kr. Það er athyglisvert að tveir þriðju hlutar hallans er tap á rekstri Katalínaflug- bátsins. Rekstur hans kost- aði kr. 5555,00 pr. flugstund en tekjur pr. flugstund námu kr. 3586,00. Lætur nærri að hleðslunýting flugbátsins hefði átt að vera 96% í hverri ferð til þess að rekstur hans bæri sig. Heildarhleðslunýt- ing i innanlandsflugi árið 1959 var 56% allt árið. Millilandaflug Rekstur millilandaflugs gekk mjög vel árið 1959. Alls voru 29,495 farþegar fluttir milli landa og er það 22% aukning frá fyrra ári. Flug vélar félagsins héldu uppi áætlunarflugi til sömu staða og áður þ.e. Glasgow, Kaup- mannahafnar, Osló, Hamborg ar og London. Fjölfarnasta leið félagsins milli landa er Reykjavík— Kaupmannahöfn með 11249 farþega. Milli Glasgow og Kaupmannahafn ar flugu 3608 farþegar með „Föxunum" og er það 80% aukning frá árinu áður. 80 Græniandsferðir Flugvélar félagsins fluttu á árinu 959 251 lest af vör- um milli landa. Aukning 8%. Póstflutningar námu 55 lest um og jukust um 17%. Heild- arhleðslunýting millilanda- flugsins varð 63,3% allt árið. Leiguflug Flugfélags íslands jukust verulega árið 1959 og voru farnar yfir 80 ferðir til Grænlands. Annaðist Sky- masterflugvélin Sólfaxi meg- í inhluta þess. Fundur Nehrú og We Brandts NTB—LONDON, 6. maí. — Willy Brandt borgarstjóri í Berlín kom til Lundúna í morgun og ræddi við Nehrú að ósk hins síðarnefnda. í tilkynningu segir, að Brandt hafi skýrt ítarlega Berlínar- málið, ástandið í A-Þýzka- landi og sameiningu lands- hlutanna. Við fréttamenn sagði Brandt, að hann hefði haft mikið gagn af samtal- inu við Nehrú. — Stjórn- málafréttaritarar ræða mjög um þennan fund og telja hann mikilvæfean, einkum þar sem ríkisleiðtogafundur inn sé rétt framundan. Þau leiðu mistök urðu hér í biaðinu í gær, að þessi mynd villtist f um- broti blaðsins milli greina í blaðinu. Hún átti að fylgja grein, sem birtist á 16. síðu blaðsins, þar sem sagt var frá æfingastöð fatlaðra og lamaðra, en myndin átti alls ekki að fylgja greininni á 9. síðu um Styrktarfélag vangefinna. Myndin er af Guðbjörgu litlu, 6 ára, sem er hið mesta efnis- barn og hög í höndum við að gera tágakörfur eins og myndin sýnir. — Biður blaðið afsökunar á mistökunum. Karlakórinn Fóstbræður í söngför til Norðurlanda Karlakórinn Fóstbræður ieggur upp í söngför n.k. laug ardag 14 maí og er förinni heitið til Norðurlanda. Söng- stjóri er Ragnar Björnsson, einsöngvarar Kristinn í útvarp konsertar. og haldnir voru Syngja í norska útvarpið Að þessu sinni er förinni heitið til Stavanger í Nor- Hails- egi’ Þa®an verður síðan ferð ast yfir Noreg og haldnir þar son og Sigurður Björnsson. margir konsertar m.a. í Ála Undirleik annast Carl Billich. sundi, Haugasundi, Bergen, |Lillehammer og Osló. Á þjóð erlend og innlend lög |hátíðardegi Norðmanna 17. Á söngskrá kórsins eru mab verður kórinn í Bergen og tekur þátt í hátíðahöldum Aðalfundur arfélags Borgarfjarðar Aðalfundur Framsóknarfélags Borgarfjarðar verður hald- Félagsheimili Skilmannahrepps í dag, 8. maí, og hefst mn i kl. 3. DAGSKRÁ: 1. Lagabreytingar. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Verðlagsmál landbúnaðarins Framsögumaður Sverr- ir Gíslason, form. Stéttarsambands bænda 4. Stjórnmálaviðhorfið. Framsögumaður Halldór Ás- grímsson alþm. 5. Ýmis mál. Framsóknarmenn í Borgaifirði og á Akranesi eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. Ferðir frá Bifreiðastöð ÞÞÞ, Kirkjubraut 16, Akranesi, kl. 2,30. bæði innlend og erlend lög. Meðal höfunda eru Páll ís- ólfsson, Jón Leifs, Jón Norð- dal, Þórarinn Jónsson og Emil Thoroddsen. Af erlendum höf undum má nefna Schubert, Reger, Grieg o. fl. Kórinn hefur áður farið í slíkar söng ferðir til annarra l.anda, síð- ast 1954, þegar farið var til Vestur-Evrópulanda, Hol- lands, Belgíu, Þýzkalands og Englands. Þá söng kórinn m. a. í sjónvarp í París óg Lond on auk þess söng hann víða þar. Sungið verður í norska útvarpið og þeim söng út- varpað beint. Frá Osló verður haldið til Kaupmannahafnar. Þar kem ur kórinn fram í útvarpi og í konsertsalnum í Tívolí. í ráði er einnig að Fóstbræð- ur heimsæki Svíþjóð og syngi í sænska útvarpið. ans, einsöngvara og undir- leikara, sem áður var getið. Fararstjóri verður Ágúst Bjarnason, skrifstofustjóri. Stjórn kórsins er skipuð Sigurði E. HaraJdssyni, Þor- steini Helgasyni, Ásgeiri Hallssyni og Ágústi Bjarna- syni. — í utanfararnefnd krósins er Hreinn Pálsson, Ágúst Bjarnason og Sigurð- ur Waage, en kórinn hefur fengið styrk til fararinnar, bæði frá ríki og bæ. Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag heldur kórinn samsöngva fyrir styrktarmeð limi sína í Austurbæjarbíó kl. 7. í nánum tengslum við kór inn starfar söngdeild, sem nefnist Gamlir Fóstbræður. Formaður hennar er Hreinn Pálsson, en aðrir í stjóm eru Gottfreð Bernhöft, stórkaup- Samsöngur fyrir sfyrkiar- maður, Garðar Þorsteinsson, meSlimi prófastur, Sigurjón Guð- Þátttakendur í förinni eru mundsson forstjóri og Björn 38 söngmenn auk söngstjór i Árnason endurskoðandi. Karlakórinn Fóstbræöur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.